Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR16. APRlL 1986 Fátækt á íslandi eftir Halldór Jónsson Sunnudaginn 16. mars sl. sá ég í sjónvarpinu, að verið var að ræða um fátækt á íslandi. Ýmsir mætir aðilar gáfu vitnisburð um, að fátækt væri að finna á landi okkar. Sé litið á hið lága kaup, sem margir hafa, og það borið saman við verð lífs- nauðsynja hérlendis og svo erlendis sést strax hversu gengdarlaus skattheimta er fólgin í verði allra hluta hérlendis. Eftir þá skoðun hlýtur maður að viðurkenna tilvist fátæktar á íslandi 1986. En sjái maður vandamál, þá ber manni að velta því fyrir sér af hverju það stafi og hvort hægt sé að gera eitthvað í því. Af hveiju stafar fátækt? Að skilgreina fátækt og ríkidæmi er ekki auðvelt verk. Enda er allt afstætt í heimi hér. Bjöm á Löngumýri sagði, að sá væri ríkur sem eyddi minna en hann aflaði. Það er margt til í þessu hjá Bimi, sem hans er von og vísa. A sama hátt má skilgreina fátækt þannig, að þær þarfir, sem maður hefur eða telur sig hafa, kosta meira en hann getur aflað. Hér þarf aðeins að greina hvað eru grunnþarfír og viðbótarþarfír, sem miðast þá við umhverfið. En skortur á afla getur verið öðm um að kenna en fiskileysi og gæftum. Fátækt getur þannig or- sakast af því að fólki eru bannaðar bjargimar. A fyrri öldum var okkur bannað að versla við aðra en Dana- kóng, þó byðu betra verð en hann. Fátækt getur líka stafað af þekk- ingarleysi og einnig af samblandi þess og fátæktar. Um miðja síðustu öld lýsti Hjaltalín Iæknir því, hvem- ig nærri fjórðungur þjóðarinnar dó á fáum árum úr sjúkdómum, vegna þeirrar vosbúðar, kulda og óþrifa, sem það bjó við í fátækt sinni. Allt fram yfir þriðja hluta þessarar aldar missti fólk hérlendis heilsuna vegna kulda. Þó að jarðhitinn kraumaði í hvemnum við hlið þess og vatns- föllin byltust fram um myrkvaðar sveitir. Snærisleysi, eymd og kúgun ijötruðu íslendinga í fátækt öldum saman. Fátæktin leiddi af sér meiri fátækt. Fjömgóss og hvalrekar var tekið frá almúganum og gert upptækt til yfirvalda og landaðals. Mönnum vom bannaðar landnytjar vegna þess að einhveijir „áttu“ landið, þá sem nú. Er fátækt fátækum að kenna? Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, sem þekkir allsleysið af eigin raun úr uppvexti sínum, lýsti því fyrir okkur í sjónvarpinu þetta kvöld, við hversu hræðileg kjör sumt bamafólk býr hér á landi enn í dag. Það tekur á mann að hlusta á þessar lýsingar. Og ekki skánar manni, þegar formaður í stómm stjómmálaflokki tekur þessu næst að útlista fyrir sjónvarpsáhorfendum ágæti byggðastefnu flokks síns og nauð- syn þess að þéttbýlisbúar styðji hana. Þá fór að læðast að manni gmnur að öll þessi fátækt væri beinlínis einhveijum að kenna. Innlend stjómarstefna, stjómmála- leg mistök og glötuð tækifæri sem afleiðing. Lítum fyrst á byggðastefnuna. Hún er rekin í skjóli þess að um 40% þjóðarinnar ráða um 60% á Alþingi. í skjóli hennar nota fulltrú- ar þessa minnihluta aðstöðuna til þess að skattpína hina atkvæða- minni og flytja þetta fé heim til sín út á land. Þeir réttlæta þetta með því að þeir veiði svo mikið af okkar sameiginlega fiski, að þeir séu merkilegri fyrir það. Meira en millj- arð taka þessir aðilar af skattfé í niðurgreiðslur og beina styrki vegna landbúnaðammsvifa sinna. Stærstan hluta 2 milljarða, sem varið er til vegamála, taka þeir til sín út á land, meðan helmingur þjóðarinnar verður að leggja sínar götur sjálfur, auk þess að borga sinn hluta í framkvæmdunum úti á landi. Af 4 milljarða vaxtagreiðslum ríkissjóðs er stór hluti tilkominn vegna byggðastefnuævintýra landsbyggðarþingmannanna. Næg- ir að nefna togaraævintýrin á borð við Kolbeinsey, Kröflu, byggðalín- umar, Þörungaverksmiðjuna, Jám- blendifélagið o.s.frv. o.s.frv. Og þessu er alls ekki að ljúka. Af 37 milljarða tekjum ríkisins fást 2,5 milljarðar (með áfengis- og tóbaksokri ríkisins, 2,5 milljarð- ar með launamannasköttum þeim sem sjálfstæðismenn lofuðu á landsfundi að afnema, að hluta, en forystan sveik, — tekjuskatti ein- staklinga, 15 milljarðar með sölu- skatti, sem mun stórhækka með upptöku virðisaukaskatts stjómar- liðsins á íbúðar og lífsnauðsynjar almennings, nærri 6 milljarðar í innflutningsgjöld og þannig má áfram telja. Allt eru þetta gjöld, sem við getum skipt niður eftir mannfjölda í héruðum. Um ráðstöf- unina gegnir allt öðru máli. Þar fer það fé sem hina fátæku vantar sár- iega. Lítum svo á hin vannýttu tæki- færi. í varnarsamningi okkar við Bandaríkin ku vera svonefndur annex, eða viðbætir, sem ekki hefur verið gerður opinber og er sagður vera varðveittur á varnarmálaskrif- stofu. I honum er mér sagt að standi eitthvað í þá veru, að Banda- ríkjunum sé skylt, eftir nánara samkomulagi, að leggja fram fé til samgangna mannvirkjagerðar á ís- landi. Þjóðarstolt örfárra manna hefur gengið þvert á vilja meira en 80% kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til þess að geta látið láglaunafólk m.a. greiða vegafram- kvæmdir okkar sjálft með tekju- skatti einstaklinga og þar með stuðlað að fátækt í Iandinu. Rætur fátæktar á Islandi Er rætur fátæktar á íslandi ekki að finna þar, sem einstæð móðir Halldór Jónsson yEr rætur fátæktar á Islandi ekki að f inna þar, sem einstæð móðir er skattlögð af stjórn- málamönnum til þess t.d. að þeir geti borað fjöll í heimakjördæm- um sínum? Er rætur fátæktar á Islandi ekki að finna þar, sem eyri ekkjunn- ar er eytt í það að teygja lélega vegi um þetta land, meðan stolt einstakra stjórnmála- manna kemur í veg fyrir að framboðið er- lent fé sé notað til þeirra verka? Er rætur fátæktar á Islandi ekki að finna þar, sem „alþýðuvinirn- ir“ hlaupa saman í stjórnmálaf lokka til þess að beijast gegn stóriðju og beislun fall- vatnanna? Með þjóðar- stolt að yfirvarpi en lé- legri lífskjör alþýðu sem uppskeru?“ er skattlögð af stjómmálamönnum til þess t.d. að þeir geti boraö fjöll í heimakjördæmum sínum? Er rætur fátæktar á íslandi ekki að finna þar, sem eyri ekkjunnar er eytt í það að teygja lélega vegi um þetta land, meðan stolt ein- stakra stjómmálamanna kemur í veg fyrir að framboðið erlent fé sé notað til þeirra verka? Er rætur fátæktar á íslandi ekki að finna þar, sem „alþýðuvinimir" hlaupa saman í stjómmálaflokka til þess að beijast gegn stóriðju og beislun fallvatnanna? Með þjóðar- stolt að yfirvarpi en lélegri lífskjör alþýðu sem uppskeru? Vill einhver að fátæktin sé aðals- merki íslendingsins? Vill einhver að kvölin og vinnuþrælkunin sé hans arfleifð og sulturinn þroski hans og heiður? Er misrétti það eina stjómarfar sem þessari þjóð hæfir? Fyrir mig em þessi sjónarmið fjarræn. Ég krefst fulls atkvæðis- réttar fyrir hvem einstakling án tillits til kynferðis, trúarbragða, tekna eða búsetu. Ekkert meira. Ekkert minna. Ég vil að afl atkvæða eigi að ráða framkvæmdum ríkisins á landinu og að það veiti þegnunum sömu þjónustu hvar sem þeir búa. Ég vil líka efla heimastjóm eigin' mála í hémðum á kostnað margs sem ríkið vasast í núna. Ég trúi því, að án lýðræðis munum við aldrei útrýma fátækt á landinu. Átthagafjötrar og vistabönd heyra nú sögunni til að miklu leyti. En fátæktin er ekki betri húsbóndi. Hún er þrælahald, sem þrælamir einir geta hrist af sér. Fólkið þarf að gera sér ljóst hvar rætur fátæktar liggja. Þess vegna verður það að vera gagnrýnið á stjómmálamenn og láta þá fram- kvæma vilja fólksins eða sparka þeim ella. Baráttumál hins fátæka og þeirra, sem gegn fátækt vilja berjast, er því fyrst og fremst frelsi og jafnrétti. Bræðralag og almenn efnaleg velferð getur þá fyrst orðið að vemleika. Höfundur er verkfræðingur og annar af forstjórum Steypustöðv- arinnar hf. Skinna- og ullar- framleiðsla kvnnt Síaiidárkróki. V AÐALFUNDUR Sauðfjárrækt- arfélags Skagafjarðar var haldinn hér 7. apríl. í tengslum við fundinn var sýning á skinna- og ullarframleiðslu frá Iðnaðardeild SÍS á Akureyn og sútunarverksmiðju Loðskinns hf. á Sauðárkróki. Þorbjöm Árnason framkvæmdastjóri Loðskinns og Aðalsteinn Helga- son, Björa Jónasson og Kristinn Araþórsson frá Iðnaðardeild Sambandsins fluttu erindi og skýrðu frá starfsemi fyrirtækj- anna. Sýnd var kvikmynd um sauðfjárslátrun og meðferð afurðanna. Síðan vora umræð- ur og fyrirspumir. Aðalfundurinn samþykkti ýms- ar tillögur varðandi hagsmunamál sauðfjárbænda. Skorað var á landbúnaðarráðuneytið og Stétt- arsamband bænda að hraða af- greiðslu reglna um kjötmat, sem falla betur að kröfum neytenda. Þá var einnig skorað á land- búnaðarráðuneytið og samtök sauðfjárbænda að vinna að því að lambsgærur væm ekki fluttar óunnar úr landi. Formaður Sauðfjárræktarfé- lags Skagafjarðar er Borgar Sím- onarson bóndi Goðdölum. Aðrir í stjóm em: Leifur Þórarinsson, Keldudal, Andrés Helgason, Tungu, Éinar Gíslason, Skörðu- gili, og Öm Þórarinsson, Ökmm. Kári Fundarmenn á Sauðárkróki. Framtíð fiskiðnaðar FISKIÐN, fagfélag fiskiðnaðar- ins, heldur næstkomandi fimmtu- dag ráðstefnu um framtíð ís- Ienzks fiskiðnaðar. Erindi flytja nokkrir fulltrúar fiskiðnaðarins auk fiskmatsstjóra og sjávarút- vegsráðherra. I frétt frá Fiskiðn segir meðal annars, að þar sem fískiðnaður sé aðalatvinnugrein þjóðarinnar, sé vonast til þess, að sem flestir, sem tengist fískiðnaðinum að einhverju leyti, sjái sér fært að mæta. Þrátt fyrir að ýmis vandamál steðji að greininni, megi ekki gleyma að huga að framtíðinni og því verði áhugavert að heyra hvað fyrirlesar- ar hafi að segja. Halldór Asgrimsson setur ráð- stefnuna, en erindi flytja Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins, Brynjólfur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Granda hf., Halldór Ámason, fiskmatsstjóri, Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Eysteinn Helga- son, verðandi framkvæmdastjóri Iceland Seafood Corporation, og Rafn Sigurðsson, stjómarformaður Sölustofnunar lagmetis. Að loknum erindum verða almennar umræður. Ráðstefnan verður á Hótel Hofí 17. apríl og hefst klukkan 9.15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.