Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 7
MÓRGÚNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 16. APRÍL 1986 Útflutningur gámafisks frá Eyjum: „Margföldum hlutínn og útgerðin lifir af “ — segir Emil Andersen á Danska Pétri Vestmannaeyjum, frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „HEFÐI verið haldið áfram að maður Danska landa til fiskvinnslustöðvanna værum við hreinlega dottnir upp fyrir. Útflutningurinn í gámun- um hefur bjargað útgerðinni,“ sagði Emil Andersen, útgerðar- Lækjarbrekka tekin til gjald- þrotaskipta BÚ veitingahússins Lækjarbrekku var tekið til gjaldþrotaskipta í Reykjavik 14. mars sl. Hefur rekst- ur hússins verið leigður til allt að þriggja mánaða til Kolbrúnar Jó- hannsdóttur veitingamanns, eins aðaleiganda Lækjarbrekku hf. Eiríkur Tómasson hrl., sem skipað- ur var bústjóri til bráðabirgða eftir að hlutafélagið var tekið til gjald- þrotaskipta, sagði að ákveðið hefði verið að leigja reksturinn með þessum hætti meðal annars vegna þess, að eigandi hússins, sjálfseignarstofnunin Minjavemd, hefði talið að leigusamn- ingurinn væri við Kolbrúnu persónu- lega en ekki Lækjarbrekku hf. Að öðrum kosti hefði ekki verið fyrirsjá- anlegt annað en að rekstrinum yrði hætt. Væri reksturinn nú á persónu- lega ábyrgð Kolbrúnar. Auglýsing um gjaldþrotaskiptin birtist í síðasta Lögbirtingablaði og hefur verið auglýstur þriggja mánaða innköllunarfrestur. Péturs í Vest- mannaeyjum, í samtali við blm. Morgunblaðsins i gær. „Þetta er mestmegnis koli, sem við flytjum út. Vinnslustöðvarnar hér vilja hann ekki og erlendis fáum við 5-6 sinnum meira fyrir hann en hér,“ sagði Emil. „Kallarnir margfalda hlutinn og útgerðin lifir af. Það er ekki hægt að banna okkur að hafa það gott þótt áhrifin kunni að koma fram annars staðar.“ Útflutningur á ferskum fiski héð- an frá Eyjum hefur verið mikið til umræðu að undanfömu, m.a. vegna þess að fískvinnslustöðvamar hér skortir hráefni til vinnslu og vinna fískvinnslufólks hefur verið af skornum skammti. Lélegur bol- fískafli í mars hefur einnig haft sín áhrif en afli Eyjabáta í mánuðinum var 2000 lestum minni en í sama mánuði í fyrra. Útgerðarmenn og sjómenn vilja bæta sér upp aflabrestinn með út- flutningi og um leið skerðist hlutur vinnslunnar. Talið er að útflutning- ur fisks í gámum — að meðaltali um fjórðungur landaðs afla — hafí neikvæð áhrif á afkomu bæjarsjóðs þótt tekjur sjómanna hafí aukist og afkoma útgerðarinnar batnað. Á móti hafa tekjur fískverkafólks, einkum karla, dregist vemlega saman. Afkoma frystihúsanna hef- ur versnað, sérstaklega vegna þess að betri fískurinn fer í gámana en hinum lakari er landað til vinnslu- stöðvanna. Á fímmtudaginn er „gámadagur" í Eyjum og er áætlað að þá verði flutt. úr landi 500-600 tonn, þar af um 280 tonn af kola. Þetta er svipað og á síðustu vikum. Hjónin Per Amdam og Ester Amdam í Norræna húsinu. Fyrirlestur í Norræna húsinu: Áhrif Bj örnstj erne^Bj örnsson á sjálfstæðisbaráttu íslendinga í GÆR kom Dr. phil. Per Amdam hingað til lands ásamt konu sinni Ester, en Amdam heldur fyrir- lestur i kvöld i Norræna húsinu um bréfaskriftir og samband Jóns Sigurðssonar og Björnstj- erne-Björnsson. Amdam hefur um árabil unnið að rannsóknum á ævi og störfum Bjömstjerne— Björasson, og segir þessar bréfa- skriftir sýna óbein áhrif Björas- sons á sjálfstæðisbaráttu Islend- inga. Amdam verður einnig með dagskrá um Björasson á sunnu- daginn í Norræna húsinu, sem nefnist Björasson i ljóðum, litum og tónlist, en þar verður upplest- ur úr verkum skáldsins, sýndar litskyggnur af því landslagi sem varð kveikjan að ýmsum verka hans, og leikin tónlist eftir norskt tónskáld. Dr. Per Amdam vinnur að stórri handbók um líf og starf Bjömssons, bæði sem listamanns og stjóm- málamanns, en Bjömsson lét þjóð- félagsmál mjög til sín taka. Hann var með afkastamestu bréfritumm Norðurlanda, að sögn Amdams liggja eftir hann 30 þúsund bréf. Amdam sagði að bréfaskipti þeirra Jóns Sigurðssonar og Bjömssons hefðu hafist um 1870, á tímabili mikilla umróta í íslensku stjóm- málalífí, og er þetta í fyrsta sinn sem athygli er vakin á stjómmála- áhrifum Bjömssons á íslandi, en áhrif hans em að öðm leyti þekkt um hin Norðurlöndin. Samband þeirra hófst með því að Bjömsson sendi Jóni Sigurðsyni bréf 1870, og sagði Amdam að rannsóknir hans hefðu beinst að því hvað á undan hefði gengið, hvers vegna Bjömsson hefði fengið áhuga á ís- landi og um það fjallar hann m.a. í fyrirlestrinum í kvöld. Hann vildi að öðm leyti ekki gefa of miklar upplýsingar um efni fyrirlestrarins, hvatti fólk til að koma í Norræna húsið og sagði efnismeðferð við hæfí almennings en ekki örfárra sérfræðinga. RÝMINGARSALA Á REGNFATNAÐI 4 dagar Mikið únraifyrirbörn og unglinga Miðvikudag 1 6. fimmtudag 17. föstudag 18. laugardag 19. apríl 8—1 8 apríl 8—1 8 apríl 8—1 8 apríl 9—1 6 VR leld KHUUHitn Ánanaustum sími 28855 4 dagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.