Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Hættulegur neisti Arás Bandaríkjamanna á hemaðarskotmörk í Libýu er augljóslega svar þeirra við sí- vaxandi hryðjuverkum víða um heim. Þessar aðgerðir hafa hlotið misjafnar undirtektir. I raun og veru má segja, að einungis þijár ríkisstjómir hafi lýst yfir stuðn- ingi við Bandaríkjamenn. Bretar hafa gerzt þátttakendur í þessum árásum með því að leyfa að þær yrðu gerðar frá flugvöllum í Bretlandi. Kanadastjóm og ísra- elsmenn hafa lýst yfir stuðningi við þær af öðmm ástæðum. Rík- isstjóm Vestur-Þýzkalands hefur hægt um sig, en aðrar ríkisstjóm- ir í Vestur-Evrópu eru gagnrýnar á hemaðaraðgerðir Bandaríkja- manna. Athygli vekur afstaða tveggja hægri sinnaðra ríkis- stjóma á Norðurlöndum. Svenn Stray, utanríkisráðherra Noregs, lagðist gegn hemaðaraðgerðum gegn Líbýu í samtölum við bandaríska ráðamenn fyrr í þess- um mánuði og segir ekki hægt að leysa vanda hryðjuverka með hemaðarárás. Danski forsætis- ráðherrann segir, að árás á eitt arabaríki sé ekki leið til þess að stöðva hryðjuverkin og bendir á, að þau teygi nú anga sína til Norðurlanda. Við Islendingar kynntumst afleiðingum þess fýrr á þessu ári, þegar vopnaðir lög- reglumenn sinntu öryggisgæzlu á Keflavíkurflugvelli vegna fregna um hugsanlega árás hryðjuverkamanna í einhveiju Norðurlandanna. Hryðjuverk hafa verið vaxandi vandamál á undanfömum misser- um. Nú síðast sprakk sprengja á dansstað í Vestur-Berlín. Þar lét- ust tveir og 230 slösuðust. Bandaríkjamenn telja sig hafa sannanir fyrir því, að þessi sprengja hafi spmngið skv. bein- um fyrirmælum stjómvalda í Trí- pólí. Þeir náðu skeytasendingum frá Trípólí til sendiráðs Líbýu í Austur-Berlín, réðu dulmálið og töldu sannað að stjómvöld í Líbýu hefðu gefið bein fyrirmæli um þessa sprengingu. Á grandvelli þessara sönnunargagna lögðu þeir að ríkisstjómum í Vestur- Þýzkalandi að loka sendiráðum Líbýu í þessum löndum. Ekki var orðið við þeim tilmælum en V-Þjóðveijar vísuðu tveimur sendiráðsstarfsmönnum frá Líbýu úr landi. Ekki má gleyma því í þessu sambandi, að sum Vestur-Evrópuríki eiga mikilla viðskiptahagsmuna að gæta í Líbýu og era þegar af þeim ástæðum treg til að ganga of hart fram gegn stjórnvöldum þar í landi. Saga hryðjuverka síðasta einn og hálfan áratug er óhugnanleg. Þeim hefur í vaxandi mæli verið beitt til þess að vekja athygli á ákveðnum málstað og þá ekki sízt málstað Palestínumanna. Á árinu 1972 vora óhugnanleg hryðju- verk framin á Olýmpíuleikunum í Miinchen. í desembermánuði sl. frömdu hryðjuverkamenn fjölda- morð á flugvellinum í Róm. Fyrir tveimur áram var brezkur lög- reglumaður myrtur á götu í London með skoti úr sendiráði Líbýu í borginni. Sl. haust var aldraður maður drepinn um borð í skemmtiferðaskipi og fleygt fyrir borð. Fyrir nokkram vikum sprakk sprengja um borð í banda- rískri farþegaþotu. Út úr vélinni soguðust móðir, dóttir og dóttur- dóttir. í febrúar sprangu sprengj- ur í París með þeim afleiðingum, að um 50 manns slösuðust. I apríl á sl. ári sprakk sprengja á veitingahúsi á Spáni. Rúmlega 80 manns slösuðust og 18 Spán- veijar biðu bana. í júní á sl. ári vora farþegar um borð í banda- rískri farþegaflugvél látnir lausir eftir að vera í 17 daga í höndum hiyðjuverkamanna, sem tóku einn úr þeirra hópi, skutu hann og fleygðu honum út úr flugvél- inni. Þetta era aðeins nokkur dæmi um athafnir hryðjuverkamanna á rúmu ári. Flestir þeirra koma frá arabalöndum. Réttlæting þeirra er m.a. sú, að vestrænar þjóðir hafi farið margfalt ver með Pa- lestínumenn. Þetta sé þeirra örþrifaráð gagnvart ofurveldi Bandaríkjanna. Háværasti stuðn- ingsmaður hiyðjuverkamanna í arabalöndum hefur verið þjóðar- leiðtogi Líbýu. Hann hefur leynt og ljóst stutt þessa starfsemi og haldið henni uppi íjárhagslega með olíugróða undanfarinna ára. Bandaríkjamenn hafa bersýni- lega komizt að þeirri niðurstöðu að Líbýa væri hreiður hryðju- verkamanna. Þeir hafa tekið upp sömu aðferðir og Israelsmenn hafa beitt áram saman að refsa fyrir hveija árás. Aðgerðimar gegn Líbýu nú era refsing vegna aðildar þeirra að sprengjunni í Vestur-Berlín og líklega einnig hefnd fyrir sprengjuna í far- þegaiými TWA-farþegaþotunnar yfír Grikklandi nýlega sem minnzt var á. Sú spuming vaknar, hvort þessar aðgerðir séu líklegar til árangurs, hvort þær séu líklegar til þess að stöðva hryðjuverka- starfsemi gegn blásaklausu fólki. Ef tekið er mið af reynslu ísraeis- manna er auðvitað ljóst, að þótt þeir hafi hefnt fyrir hveija árás, stundum þannig, að heimsathygli hefur vakið, eins og þegar þeir frelsuðu gíslana í Entebbe, hefur ekkert lát orðið á tilraunum araba til þess að koma þeim á kné. En arabar vita hins vegar af fenginni reynslu, að hver árás, sem hryðjuverkamenn fremja gegn ísraelskum borguram verður þeim sjálfum dýrkeypt. Það er svo önnur hlið þessa máls, að Israelsmenn sjálfir hafa verið staðnir að voðaverkum, eins og í Líbanon. Og er það kannski vísbending um að ofbeldi kalli á ofbeldi. Spumingin nú er sú, hvort ítr- ekaðar árásir Bandaríkjamanna á Libýu verða til þess að hófsam- ari öfl í Líbýu komizt að þeirri niðurstöðu, að hryðjuverkastarf- semi Khadafys sé orðin of dýra verði keypt. Hveiju höggi verði svarað af svo margföldum þunga, að Líbýa geti ekki til lengdar staðizt slíkar aðgerðir. Enginn getur gefið svar við þessum spumingum. Tíminn einn leiðir í ljós, hver niðurstaðan verður. Hitt er svo annað mál, að þær ríkisstjórnir í Vestur-Evrópu, sem hafa lagzt gegn árásum Banda- ríkjamanna á Líbýu hafa ekki fundið neina aðra raunhæfa leið til þess að stöðva öldu hryðju- verka í ríkjum þeirra. Vinsamleg tilmæli hafa engan árangur borið í þeim efnum. Hversu lengi mundu þessar þjóðir þola það, að vera aldrei óhultar? Sprengjan sem springur í fjarlægu veitinga- húsi í dag getur á morgun sprangið þar sem þú ert niður- kominn. Vikuritið Time birtir um þessar mundir kafla úr bók eftir sendi- herra Israels hjá Sameinuðu þjóð- unum, þar sem hann fjallar um hryðjuverkastarfsemi og segir m.a. að eftir lok heimsstyijaldar- innar síðari og eftir að kjamorku- vopn komu til sögunnar hafí stríð orðið bæði dýrt og áhættusamt. Smærri ríki standi frammi fyrir því, að beinar hernaðaraðgerðir geti leitt til allsheijarstríðs og algjörs ósigurs. Hryðjuverka- starfsemi sé þáttur í þeirri þróun að heyja styijöld með öðrum hætti. Hún gerir ríkjum kleift að efna til stríðsaðgerða án þess að taka ábyrgð á þeim aðgerðum eða mega eiga von á gagnárás. Þetta er áreiðanlega kjami máls- ins. Hryðjuverkastarfsemin er orðin svo víðtæk, að útilokað væri að stunda hana í þessum mæli án þess að hún nyti stuðn- ings ríkisstjóma og það fleiri en ríkisstjómar Líbýu. Sovétmenn telja aðgerðir Bandaríkjamanna ríkisrekna hryðjuverkastarfsemi. Það er athyglisverð ásökun frá þeim mönnum, sem áram saman hafa stundað hryðjuverkastarfsemi í stóram stíl í Afganistan. Þar er ekki verið að svara árásum hryðjuverkamanna heldur er verið að reyna að beygja og kúga sjálfstæða þjóð undir ofurvald kommúnista. Þetta mál á sér margar hliðar. Aðgerðir Bandaríkjamanna knýja einstaklinga og ríkisstjómir til þess að íhuga afstöðu sína til hryðjuverkastarfsemi og hvemig bregðast á við henni. Þær vekja líka upp spurningar um það, hvaðan Bandaríkjamönnum kem- ur lögregluvald í heiminum því að lítið er um það að hryðjuverk séu framin á bandarískri grand, þótt þau beinist að vísu mjög gegn Bandaríkjamönnum. Miðjarðarhafslöndin eru púð- urtunna heimsins. Hemaðarátök þar geta kveikt það bál, sem breiðist út án þess að nokkur fái við það ráðið. Þau geta líka orðið til þess að drepa í þeim neistum, sem hafa kviknað með sprengjum hryðjuverkamanna hér og þar um Evrópu. Okkur er ekki gefíð að sjá inn í framtíðina. Það eitt er víst, að nokkur tími mun líða þar til í ljós kemur, hvort aðgerðir Bandaríkjamanna verða til þess að draga úr hryðjuverkum, sem er markmið þeirra, eða auka þau um allan helming með enn hrika- legri afleiðingum. Loftárásir Bandaríkjamanna á Líbýu Flest ríki heims fordæma árásina Bretland, ísrael og Kanada lýsa yfir stuðningi við hana AP. New York, París, Madrid, Bonn, Aþenu. RÍKISSTJÓRNIR víðast hvar í lieiminum hafa fordæmt Ioftárás Bandaríkjamanna á Líbýu í fyrrinótt og lýst vonbrigðum sínum yfir því að friðsamleg lausn skuli ekki hafa fundist á Líbýudeilunni. Bretland, Kanada og ísrael hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við árásina og segja hana hafa verið nauðsynlega til þess að stöðva hryðjuverk Líbýumanna. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, lýsti ekki yfir stuðningi við árásina, en sagði að hann skildi vel markmið Bandaríkjamanna með henni, þeir hefðu orðið illa fyrir barðinu á hryðjuverkum að undanförnu. Viðeigandi viðbrögð ef ráðist verður á Suður-Evrópu Fram hefur komið hjá bæði franska og spánska utanríkisráðu- neytinu að ríkin höfnuðu beiðni Bandaríkjamanna um að fá að fljúga sprengjuflugvélunum, sem tóku þátt í árásinni, í gegnum loft- helgi landanna. Spánska utanríkis- ráðuneytið sagði að það hafnaði hernaðaraðgerðum sem lausn á vandanum og það franska að árásin yrði einungis til þess að auka á hryðjuverk, en ekki til þess að stöðva þau. Jafnframt segir í yfír- lýsingu frá franska utanríkisráðu- neytinu að ef hótanir Líbýumanna gagnvart Suður-Evrópu verða að veruleika, þá eigi Evrópuríki að bregðast við með viðeigandi hætti. Bettino Craxi, forsætisráðherra Italíu, sagði, að það væri langt frá því að þessar hernaðaraðgerðir kæmu í veg fyrir hryðjuverk. Þvert á móti væri hætta á að loftárásirnar kynntu undir þeim. Grikkland for- dæmdi einnig loftárásimar og ósk- aði eftir því að Evrópubandalagsrík- in yrðu kölluð saman til þess að ræða stöðu mála. Norðurlöndin fordæma árásina Norðurlöndin, Austurríki, Hol- land, Belgía, Portúgal, Nicaragua, Tyrkland og fleiri ríki fordæmdu árásina. Káre Willoch, forsætisráð- herra Noregs, sagði, að loftárásin væri ekki rétt aðferð til þess að stöðva hryðjuverk. Reyna hefði átt til þrautar að beita stjómmálaleg- um þiýstingi til að reyna að fá Líbýu til að hætta stuðningi sínum við hryðjuverkamenn og samtök þeirra. Paul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, sagði, að hann harmaði að Bandaríkin hefðu talið jafn miklar hemaðaraðgerðir nauðsyn- legar. „Við vitum allir hvar rætur hryðjuverkanna er að finna, en síð- an er það spurningin um hvemig eigi að bregðast við þeim," sagði Schlúter. Flest fórnarlömb hryðjuverka bandarísk Kanadíski forsætisráðherrann, Brian Mulroney, sagði, að kana- díska ríkisstjómin styddi árásina, þar eð hún tæki orð Reagans, for- seta Baandaríkjanna, trúanleg, hvað snerti hlut Líbýu að hryðju- verkum, í sama streng tók Shimon Peres forsætisráðherra ísrael. „Það er ekki að undra að Bandaríkin bregðist við í sjálfsvöm ... Það er gott að stórveldi eins og Bandaríkin hafí gert ráðstafanir til þess að höggva á arma hryðjuverkamanna, að minnsta kosti einhvetja þeirra," sagði hann. „Flest fórnarlömb hryðjuverka hafa verið bandarísk. Ég skil tilfínn- ingar Bandaríkjamanna. Hins vegar höfum við alltaf sagt að lausn sem felur í sér ofbeldi, muni ekki verða árangursrík," sagði Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands. Hann bætti við: „Þeir sem beita og boða ofbeldi, eins og Khadafy, hljóta að íhuga þann möguleika að þeir sem fyrir hótunum verða, snúist til vamar. Hlutlaus ríki fordæma árásina Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands og formaður bandalags hlutlausra þjóða, harmaði árásina og skoraði á Bandaríkin að sýna stillingu. Utanríkisráðherrar hlut- lausra ríkja, sem komu saman til skyndifundar í Nýju Dehlí í gær, fordæmdu árásina og sögðu að ekkert tilefni hefði verið til hennar. Skoruðu þeir á Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna að koma saman, for- dæma árásina og koma í veg fyrir frekari árásir, auk þess sem þess var krafist að séð yrði til þess að Líbýumenn fengju fullar bætur fyrir árásina. Að sögn aðstoðarmanns jap- anska utanríkisráðherrans Shintaro Abe, þá sagði hann að hann vonaði að spenna milli Bandaríkjanna og Líbýu myndi ekki aukast. Hann sagði jafnframt að Bandaríkin kynnu að hafa haft rök fyrir hem- aðaraðgerðunum, þar sem þær hefðu verið gerðar í vamarskyni. Forsætisráðherra Ástralíu, Bob Hawke, sagðist vonast til að Banda- ríkin og Líbýa hættu hemaðarað- gerðum, en sagði að ófrávíkjanlegt skilyrði samkomulags væri að Líbýa hyrfí algerlega frá stuðningi við hryðjuverk. Björgunarmaður leitar í rústum byggingar, sem eyðilagðist í loftárásum Bandaríkjamanna á Trípólí á mánudagsnótt. Mynd þessi er frá Jana, fréttastofu Líbýu. Sýrlendingar vilja hefnd — Egyptar forðast fordæmingu Túnisborgf. AP. SÝRLENDINGAR, helztu bandamenn Líbýu á meðal arabaþjóðanna og þær skæru- liðahreyfingar Palestinumanna, sem Líbýumenn styðja, hvöttu í gær ákaft til hefndaraðgerða gegn Bandarikjunum og Bret- landi. Jafnvel hófsamari for- ystumenn Frelsisfylkingar Pal- estínumanna (PLO) eins og Salah Khalaf, aðstoðarmaður Yassers Arafat, hvatti til efna- hagslegra og stjórnmálalegra Viðbrögð Líbýumanna: Skora á OPEC að selja Bandaríkin í olíubann „Ráðist á allt bandarískt," segir í áskorun líbýska útvarpsins til annarra arabaþjóða Genf, AP. LÍBÝA mun fara þess á leit við OPEC, samtök 13 oliuútflutnings- rikja, að þau setji oliuútflutningsbann á Bandaríkin vegna loftárása þeirra á Líbýu. Skýrði Fawsi Shakshuki, olíumálaráðherra Líbýu, frá þessu í gær. Eins og er, þá fá Bandaríkin um 10% af olíu sinni frá aðildarlöndum OPEC. í yfírlýsingu frá utanríkisráðu- neyti Líbýu, sem lesin var upp í útvarpi þar í landi í gær, var skorað á allar arabaþjóðir að snúast gegn Bandaríkjamönnum. Jafnframt voru Bretar fordæmdir fyrir að aðstoða Bandaríkjamenn. „Stríðsvél Bandaríkjamanna, hið opinbera tæki hryðjuverka Reagan- stjómarinnar, hefur gert loftárásir á skotmörk, sem ekki eru hemaðar- legs eðlis og drepið eða sært tugi óbreyttra borgara bæði úr röðum Líbýumanna og manna af öðru þjóðemi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Ljóst er, að þessar villimannlegu aðgerðir voru skipulagðar og fram- kvæmdar í náinni samvinnu við mörgEvrópuríki." Því var ennfremur haldið fram, að hlutdeild Breta í loftárásunum væri augljós og hefðu þeir stutt þær bæði hemaðarlega og á stjóm- málavettvangi. Ummæli brezkra embættismanna eins og Carring- tons lávarðar, aðalframkvæmda- stjóra NATO, Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Geoffrey Howe, utanríkisráðherra, hefðu sýnt fram á raunverulega hlutdeild Breta í þessum árásarað- gerðum á Líbýu. í viðtali, sem fram fór á mánu- dag, aðeins nokkrum klukkustund- um áður en loftárásimar voru gerð- ar, sagði Moammar Khadafy, Líbýuleiðtogi, að hann ætti ekki von á neinum hemaðaraðgerðum af hálfu Bandaríkjamanna gegn Líbýu. „Þegar litið er á málið frá sjónarhóli skynseminnar og stjóm- málanna, þá er ekkert vandamál Moammar Khadafy, leiðtogi Líbýu, heilsar með krepptum hnefa. fyrir hendi miili Líbýu og Bandaríkj- anna,“ var haft eftir Khadafy. Síðdegis í gær skoraði Utvarpið í Líbýu á aðrar arabaþjóðir að „bera eld að“ stofnunum Bandaríkja- manna. „Ráðist á allt bandarískt, sendiráð, fyrirtæki og herstöðvar," sagði í áskorun útvarpsins. refsiaðgerða gegn Bandaríkjun- um. Saudi-arabar, sem era auðug- astir arabaþjóðanna og verið hafa í miklu vinfengi við Bandaríkja- menn, hétu Líbýu stuðningi sínum. Egyptar, sem einnig hafa verið miklir bandamenn Bandaríkja- manna en svamir andstæðingar Khadafys, hvöttu til þess, að haldin yrði alþjóiðleg ráðstefna um ráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir hryðjuverk. Hins vegar var ekki gengið svo langt að fordæma árásir Bandaríkjamanna beinlínis. I jrfírlýsingu egypzku stjómarinnar sagði þó, að aðgerðimar „gegn bræðraþjóðinni í Líbýu vektu ugg oggremju". Hussein Musavi, forsætisráð- herra írans, sagði í gær, að með loftárásum sínum á Líbýu hefðu Bandaríkjamenn stofnað sínu eigin öryggi í hættu á meðal múhameðs- trúarmanna um allan heim og myndu að lokum hljóta „makleg málagjöld." Chedli Klibi, aðalritari Araba- bandalagsins, fordæmdi í gær harðlega loftárásir Bandaríkja- manna á Líbýu og sagði þær vera mikil mistök, er haft gætu alvar- legar afleiðingar í för með sér. Sagði Klibi, að Líbýa hefði óskað eftir skyndifundi í vamarráði Arababandalagsins til þess að ræða loftárásir Bandaríkjamanna og til hvaða aðgerða skyldi gripið íkjölfarþeirra. „Það er ótækt, að risaveldi skuli hegða sér á svo herskáan og hvat- vísan hátt og stofna friðnum í hættu, hveijar svo sem ávirðingar Líbýu gagnvart Bandaríkjunum era,“ sagði í yfírlýsingu þeirri, sem Klibi gaf út í dag í nafni Araba- bandalagsins. „Málefni heimsins á ekki að meðhöndla með þessum hætti". í yfírlýsingunni sagði ennfrem- ur, að hið raunveralega markmið loftárásanna hefði verið að hræða Líbýumenn undir yfírskini þess, að verið væri að vinna bug á hryðjuverkastarfsemi. Jafnframt væri verið að bæla niður lögmæta baráttu Palestínumanna til þess að ráða sjálfir örlögum sínum sem þjóð. I vamarráði Arababandalagsins eiga sæti utanríkisráðherrar og vamamálaráðherrar allra þeirra 20 ríkja, sem aðild eiga að Áraba- bandalaginu. Samkvæmt lögum bandalagsins ber ráðinu að koma saman innan þriggja daga frá því að tilmæli um skyndifund þess era borin fram. ERLENT Rússar aflýsa fundi utanríkis- ráðherranna Moskvu og- Peking, AP. SOVÉTMENN aflýstu í gær fundi utanríkisráðherra stórveld- anna, George Shultz og Eduard Shevardnadze, vegna loftárás- arinnar á Líbýu. Ríki austantjalds fordæmdu aðgerðirnar og sömu sögu er að segja um Kínveija. Sovétmenn kröfðust þess af jámtjalds bragðust við með sama Bandaríkjamönnum að ekki yrði gripið til frekari aðgerða, en ef árásum linnti ekki myndu Rússar grípa til frekari ráðstafana. Fyr- irhugað var að Shevardnadze og Shultz hittust í Washington 14.- 16. maí nk. til að undirbúa fund leiðtoga stórveldanna. Mögulegt er talið að ekkert verði af leið- togafundi á þessu ári vegna loft- árásanna á Líbýu. í yfírlýsingu stjómarinnar í Kreml var Bandaríkjamönnum líkt við stigamenn og stefna þeirra sögð einkennast af blekk- ingum og hótunum, sem stangað- ist á við óskir um frið og öryggi. Kínveijar fordæmdu loftárás- ina og sögðu að engir myndu tapa meira á aðgerðunum en Bandaríkjamenn. Var árásin sögð stangast á við alþjóðavenj- ur. Ráðamenn í ríkjum austan hætti og leiðtogar í Kreml. í Póllandi barst bandaríska sendi- ráðinu í Varsjá sprengjuhótun, sem reyndist vera gabb. Einn helzti fulltrúi Sovétríkj- anna í afvopnunarmálum, Viktor Issraelyan, sagði í gær að loft- árásin á Líbýu væri stríðsaðgerð en ekki sjálfsvöm. Hann spáði því að aðgerðimar ættu eftir að hafa mjög neikvæð áhrif á sam- búð stórveldanna. Hann sagði Sovétmenn hafa á bak við tjöldin ráðlagt Bandaríkjamönnum ákaft að halda sér í skefjum og ekki grípa til aðgerða af þessu tagi gegn Líbýu. „Ég játa að okkur mistókst," sagði Issraely- an. Hann bætti því við að „marg- ar styijaldir hafa byijað með aðgerðum af þessu tagi. Fræði- lega séð getum við ekki útilokað að loftárásin í nótt leiði til þriðju heimsstyijaldarinnar." v&i'if % TiJfÍllÍBÍiiiiii L i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.