Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986 Morgunblaðið/Snorri Snorrason Stykkishólmsbátur kemur úr róðri. Ólöglegt samráð haft um verð- lagningu dekkja? Verðlagssljóri kannar málið í verðkönnun Verðlagsstofnunar á sumarhjólbörðum sem birt er í Morgunblaðinu í dag vekur athygli að verðmunur á dekkjum af sömu tegund er lítill sem enginn á milli sölustaða. Georg Ólafsson verðlagsstjóri segir að þetta gefi vísbendingu um að annaðhvort stýri innflytjendur og framleiðendur verðlagningu á hjólbörðum í smásölu eða að smásöluaðilar hafi samráð um verðlagningu þeirra sin í milli. Verðlagning á hjólbörðum er fijáls, en í lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti er lagt bann við samráði á milli fyrirtækja um verð og álagningu þegar verðlagning er frjáls. Þó má veita undantekningar frá því ef það stuðlar að lægra vöruverði. Georg sagði að niður- staða verðkönnunarinnar gæfi til kynna að ekki væri mikil samkeppni á milli þeirra söluaðila sem seldu sömu tegund dekkja, en hvort það væri óhagkvæmt fyrir neytendur væri ekki hægt að segja til um fyrr en eftir nánari könnun. Hins vegar kynni að vera samkeppni á milli tegunda hjólbarða og á milli nýrra og sólaðra dekkja. Sagði Georg að könnunin gæfi tilefni til að kanna nánar verðlagn- ingu á hjólbörðurr. og yrði það gert á næstunni. Sjá „Litill sem enginn verðmunur á sömu vörumerkjum", á blað- síðu 31. Nýtt tilboð í hlutabréf Flugleiða í Arnarflugi STJÓRN Flugleiða barst i gær nýtt tilboð í hlutabréf félagsins í Arnarflugi. Er það boð hærra en boð þeirra fyrirtækja og ein- staklinga, sem lýst hafa vilja sín- um til að kaupa meirihluta í Arnarflugi, og boðist hafa til að kaupa hlut Flugleiða á 10% nafn- verðs, að því er Sigurður Helga- son, forsljóri Flugleiða, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Þessi aðili er reiðubúinn að staðgreiða bréfin. Flugleiðir eiga nú um 44% hluta- fjár í Amarflugi og er nafnverð þeirra bréfa um 21 milljón króna. Sigurður Helgason sagði að stjóm Flugleiða hefði ákveðið að selja hlut sinn í félaginu og eftir þetta nýja tilboð, sem komið hefði í gegnum lögfræðing í Reykjavík, væri ljóst að bréfin yrðu seld hæstbjóðanda. „Við höfum gert stjóm Amar- Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra: Athugað verði með heppilegt hús- næði fyrir sendiherra hjá EB MATTHÍAS Á. Mathiesen utan- ríkisráðherra hefur ritað Tómasi Á. Tómassyni sendiherra í Bruss- el bréf og falið sendiráðinu að kanna möguleika á að fá heppi- legt skrifstofuhúsnæði fyrir sendiherra íslands hjá Evrópu- bandalaginu og sendiráð íslands í Belgiu. Æskilegt sé að fá hús- næði í byijun næsta árs er nægi tveimur sendierindrekum og einum ritara. í bréfinu segir Matthías Á. Mat- hiesen: Eitt af aðaláhersluatriðum í ný- útkominni skýrslu minni til Alþingis um utanríkismál er mörkun fram- tíðarstefnu gagnvart mjög auknu Sovéski sjó- maðurinn látinn SOVÉSKI sjómaðurinn, sem sóttur var um borð í sovéskan togara suðvestur af Reykjanesi í fyrri- nótt, var látinn þegar komið var með hann í sjúkrahús á Keflavík- urflugvelli á fjórða tímanum um nóttina. Skipstjóri sovéska togarans óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar í fyrrakvöld en vegna tungumálaörð- ugleika tókst skipveijum ekki að notfæra sér aðstoð gæsluþyrlunnar. Var þá send þyrla frá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli og var rússn- eskumælandi maður um borð. Tókst bandarísku hermönnunum að ná sjó- manninum til sín í þyrluna en hann var látinn, eins og fyrr segir, þegar komið var til Keflavíkur. stjómmálalegu og efnahagslegu samstarfí ríkja Evrópubandalags- ins. í skýrslunni segir að sérstak- lega þurfi að kanna frekara sam- starf íslands og EB um viðskipta- mál og fyrsta skref í þá átt sé að efla skrifstofu fastafulltrúa okkar hjá Evrópubandalaginu. flugs viðvart um þetta nýja boð og ég geri frekar ráð fyrir að við fáum nú gagntilboð frá þeim aðilum, sem hyggjast eignast meirihluta í Am- arflugi," sagði Sigurður. „Við setj- um engin skilyrði fyrir sölunni og emm tilbúnir að selja okkar hlut í félaginu hvenær sem er.“ Hann vildi ekki láta uppi hversu miklu hærra en 10% af nafnverði hið nýja tilboð væri og kvaðst ekki vita hver það væri, sem gerði til- boðið. Lögfræðingurinn, sem sett hefði boðið fram, kysi að halda nafni umbjóðanda síns leyndu að svo stöddu. Aðilar þeir, sem áður höfðu gert tilboð í bréf Flugleiða, hittust í gærkvöldi til að ræða þá nýju stöðu, sem komin er upp í málinu. Fundin- um var ekki lokið þegar blaðið hafði síðast fréttir af um miðnætti. Efri deild Alþingis: Meirihluti alls- herjarnefndar fylgjandi bjór MEIRIHLUTI allsheijar- nefndar efri deildar Alþingis leggur til að bjórfrumvarpið verði samþykkt óbreytt. Það gerir ráð fyrir að leyft verði að flytja inn, brugga og selja áfengt öl — að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Líklegt er að frumvarpið verði afgreitt frá efri deild en óvissa er um framgang málsins í neðri deild vegna þess hve skammt er eftir af þingtímanum. Meirihluta allsheijamefndar- innar skipa Eiður Guðnason (A), Eyjólfur K. Jónsson (S), Jón Kristjánsson (F) og Stefán Benediktsson (BJ). Tveir þing- menn voru fjarverandi af- greiðslu nefndarinnar, þau Salome Þorkelsdóttir (S) og Valdimar Indriðason (S). Einn nefndarmanna, Helgi Seljan (Abl.), á eftir að skila áliti en vitað er að hann er andvígur frumvarpinu. Lárus Atlason flugvélstjóri hjá Arnarflugi í samtali frá Líbýu: „Storkum ekki forlögunum með þvælingi um Trípólí“ „OKKUR stendur ekki á sama, það væri rangt að segja annað, en við erum í góðu yfirlæti og loftárásirnar voru gerðar á stöðv- ar sem eru fjarri dvalarstað okkar,“ sagði Lárus Atlason, flugvél- sljóri hjá Arnarflugi, í samtali við Morgunblaðið frá Líbýu. Sjö íslenzkir starfsmenn Arnarflugs eru innilokaðir í Líbýu í kjölfar loftárásar Bandarikjamanna. Þeir búa í hótelhverfi í vestanverðri Trípólí. „Flugvöllurinn, sem Amar- flugsþotan stendur á, varð fyrir sprengjuárás og við höfum fyrir satt að tvær líbýskar herflugvélar þar hafí laskast og annað tjón hafi orðið þar. Við vitum ekkert hvemig okkar flugvél reiddi af, en það getur allt hafa gerst, því það er búið að skjóta og sprengja svo mikið. En meðan við vitum ekki meira erum við ekkert ugg- andi. Flugvöllurinn er lokaður og við reyndum ekki að komast þangað, töldum hyggilegra að halda kyrru fyrir í hótelinu. Við vitum um aðila sem reyndu að komast út á flugvöll en var snúið við á leiðinni. Miklir eldar Það loga miklir eldar hér fyrir vestan okkur. Þeir kviknuðu í kvöld, um sjöleytið að staðartíma, fyrir sex tímum. Þá hófst mikil skothríð af loftvamarbyssum og við heyrðum sprengingar og dynki. Við sáum eina flugvél, sem flaug mjög hátt, en gátum ekki gert okkur grein fyrir því hvort hún hafi varpað sprengjum. Hún hvarf til suðurs. En það logar ennþá mikið bál hér vestur af. Það er herflugvöllur á þessum slóðum og einnig stór olíuhreins- unarstöð, en það er ekki gott að segja á hvomm staðnum bálið er. Loftárásin í nótt bar brátt að og við hrukkum upp við fyrstu sprengingamar. Það var merki- legt að upplifa þetta, en við vomm ekki í hættu. Enda þótt sprengjur féllu tiltölulega langt frá okkur lék hér allt á reiðiskjálfi. Það var skotið upp í loftið í gríð og erg af loftvamarbyssum, m.a. byssum hér rétt hjá hótelinu. Það var ljós- bjart í mestu eldglæringunum af sprengjuregninu og loftvamar- skothríðinni. Það vom einhveijar sprengingar um hádegisbilið en þær vom lítilræði í samanburði við annað. Annars er afskaplega rólegt héma, reyndar alveg undarlega rólegt, miðað við það sem á hefur gengið og okkur líður vel. Trípólí myrkvuð Mér skilst að það hafi verið gífurlegur straumur innfæddra út úr Trípólí í allan dag. Þá hefur flölgað hér í hótelhverfinu, en hér em fyrst og fremst útlendingar. Við Amarflugsmenn höfum haldið kyrru fyrir á hótelinu í allan dag og helzt ekkert farið út úr húsi, emm ekkert að storka forlögun- um með því að þvælast um Tríp- ólí. Borgin er myrkvuð og ekkert rafmagn á hótelinu. Við vitum ekki hvort eða hvenær við kom- umst í burtu en á meðan sitjum við hér við kertaljós og bíðum eftir betri fréttum," sagði Láms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.