Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986 Höfundar, útgefendur og bóksalar Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Giinther RUhle: Die BUc- hermacher. Von Autoren, Verle- gem, Buchhándlem, Messen und Konzemen. Suhrkamp 1985. Höfundurinn skrifaði lengi kjall- aragreinar í eitt virtasta dagblað Vestur-Þýskalands, Frankfurter Allgemeine Zeitung. Þær greinar sem hér birtast birtust í því blaði á árunum 1962—84 og flalla um ritun bóka, útgáfustarfsemi og sölu þeirra. Höfundur fjallar ítarlega um markað bóka, þær breytingar sem verða á honum jafnvel frá ári til árs og þær margvíslegu ástæður, sem valda þessum breytingum. Stöðugt flæði handrita berst út- gefendum, sem þeir verða að velja úr til útgáfu og þá með það í huga hvað sé útgengilegt eða hvað sé gjörlegt að gera eftirsóknarvert. Höfundurinn segir í formála að „útgefendur séu veiðimenn í hafí ímyndunarinnar og reynslunnar". Án þeirra væri menning okkar önnur en hún er. En þó er bókin ekki þeirra verk, þeir em ef svo má segja afkvæmi bókarinnar. Nú- tíminn, nýja öldin hófst með snilli Gutenbergs, að íjölfalda bókina. Bókaheimur Riihler er þýska málsvæðið og hann fjallar um þýsk- ar bækur og þýska útgefendur og þýska lesendur. Hann nefnir þá útgefendur sem hafa brotið blað í þýskri bókaútgáfu, t.d. Cotta, Samuel Fischer, Rowohlt og Peter Shurkamp. Menn sem em gæddir kennd fýrir gildi listaverks og skynja þær breytingar á anda tím- anna sem verða forsendur nýrra viðhorfa og þekkingarmiðlunar. Gróðasjónarmið er ekki einhlítt í bókaútgáfu, þeir útgefendur sem mest orð fer af hafa ágætt sig margir hveijir með því að gefa út bækur sem engir möguleikar virð- ast á að borgi útgáfukostnaðinn. Fyrsta greinin er um fomsölur, ár hvert hrúgast upp bækur, sem enginn markaður virðist fyrir, sem reynt er að selja með afslætti eða með „sértilboðum". Örlög sumra þessara bóka verða þau að liggja ámm saman í vömskemmum og stöku sinnum gerist það svo að ein og ein seljast upp á skömmum tíma eftir nokkur ár. Upphrúgun bóka hefur minnkað með nýrri prent- tækni, nú er hægt að geyma efnið á tölvum og þegar hentar tekur engan tíma að fjölfalda það í bókar- formi. Upplögin þurfa því ekki að vera stór, þegar tekur nokkrar klukkustundir að koma efninu í bókarform, einkum kiljum. Höfundur telur að aðalbreytingar í bóksölu séu í því fólgnar að bók- sala nú á dögum byggist á skyndi- sölu. Þetta á einkum við bækur sem fjalla um þau efni sem efst em á baugi á hveijum tíma. Eins og nú hagar til em bækur um tölvufræði, austræn trúarbrögð og klassískir höfundar, jafnvel sveitalífssögur mjög í tísku. Bækur sem komu út fyrir nokkmm ámm í bandi, em nú gefnar út í kiljum sem „nýjar" þá oft í karton og vel pakkaðar inn í plast. Pakkaseríur em mjög vin- sælar í kiljuformi. Kiljuflóðið er gífurlegt og samkvæmt upplýsing- um höfundar hefur lesendum fjölg- að frá því um 1970 til 1984 úr 47% í 63%. Þrátt fyrir aukið sjónvarps- og myndbandagláp virðist bókin vinna á. Upplög þýskra bóka em þau þriðju mestu í heiminum. 1980 vom 67.176 titlar gefnir út. Titla- fjöldinn var aðeins hærri í Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum. Gutenberg Þörfín fyrir bækur eykst stöðugt, bækur verða stöðugt ódýrari (kiljur) og lesendum fjölgar vegna sér- hæfíngar í hinum ýmsu starfsgrein- um. Bokin er aðal miðill nýrrar þekkingar, það er ódýrara að miðla þekkingu í einhverri sérgrein með 19 letri og myndum en t.d. kvikmynd- um. Riihle fjallar nokkuð um sölu- hæsta höfund Þýskalands, Johann- es Mario Simmel, en eintakaijöldi skáldsagna hans skiptir milljónum utan Þýskalands og innan. Höfund- ur ræðir um ástæðumar fyrir vin- sældum hans og þar með þær kröf- ur sem gerðar em til afþreyingar- efnis í skáldsöguformi. Þótt ein- kennilegt sé, þá er eins og nú hagar einnig ágætur markaðúr fyrir dýrar útgáfur klassíkera. Suhrkamp og Hanser em að hefja nýjar útgáfur á verkum Goethes og Suhrkamp ráðgerir 700 binda útgáfu helstu verka þýskra bókmennta. Þýsk kilju-útgáfa var sú fjöl- breyttasta í bókaheiminum, sam- keppnin er mikil og markaðurinn er gífurlegur. Meðan svo hagar til er lítil hætta á menningarlegri nið- urkoðnun og stöðlun til einnar átt- ar. Það vottaði reyndar fyrir stöðlun kennslubókaútgáfu sem leiddi til „fræðsluhrans" um tíma í þýsku skólakerfi, en hinar hrikalegu af- leiðingar hafa opnað augu manna fyrir hættunni af fræðslustefnu sem er einnar víddar og sem leitast við að útþynna og sljóvga málsmekk- inn, innræta fómarlömbunum and- lega nægjusemi, sem reist er á kenningum grófustu atferlissál- fræði. Hitaveita Suðurnesja: Hagnaður í fyrsta skipti frá stofnun Hagnaður 1985 um 86 milljónir króna Vogum. HITAVEITA Suðurnesja skilaði hagnaði á síðastliðnu ári og er það í fyrsta skipti frá stofnun fyrirtækisins. Hagnaðurinn varð alls 85,7 milljónir króna, sem rann til jöfnunar á tapi undan- farinna ára, sem lemur samtals 837,4 milljónum króna á verðlagi ársins 1985. Júlíus Jónsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Hitaveitunnar, sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að helsta ástæða fyrir hagnaðinum væri þróun verð- lags, sem var á árinu mjög hagstæð fyrirtækinu, þannig að skuldir sem bundnar em gengi erlendra gjald- miðla hækkuðu til muna minna, en verðlag innanlands. Aðrar ástæður sem nefna má em til dæmis þær, að tekjur af vatnssölu urðu 14% hærri en áætlun gerði ráð fyrir og var aðalástæða þess sú, að tekjur af vatnssölu til Vamarliðsins urðu utntalsvert hærri, eða rúmlega 43 milljónir króna vegna vangreiðslna frá 1. janúar 1983. Þá sagði Júlíus að vegna þess hve gengi dollars hefði verið stöðugt á árinu urðu vaxtagreiðslur af lán- um um 50 milljón krónum lægri en áætlað var eða um 21%. Þá urðu vaxtatekjur 15 milljón krónum hærri en gert var ráð fyrir vegna bættrar greiðslustöðu. E.G. 4/5 1/5 snijör sojaolía „Þessi afuið sameinar biatjögæði og bætiefnainnihald smjörs og mýkt olíunnar * Dr. Jón Óttar Ragnarsson, Fréttabréf um heilbrigðismál, júní 1981. Smjörvi- sá eini símjúki meö smjörbiagói.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.