Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 22
MORG WfBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986 Gleðst yfir lækkun vaxta segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ um fyrirhugaða lækkun vaxta á ríkisskuldabréfum „Ég hlýt að gleðjast yfir því, enda enginn vafi á því að háir vextir á ríkisskuldabréfum hafa mjög skaðvænleg áhrif í vaxta- málum almennt,“ sagði Ásmund- ur Stefánsson forseti Alþýðu- sambands íslands þegar leitað var álits hans á lækkun vaxta á ríkisskuldabréfum sem Þor- steinn Pálsson fjármálaráðherra hefur boðað að komi til fram- kvæmda í næsta mánuði. Sagði Ásmundur brýnt að lækka alla vcxti í landinu. Hann sagði að til frambúðar ættu vextir ríkis- skuldabréfanna ekki að þurfa að vera hærri en 3-3 ‘/2% en nú eru þeir 9%. „Það er ekki neitt vandamál að skipta markaðnum, að bjóða lífeyr- issjóðunum betri kjör en öðrum," sagði Ásmundur þegar borin voru undir hann þau ummæli fjármála- ráðherra að vöxtum ríkisskulda- bréfanna hefði verið haldið háum að kröfu verkalýðsfélaganna í síð- ustu kjarasamningum. Ásmundur sagði einnig að við gerð síðustu samninga hefði verið gert sérstakt samkomulag um að lífeyrissjóðimir íjármögnuðu hluta af halla ríkis- sjóðs og hefði verið nauðsynlegt að tryggja þeim í staðinn ákveðna ávöxtun fjármagnsins. Jóhannes Siggeirsson fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða sagði að í tengslum við síðustu kjarasamninga hefði orðið samkomulag um að lífeyris- sjóðimir lánuðu ríkinu 925 milljónir kr. á árinu 1986, og þá hefði verið gert ráð fyrir að féð yrði lánað til 6 ára með þeim vöxtum sem þá vom í gildi, það er að segja 9%. Sagði Jóhannes að þeir vextir ættu ekki að lækka þó ríkisskuldabréfin lækkuðu í næsta mánuði. Hins vegar mætti búast við því að vextir af þeim peningum sem lífeyrissjóð- imir lánuðu til Byggingasjóðs ríkis- ins og Byggingasjóðs verkamanna samkvæmt ákvæðum í lánsfjárlög- um lækkuðu með lækkandi vöxtum á ríkisskuldabréfum. Fjórða útgáfa „Laga og réttar“ komin út HIÐ íslenzka bókmenntafélag hefur gefið út fjórðu útgáfu bók- arinnar „Lög og réttur“ eftir Ólaf heitinn Jóhannesson, pró- fessor og fyrrverandi forsætis- ráðherra. Sigurður Lindal pró- fessor bjó bókina til prentunar, en endurskoðun einstakra þátta hafa annazt auk hans Amljótur Björnsson, Guðrún Erlendsdótt- ir, Jónatan Þórmundsson, Lúðvik Ingvarsson, Páll Sigurðsson, Pét- ur Hafstein og Stefán Már Stef- ánsson. í fréttatilkynningu frá bók- menntafélaginu segir m.a.: Ritið hefur verið endurskoðað til samræmis við löggjöfína, eins og hún var haustið 1985, en mjög er þó misjafnt hversu miklum breyt- ingum einstakir kaflar hafa tekið. Sumir hafa algerlega verið endur- samdir; aðrir standa óbreyttir. Bókin skiptist í þessa þætti: I. Stjómskipun og Stjómsýsla; II. Réttaraðild og lögræði; III. Sifja- réttindi; IV. Erfðaréttindi og óskipt bú; V. Fjármunaréttindi; VI. Refsi- varzla; VII. Dómgæzla og réttarfar. Bókin er rúmar 400 bls. að stærð og hentar vel sem uppsláttarrit. Hún er einkum ætluð almenningi, en bæði laganemar og lögfræðingar IVilIfil Þrýstimælar Allar stærðir og gerðir ■Ll-^Lr SöyirOaKuigjiUKr Vesturgötu 16, sími 13289 Pættir um /slenska réttarskipan eftir Ólaf Jóhannesson Fj6föa utgafa Syuróur LlnöaJ bjó ttf prentunar *K ur* *&*+&*•■ KSfi <*} r**y f **xx*un4. geta haft hennar mikil og margvís- leg not. Höfundur bókarinnar, Ólafur Jó- hannesson, var fæddur 1. marz 1913. Hann var prófessor í lögfræði 1947—1971, en fékk lausn frá embætti 1978; alþingismaður var hann frá 1959 til dánardags 1984 og gegndi ýmsum ráðherraembætt- um 1971—1983, þar af embætti forsætisráðherra 1971—1974 og 1978—1979. Hann lézt 20. maí 1984. Ólafur var mjög afkastamikill höfundur á sviði lögfræði. Auk 9'ölda greina og ritgerða í blöðum, bókum og tímaritum ritaði hann nokkrar bækur og eru þessar helzt- ar. Sameinuðu þjóðimar 1948, Skiptaréttur 1954, Stjómarfars- réttur 1955 og Stjómskipun íslands 1960. Hafa allar þessar bækur nema hinn fyrstalda verið gefnar út oftar en einu sinni. oKV^ 367 il •4 0 AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTAHF Sveinn Helgason, Sigurður Eyþórsson og Lýður Pálsson bomir á gullstól milli kennslustaða. Sigurvegarar í spurningakeppm hylltir og bornir á gullstól Selfossi. Skólasfjóm Fjölabrautaskóla Suðurlands heiðraði nýkrýnda meistara i spurningakeppni skólanemenda í framhaldsskól- um með stuttri athöfn í skólan- um fyrsta skóladag eftir úr- slitakeppnina. Meistaramir þrír, Sveinn Helgason, Lýður Pálsson og Sig- urður Eyþórsson, vom hylltir með ræðum, blómum og síðan bomir á gullstól til næstu kennslustofu. Athöfnin fór fram í gamla iðnskól- anum og þaðan vom þeir bomir í næsta kennsluhús við Austur- veg, nokkur hundmð metra. Af- hentu þeir skólanum hinn veglega bikar sem þeir fengu í sjónvarps- sal við mikinn fögnuð Sunnlend- inga allra. Skólameistari og aðstoðar- skólameistarí vom fjarstaddir en sendu kveður „multimus gratulat- iones" og fyrirheit um viðurkenn- ingu við útskrift. I ræðum sem fluttar vom kom fram að sunnlenskt æskufólk er mjög í eldlínunni. Sem dæmi um það var nefnt að lið Fjölbrauta- skólans hefði sigrað í innanhúss- knattspyrnukeppni skólanna, tveir heiðursmenn úr skólanum hlutu silfurverðlaun í popptónlist- arsamkeppni, tvö ungmenni úr Þorlákshöfn mega vart stinga sér til sunds án þess að til verði nýtt íslandsmet og loks má nefna að kór skólans hefur gefíð út lög á hljómsnældu og hyggur á söng- ferðalag erlendis. Loks var nefnt að nemendur skólans hefðu getið sér gott orð í keppni 3. flokks í handbolta. Það ríkti góð stemmning fyrir utan gamla iðnskólann og á leið- inni með hetjumar í gullstól og þær óspart hylltar. — SigJóns. Góðri stjórnun lítill gaumur gefinn — segir í riti um endurbætur í opinberum rekstri í OKTÓBER 1984 gengust riki og sveitarfélög í samvinnu við Stjómunarfélag íslands fyrir námskeiði um endurbætur og nýsköpun í opinberum rekstri. Til þess að leiða þetta fræðslu- starf réðust tveir Danir til starfa við stjórnunarfræðslu hjá danska ríkinu. Námskeiðið sóttu milli 30 og 40 starfsmenn ráðuneyta og stofnana ríkisins, sveitarfélaga og stofnana þeirra. í kjölfar vel heppnaðs námskeiðs var höfð forganga um að þátttak- endur hugleiddu ýmsa þætti í starf- semi hins opinbera hér á landi. Árangur þess starfs er rit sem kallast Um endurbætur í opinberum rekstri. Þessi samantekt er ábend- ing frá hópi opinberra starfsmanna til stjómmálamanna, samstarfs- manna og allra sem áhuga hafa á umbótum í starfsemi hins opinbera. Þeim sem að ritinu standa, fínnst opinberir starfsmenn hafa fullt til- efni til að láta í ljósi skoðun á mörgum atriðum í starfsemi ríkis- ins, sem horfa mega til betri vegar. Ábendingum er beint, bæði til lög- gjafans og framkvæmdavaldsins. Höfundum er vel ljóst, að hér er aðeins vikið að nokkmm þáttum í starfi hins opinbera og að í þeim er ekki að fínna töfralausnir en það er von manna að ritið veki til umhugsunar og umræðu. Ritinu er skipt í sjö kafla. f fyrsta kafla er Qaliað um nauðsyn þess að ríkisstofnunum eins og allri starfsemi, hvort sem hún er á vegum hins opinbera eða einkaað- ila, séu sett skýr markmið og að stjómendur fari ekki í grafgötur um til hvers er ætlast af þeim. Bent er á að nauðsyn þess að jafnt stofnanir sem einstakir starfsmenn skilji hlutverk sitt af meta á árangur af starfí. í öðmm kafla er fjallað um stjómun. Bent er á hve lítill gaumur hefur verið gefinn að nauðsyn góðr- ar stjómunar í starfsemi hins opin- bera. í þriðja kafla, er fjallað um stefnu ríkisins í starfsmannahaldi. Hér er um mjög brennandi mál að ræða, FIMMTUDAGINN 17. apríl verða sinfóníutónleikar i Há- skólabíói kl. 20.30. Stjórnandi er Páll P. Pálsson, og verður verk eftir hann, „Hendur“ fyrir strengjasveit, fyrst á efnis- skránni. Einsöngvari er bandarískur sópr- an, Ellen Lang, sem hefur mikla og glæsilega rödd og heillandi sviðs- framkomu. Hún er ættuð frá Nor- egi. Hún syngur tvær aríur úr „Brúðkaupi Figarós" eftir Mozart (Voi che sapete og Deh Vieni), Ah perfído eftir Beethoven og nokkur velþekkt sönglög eftir Sibelius. Síðasta verkið á efnisskránni er Sinfónía nr. 5 eftir Sibelius. (Fréttatilkynninpr) en höfundar benda á að starfs- mannahald er margt annað en samningar um launataxta. Má þar nefna endurmenntun og fræðslu svo og möguleika til þess að breyta um störf og stöður innan hins opinbera. Þá er í fjórða kafla vikið að þjón- ustu við almenning. Bent er á gildi þess að leiðbeiningar og reglur séu auðskildar og markvissar. Hvatt er til að stofnanir kynni þjónustu sína. í þrem síðustu köflunum er fyall- að um áætlunargerð, íjárlagagerð og framleiðni hjá ríkinu. Ellen Lang, sópransöngkona. Sópransöngkona á sinfóníutónleikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.