Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDA6UR16, APRlL 1986 „Það er yfirleitt miðað við það að þungi refsingar miðist við fangelsi en ekki sektarrefsingu, eins og er í þessu tilfelli. En þetta hefur ekki verið kannað til hlítar því hugsanlega verður leitað annarra úrræða áður en til þess kemur. Eins yrði þá kannað hvort unnt sé að halda málinu áfram eftir öðrum lagaieiðum og kveða upp í því efnislegan dóm,“ sagði Jónatan Sveinsson. INNLENT Okurmálið: Ovíst um möguleika á framsali Hermanns — þar er ætlað brot hans varðar ekki fang- elsi, segir Jónatan Sveinsson saksóknari ENGAR upplýsingar lágu fyrir í gærkvöldi um hvort Hermann Björgvinsson, sem ákærður hefur verið í okurmálinu, hyggst dvelja áfram í Bandarikjunum eða snúa aftur heim á næstunni. Olöf Péturs- dóttir, héraðsdómari í Sakadómi Kópavogs, sem hefur mál Her- manns til meðferðar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að leitað hefði verið upplýsinga um ferðir Her- manns en ekkert lægi enn fyrir um áform hans að svo stöddu. Jónatan Sveinsson, saksóknari, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að það heyrði til undantekninga að ráðstafanir til að tryggja nærveru sakbomings væru gerðar samhliða því að ákæra væri gefin út á hendur honum. Þau samskipti sem embætti ríkissaksóknara hefði haft við lög- mann Hermanns og hann sjálfan hefði aldrei gefið tilefni til að ætla, að Hermann hefði einhver áform um brotthvarf úr landi. og enn væri ekki tilefni til að ætla annað en að Hermann kæmi aftur heim. Jónatan sagði að enn hefði ekki verið kannað til hlítar, hveijir mögu- leikar væru á að fá Hermann fram- seldan, ef hann hygðist ekki hverfa aftur heim. „Það er í gildi framsals- samningur á milli Bandaríkjanna og íslands. Hins vegar eru nokkrir ann- markar á því að hann verði nýttur undir slíkum kringumstæðum vegna þess að þetta brot þykir ekki refsilega séð mjög alvarlegt," sagði Jónatan. Ríkisstjórn íslands: Harmar árás- ina á Líbýu RÍKISSTJÓRN íslands gerði eftir- farandi samþykkt á fundi í gær: Ríkisstjómin harmar árás Banda- ríkjamanna á Líbýu. Telur hún slíkar hemaðaraðgerðir ekki til þess fallnar að uppræta hryðjuverk. Um leið for- dæmir ríkisstjómin þráláta hryðju- verkastarfsemi, m.a. með stuðningi Líbýustjómar, sem leitt hefur til þess- arar árásar. Hvetur ríkisstjómin þjóðir heims til samræmdra aðgerða gegn hryðjuverk- um með nýju átaki og minnir á sam- þykkt 40. allsheijarþings Sameinuðu þjóðanna um fordæmingu hryðju- verka. Lýsir hún yfir þeirri von að ekki komi til frekari átaka, sem haft gætu í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Kjúklingasláturhúsið á Hellu: Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Lögreglumaður myndar umbúðir undan klórduftinu fyrir utan sláturhúsið. Garðar Jóhannsson fram- kvæmdastjóri fylgist með. 15 manns fluttir á Borgarspítalann eftir að hafa andað að sér klórgufu Selfossi ^ * Það óhapp varð í kjúklinga- sláturhúsinu á Hellu um kl. 8.30 I gærmorgun að mikil klórgufa barst um húsið. Starfsfólkið, 15 manns, var flutt á Borgarspítal- ann í Reykjavík til skoðunar. í gærkvöldi höfðu 9 manns fengið að yfirgefa spitalann en 6 voru enn til skoðunar, þar af tveir á gjörgæsludeild. Óhappið varð þegar verkstjóri hússins blandaði klór í klórskammt- ara, sem staðsettur er I kompu við inngang hússins. Þá varð sprenging og sterk klórgufa barst um allt húsið. Gufan var svo sterk að fólkið forðaði sér strax út úr húsinu, jafnt úr vinnusal þess sem og úr efri sal. Héraðslæknirinn á Hellu kom strax á staðinn og gerði lögreglunni á Hvolsvelli viðvart og einnig lög- reglunni á Selfossi, sem flutti fólkið til Reykjavíkur á Borgarspítalann. Arnór Egilsson héraðslæknir ók þremur starfsmönnum í sínum bíl á móti sjúkrabílnum frá Selfossi. Starfsfólkið var komið inn á Borg- arspítalann klukkustund eftir að óhappið varð. Starfsmenn voru lagðir á gjörgæsludeild og einn inn á sjúkradeild. Klórgufa getur valdið slæmum eftirköstum, lungnabjúg, sem getur verið lífshættulegur. Ekki er Ijóst hvað olli sprenging- unni í klórskammtaranum. Blöndun sem þessi hefur alltaf gengið snurðulaust fyrir sig. Það eina sem var öðruvísi nú var að notuð var önnur gerð af klórdufti en venju- lega. Þegar verkstjórinn, sem ann- aðist blöndunina hafði sett megnið af duftinu í skammtarann, bætti hann vatni á og þá varð sprenging- in, gufan gaus upp og barst á ör- skammri stundu um húsið. Klór- skammtarinn er tengdur inn á þvottakerfi hússins og klórblandað vatn notað til að Sótthreinsa kjötið eftir slátrun. Garðar Jóhannsson fram- kvæmdastjóri sagði starfsemi slát- urhússins stöðvast þann tíma sem það tæki fólkið að ná sér eftir óhappið. Tvö þúsund kjúklingar voru í húsinu — megnið af þeim lifandi í kössum — en slátrun var nýhafin þegar óhappið varð. Þegar búið var að loftræsta húsið voru flestir kjúklingamir dauðir í köss- unum. Garðar sagði lyktina hafa verið svo sterka að hann hefði kallað til slökkviliðsmenn með súr- efnisgrímur til að fara inn í húsið fyrst eftir óhappið. Eftir hádegið unnu starfsmenn Holtabúsins við að hreinsa húsið og fjarlægja ný- slátraða fugla og þá sem drápust. er ekki talin ástæða til að óttast hópslys f Rangárvallasýslu af völd- um óhappa með eitruð efni. Amór Egilsson, héraðslæknir á Hellu, sagðist hafa bent á nokkra staði í sýslunni, m.a. kjúklingasláturhúsið, á fundi almannavamanefndar sýsl- unnar með fulltrúum frá Almanna- vömum rikisins fyrir skömmu. Amór sagði mest um vert að geta brugðist við á sem skemmstum tíma þegar slys af þessum toga yrðu og sagði að starfsfólk kjúklingaslátur- hússins hefði verið komið inn á Borg- arspítalann I Reykjavík klukkustund eftir óhappið. Hann sagði að lögreglan á Hvolsvelli hefði brugðist fljótt við Garðar sagði að helsta tjónið væri fólgið í stöðvun hússins en mest um vert væri að fólkinu yrði ekki meint af þessu óhappi. Sig. Jóns. og sent sjúkrabíla og sjálfur hefði hann ekið þremur starfsmönnum á móti sjúkrabílnum frá Selfossi. Varðandi aðgerðir til að bregðast við slysum af þessu tagi sagði Amór: „Við verðum að reikna með því að allt sem geti farið úrskeiðis, fari úr- skeiðis og haga undirbúningi I sam- ræmi við það. Hann sagði að greiðlega hefði gengið að ná sambandi við sjúkrabíla en sjálfur er hann með síma í bíl sínum. Það væri gott skipulag á þessum hlutum á Hvolsvelli, þar væri lögregla á vakt og kallaði út mann á bakvakt sem ekur sjúkrabílnum. Ef um bráðatilfelli er að ræða, fara lög- reglumenn sjálfir í útkall. Sig.Jóns. „Mest um vert að geta brugðist skjótt við“ — sagði Arnór Egilsson, héraðslæknir á Hellu Selfossi. AÐ MATI Almannavama ríkisins Nýtt húsnæðisfrumvarp kynnt: Lán hækkuð verulega og lánstími lengdur Morgunblaðið/Júlíus Frumvarp um breyting'ar á Húsnæðisstofnun ríkisins kynnt á fundi með blaðamönnum í gær. MIKLAR breytingar verða á lánsupphæðum og lánstima hjá húsbyggjendum og íbúðarkaup- endum ef frumvarp, sem lagt verður fyrir á Alþingi fljótlega, og ríkisstjórnin hefur að mestu samþykkt, nær fram að ganga. Samkvæmt því hækka húsnæðis- lánin verulega og lánstími verður lengdur úr 21 og 31 ári í 40. Frumvarpið er unnið af nefnd sem skipuð var _ í febrúar af Alþýðusambandi íslands, Vinnu- veitendasambandi íslands og Vinnumálasambandi samvinnu- félaga við gerð kjarasamninga. Við gerð samninganna urðu þessir aðilar sammála um að eitt biýnasta úrlausnarefnið í dag væri að leita leiða til að leysa greiðslu- vanda húsbyggjenda og finna var- anlega lausn á fjármögnunarvanda þeirra sem eru að eignast sína fyrstu íbúð. Nefnd var skipuð og hefur hún nú skilað tillögum sínum í formi frumvarps til laga um breyt- ingar á Húsnæðisstofnun ríkisins. Frumvarpið gerir ráð fyrir að hús- næðisnnálastjómarlán og lífeyris- sjóðslán verði sameinuð og miðist lánsréttur við skuldabréfakaup líf- eyrissjóðanna. Ef lífeyrissjóðir vetja 55% af ráðstöfunarfé til kaupa á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar veitir það lífeyrissjóðsþegum fullan lánsrétt, 20% hlutfall veitir hinsveg- ar minnsta lánsrétt. Umsækjandi lánsins þarf að hafa greitt í lífeyris- sjóð í tvö ár, áður en umsókn er lögð fram, og fá þeir sem eru að kaupa sér íbúð í fyrsta sinn forgang um lánsafgreiðslu. Samkvæmt til- lögum frumvarpsins verður ekki tekið tillit til §ölskyldustærðar við lánsveitingu, fullt lán er veitt til íbúðar sem er allt að 170 fermetrar að stærð, en lán skerðast um 2% fyrir hvem fermetra sem er þar umfram, ekkert lán er veitt til íbúða sem eru 220 fermetrar að stærð eða stærri. Samkvæmt þessum tillögum geta lán fyrir þá sem eru að kaupa sér húsnæði í fyrsta sinn numið allt að 2.100.000 krónum til kaupa á nýrri íbúð og allt að 1.470.000 til kaupa á eldra húsnæði. Lán til þeirra sem eru að kaupa sér húsnæði og eiga íbúð fyrir geta númið allt að 1.470.000 krónum ef keypt er ný fbúð, og lán til kaupa á notaðri íbúð geta numið allt að 1.029.000 krón- um. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að gengið sé frá greiðslu og kostn- aðaráætlun áður en gengið er frá lánasamningi og umsækjanda kynnt greiðslubyrði hans. Heimilt er að synja umsækjandaum lán ef augljóst er að hann ræður ekki við framkvæmdina. Þá verða umtalsverðar breyting- ar á lánstímanum. Lánstími verður 40 ár en hefur verið 21 ár og 31 ár eftir því hvort um kaup á nýju húsnæði eða eldra húsnæði hefur verið að ræða. Á fundi með fréttamönnum þar sem þetta nýja kerfi var kynnt, sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB m.a. að hann fagnaði því að tekist hefði að útfæra það sam- komulag sem kjarasamningar hefðu byggt á, sagði æskilegt að binda vexti af lánunum við 3,5%, eins og lagt er til í frumvarpinu, en það er eina atriði frumvarpsins sem ríkis- stjómin hefur ekki tekið afstöðu til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.