Morgunblaðið - 16.04.1986, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 16.04.1986, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ; MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL1986 53 AP/Símamynd • Sigurvegarinn Ayrton Senna frá Brasilíu á verðlaunapallinum ásamt Belganum Nigell Mansell (t.v.) og Frakkanum Alain Prost. Senna er aðeins 27 ára gamall og líklegur til afreka í heimsmeistarakeppninni íár. Formula 1 -kappakstur: Senna hálfum metra á undan Mansell í mark ÞAÐ MÁTTI varla tœpara standa þegar Ayrton Senna á Lotus vann Spánska Formula 1-kappakstur- inn á sunnudaginn. Hann kom í mark tæpum hálfum metra á undan Bretanum Nigel Mansell rétt I þann mund sem sá sfðar- nefndi var að skjótast framúr á kraftmeiri Williams-bfl. Senna náði með sigrinum forystu f heimsmeistarakeppni öku- manna, aðeins tveimur árum eftir að hann byrjar að keppa f Form- ula 1-kappakstri. Keppnin f Jerez QPRvann Leicester QUEENS Park Rangers bar sigur- orð af Leicester í ensku fyrstu deildinni á mánudagskvöldið. Martin Allen, Gary Bannister, Mike Robinson og John Byrne skoruðu fyrir QPR og Gary McAII- ister fyrir Leicester í 4:1-sigri QPR. Steve Lynex og Martin Allen voru reknir af leikvelli og leikur- inn í heild var fremur grófur. Tap Leicester þýðir að liðið er komið f nokkra fallhættu. á Spáni var gffurlega spennandi og skiptust Senna og Mansell á að hafa forystu. Ayrton Senna náði bestum tíma í undanrásum sem ákvarðar rás- röð keppendanna 26 í hverri keppni. Lotus Renault hans virkaði vel þó hann væri í raun með kraft- minni vél en Williams Honda Mansell og Nelson Piquet, sem kom næstur Senna í rásröð. Senna tók strax forystu en Piquet fylgdi honum eins og skuggi eða þar til Mansell komst framúr í 32. hring. Nokkrum hringjum síðar bilaði vél- in í bíl Piquet. Eftir þetta var keppnin einvígi milli Senna og Mansell, en Mansell komst framúr í 39. hring. Fyrir aftan þessa kappa hrundu margir ökumenn úr keppni. Michele Alboerto á Ferrari vegna bilunar í hjólabúnaði og Stefan Johansson á samskonar bíl ók útaf eftir bremsubilun. Martin Brundle á Tyrell ók á grindverk og landi hans, Johnny Dumfreis á Lotus hætti vegna bilunar í gírkassa. Fyrrum heimsmeistari, Alan Jones, lenti í árekstri við Jonathan Palmer á Zakspeed í fyrsta hring og báðir urðu að hætta. Ligier-mennirnir Renó Arnoux og Jaques Laffite stóðu vel að vígi þar til legur í afturhjólum bíla þeirra gáfu sig. En áfram þeystu Mansell og Senna. í 62. hring skaust Senna fram úr á nýjan leik þegar dekk á bíl Mansell voru farin að slitna óeðlilega mikiö. Fór hann inn á viðgerðarsvæði og tapaöi 20 sek- úndum í dekkjaskiptingu. Rauk hann síðan af stað að nýju og saxaði á forskot Senna, sem gerði engin mistök þó Mansell héngi í skottinu á honum. Mansell gerði síðan lokatilraun á síðustu metrun- um til að komast framúr en broti of seint. Hann hentist fram úr en Senna kom tæpum hálfum metra á undan yfir endamarkslínuna. Heimsmeistarinn Alain Prost á McLaren varð þriðji á undan félaga sínum Keke Roseberg sem virðist loks vera að ná tökum á keppnis- bíl sínum. Teo Fabi og Gerhard Berger, báðir á Benetton, náðu fimmta og sjötta sæti, en sex fyrstu sætin gefa stig til heims- meistaratitils ökumanna og fram- leiðenda. Stadan f heimsmeistarakeppninni öku- manna: 1. Ayrton Senna, Brasilíu 15 2. Nelson Piquet, Brasilíu 9 3. Nigel Mansell, Bretlandi 6 4. Alain Prost, Frakklandi 4 Jaques Laffite, Frakklandi 4 6. Renó Arnoux, Frakklandi 3 Keke Rosberg, Finnlandi 3 Teo Fabi, Ítalíu 3 9. Gerhard Berger, Austurríki 2 Martin Brundle, Bretlandi 2 Athugasemd frá Andra Marteinssyni: misskilningur Tómur Vegna ummæla Ólafs Friðriks- sonar, nýkjörins formanns knatt- spyrnudeildar Víkings vil ég taka fram að það er algjör misskilning- ur^að mér hafi verið boðnir gull og grænir skógar af Þór frá Akureyri. Eins og Árni Gunnarsson, for- maður knattspyrnudeildar Þórs tók fram í sínu svari var mér ekkert boðið fram yfir það sem gert er fyrir aðra liðsmenn Þórs. Það varð að samkomulagi, eftir að ég hafði haft samband við þá, að ég færi norður um páskana og æfði með þeim. Þar sem KR-ingar voru þarna á sama tíma í keppnis- og æfingaferð og vitað var að ég var ekki búinn að taka ákvörðun vegna næsta keppnis- tímabils þá hafði Gordon Lee samband við mig og bauö mér að æfa með KR - án nokkurra gylliboöa. Ég skil hinsvegar Ólaf mjög vel því margir góðir knatt- spyrnumenn hafa yfirgefið Víking að undanförnu og þá kannski gegn einhverri umbun. FRUM- SÝNING Regnboginn frumsýnir í dag myndina Innrásin Sjá nánar augl. annars stafiar í blafiinu. FRUM- SÝNING Regnboginn frumsýnir í dag myndina Alsino og Gammurínn Sjá nánaraugl. annars stafiar í blafiinu. TISKUSKARTGRIPIR Nýkomið mikið úrval af vor- og sumartísku- skartgripum. Selst gegn 4 mánaða víxlum ef óskaA er. Sæmundur Þórðarson, heildverslun. Linnetsstíg 1, Hafnarfirði. Sími 54295. »-------------------------------> Tilkynning frá Lánasjóði íslenskra námsmanna Til námsnnanna á íslandi og umboðsmanna námsmanna erlendis. Af tæknilegum ástæðum hefur því miður dregist að afgreiða námslán fyrir apríl- og maímánuð, miðað er við að skuldabréf vegna þessara lána verði send til náms- manna og umboðsmanna í lok þessarar viku. Reykjavík, 14. apríl 1986. Lánasjóður íslenskra námsmanna. getraina- VINNINGAR! 33. leikvika - leikir 12. apríl 1986 Vinningsröð: 2 1 X-X 1 X-1 X 1-X2 1 1. vinningur 12 réttir: kr. 181.255,- 45957(4/11) 46442(4/11)+ 131251(6/11)+ 2. vinningur: 11 réttir, kr. 2.568,- 7 21782+ 49255 64479 96154+ 106218 127822 1529 23583 50654* 65136* 96611+ 107761+ 128396 2576 24557+ 50957 65583 96621 125041 129295+ 6753+ 42281 50963 67024 97397+ 125133* 131262+ 10388 45696 51019 68595 98975 126232 132582* 12840 46413+ 51054 69867 99213 126432*+ 12857 46438+ 52085 71241* 99237 126440*+ Úr28. vfku: 13547 46440+ 52415+ 72239 99329+ 126487 71686+ 13556 46441+ 52419+ 73410 99680 126504 13560 46498+ 55284 73422* 101494+ 126815 Úr 30. viku: 13563 46508+ 58556*+ 74897 102231 127010 67012+ 14211 46575* 60039 75139+ 102951 127610 Úr 32. vtku: 19680 46736+ 60717* 75144+ 105059+ 127648 21200 46949+ 62280* 95659 106212 127808* 15586(3/11)+ *=2/11 Kæruf restur er til mánudagsins 5. maí 1986 kl. 12.00 áhádegi. íslenskar Getraunir, íþrottamiðstöðinni vlSigtún, Reykjavík Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skritstofunni í Reykjavik. Vinningsupphæðir geta lækkaö, el kænjr veröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stofnlnn og fullar upplýsingar um natn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests. . ........ ......................... .............................. '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.