Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16.APRÍL1986 VERZLUNARSKÓLINN Félagslíf Verzlunarskóli íslands hefur alltaf verið talinn fremsti skóli á sviði félagsmála, sem og skólamála. En félagsmálaskóii hefur Versló alltaf verið. Á þessu varð þó talsverð breyting með flutningi skólans í nýtt húsnæði. Af einhveijum orsök- um minnkaði áhugi nemenda skólans á að mæta á atburði innan skólans. Samt sem áður voru atburðirnir jafnveglegir og glæsilegir og áður. Þessi „lægð“ stendur enn yfir, en vonir standa til, að þetta sé aðeins tímabundin „lægð“, sem hverfi á komandi vetri. Nú, á föstudaginn voru kosn- ingar í Versló. Þessi aðalfundur skiptir að sjálfsögðu sköpum í félagslífi verslinga, sem og í öðr- um skólum. Kosningar þessar voru spennandi og jafnar og réð- ust úrslitin ekki fyrr en alveg undir lokin. Röltarinn var að sjálf- sögðu á svæðinu og fylgdist með fundinum. Eftirfarandi dagskrá lá fyrir: 1. Skýrsla stjómar. 2. Reikningar félagsins. 3. Hlé/Kosningasjónvarp. 4. fyigabreytingar. 5. Úrslit kosninga. Undir 1. lið komu þáverandi stjómarmeðlimir og gáfti skýrslu um störf sín á líðandi starfstíma- bili. Komu þeir hver á eftir öðrum og gerðu grein fyrir störfum sín- um og reyndu að fegra hlut sinn, sem og að gefa upp ástæðu fyrir því sem verr fór en til hafði stað- ið. Gekk þessi liður greiðlega fyrir sig, og fóru allir þáverandi stjóm- armeðlimir vel út úr hlutunum. Um kl. 10 kom svo hléið marg- fræga og jafnframt kosningasjón- varp. Stjórn NFVÍ (Nemendafé- lags Verzlunarskóla íslands) samanstendur af 9 aðilum: For- seta, féhirði, formanni Málfunda- félagsins, formanni Listafélags- ins, formanni íþróttanefndar, rit- stjóra Viljans, ritstjóra Verzlunar- skólablaðsins, formanni Nem- endamótsnefndar og formanni Skemmtinefndar. í fimm fyrst- töldu embættin var aðeins einn aðili í framboði í hvert, þ.e. þeir Birgir Magnússon og Auður SigurAardóttir — þuiir kosningasjón- varpsins. Fráfarandi stjóm NFVÍ fagnar þvf aA vera laus undan skyldustörfum. Hin nýja stjórn NFVf fagnarsigri. aðilar vom sjálfkjömir. Þannig að spennan í þeim embættum var ekki mikil, nema þá kannski að vita hve mörg atkvæði þeir fengju. En í hin fjögur var þó nokkur spenna. Tveir aðilar vom í fram- boði í hvert þessara embætta. í kosningasjónvarpinu var m.a. kosningaspá og hundrað fyrstu tölur voru birtar. Þar með var leikurinn raunvemlega hafinn. Ef mjótt var á mununum gat allt gerst, en ef mikill munur var á þeim var ljóst hvert stefndi. Skoð- anakönnunin sýndi hvert myndi stefna í nokkmm embættum, en í öðmm var hún mjög villandi. Leið nú og beið, og mikil tauga- spenna komin í liðið. Var nú komið að Qórða lið fundarins. Það vom lagabreytingar. Þær gengu mjög hratt í gegn, og vom flestallar samþykktar, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þá fyrst var komið að lokum aðalfundarins. Aðeins átti eftir að tilkynna úrslit kosninga. Taugaspennan var gíf- urleg og frambjóðendur, jafnt sem stuðningsmenn þeirra, nöguðu allar neglur í sjónmáli. Úrslitin urðu að lokum þessi: Forseti NFVÍ — Garðar K. Vilhjálmsson. (80,7%) Féhirðir — Jón Gunnar Aðils. (93,6%) Formaður Málfundafélagsins — Hildur Elín Vignir (79,6%) Formaður Listafélagsins — Ingólfur Garðarsson (91%) Ritstjóri Verzl.sk.blaðsins — Björn Pálmason (79%) Formaður íþróttafélagsins — Skarphéðinn Ómarsson (56,4%) Ritstjóri Viljans — Ellert Þór Benediktsson (71,6%) Formaður Nemendamótsnefnd- ar — Berglind Johansen (68,3%) Formaður Skemmtinefndar — Guðbrandur Guðbrandsson (51%) Röltarinn óskar hér með ný- kjörinni stjóm Nemendafélagsins til hamingju með kosninguna, en þá, sem biðu lægri hlut, að halda höfðinu hátt og láta ekki deigan síga. Þar með var þessum aðal- fundi lokið og langflestir fóru ánægðir heim. Við skulum vona að núverandi stjóm geti lagfært það sem aflögu fór hjá fráfarandi stjóm og stýrt skútu félagslífs Verzlunarskólans aftur á rétta braut. Annars veit Röltarinn, að stjómarmeðlimirnir nýju bíða ömgglega af eftirvæntingu eftir að fá að svara í símann, svo að ef lesendur hafa einhveijar spum- ingar í sambandi við félagslíf skól- ans, eða eitthvað í þá áttina, þá er sími nemendaféiagsins 688400 og má telja nokkum veginn ör- uggt að greitt verði úr öllum vandamálum sem verða á vegi ykkar í frumskógi framhaldsskól- anna. Sigursveitin Rocket. Þema frá Akranesi. hljómsveitarinnar í Hagaskóla. Hljómsveitin átti árs afmæli 3. mars sl. Hljómsveitina skipa þeir: Kristján Eldjám, gítar, Haraldur Kristinsson, hljómborð, Baldur Stefánsson, bassi, Stefán Eiríksson; söngur: Ingi R. Ingason, trommur. Þetta er frambærilegasta sveit, þó Röltarinn sé nokkuð viss um að þeir hafi ekki sýnt sína bestu hlið þetta kvöld. Annars var þetta yngsta sveit kvöldsins, því að eng- inn meðlimur er eldri en 16 ára. Þeir spiluðu fjögur lög, eins og reglur segja til um. Það voru lögin: Palli var einn í heiminum, Ljúfa lagið, Úlfaldinn og Nótt. Það vant- aði ekki kraftinn og ferskleikann í strákana, en þeir minntu dálítið á Bara-flokkinn sáluga (blessuð sé minning hans). Strákamir vom mjög hráir, en það var gaman að þeim. Ásgeir og Gulli komu nú inn á sviðið og tilkynntu að einkunnagjöf gesta í sal gilti 50% á móti dóm- nefnd. Þetta varð til þess að fólk fór meira að veita miðunum at- hygli. Þeir félagamir kynntu nú næstu sveit, en það var Þema frá Akranesi. Hún er hin frambærileg- asta og ætlar greinilega að gera það gott. Hljómsveitina skipa: Logi Guðmundsson, trommur, Anna Halldórsdóttir, söngur, Theodór Hervarðssonm, hljómborð, Hall- grímur Guðmundsson, bassi, Ingi- mundur Sigmundsson, gítar. Góð og ömgg sviðsframkoma er hlutur sem margar sveitir ættu að vera stoltar af. Hljómsveitin Þema hafði mjög skemmtilega sviðsfram- komu. Hún spilaði fjögur lög, að sjálfsögðu en það vom lögin; Speglasalur, Allt og ekkert, Júmbó og Hafíð. Það var ekki erfítt að fínna uppmna tónlistarstefnu sveit- arinnar. U2, Simple Minds og söng- konan söng líkt og Björk Guð- mundsdóttir, en bara betur ef eitt- hvað var. Geypilega efnileg. Einn helsti galli sveitarinnar er þó skort- ur á kjarki. Láta bara vaða ef ný stefna skýtur upp kollinum, ekki að festast í sama farinu. En komu þeir Ásgeir og Gulli inn á svið og nú kynntu þeir hljómsveit úr Vík í Mýrdal. Það var hljómsveitin Roc- ket. Hún er tveggja ára gömul og hefur hún komið víða fram úti á landi og spilaði t.d. á síðustu Þjóð- hátíð í Eyjum. Hljómsveitina skipa: Guðmundur Stefánsson, trommur, Einar Hróbjartsson, gítar, Bjöm Sigurðsson, bassi, Bjöm Þórisson, Hljómborð + söngur, Gunnar Jóns- son, gítar + söngur. Þeirra Qögur lög hétu: Mystery, Going Insane, Lonelyness og The Common Man. Fyrsta lagið minnti um margt á gömlu góðu Stranglers. Lögin tvö í miðjunni vom nokkuð góð, en ekki alveg nógu slipuð til, en síðasta lagið var meiriháttar gott. Það minnti jafnvel á lög með Meatloaf. En það var greinilegt að það voru margir Mýrdælingar í salnum, því að fullt af fólki var hrópandi á Rocket til sigurs, áður en þeir voru búnir. En það breytir því ekki að hljómsveitin fékk gífur- lega góðar viðtökur, enda voru þeir mjöggóðir. Ásgeir kynnti nú Akureyrar- hljómsveitina Drykkir innbyrðis. Hún er 3ja mánaða gömul og æfa þeir saman þrisvar í viku. Þeirra tónlistarstefna heitir Papa-rokk, hvað svo sem það er, því að Röltar- inn heyrði ekki betur en að þetta væru hinar ýmsu tónlistarstefnur settar saman í einn stóra grautar- pott og svo hrært til í þessu öllu saman. Þessi grautur varð mjög góður hjá þeim. Hljómsveitina skipa: Rúnar Ö. Friðriksson, söng- ur, Viðar Garðarsson, bassi, Hauk- ur Eiríksson, hljómborð, Yngvi Yngvason, trommur, Eiríkur Jó- hannsson, gítar. Það sem helst vakti athygli gesta, áður en strákamir byijuðu að spila, var að söngvarinn var fót- brotinn og haltraði um sviðið í stærðarinnar gifsi. Það var kafli út af fyrir sig að sjá hve líflegri sviðs- framkomu hann náði, svona slasað- ur. Þeirra lög hétu: Time, Crime, Animal Life part 2 og Animal Life part 1. Papa-rokkið þeirra var gott. Sambland af Reggae, poppi með áhrifum frá Marillion, en ekki sak- aði þetta bland. Þetta voru skemmtilega dulúðleg lög, með góð- ar melódíur. Þá kynntu Ásgeir og Gulli síðustu keppnissveit kvöldsins. Það var hljómsveitin Sex púkar. Hún er úr Reykjavík og er 3ja mánaða gömul. Hljómsveitin æfír þrisvar i viku og hefur komið fram opinberlega fram í skemmtistaðnum Roxzy. Hljóm- sveitina skipa: ívar Ámason, gítar, Steingrímur Erlingsson, bassi, Björgvin Pálsson, trommur, Viðar Ástvaldsson, hljómborð og Bjöm Baldvinsson, söngur. Litadýrð, framleiki, bæði í klæðnaði ogtónlist, einkenndi sveit- ina öðra fremur. Persónulega hreifst Röltarinn ekki af tónlistar- stefnunni, en sveitin sjálf er nokkuð góð. Hún spilaði lögin: Who Cares, Dreams, I Believe og Be Now. Tvennt var mjög athyglisvert við síðasta lagið. I fyrsta lagi var það samið daginn fyrir keppnina og í öðra lagi, þá kölluðu meðlimir hljómsveitarinnar á söngkonu utan úr sal, til að aðstoða sig við flutn- inginn. Það tókst bara ágætlega. Söngkona þessir heitir Berglind Björgúlfsdóttir og á framtíðina fyrir sér. Sex púkar luku sér nú af og hurfu af sviðinu. Klukkan er 10.42 Ásgeir Tómasson birtist á sviðinu og tilkynnir, að á meðan á atkvæða- talningu stendur, muni tvíeykið/ hljómsveitin Possibillies leika. Og við það var staðið. Þeir stóðu sig mun betur þá en í fyrra skiptið, og var þó erfitt að slá það út, en þeir eru ýmsir vanir strákamir og brugðust ekki. Um klukkustund síðar, eða klukkan 11.40 birtust Ásgeir og Gulli síðan á sviðinu í síðasta skipti þetta kvöld. Þeir vora nefnilega með úrslitin í fyrstu Músiktilraun- um ’86. í 1. sæti lenti Rocket og fengu þeir 2.737 stig. I 2. sæti lenti Þema og fengu þau 1.767 stig. Undir gífurlegum fagnaðarlátum tilkynnti Gulli að þessar tvær sveit- ir, væra þvi komnar í úrslit. Fólk fór síðan að tínast heim á leið, minnugt þess að næstu múkíktil- raunir verða á morgun, fimmudag, í Tónabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.