Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 15
MÓMUÍyLÍi^ÍD/MÖVnðMGtíSÍ^'ÍÍiÖbLlá'ÍM -«& Texti: Guðlaug Guðmundsdóttir Þegar við heyrum talað um æf- ingabúðir verður okkur sennilega helst hugsað til landsliða okkar í handbolta og fótbolta, sem puða og þræla í nokkra daga fyrir keppni, einangruð frá skarkala og önnum dagslegs lífs, einhvers staðar úti á landi og mæta síðan tvíefld til leiks. En það eru fleiri sem fara líkt að. Um þessar mundir eru fjölmargir hópar listamanna að störfum á bak við tjöldin. Æfingar hjá leiklistar- fólki, hljóðfæraleikurum og kórum eru í fullum gangi. Verkefnavals- nefndir hafa lokið störfum. Flytj- endur hafa verið valdir og einnig staðir og stundir til að flytja verkin gömul eða ný. Myndlistarsýning, leikrit eða tón- leikar verða ekki til samdægurs. Undantekningalaust eru slíkar uppfærslur afrakstur gífurlegrar vinnu sem vert er að gefa nokkrar gætur. Lærðir jafnt og leikir sem tekið hafa þátt í því að færa list fyrir sjónir almennings vita þetta mætavel, en þeir eru einnig margir sem gefa þessu lítinn gaum og telja listabrölt óþarfa peninga- og tíma- sóun. Ótrúlegur fjöldi karla, kvenna og bama ver öllum sínum tóm- stundum til að æfa verk sem á að flytja í vor, en hvers vegna og fyrir hveija? í mars sl. fór Kór Langholts- kirkju í árlegar æfingabúðir sínar. Að þessu sinni var haldið upp í Munaðames í hús BSRB, en þar er góð aðstaða til dvalar og æfínga fyrir hópa. Þrátt fyrir að kórfélagar ættu að baki langa vinnuviku var sérhver kórfélagi mættur til leiks og þar að auki nokkrir makar, böm og vildarvinir kórsins, sem þáðu að slást í hópinn og veija helginni í Munaðamesi. Ljósmynd/Ótafur Hauksson í lok apríl nk. ætla Kór Lang- holtskirkju og íslenska hljómsveitin að leggja saman hönd á plóg við flutning hinnar dáðu óratóríu Hánd- els, Messíasar, á einum af áskriftartónleikum Islensku hljóm- sveitarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Islenska hljómsveitin stendur að flutningi Messíasar en Kór Langholtskirkju hefur tvívegis áður flutt þetta fallega verk undir stjóm Jóns Stefánssonar. En hann verður stjómandi þessara tónleika. Hljómsveitin var ekki með í umræddum æfíngabúðum enda er ærinn starfi fyrir kórfélaga að vinna að sínum hluta verksins áður en æfíngar með hljómsveit hefjast. Strax og kórfélagamir vom komnir á áfangastað var æft þótt klukkan væri orðin hálf ellefu. Þessi æfing Kór Langholtskirkju/Messías í æfingabúðum stóð til miðnættis og var aðeins forsmekkur að maraþonæfmgunni sem hófst í bítið morguninn eftir. Sú æfing stóð í 9 tíma með stuttum hléum. Sérhver hluti verksins var tekinn í gegn takt fyrir takt, unnið að samhljómi radda, styrkleika- breytingum og þeim blæ sem tónar og texti kreíjast. Þessi langa æfíng varð til þess að söngvararnir náðu góðum tengslum við verkið og sýni- legur árangur erfíðisins var öllum hvatning til að gera sitt besta. 28911 Fossvogur Ca. 35 fm einstakíingsíb. við Snæland. Verð 1,3 millj. Laugavegur Ca. 35 fm falleg risíb. í tvíbýli. Verð 1 millj. Skúlagata Ca. 55 fm 2ja herb. samþ. kjíb. Verð 1,2 millj. Leirutangi Mos. Ca. 85 fm 3ja herb. íb. í fjórb. Verð 1,8 millj. Seljabraut Ca. 65 fm 3ja herb. mikið úts. Verð 1,9 millj. Ásbraut Kóp. Ca. 80 fm 3ja herb. íb. í blokk. Verð 1,9 millj. Hraunbær Ca. 70 fm 3ja herb. íb. Sórinng. Allt sér. Nýjar eldhús og bað- innr. Nýjar hurðir. Nýtt raf- magn. Glæsil. íb. Getur losnað fljótl. Verð 1,9 millj. Nýbýlavegur Kóp. Ca 80 fm 3ja herb. íbúð á fyrstu hæð í fjórbýli. Möguleiki á leyfi fyrir bílskúr. Verð 2,2 millj. Seljabraut Ca 110 fm falleg 4ra herb. ibúð á 1. hæð með bílskýli. V. 2,5 m. Hafnarfjörður Glæsileg 130 fm 5 herb. endaíb. við Breiðvang. Verð 3 millj. Grenigrund Ca. 120 fm 5 herb. ib. í þríb. með bílsk. Verð 3,5 millj. Hlíðargerði — Smáíbhv. Ca. 170 fm parh. með bílsk. Eign í mjög góðu standi á þrem pöllum. Verð 4,2 millj. Laufásvegur Litið einbýlish. á eignarlóð. Allt ný standsett. Verð 3,5 millj. Hliðahverfi Ca. 130 fm hæð í Hlíðunum, fæst í skiptum fyrir raðh. eða einbýli i Smáíbúðahverfi. Verð ca. 3,5-3,8 millj. jS BústaAir UUM FASTEIGNASALA Klapparstíg 26, sími 28911. Abm. Helgi H. Jonsson. Sölum. Hördur Bjarnason. Austurstræti 1F ASTEIGNASALA Austurstræti 9 sími 26555 2ja-3ja herb. Melbær Ca. 100 fm jarðhæð í raðhúsi tvíbýli. íb. er i mjög góðu ástandi. Sérþv- hús á hæðinni. Allt sér. Verð 1650 þús. Alftamýri Ca. 60 fm jarðhæð. Góð stað- setn. Verð 1800þús. Furugrund Ca. 100 fm. Góðar inn Gott úts. Verð 2300 þús. Lyngmóar Sérhæð á Seltjnesi Ca. 140 fm efri sérhæð. 3-4 svefnherb. Góðar innr. Verð 3,5 millj. Fossvogur Falleg ca. 110 fm íb. á 1. hæð i blokk. Parket á stofu. Góðir skápar. Verð 3,3 millj. Ljósheimar Ca. 100 fm íb. blokk á 1. hæð. Björt og góð íb. Nánari uppl. á skrifst. Sörlaskjól Ca 100 fm + ris í þríbhúsi. Mikið útsýni. Töluvert endurn. Raðhús og einbýli Flúðasel Endaraðh. á þremur pöllum. Góðarinnr. Unufell Ca. 140 fm á einni hæð. Bílsk- réttur. Verð3,1 millj. Langholtsvegur Vorum að fó í sölu parh. ( 'fokh. ástandi. Ca. 70 fm á 3. hæð með skemmtil. innr. Bilsk. Verð 2 m. 4ra-5 herb. Skógarlundur Gb. Ca. 150 fm + 40 fm bílskúr. 4-5 svefnherb. Mjög vel og sklpu- lega innr. hús. Falleg gróin lóð. Hitalögn í innkeyrslu. Verð 5,7 m. Seljahverfi Ca. 214 fm á besta stað i Seljahverfi. Mjög vel innr. og vandað hús. 4 svefn- herb. Ca. 30 fm bílskúr. Einstök eign. Hraunbær Ca. 120 fm endaíb. á 3. hæð. Góðar innr. V. 2,5 millj. Kópavogur Ca. 150 fm í tvíbhúsi. Mikið endurn. íb. rafmagn o.fl. Bilsk. Fossvogur Ca. 290 fm einbýlish. Mjög vandað og smekklegt hús. Innb. bflsk. Kambsvegur Vorum að fá i sölu ca. 340 fm hús. 4-5 svefnherb. Mögul. á sérib. í kj. Falleg lóð. Innb. bílsk. Stórglæsil. eign. Nánari uppl. á skrifst. Ólafur Örn heimasími 667177, Pétur Rafnsson heimasími 15891, Lögmaður Sigurberg Guðjónsson. Ljósmynd/Halldór Torfason Hið islenska óperufélag Kórs Langholtskirkju reynir sig í söng- keppni. Undir lok æfingarinnar hljómaði síðan hinn þekkti „Hallelújakór" í litla salnum í Munaðarnesi. Það fór ekki á milli mála að vinnan skilaði árangri. Að kvöldi þessa dags var haldin árshátíð Kórs Langholtskirkju þar sem kórfélagar nutu góðs af veislu- föngum og skemmtiatriðum. Innan kórsins starfar hópur sem hefur mörg undanfarin ár samið skopstælingar á óperum. Þessi hóp- ur kallast Hið íslenska óperufélag Kórs Langholtskirkju og nýtur mikilla vinsælda á árshátíðinni. Hvað vinsælastar urðu óperurnar „Lagóhem" og „Töfranikkan" og einhveiju sinni var brugðið á leik í anda sjónvarpsþátta, sem kórinn stóð sjálfur að. Það atriði kallaðist „Tökum lærið“. Þá var reyndar ekki skopast með óperu heldur sönglagakeppni og þar kenndi ýmissa grasa. í röðum kórfélaganna eru margir góðir hljóðfæraleikarar sem léku fyrir dunandi dansi fram undir morgun. Jón Stefánsson og hópurinn hans lagði hart að sér við æfingamar í Munaðamesi en samt sem áður er umtalsverð vinna eftir áður en órat- órían Messías verður flutt. Eftir er að stilla saman strengi kórs og hljómsveitar auk þess sem margvís- legur annars konar undirbúningur bíður síðustu dagana fyrir tónleika- haldið. Flutningur þessarar óratóríu vekur ætíð mikla athygli, en núna eru liðin fjögur ár síðan hún heyrð- ist síðast hér á landi. Þetta er í fyrsta sinn að Kór Langholtskirkju og Islenska hljómsveitin efna tii samstarfs, en báðir þessir hópar hafa hlotið mikið lof fyrir vandaðan tónlistarflutning. Tónleikagestir mega því vænta mikils af tónleika- haldinu í Langholtskirkju þann 24. apríl, en óratórían verður einnig flutt á Selfossi, í Keflavík og á Akranesi. Hagsmunasamtök Bessastaðahrepps: Anna Ólafsdóttir Björns- son efst á framboðslista LISTI Hagsmunasamtaka Bessa- staðahrepps til hreppsnefndar- kosninga 1986 hefur verið lagður fram. Eftirtaldir menn skipa list- ann: 1. Anna Ólafsdóttir Bjömsson sagnfræðingur 2. Asgeir Sigurgestsson fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar 3. - Þorkell Helgason prófessor 4. - Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir tónlist- arkennari 5. Auðunn Sveinbjöms- son læknir 6. Erla Guðjónsdóttir kennari 7. Auður Óskarsdóttir starfsstúlka á gæsluvelli 8. Egg- ert A. Sverrisson viðskiptafræðing- ur 9. Ólafur Stefánsson ráðunaut- ur 10. Hannes Pétursson skáld Frambjóðendur til sýslunefndar era: Aðalmaður Árni Bjömsson læknir og varamaður John Speight tónlistarmaður. í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir: „Markmið félagsins eru: 1. Að gæta sameiginlegra hagsmuna hreppsbúa. 2. Að stuðla að opinni málefnalegri umræðu um málefni hreppsins. 3. Að standa að framboði í nafni félagsins til hreppsnefndar- kosninga. Stefna samtakanna byggist á innansveitarmálum óháð pólitískum flokkum og lögð áhersla á umhverfísverndarsjónarmið. Samtökin munu beita sér fyrir úrbótum í hitaveitumálum, skóla- og dagvistarmálum og fleiri brýnum verkefnum, jafnframt því sem þau vilja auka lýðræði í stjómun sveitar- félagsins." „Messías“ í æfingabúðum (F réttatilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.