Morgunblaðið - 16.04.1986, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL1986
9
SAUMANÁMSKEIÐ
Viltu læra að sauma? Eða bæta kunnátt- una? Hjá okkur eru að hefjast námskeið í fatasaumi. Morgun-, miðdegis-, síð- degis- og kvöldtímar. Fagfólk leiðbeinir. :>
Upplýsingar og innritnn í símum: 15511,21421 og 83069.
SPor i rétta átt
saumaverkstœdi Hafnarstrœti 21 S: 15511
FIMMTUDAGUR
17.APRÍL
ÍSAFJÖRÐUR KL. 16-20
BENSÍNSTÖÐ ESSO
FÖSTUDAGUR
18.APRÍL
ÞINGEYRl KL.9-11
VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
KAUPFÉLAGSINS
PATREKSFJÖRÐUR KL. 15-19
BÍLAVERKSTÆÐI GUÐJÓNS
LAUGARDAGUR
19.APRÍL
BÚÐARDALUR KL. 13-15
DALVERK SF.
STYKKISHÓLMUR KL. 17-20
BENSÍNSTÖÐ OLÍS
TOYO$^
Ágreiningur Kvennaframboðs
og Kvennalista
„Munurinn á Kvennaframboði og Kvennalista gæti í fljótu
bragði virst áherslumunur, en ég fullyrði að hér sé um grundvall-
arágreining að ræða,“ segir Hjördís Hjartardóttir, félagsráðgjafi,
í grein í DV 4. apríl. Staksteinar vitna í dag í skrif Hjördísar, þar
sem fram koma athyglisverðar upplýsingar um mikinn skoðana-
mun kvenna í þessum tveimur stjórnmálasamtökum. Einnig er
vikið að ákúrum, sem Þjóðviljinn sætir í nýjasta tbl. Vinnunnar,
málgagns Alþýðusambands íslands.
Engin stefnu-
skrá
í grein Hjördisar
Hjartardóttur segir in.a.:
„Undanfarna mánuði
hefur spurningin um
áframhaldandi framboð
verið efst á baugi meðal
kvenna. Það varð ofan á
að Kvennaframboðið
byði ekki fram. Sú skoð-
un varð ofan á vegna
þess að seta f borgar-
stjóm var, í Ijósi reynsl-
unnar, ekki talín vsenleg
tíl árangurs konum í hag
og vegna þess að konur
töldu það f raun mann-
skemmandi að taka þátt
f ólýðræðislegum og
ómálefnalegum ákvörð-
unum borgaryfirvalda.
Fyrir nú utan hvað slfk
vinnubrögð em andstæð
og hættuleg grasrótar-
hreyfingu með hugsjór.
um fullkomið lýðræði og
jafnréttí því með þátt-
töku f svona kerfi er ekki
hægt að komast hjá að
sumir fái betri þjálfun
og meiri yfirsýn og vitn-
eskju en aðrir ogþar með
meiri völd. Með þannig
völd á hendur einstöku
konum skapast hættan á
að konur steypist f sama
mót og venjulegir karl-
pólitfkusar en einmitt
þetta ætíuðum við alltaf
aðforðast.
Nú, meira að segja
áður en Kvennaframboð-
ið gaf út yfirlýsingu um
að það byði ekki fram
var Kvennalistinn búinn
að lýsa yfir að hann byði
fram — og það þó engin
stefnuskrá Iægi fyrir.“
Allt önnur öfl
Hjördís heldur síðan
áfram:
„Jú, Kvennalistinn
býður fram, sinni sann-
færingu trúr. AUt f Iagi
með það, allir mega bjóða
fram fyrir mér. Aftur á
mótí pirrar það mig ólýs-
anlega sem kvennafram-
boðskona að aðstandend-
ur Kvennalistans (nýja)
láta sem hér sé um eðli-
legan samruna þessara
tveggja hreyfinga að
ræða. Sett upp sem
„praktiskt" málað
kvennalistínn sjái um
framboðsmálin, talað um
samstöðu f kvennahreyf-
ingunni o.s.frv. En svo
er bara alls ekki.
Kvennaframboð og
Kvennalistí er ekld og
hefur aldrei verið það
sama, þótt fjöldi kvenna
hafí starfað með báðum
hreyfingum. Það er líka
fjöldi kvenna sem starfar
bæði með Samtökum
kvenna á vinnumarkaði
og BSRB en engum dett-
ur f hug að rugla þvi
saman.
Málin þróuðust nefni-
lega þannig, þó að bæði
K vennaframboð og
Kvennalistí væru svokall-
aðar þverpólitískar
hreyfingar, að allt önnur
öfl urðu ofan á hjá
Kvennalista en Kvenna-
framboði. Þannig hefur
Kvennalistí komið sér
hjá að taka afstöðu f
ýmsum mikilvægum mál-
um, s.s. utanrikismálum.
Þá er minnisstætt af-
stöðuleysi Kvennalistans
f fyrra 8. mars, þá tvf-
stigu þær bara og end-
uðu með að taka þátt í
báðum fundum kvenna
þann dag. Aðgerðir
þeirra hafa einhvern
veginn Ifkst fítli en skref-
in aldrei verð stígin til
fulls, td. nú sfðast, þegar
þær útvatna 14 ára kröfu
kvennahreyfingarinnar
um ókeypis getnaðar-
varnir og leggja til niður-
greiðslu úr sjúkrasam-
lagi upp á u.þ.b. 40 krón-
ur á mánuði og segja
meira að segja að muni
um 40 krónumar!!
Þetta minnir á annan
flokk, sem er galopinn f
báða enda, þessi er bara
Denna- og dæmalaus.
Munurinn á Kvenna-
framboði og Kvennalista
gætí f fljótu bragði virst
áherslumunur en ég full-
yrði að hér sé um grund-
vallarágreining að ræða.
Þetta hefur bara aldrei
verið rætt til hlftar því
áherslan hefur verið lögð
á það sem sameinar en
ekki sundrar."
Ekki vönduð
vinnubrögð
í nýjasta heftí Vinn-
unnar, tfmarits Alþýðu-
sambands íslands, fjallar
rhstjórinn, Sverrir Al-
bertsson, um deilur Þjóð-
viljans og forystumanna
Dagsbrúnar vegna ný-
gerðra kjarasamninga.
Þau orð, sem hann lætur
falla um deiluna, eru
athyglisverð, ekki sfst í
(jósi þess, að ábyrgðar-
maður tímaritsins er Ás-
mundur Stefánsson, for-
setí Alþýðusambandsins.
Sverrir skrifan
„Hér skal ekki Iagður
dómur á hvort gagnrýni
stjómar Dagsbrúnar var
með öllu réttæt, né hedur
hvort svör ritstjómar
Þjóðviljans séu fullnægj-
andi enda oftast þannig
að þegar tveir deila þá
er það sjaldan annar sem
veldur.
Hht er rétt að benda
á, og það er að Þjóðvi(j-
inn leitaði ekki útskýr-
inga helstu forystu-
manna Alþýðusambands-
ins á þeim atriðum samn-
ingsins sem Þjóðviljanum
fannst gagnrýni verð.
Það er skýlaus réttur
Þjóðviljans að hafa skoð-
anir á málum og enginn
hefur dregið þann rétt f
efa né gagnrýnt skoðanir
Þjóðviljans. Það er mála-
tílbúningur Þjóðviljans
sem vekur athygli. Hvers
vegna leitar Þjóðviljinn
álits hagfræðings BHM,
félags sem ekki beinlfnis
hefur staðið f fylkingar-
bijóstí verkalýðsbarátt-
unnar, en ekki útskýr-
inga hagfræðings Al-
þýðusambandsins.
Hvers vegna er leitað
álits Kristfnar Ólafsdótt-
ur varaformanns Al-
þýðubandalagsins? Að
henni ólastaðri, hvert er
innlegg hennar tíl verka-
lýðsbaráttunnar?
Er heiðarlega staðið
að málum, þegar lagður
er fram listí á ritstjómar-
fundi yfir nokkra með-
limi verkalýðsfélaga á
landsbyggðinni, fólk sem
allir vissu að myndi frek-
ar gagnrýna samninginn
en hitt, og blaðamönnum
uppálagt að leita álits
þessa fólks en ekki ann-
arra?
HáSKÓLAWENW
^^■iBandalag háskólamanna hefur samið við ferðaskrif-
stofuna Pólaris um hagstæð kjör fyrir félagsmenn á
ferðum í sumar og haust til eftirtalinna staða:
■ ' i
Kaupmannahafnar
London
Luxemborgar og
/Ifei/v York
Bókanir í ofangreindar ferðir hefjast á skrifstofu Bandalags
háskólamanna, Lágmúla 7, laugardaginn 1 9. apríl kl. 9.00.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni s. 82090
og 821 12.
Bsiiicí^#30