Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986 TRIPOLI SJOni FLOTI BANDARÍKJANNA Árás 18 F-111 sprengiflugvéla ^MALTA l “Lampcdusa Libýsk eldflaugaárásV á ítölsku eyjuna Lampedusa Árás A-6 sprengif lugvéla ogA-7orrustuflugvéla frá Sjötta flotanum TRIPOLI Benghazi Herflugvöllurinn í Tripoli Azziziy lerbúðirnar \ Benina flugstöðin Al iumahiríya herbúöirnar Sidi Bilal Loftárásir Bandaríkjamanna á Líbýu Herbækistöðvar megin skotmörkin Washington, Lakenheath. AP. ÞRJÁTIU og þrjár flugvélar, sprengjuflugvélar og orrustuþotur, tóku þátt í árásunum á Líbýu í fyrrinótt og samtals höfðu um 100 vélar verið sendar á loft áður en árásunum lauk. Af sprengjuflugvél- unum 18 sneru 16 aftur til Bretlands, ein varð að nauðlenda á Spáni en einnar er saknað. Eru þessar upplýsingar hafðar eftir starfsmönn- um bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Sprengjuflugvélamar voru af vélin hefði hrapað í sjóinn á þeim gerðinni F-lll en með þeim voru sendar 30 eldsneytisvélar og þrjár vélar af gerðinni EF-111 búnar tækjum til að trufla ratsjár og fjar- skipti. Með orrustuvélunum 15 af gerðinni A-7 og A-6 frá flugmóður- skipunum Coral Sea og America vom sendar upp sams-konar flug- vélar en auk þess voru nokkrir tugir annarra orrustuvéla tilbúnir til átaka. Sprengjuflugvélarnar komu frá bandarísku flugstöðinni í Laken- heath í Englandi og sneru 16 aftur að árásunum loknum. Ein varð að nauðlenda á herflugvelli á Spáni vegna bilunar en einnar er saknað ásamt tveimur mönnum. Var henn- ar leitað í gær, einkum á Sidra-flóa, en sumir flugmannanna, sem tóku þátt í aðgerðunum, töldu, að flug- slóðum. Brak úr henni hafði þó ekki fundist þar þegar síðast frétt- ist. Sprengjuflugvélamar þurftu að fljúga 10.300 kílómetra langa leið meðfram ströndum, þar sem ekki fékkst leyfi frá Frökkum og Spán- veijum til að fljúga yfir land þeirra. L^ngdi það leiðina um nær helming. Árásin hófst síðan um miðnætti að íslenskum tíma, klukkan tvö að líbý- skum tíma. Að sögn Weinbergers, vamarmálaráðherra, sem ræddi við fréttamenn ásamt Shultz, utanríkis- ráðherra, að árásinni lokinni, tengd- ust öll skotmörkin í Líbýu hryðju- verkum og voru valin með tilliti til þess að óbreyttir borgarar væru í sem minnstri hættu. Þau voru fimm talsins, þíjú í höfuðborginni Trípólí og nágrenni og tvö í Benghazi og nágrenni. Þau voru: A1 Azziziyah- herbúðimar í Trípólí, sem sagðar em höfuðstöðvar líbýskra hryðju- verkamanna erlendis. Sidi Bilal- bækistöðvarnar við höfnina í Tríp- ólí, þar sem líbýskir liðsforingjar fá þjálfun sína. Sá hluti Trípólí flugvallar, sem notaður er í hemað- arskyni. A1 Jumahiriya-herbúðimar í Benghazi og Benina-herflugvöllur- inn í nágrenni Bengahazi. Ekki er ljóst hvemig tókst til með að eyða þessum skotmörkum, en Qöldi sprengja lenti í íbúðahverf- um og særði og drap óbreytta borg- ara. Meðal annars lenti ein sprengja á franska sendiráðinu í Trípólí. Enginn sendiráðsmanna særðist, en talsverðar skemmdir urðu á sendi- ráðinu. Að sögn Weinbergers var ákveðið AP/Símamynd Nokkrar skemmdir urðu á franska sendiráðinu í Trípólí í árásum Bandaríkjamanna eins og sjá má á þessari mynd. Sömu sögu er að segja af sendiráði Japana. að notast við sprengjuflugvélamar frá Bretlandi vegna þess að ekki var talinn nægur fjöldi sprengjuvéla um á flugmóðurskipunum og þær ekki með jafn góð tæki til nákvæm- isárása að nóttu til. Hryðjuverkaannáll: Síðastliðið ár var það blóðugasta í sögunni AP/Slmamynd Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni F-III, sömu gerðar og þær, sem gerðu árásirnar á Líbýu. New York. AP. Árið 1985 er það blóðugasta í sögunni hvað hryðjuverk varðar og það sem af er þessu hefur ekkert lát orðið á þeim. Banda- ríkjamenn hafa lengi sagst hafa fyrir því órækar sannanir, að ráðamenn í Líbýu hefðu staðið að baki mörgum ofbeidisverk- anna. Hér á eftir verður getið nokkurra þeirra. 8. jan. Bandarískum presti, séra Lawrence Jenco, var rænt í Vestur- Beirút og fleiri mannrán fylgja í lOOOkm kjölfarið. í apríl í ár voru sex banda- ríkjamenn, átta Frakkar og þrír Bretar í höndum manna úr samtök- unum „Heilagt stríð". 15. jan. Bflsprengja springur við bandaríska herstöð nálægt Briissel. Hópur, sem kallar sig „Baráttu- sveitir kommúnista", lýsir ábyrgð- inni á hendur sér. 1. febr. Vestur-þýski iðjuhöldur- inn Emest Zimmermann er myrtur í Miinchen. Hryðjuverkamenn Rauðu herdeildarinnar segjast hafa framið glæpinn. 2. febr. Sprengja springur í veit- ingahúsi í Grikklandi, 78 manns slösuðust, þar af 57 bandarískir hermenn. 12. aprfl. Sprengja á veitinga- húsi, sem bandarískir hermenn sóttu mikið, nærri Madrid á Spáni. 18 Spánverjar biðu bana og slasaðir voru 82, þar af 14 Bandaríkjamenn. Múhameðsku samtökin „Heilagt stríð" kváðust ábyrg. 14.-30. júní. Líbanir af trúflokki shíta ræna flugvél frá bandaríska flugfélaginu Trans World Airlines. Á Beirút-flugvelli myrtu þeir einn farþeganna, bandarískan hermann. Gíslamir látnir lausir eftir 17 daga. 19. júní. Sprengja springur í flugstöðinni í Frankfurt í Vestur- Þýskalandi. Þrír létust og 42 slösuð- ust. Arabískir hryðjuverkamenn grunaðir um verknaðinn. 23. júní-Boeing-747-farþega- flugvél frá Air India hrapar í hafið undan írlandsströnd. Allir um borð fórust, 329 manns. Hryðljuverka- menn af flokki síkha grunaðir. 8. ágúst. Sprengja springur í bfl við bandarískan herflugvöll í Frank- furt í V-Þýskalandi. Tveir Banda- ríkjamenn týndu lífi og 20 manns slösuðust. 17. ágúst. Bflsprengja verður 50 manns að bana fyrir utan verslun í Austur-Beirút, hverfi kristinna manna. 3. sept. Handsprengju var kastað inn á grískt hótel og slösuðust 18 breskir ferðamenn. Arabískir hryðjuverkamenn taldir ábyrgir. 16. sept. Handsprengjum kastað inn á kaffihús í Róm. 38 manns slösuðust, þar af níu Bandaríkja- menn. Hryðjuverkahópur Abu Nid- als talinn hafa staðið á bak við ódæðið 25. sept. Sprengja sprakk við skrifstofur British Airways í Róm, einn maður lést, 14. særðust. Abu Nidal-hópurinn grunaður. 30. sept. Fjórum sovéskum sendi- ráðsmönnum rænt í Vestur-Beirút. Einn myrtur en hinum sleppt. Lítt kunn samtök öfgamanna stóðu að mannráninu. 7.-8. okt. Nokkrir Palestínu- menn ræna ítalska skemmtiferða- skipinu Achille Lauro á Miðjarðar- hafi. Bandarískur eftirlaunaþegi myrtur. Morðingjamir gengu Egyptum á hönd en Bandaríkamenn neyddu egypska flugvél til að lenda á Sikiley og höfðu hendur í hári þeirra. 6. nóv. Vinstrisinnaðir skærulið- ar í Kólombíu leggja undir sig dóms- málaráðuneytið í Bogota. Herinn ræðst til atlögu við þá og rúmlega 100 gíslar og skæruliðar láta lífíð. 23. nóv. Egypskri farþegaflugvél rænt' yfir Miðjarðarhafí og flug- maðurinn neyddur til að lenda á Möltu. Egypskir hermenn réðust inn í vélina eftir að ræningjamir höfðu myrt nokkra menn um borð. 60 manns létust. Abu Nidal-hópur- inn talinn hafa verið að verki. 24. nóv. Sprengja springur í bfl við verslun bandaríska hersins í Frankfurt. 35 manns slösuðust. Abu Nidal-hópurinn gmnaður um verkið. 27. des. Palestínskir hryðju- verkamenn ráðast á fólk í flugstöðv- unum í Róm og Vín, 20 manns létu lífið, þar af fjórir hryðjuverkamann- anna. Abu Nidal-hópurinn talinn ábyrgur. 3. febr. 1986. Sprengja springur á Champs-Elysees í París. Atta slasast. Arabísk samtök segjast ábyrg. Fleiri sprengjur springa og verða tveimur að bana og slasa 41. 28. febr. Olof Palme, forsætis- ráðherra Svíþjóðar myrtur á götu í Stokkhólmi. Málið enn óleyst. 2. aprfl. Sprengja springur í far- þegarými þotu yfir Grikklandi. Fjór- ir Bandaríkjamenn týndu lífi. Arab- ískir hryðjuverkamenn taldir ábyrg- ir. 5. aprfl. Sprengja springur á dansstað í Vestur-Berlín. Banda- rískur hermaður og tyrknesk kona létust og 230 slösuðust, þar af 63 Bandaríkjamenn. Arabískir eða vestur-þýskir hryðjuverkamenn grunaðir um verknaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.