Morgunblaðið - 16.04.1986, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL1986
37
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Komdu sæll, kæri stjömu-
spekingur. Og þakka þér
kærlega fyrir tímabæran þátt.
Ég er fæddur 16. febrúar 1968
kl. 01.15. Getur verið að ég
hafi tónlistarhæfileika? Ég hef
einnig mjög gaman af ferða-
lögum og bókalestri. Með fyr-
irfram þökk! Hermes."
Svar:
Því er auðsvarað. Já, þú hefur
tónlistarhæfileika. Þú hefur
þessar dæmigerðu afstöður
tónlistamannsins. Neptúnus í
afstöðu við Sól og Venus og
einnig Mars í Fiskamerkinu,
eða listræna framkvæmda-
orku.
Kortiö
Þú hefur Sól, vilja, gmnntón
og lífsorku í Vatnsbera. Merk-
úr, hugsun og máltjáningu
einnig í Vatnsbera. Tunglið,
lundarfar og dagleg hegðun
em í Meyju. Venus, ást, sam-
skipti og gildismat í Steingeit.
Mars, framkvæmdaorka, í
Fiskum og Rísandi, fas og
framkoma í Sporðdreka. Mið-
himinn, markmið og hlutverk
í Meyju ásamt Júpíter.
FerÖamál
Það er einnig auðvelt að sjá
ferðaáhugann. Júpíter, pláneta
vaxtar og ferðalaga, er hæstur
á lofti þegar þú fæðist og auk
þess í afstöðu við Sól og þar
af leiðandi sterkur.
Afhverju?
Mig langar til að bæta við
þetta og segja þér af hveiju
Neptúnus er sagður tengjast
tónlist og Júpíter ferðalögum.
Tónlist og trú
Menn sem hafa sterkan Nep-
túnus eru draumlyndir og
næmir og hafa sterkt ímynd-
unarafl. Þeir hafa einnig
sterka trúhneigð og laðast að
öllu óræðu og dularfullu. Sterk
þörf er til að uppheíja lífið,
að komast út fyrir hversdags-
leikann og upplifa æðri veru-
leika. Listir hafa löngum veirð
helsta leið mannsins til að
upphefja og göfga líflð, og er
tónlistin þar fremst í flokki.
Tónlist hefur alltaf haldist náið
í hönd við trúarlega iðkun. Við
sjáum í dag í kirkjum að tón-
listin er notuð til að skapa þá
helgi sem færir okkur nær
Guði. Það hefur alltaf verið
eitt helsta hlutverk tónlistar.
ímyndunarafl
Þú hugsar kannski ekki um
tónlistaráhuga þinn í sambandi
við trú og andleg mál. En eigi
að síður eru tengsl þar á milli.
Kjami málsins er sá að þú
hefur skapandi ímyndunarafl
sem hægt er að beita bæði á
listrænum og andlegum svið-
um. Þar sem hér er á ferðinni
sterk orka er ekki einungis um
áhuga eða hæflleika að ræða,
heldur einnig nauðsyn. Þú
þarft að takast á við ímyndun-
arafl þitt og beina því á já-
kvæðar brautir, þér til gagns
og ánægju. Ónýtt orka af því
tagi sem þú hefur getur leitt
til lífsflótta á vit ófijórra
drauma. Við verðum alltaf að
virkja þann kraft sem við
höfum. Ég vil þvi ráðleggja
þér að leggja stund á tónlist.
Ef þú gerir hana ekki að aðal-
starfí þínu ættir þú að leggja
rækt við hana í tómstundum.
Feröalög
Menn sem hafa sterkan Júpíter
hafa sterka þörf til að víkka
sjóndeildarhringinn, hafa
löngun til að bæta sífellt við
þekkingu sína og öðlast yflr-
sýn yflr líflð. Bókalestur hefur
örugglega með Júpíterska for-
vitni að gera, svo og ferðalög.
X-9
VBKtÐ /tLLAyoRU
Á£/r/& /
//r&Ve; tfás/
DYRAGLENS
É6 HEVf2l 5AGX AP
bLÓPlP i pEIM 5E
SB51R.W?
É6 ER TlL, EFþÚ EKT.M
■ ■ A £* ■/ n.
LJUoKA
TOMMI OG JENNI
” : S t
YKKOZ /VlýSLUNUA)
i/e/rr/ ekk/ af fae/num
kennslustundum /
FERDINAND
SMAFOLK
I CANT believe lucv
CEMENTEP MV BLANKET
INTOTHIS ROCK UJALL!
YOU DONT NEEP YOUR
BLANKET ANY MORE ..YOU
SAlD S0Y0UKSELF...TNI5
ROCKWALL15 YOUKTHERAPY..
© 1985 Umled Featurc Syndicalc Inc
EVERY TIME YOU MAVE A
LITTLE STRESS IN YOUR
LIFE, YOU CAN COME OUT
MERE ANP ADP A FEIU
ROCKS TO YOUR WALL...
Ég vil ekki trúa því, að
Gunna hafi múrað teppið
mitt inn í þennan stein-
vegg!
Þú þarft ekki lengur að
teppinu þínu að halda ...
þú sagðir það sjálfur____
þessi steinveggur er þin
lækning...
í hvert skipti sem álagið
verður of mikio í Iffi þínu
geturðu farið hingað út og
bætt nokkrum st -tnum í
vegginn___
Það eru ekki til svo margir
steinar í heiminum!!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Fómir yfir slemmum í tví-
menningi gefa sjaldnast mikið
af þeirri einfoldu ástæðu að
fjölmörg pör sleppa slemmunum
þótt þær standi. En Amór
Ragnarsson treysti Jóni Bald-
urssyni og Sigurði Sverrissyni
til að ná slemmu ef hún væri
fyrir hendi og fómaði strax áður
en þeir gátu svo mikið sem nefnt
lit. Þetta var í undankeppni ís-
landsmótsins í tvímenningi, sem
fram fór í Gerðubergi um síðustu
helgi. 118 pör tóku þátt í keppn-
inni, en aðeins þau 24 efstu_
komust áfram í úrslitin. Þeirra
á meðal voru bæði pörin sem
hér koma við sögu, Jón og Sig-
urður urðu í 21. sæti, en Amór
og félagi hans Sigurhans Sigur-
hansson höfnuði í sjötta sæti.
Vestur gefur, A/V á hættu.
Norður
♦ 1054
V64
♦ G
♦G1087652
Vestur Austur
♦ ÁK863 ♦ D2
♦ ÁK il V 109852
♦ ÁKD8 ♦ 97632
♦ K8 ♦ 4
Suður
♦ G97
♦ DG73
♦ 1054
♦ ÁD3
Jón opnaði í fyrstu hendi á
tveimur laufum á spil vesturs.
Sú sögn getur þýtt eitt og annað,
meðal annars slíka kólgu eins
og Jón hélt á í þessu tilfelli. f
þessum tvímenningi voru spiluð
tvö spil á milli para og þetta var
seinna spilið. I því fyrra höfðu
Jón og Sigurður doblað bút*“~
Amórs sem stóð, svo Amór
ákvað að leyfa sér að taka
áhættu og stökk beint í sex lauf
yfir tveimur laufum Jóns! Sú
sögn rúllaði yflr til Jóns sem gat
ekki gert annað en doblað.
Fómin fór sex niður og gaf
A/V 1.100. í fljótu bragði lítur
út fyrir að sú tala sé N/S t hag,
því það stendur slemma í tveim-
ur litum og grandi á spil A/V,
sem gefa frá 1.370 upp í 1.440.
En „salurinn" var einfaldlega
ekki á slemmubrókunum, svo
Jón og Sigurður fengu góða
skor fyrir spilið, eða 20 stig af
26 mögulegum.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlega Radio Rebelde-
mótinu í Havana á Kúbu fyrir
skömmu kom þessi staða upp í
skák Kúbumannsins Remons og
spánska alþjóðameistarans Jose
L. Femandez, sem hafði svart
og átti leik.
24. - Hxf3!, 25. gxf3 - Dg5+,
26. Khl - Bd5, 27. De2 - Dg4
og hvítur gafst upp. Teflt var L
tveimur jafnsterkum flokkum. r
öðrum sigraði Femandez ásamt
sovéska alþjóðameistaranum M.
Gurevich. Þriðji varð kanadíski
stórmeistarinn Spraggett. í hinum
flokknum sigraði kúbanski stór-
meistarinn Guillermo Garcia, en
næstir komu Utasi, Ungveijalandi
og kólumbíski stórmeistarinn
Zapata. *■