Morgunblaðið - 16.04.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.04.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986 3 Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson TF-GRO í fyrsta flugið Hin nýja frabska þyrla Landhelgisgæzlunnar, sem hlotíð hefur einkennisstafina TF-GRO, fór í fyrsta flugið í gær. Þyrlan er frönsk af gerðinni AS 350 Ecureuil, eða íkorni. Myndin var tekin í gær af Benóný Ásgrímssyni þyrluflugmanni við nýju þyrluna. Flugmálastjóri: Viðræður um endur- bætur á veðurþjónustu „VIÐ HÖFUM átt viðræður við Veðurstofuna um endurbætur á veðurþjónustunni og ýmsar end- urbætur hafa verið framkvæmd- ar. En þetta er auðvitað mikið peningaspursmál og þá um leið spuming um það hversu langt á að ganga, hver þörfin sé á mótí kostnaðinum," sagði Pétur Ein- arsson, flugmálastj óri, um þær hugmyndir, sem fram hafa koinið um að setja upp móttöku- tæki á helstu flugvöllum landsins til að taka samdægurs á mótí veðurkortum úr gervitunglum. Fyrirspumin var fram borin í framhaldi af þeim umræðum sem orðið hafa að undanförnu um öryggismál á íslenskum flugvöll- um í kjölfar flugslyssins í Ljósu- fjöllum. Pétur sagði að um borð í flöl- mörgum fískiskipum væru veður- kortamóttakarar, sem tækju há- loftakort, en hér á landi vantaði yfirborðskort, en slík kort sendi Veðurstofan ekki út hér innanlands í dag. „Það er spuming hvað hægt er að gera í þessu og ég mun eiga fund með Veðurstofustjóra og fleir- um í byijun næstu viku, þar sem við ætlum að fara enn einu sinni ofan í þessi mál og athuga hvað við getum gert til úrbóta í þessum efnum," sagði Pétur. Borgarráð: Samþykkt að stofna lánasjóð tíl lagfæringar gamalla húsa TILLAGA frá umhverfismáia- ráði Reykjavíkurborgar um að stofna lánasjóð vegna lagfæring- ar og endurbyggingar gamalla húsa sem hafa varðveislugildi var samþykkt samhljóða á fundi borgarráðs á þriðjudaginn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu tillöguna með §6rum atkvæðum á fundi umhverfismála- ráðs 2. apríl síðastliðinn. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá. Síðan var tillagan lögð fyrir á borgarráðsfundi 8. apríl sl., en afgreiðslu hennar var frestað samkvæmt beiðni áheymarfulltrúa Kvennaframboðs- ins. Tillagan var síðan afgreidd á fundi borgarráðs á þriðjudaginn og samþykkt samhljóða, eins og áður segir. Tillagan hljóðar þannig; „Um- hverfismálaráð samþykkir að fara þess á leit við borgarráð, að kannað- ir verði möguleikar á því, að stofn- aður verði sérstakur lánasjóður á vegum borgarinnar til aðstoðar þeim, sem hyggjast lagfæra/endur- byggja gömul hús sín, sem hafa að mati þar til kvaddra fagmanna verulegt varðveislugildi." Tveir nýir grunnskólar í Reykjavík Menntamálaráðuneytið hefur staðfest stofnun tveggja nýrra grunnskóla í Reykjavík og er gert ráð fyrir að þeir taki til starfa næsta haust. Stöður skóla- stjóra hafa verið auglýstar til umsóknar. Að sögn Bjöms Leví Halldórsson- ar, forstöðumanns íjármáladeildar Skólaskrifstofu Reykj avíkurborgar, verður annar skólanna við Selás- braut í Seláshverfí. Þar verða 6 til 15 ára gamlir nemendur og verða tveir bekkir í hveijum árgangi. Hinn skólinn verður staðsettur við Keilu- granda og er ætlaður fyrir 6-9 ára gömul böm. Þetta er fyrsti áfangi að nýjum gmnnskóla við Keilu- granda. Skólabyggingamar verða 776 fermetrar að gmnnfleti og verða þær byggðar eftir sömu teikningu. Arkitekt er Guðmundur Þór Páls- son. Framkvæmdir em þegar hafnar við báða skólana. kkert vemu'e^ JaUKunutn paaeinemuegae^neguspanb

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.