Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL1986 23 Sjálfstæðismenn Blönduósi; Jón Sigurðsson í efsta sætinu BUSoduósi: Á fjölmcnnuni fundi sjálfstæðis- manna á Blönduósi á mánudags- kvöld var tillaga uppstillingar- .nefndar um framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í komandi sveit- arstjórnarkosningu samþykktur með ölluin greiddum atkvæðum. Listinn er þannig skipaður: 1. J6n Sigurðsson ráðunautur, 2. Sigríður Friðriksdóttir formaður Verkalýðs- félags A-Hún. 3. Ragnheiður Þor- steinsdóttir verzlunarmaður, 4. Baldur Valgeirsson framkvæmda- stjóri, 5. Sigurður Eymundsson rafveitustjóri, 6. Þuríður Her- mannsdóttir skrifstofumaður, 7. Óskar Húnfjörð framkvæmdastjóri, 8. Guðmundur Guðmundsson sjó- maður, 9. Guðmundur Þ. Sveinsson verkamaður, 10. Hjörleifur Júlíus- son húsasmiður, 11. Gunnar Sig. Sigurðsson verkstjóri, 12. Ole Aadnegard bifreiðastjóri, 13 Kristín Jóhannesdóttir verkamaður, 14. Jón ísberg sýslumaður. Sjálfstæðismenn eiga nú tvo full- trúa í sveitarstjórn: Sigurð Ey- mundsson og Sigríði Friðriksdóttur. Sigurður, sem skipaði efsta sætið við síðustu kosningar gaf ekki kost á sér í það áfram. Frambjóðendur sjálfstæðis- manna til sýslunefndar er Valur Snorrason rafvirki og Kristófer Sverrisson mjólkurfræðingur. J.Sig. „Við vorum reiknað- ir út úr myndinni" — segir formaður atvinnumálanef ndar Akureyrar og einn f orráðamanna Oddeyrar hf. um útreikn- ing á tilboðum í raðsmíðaskipin Akureyri. „Ég er ósáttur víð þessar niður- stöður. Þegar skipin voru boðin út var Ijóst að við vorum vel inni í myndinni. Við vildum semja strax en það tafðist af einhverj- um ástæðum að gengið var tíl 8amninga og þetta endaði með því að við vorum reiknaðir út úr myndinni," sagði Jón Sigurðar- son, formaður atvinnumála- nefndar Akureyrar og einn af forráðamönnum útgerðarfyrir- tækisins Oddeyrar hf.. í samtali við Morgunblaðið í gær — í f ram- haldi af ákvörðun um hvert raðsmíðaskipin tvö sem í smíðum eru í Slippstöðinni yrðu seld. Oddeyri hf. var fyrst og fremst stofnað með það í huga að kaupa annað raðsmíðakipið úr Slippstöð- inni — til að afla hráefnis fyrir niðursuðuverksmiðju K. Jónsson og Co. hf. á Akureyri. Akureyrarbær, K. Jónsson og Co. hf. og Samherji hf. eiga bróðurpartinn í Oddeyri hf. Slippstöðvarskipin tvö verða seld á Blönduós og Kópasker. Þess má geta að samvinna verður um rekst- ur skipsins sem fer á Kópasker milli heimamanna og aðila á Sval- barðseyri. Samstarfið er hugsað þannig að skipið leggi upp á Kópa- skeri en áhöfnin verði að mestu leyti frá Svalbarðseyri. Jón Sigurðarson sagði um út- reikning tilboðanna: „Það sem mér gremst mest er að það líður og bíður eftir að við gerum tilboð. Það líður allt of langur tími þangað til niður- staða fæst. Við hefðum getað boðið öðruvísi ef aðrar efnahagsforsendur hefðu verið í landinu en voru þegar tilboðið var gert." REYKiNGAHAPPDRÆTTIÐ fórnar heilsunni ef þú spilnrmeð.ogþeir óheppnuhljjófa vinnin Reykingahappdrættið í 12.000 eintökum til skólaf ólks TÓBAKSVARNANEFND hefur sent öllum nemendum í 7., 8. og 9. bekk grunnskóla landsins vegg- spjald sem ber heitið Reykinga- happdrættið, en Sigmund teiknari hefur myndskreytt textann, sem fjallar um ýmsa áhættuþætti í sambandi við tóbaksnotkun. Um 12000 veggspjöld voru send í alla skóla landsins til dreifingar, en í hvern skóla fóru gögn til þess að kynna málið í hverjum einasta bekk þessara árganga. Sýning ljós- myndara Hvíta hússins Á föstudaginn var opnuð sýn- ing á verðlaunaljósmyndum sam- taka er nefnast samtök fréttaljós- myndara Hvíta hússins. Innan samtakanna eru nú rúmlega 300 ljósmyndarar. Að sýningunni standa Ljósmyndasafnið og Menningarstofnun Bandaríkj- anna. Sýningin er á Kjarvalsstöð- um og verður opin til 27. aprfl. Aðgangur er ókeypis. Frá opnun sýningar iimar, Nich- olas Ruwe, sendiherra Banda- ríkjanna, flytur ávarp. Ein af verðlaunamyndunum, það var ljósniyndarinn Don Rypka sem tók þessa mynd af Reagan f orseta. lagerhillur Kœrar þakkir til vina og vandamanna fyrir heimsóknir, gjafir, blóm og skeyti i tilefni 80 ára afmœlis okkar 4. janúar og 11. apríl. Lifiöheil. Sigurbjörg og Þorbrandur, Mávahlíð 5. Eigum á lager og útvegum með stuttum fyrjrvara allar geröir af vörurekkum og lagerkerfum. Veitum fúslega allar nánari upplýsingar. m X, UMBODS- OG HEILDVERSLUN ÍmXStfmK BÍLDSHÖFDA 16 SIML672444 ^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! SJALFSTÆÐISFLOKKURINN Stofnfundur hverfafélags íGrafarvogi Stofnfundur hverfafélags sjálfstæðismanna í Grafarvogi verður haldinn í sjálfstæðis- húsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, miðviku- daginn 16. aprílnk. kl. 20.30. DAGSKRÁ: 1. Stofnun hverfafélags í Grafarvogi. 2. Lög félagsins sambykkt. 3. Kjörstjórnar. 4. Ræða Davíðs Oddssonar borgarstjóra. íbúar Grafarvogs eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í stofnun félagsins. Fulltrúaráð sjálfstæðís félagsnna íReykjavík. opidtilsjöíkvöld£/ö/s7ö/?g/77 [tSt 1 Vörumarkaðurinn hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.