Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986 Morgunblaöiö/SteinþórGuöbjartsson • „Ég þori samt aldrel að spá um úrslit þegar við leikum gegn Liverpool." Venables áfram hjá Barcelona — Evrópuleikir íkvöld TERRY Venables lýsti því yfir í gær að hann mundi verða í eítt ár í viðbót að minnsta kosti hjá Barcelona. Þar með likur margra mánaða vangaveltum um framtíð Þjálfara- námskeið KNATTSPYRNUFÉLAG ÍA heldur almennt námskeið fyrir knatt- spyrnuþjálfara helgina 26. og 27. aprfl. Aðalkennari verður Jim Barron, þjálfari Skagamanna, og auk þess verða fyrirlestrar um íslenska knattspyrnu fyrr og síðar og fyrirlestrar um íþróttameiðsl og meðferð þeirra. Námskeiðið hefst klukkan 12 á laugardag og lýkur klukkan 14 á sunnudag. Innanhússknattspyrnumót verð- ur um kvöldið ef áhugi er fyrir hendi. Þátttökugjald er kr. 3.000. Þátttökutilkynningar berist til Harðar eða Jóns í sima 93-2243 og Harðar í síma 93-2326 á kvöld- in. hans, og forráðamenn liðsins vona að þessi yfirlýsing verði leikmönnum liðsins næg andleg upplyfting til að sigra Gautaborg- arliðið með meira en þriggja marka mun í undanúrslitum Evr- ópubikarsins í kvöld. Síðari undanúrslitaleikirnir í Evrópumótum félagsliða verða í kvöld, og auk Barcelonaleiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir leik Steaua Búkarest og Anderlecht frá Belgíu í meistara- liðakeppninni, en Anderlecht vann fyrri leikinn á heimavelli með að- eins einu marki gegn engu. Þá beinast augu íslendinga sömuleiðis að leik Bayer Uerding- en og Atletico Madrid, en Lárus, Atli og félagar þeirra í þýska liðinu töpuðu fyrri leiknum á útivelli með einu marki gegn engu, og eiga því ágæta möguleika á að komast í sjálfan úrslitaleikiunn í Evrópu- keppni bikarhafa. í hinum leiknum í Evrópukeppni bikarhafa eigast við Dynamo Kiev og Dukla Prag og hefur Kiev þriggja marka for- ystu úrfyrri leiknum. I UEFA keppninni leika War- egem og Köln annarsvegar og Real Madrid og Inter Milano hins- vegar. KRA-mótið hefst 19. apríl Akureyri. KRA-MÓTIÐ í knattspyrnu hefst 19. aprfl næstkomandi. Þátttöku- lið eru fjögur að þessu sinni, Þór, Everton ísviðsljósinu: Stöndum jafnfætis Liverpool og hræðumst þá ekki lengur — segir formaður hluthafa Evertonliðsins KA, Vaskur og Magni. Þetta er árlegt mót sem haldið er á vorin, hugsað sem æfingamót fyrir liðin á Akureyri og nágrenni, áður en „alvaran" hefst — íslands- mótið. Fyrsti leikur KRA-mótsins að þessu sinni er viðureign Þórs og Magna 19. apríl. Leikurinn hefst kl. 14.00. 20. apríl leika svo Þór og Vaskur á sama tíma. Vaskur og Magni mætast á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kl. 14.00, KA og Vaskur leika 26. apríl kl. 14.00 og KA og Magni mætast 27. apríl einnig kl. 14.00. Síðasti leikur mótsins er svo að vanda viðureign Þórs og KA. Hann hefst kl. 16.00 þann 1. maí. Allir leikirnir fara að sjálfsögðu fram á Sana-vellinum. „EVERTON á mikla möguleika á að halda meistaratitlinum og það er ánægjuleg tilfinning að standa jafnfætis Liverpool. West Ham er einnig með sterkt lið en ég held að Manchester United og Chelsea hafi misst af lestinni," sagði Peter L. Parry, formaður hluthafa Everton við Morgun- blaðið um helgina. Parry var í Reykjavík í síðustu viku með syni sínum, Dave, sem var að sinna viðskiptaerindum. Góðurárangur og bjart framundan Parry varð tíðrætt um gott gengi Everton í fyrra og var ekki síður ánægður með árangurinn á yfir- standandi keppnistímabili. „[ fyrra urðum við deildarmeistarar, Evr- ópumeistarar bikarhafa, áttum leikmann ársins, framkvæmda- ^tjóra ársins og leikskrá ársins svo eitthvað sé nefnt. Ég hef aldrei séð Everton eins sterkt. Við byrjuðum illa í haust og á tímabili var Man- chester United komið með mikið forskot, en núna þegar fáir leikir eru eftir erum við í efsta sæti ásamt Liverpool, fimm stigum á undan Manchester United. Samt höfðum við átt við mikil meiðsli að stríða í vetur og aldrei getað teflt fram okkar sterkasta liði. Auðvitað vona ég að við höldum titlinum en lokastaðan verður ekki Ijós fyrr en að síðustu umferð lokinni. Úrslita- leikurinn gegn Liverpool í bikar- keppninni verður einnig tvísýnn. Það var lengi svo þegar Everton og Liverpool léku innbyrðis að leik- menn Everton voru búnir að tapa leiknum fyrirfram. En þetta hefur breyst og nú vitum við að mögu- leikarnir eru jafnir og trúum því að við séum betri. Ég þori samt aldrei að spá um úrslit þegar við leikum gegn Liverpool." Einstök samheldni í Liverpool Parry finnst áhorfendur í Liv- erpool vera einstakir og fregnir af skrílslátum á leikjum í Liverpool eru orðum auknar. „Þótt undarlegt megi virðast þá er samheldni áhorfenda einstök í Liverpool. Stuðningsmenn beggja liða fara saman á völlinn þegar Everton og Liverpool keppa og hittast svo að leik loknum, fara á pöbbinn og ræða um leikinn í mesta bróðerni. Auðvitað eru alltaf svartir sauðir innan um en þeir eru fáir í Liver- pool. Þegar Everton lék til úrslita í fyrra í Evrópukeppni bikarhafa fylgdu 20 þúsund stuðningsmenn liðinu og aðeins sex voru hand- teknir fyrir óspektir áður en leikur- inn hófst. Það er reyndar sex of mikið en sýnir að stuðningsmenn liðsins hegða sér vel.“ Rekstur Everton gengur vel Talið berst að fjármálum félags- ins. „Rekstur Everton hefur alltaf gengið vel. Stjórn Everton hefur ávallt verið skipuð hæfum mönn- um og fjármálin verið í góðum höndum. Við höfum einnig verið með góða framkvæmdastjóra og góða leikmenn, en reksturinn stendur og fellur með áhorfendum. Ef þeir hætta að fara á völlinn verða félögin einfaldlega gjald- þrota. Aðsókn hefur því miður alis staðar dregist saman en rekstur- inn gengur vel hjá Everton og við þurfum ekki að kvarta." Morgunblaðið/Steinþór Guöbjartsson þjálfara KR, en hann var sem kunnugt er framkvæmdastjóri Everton • Þeir feðgar hittu Gordon Lee, fyrir nokkrum árum. Fá hlutabréf Sem fyrr sagði er Peter L. Parry formaður hluthafa Everton. Þeir eiga fulltrúa í stjórn félagsins, en hafa að öðru leyti takmörkuð völd. Þeir sinna hins vegar félagslega þættinum, koma saman og halda merki Everton hátt á velli utan vallar. „Flest knattspyrnufólög á Englandi hafa útgefið 10 til 20 þúsund jöfn hlutabréf en hjá Ever- ton eru þau aðeins 2.500 talsins, hvert að virði £400 til 500 (um 25 til 30 þúsund íslenskar krónur). Flestir eiga 2 til 3 bréf og stærsti hluthafinn á um 1.000 hlutabréf. Bréfin eru ekki á frjálsum markaði heldur ganga yfirleitt í erfðir. En bréfin eru mjög eftirsótt og ef hluthafi fellur frá er ekki óalgengt að einhver komi á heimili hins látna, votti ættingjum samúð sína og bjóðist síðan til að kaupa bréf- in.“ Peter L. Parry starfar sem skólastjóri í barnaskóla og hefur verið kennari í meira en 30 ár. Hann varð ritari hluthafa Everton árið 1953 og formaður þeirra hefur hann verið í um 20 ár. „Ég hef séð marga efnilega knattspyrnustráka í skólanum hjá mér og sumir hafa náð langt eins og t.d. Joe Royle. Ég lifi fyrir knattspyrnuna, þreytist aldrei á að tala um knattspyrnu og eins og ég sagði einu sinni á fundi þá hefst leikurinn þegar dóm- arinn blæs hann af og hann endar næsta laugardag þegar dómarinn blæs aftur til leiks," sagði Parry að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.