Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL1986 27 Israel: Tíunda stjórnar- kreppan leystist Jerúsalcm, AP. TÍUNDA stjómarkreppan frá því stjóm Shimons Peres var mynduð í ísrael fyrir 17 mánuðum leystist aðfara- nótt mánudagsins. Enda þótt friður ríki nú á stjóraar- heimilinu þykja brauðfætur þeir, sem stjórnin stendur á, veikari eftir. Kreppan var leyst með stóla- skiptum í stjóminni. Yitzhak Modai, sem valdur var að krepp- unni, skipti á stól við Yitzhak Nissim, dómsmálaráðherra. Báðir eru úr Likud-bandalaginu. Blöð í ísrael skýrðu frá sáttun- um á stjómarheimilinu og notuðu mörg þeirra sömu fyrirsögnina, sem var á ítölsku „Finita la Comedia", eða „Brandarinn er búinn". Blöðin vom á því að þjóð- inni væri fyrir beztu að stjómin liðaðist ekki í sundur og að viss léttir væri að kreppunni væri lokið. Fréttaskýrendur halda því fram að hvorugur stóra stjómarflokk- anna hafí unnið sigur með lausn kreppunnar. Peres, forsætisráð- herra, hafí að vísu fengið það í gegn að Modai hyrfí úr fjármála- ráðuneytinu, en honum tókst ekki að koma því undir stjóm ráðherra úr Verkamannaflokknum. Peres þykir ekki hafa verið sterkur stjómandi og jókst orðstfr hans eigi þótt kreppan leystist. Það var mikil samstaða innan Likud-bandalagsins í kreppunni og leiðtogar þess allir sem einn í þessu máli, en að öðra leyti eiga þeir í innbyrðis valdabaráttu. Yitz- hak Shamir, utanríkisráðherra, og flokksleiðtogi hefur fengið skæða keppinauta um formannsembætt- ið, þar sem era Ariel Sharon, vamarmálaráðherra, og David Levy, varaforsætisráðherra. Franska stjórnin á fyrsta fundi sínum í Elysée-höllinni. Frakkland: Lítill munur á afstöðu vinstri og hægri manna til málefna Afríku Jacques Foccart verdur aðal ráðgjafi Chiracs forsætisráðherra varðandi Afríku ÞAÐ hefur oft áður verið erfitt að átta sig á frönskum stjórn- málum og samvinnan nú milli vinstri aflanna yndir forystu Francois Mitterrand forseta og hægri aflanna undir forystu Jacq- ues Chirac forsætisráðherra gerir stjórnmálastöðuna í Frakklandi kannski enn flóknari en nokkru sinni áður. Gott dæmi um þetta er manna- skipunin í þeim málum, sem snerta Afríku. Þar er fyrst að nefna svo- nefnt samstarfsráðuneyti, sem lýtur stjóm Michels Aurillac, en verkefni hans er að viðhalda hinum nánu samskiptum við frönskumælandi Afríkulönd með því að skipta milli þeirra þeirri efnahags- og hemaðar- aðstoð, sem Frakkar láta þeim í té. Að tjaldabaki má jafnframt koma auga á tvo valdamikla menn. Annar þeirra er Guy Penne, sérfræðingur Mitterrands í málefunum Afríku, en hinn er Jacques Foccart, sem Chirac hefur valið sem sinn eiginn ráðgjafa varðandi Afríku. Val Foccarts hefur komið nokkuð á óvart, ekki sízt í Afríku. Hann er 73 ára að aldri og því enginn ný- græðingur í starfi, enda vekur nafn hans blendnar minniiigar um alla hina frönskumælandi Afríku. Óháð- ur leiðtogi blökkumanna, sem einu sinni lenti upp á kant við Foccart, lýsti honum sem „fyrsta upphafs- manni allra uppreisna, sem skipu- lagðar eru í Afríku". Þessi lýsing kann að vera ýkt, en þó er ekki sennilegt að nokkur undirróðurs- starfsemi eða valdarán geti hafa átt sér stað í fyrrverandi nýlendum Frakka í Afríku á 6. og snemma á 7. áratugnum, án þess að Foceart hafi vitað nokkuð um það. Fyrir Frakka eru málefni Afríku eiginlega ekki utanríkismál. Þau eru þeim miklu nálægari en svo. Er de Gaulle hershöfðingi gerði Foccart að persónulegum ráðgjafa sínum um málefhi Afríku 1958, þá fékk sá síð- amefndi líka heimild til þess að ráða að nokkru yfír frönsku leyniþjón- ustunni. Foccart gerði sér lítið fyrir og tengdi þetta tvennt saman með því að koma sér upp njósnaneti og koma á tengslum við háttsetta menn í ríkjum svartra manna í Afríku. Þeirra á meðal voru forsetar, forsæt- isráðherrar og hershöfðingjar og sú vitneskja, sem Foccart fékk frá þeim, var slík, að hann virtist nánast vita allt um Afríku. Gabon varð miðstöð þessarar starfsemi, sem náði til allrar Afríku. Þannig var það Foccart, sem fyrstur páfa II í samkunduhús gyðinga í Róm hefur haft áhrif í þá átt að leiðrétta „söguleg rangindi“ kaþólsku kirkjunnar í garð gyð- inga, að því er forseti Israels, Chaim Herzog, sagði á mánudag. Hann hvatti Vatikanið einnig til að taka upp fullt stjórnmálasam- band við Israel. Herzog sagði, að „rangindi" kirkjunnar í garð gyðinga yrðu ekki fékk de Gaulle til þess að senda herlið til Chad, eftir að það land hafði fengið sjálfstæði. Sjálfur hefur Mitterrand ekki talið sig komast hjá því hvað eftir annað að gera slíkt hið sama til þess að hindra Khadafy, leiðtoga Líbýu, í að seilast til áhrifa þar, ef ekki beinlínis til þess að leggja landið undir sig. Foccart hélt fram Afríkustefnu sinni viðstöðulaust í 16 ár í stjómar- tíð de Gaulles og síðan Georges Pompidou forseta. Haft er á orði, að hann þekki enn alla þá Afríku- menn, sem einhver áhrif hafa, enda þótt hann hafi í orði kveðnu snúið sér að einkarekstri fyrir einum 10 árum. Með því að kalla til sem ráðgjafa sinn þennan dulúðuga erindreka de Gaulles, þá hefur Chirac gefið það greinilega til kynna, að hann líti eigi síður á Afríku sem sitt málefnasvæði en umráðasvæði Mitterrands. Það er aðeins hefðin, sem ræður því, að málefni Afríku hafa fallið undir forsetann og hefðin er greinilega á leiðrétt, „fyrr en Vatikanið viður- kennir ríki okkar og hefur kjark í sér til að taka upp fullt stjóm- málasamband við okkur". Hann sagðist vona, að koma páfa í aðalsamkunduhús gyðinga í Róm á sunnudag — fyrsta heimsókn páfa í gyðinglegt helgihús — yrði fyrsta skref embættisins til að viðurkenna Israel. „Atburðir sögunnar verða ekki aftur teknir, en aðilar geta í samein- undanhaldi í frönskum stjórnmálum nú. Lítill munur virðist vera á verk- efnum þeirra Foccarts og Guys Penne, sem getið var hér í upphafi, að öðru leyti en því, að þeir starfa hvor fyrir sinn húsbóndann. Þeim er ætlað að leysa vandamál, sem upp kunna að koma, en jafnframt að koma á tengslum við áhrifamenn í Afríku. Starfsemi þeirra ætti ekki að rekast á, þar sem skoðanir vinstri og hægri manna í Frakklandi era svipaðar. Báðir vilja þeir viðhalda frönskum áhrifum í Afríku. Sú stað- reynd undirstrikar þetta, að vinstri menn jafnt sem hægri menn hafa hvorir um sig, er þeir voru ekki við völd, ásakað hina um svívirðilega yfirráða- og nýlendustefnu, sem sýn- ir að munurinn á stefnu þeirra er lítill. Annað mál er, hvemig á að útskýra þetta fyrir afrískum stjóm- málamönnum, sem nú verða að velja um, hvort þeir eiga að bera upp mál sín fyrir Foccart eða Penne. ingu bætt fyrir söguleg rangindi með því að horfa til framtíðarinn- ar,“ sagði forsetinn. Herzog forseta fórust svo orð í ræðu, sem hann flutti við móttöku trúnaðarbréfs fyrsta sendiherra Spánar í ísrael eftir að löndin tóku upp stjómmálasamband í janúar- mánuði fyrir hvatningu Evrópu- bandalagsins. Minntist hann þannig þess atburðar, er gyðingar voru reknir frá Spáni árið 1492. (Heimild: The Eeonomist.) Herzog hvetur Vatikanið til að viðurkenna Israelsríki Jerúsalem. AP. HEIMSÓKN Jóhannesar Páls "veriu & föstu -2JKÍSSa— upp. 9n,r sku/u fest í loft Naqlatappinn frá Thorsmans með skrúfu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.