Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986 3 Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson TF-GRO í fyrsta flugið Hin nýja frabska þyrla Landhelgisgæzlunnar, sem hlotíð hefur einkennisstafina TF-GRO, fór í fyrsta flugið í gær. Þyrlan er frönsk af gerðinni AS 350 Ecureuil, eða íkorni. Myndin var tekin í gær af Benóný Ásgrímssyni þyrluflugmanni við nýju þyrluna. Flugmálastjóri: Viðræður um endur- bætur á veðurþjónustu „VIÐ HÖFUM átt viðræður við Veðurstofuna um endurbætur á veðurþjónustunni og ýmsar end- urbætur hafa verið framkvæmd- ar. En þetta er auðvitað mikið peningaspursmál og þá um leið spuming um það hversu langt á að ganga, hver þörfin sé á mótí kostnaðinum," sagði Pétur Ein- arsson, flugmálastj óri, um þær hugmyndir, sem fram hafa koinið um að setja upp móttöku- tæki á helstu flugvöllum landsins til að taka samdægurs á mótí veðurkortum úr gervitunglum. Fyrirspumin var fram borin í framhaldi af þeim umræðum sem orðið hafa að undanförnu um öryggismál á íslenskum flugvöll- um í kjölfar flugslyssins í Ljósu- fjöllum. Pétur sagði að um borð í flöl- mörgum fískiskipum væru veður- kortamóttakarar, sem tækju há- loftakort, en hér á landi vantaði yfirborðskort, en slík kort sendi Veðurstofan ekki út hér innanlands í dag. „Það er spuming hvað hægt er að gera í þessu og ég mun eiga fund með Veðurstofustjóra og fleir- um í byijun næstu viku, þar sem við ætlum að fara enn einu sinni ofan í þessi mál og athuga hvað við getum gert til úrbóta í þessum efnum," sagði Pétur. Borgarráð: Samþykkt að stofna lánasjóð tíl lagfæringar gamalla húsa TILLAGA frá umhverfismáia- ráði Reykjavíkurborgar um að stofna lánasjóð vegna lagfæring- ar og endurbyggingar gamalla húsa sem hafa varðveislugildi var samþykkt samhljóða á fundi borgarráðs á þriðjudaginn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu tillöguna með §6rum atkvæðum á fundi umhverfismála- ráðs 2. apríl síðastliðinn. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá. Síðan var tillagan lögð fyrir á borgarráðsfundi 8. apríl sl., en afgreiðslu hennar var frestað samkvæmt beiðni áheymarfulltrúa Kvennaframboðs- ins. Tillagan var síðan afgreidd á fundi borgarráðs á þriðjudaginn og samþykkt samhljóða, eins og áður segir. Tillagan hljóðar þannig; „Um- hverfismálaráð samþykkir að fara þess á leit við borgarráð, að kannað- ir verði möguleikar á því, að stofn- aður verði sérstakur lánasjóður á vegum borgarinnar til aðstoðar þeim, sem hyggjast lagfæra/endur- byggja gömul hús sín, sem hafa að mati þar til kvaddra fagmanna verulegt varðveislugildi." Tveir nýir grunnskólar í Reykjavík Menntamálaráðuneytið hefur staðfest stofnun tveggja nýrra grunnskóla í Reykjavík og er gert ráð fyrir að þeir taki til starfa næsta haust. Stöður skóla- stjóra hafa verið auglýstar til umsóknar. Að sögn Bjöms Leví Halldórsson- ar, forstöðumanns íjármáladeildar Skólaskrifstofu Reykj avíkurborgar, verður annar skólanna við Selás- braut í Seláshverfí. Þar verða 6 til 15 ára gamlir nemendur og verða tveir bekkir í hveijum árgangi. Hinn skólinn verður staðsettur við Keilu- granda og er ætlaður fyrir 6-9 ára gömul böm. Þetta er fyrsti áfangi að nýjum gmnnskóla við Keilu- granda. Skólabyggingamar verða 776 fermetrar að gmnnfleti og verða þær byggðar eftir sömu teikningu. Arkitekt er Guðmundur Þór Páls- son. Framkvæmdir em þegar hafnar við báða skólana. kkert vemu'e^ JaUKunutn paaeinemuegae^neguspanb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.