Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986
17
Þrír strákar á Akureyri gefa út blaðið Stjörnur:
Meðalaldur blaða-
mannanna er 11,3 ár
Akureyri.
STJÖRNUR nefnist blað sem
þrír strákar gefa út á Akur-
eyri. Þeir heita Davíð Ingi
Guðmundsson, Herbert
Sveinbjörnsson og Sigurður
Karl Jóhannsson. Tveir þeir
fyrst nefndu eru 12 ára en
Sigurður 10 ára. Meðalaldur
á ritstjórninni er þvi 11,3 ár.
Þijú tölublöð hafa nú komið
út af Stjörnum.
„Við byrjuðum 1. febrúar að
undirbúa okkur og fyrsta tölublað-
ið kom út 27. febrúar," sögðu
þeir félagar er blaðamaður Morg-
unblaðsins hitti þá að máli heima
hjá Herbert — en þar er skrifstof-
an þeirra. Sigurður og bróðir hans
byijuðu með blaðið — síðan hætti
bróðirinn og þá kom Davíð í stað-
inn. Síðan bættist Herbert í hóp-
inn.
Hvaða „Stjömur" em það
sem þið skrifið um?
„Við skrifum til dæmis um
poppstjömur og fótboltastjömur,
fyrst og fremst um frægt fólk en
það em líka þrautir, krossgátur
og myndasögur í blaðinu." Strák-
amir sögðust þýða upp úr erlend-
um blöðum og þar taka þeir líka
myndir til að birta í sínu blaði.
Norðurlandsvegur:
Lægstu tilboð
52 til 66%
af áætlun
LÆGSTU tilboð í útboðum
Vegagerðarinnar á þremur
köflum á Norðurlandsvegi vora
á bilinu 52—66% af kostnaðar-
áætlun Vegagerðarinnar.
Laegsta tilboð í Vestfj arðaveg
í Dýrafirði var 73-76% af kostn-
aðaráætlun.
12-15 verktakar buðu í Norður-
landsveginn og voru flest tilboðin
undir kostnaðaráætlun Vegagerð-
arinnar. Ámi og Sigurður Guð-
bjömssynir áttu lægsta tilboð í
1,8 km kafla á milli Brúar og
Hrútatungu, 1.189 þúsund kr.
Kostnaðaráætlun var 2.262 þús-
und og var lægsta tilboð því 52,6%
af áætlun. Verkinu á að ljúka
fyrir 1. júlí næstkomandi.
Fossverk sf. átti lægsta tilboðið
í Norðurlandsveg frá Múla að
Vatnsnesvegi en það er 5 km
kafli. Tilboð þess hljóðaði upp á
7.178 þúsund kr., sem er 66,3%
af kostnaðaráætlun sem var
10.828 þúsund kr. Fossverk sf.
átti einnig lægsta tilboðið í Norð-
urlandsveg frá Amarstapa að
Skagafjarðarvegi, rúmlega 4 km
kafla. Tilboðið var 5.444 þúsund
kr., sem er 65,3% af kostnaðar-
áætlun, sem hljóðaði upp á 8.341
þúsund kr. Báðum þessum verk-
um á verktakinn að skila fyrir 30.
september í haust.
Einnig hafa verið opnuð tilboð
í 5,5 km af Vestfjarðavegi í Dýra-
firði. í útboði var gefínn kostur á
tveimur tilboðsmöguleikum og átti
Brautin sf. á Þingeyri lægsta til-
boð í þá báða, 4.209 þúsund
(73,3%) og 5.292 (76,4%). Verk-
inu á að ljúka fyrir 1. október í
haust. 8 verktakar skiluðu til-
boðum og var meirihluti þeirra
yfír kostnaðaráætlun Vegagerð-
arinnar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Blaðaútgefendurnir ungu — frá vinstri: Davíð Ingi Guðmundsson
12 ára, Herbert Sveinbjömsson 12 ára og Sigurður Karl Jóhannsson
10 ára.
Þeir líma allt efnið sjálfír upp
á blöð og síðan er blaðið ijölritað
í prentsmiðjunni Fonti. „Fyrsta
blaðið kom í 30 eintökum, það
næsta í 40 og síðasta blað gáfum
við út í 60 eintökum. Fyrstu tvö
blöðin kostuðu 50 krónur stykkið
en núna seljum við það á 60 krón-
ur.“
Hvernig hefur þetta gengið
hjá ykkur?
„Mjög vel,“ svömðu þeir einum
rómi. „Fyrstu tvö blöðin voru 16
síður en síðasta blað var 20 síður.
Við göngum í fyrirtæki, verslanir
og verksmiðjur. Núna fengum við
líka „litla“ stráka til að selja fyrir
okkur og borgum þeim laun fyrir.“
Ætlið þið kannski að verða
blaðamenn þegar þið verðið
stærri?
„Minn draumur er að verða
tölvufræðingur en það er ekki víst
að hann rætist,“ sagði Herbert
fyrst. Þeir sögðu allir að örugg-
lega yrði gaman að prófa að vera
blaðamaður en Davíð og Sigurður
ljóstruðu því svo upp að þá
dreymdi helst að verða leikarar.
Strákamir ætla að koma blað-
inu ut einu sinni í mánuði. „Og
þú mátt láta koma fram að Akur-
eyringar megi eiga von á okkur
að selja blaðið. Helst inni í miðbæ
— við seljum oft þar — og svo í
þorpinu, við búum allir þar,“
sögðu þeir.
BV
Rctfmagns
oghciml-
lyftarar
Liprirog
handhægir.
Lyftigeta:
500-2000 kíló.
Lyftihæð upp í
6 metra.
Mjóar aksturs-
leiðir.
Veitumfúslega
allar upplýsingar.
BÍLDSHÖFDA 16 SiMI:672444
Nú fer hver að verða síðastur
að komast í millahópinn
okkar í vetur!
Aðeins þrjár vikur eftir.
4 "
Yið borgum affla vinninga út!
ISLENSKAR (iETRA UNIR