Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986 ———^—— ÚTVARP/SJÓNVARP í hljóð- múrnum Eg hef áður viðrað þá hugmynd hér í blaðinu að svæðisútvarp- ið bæði hér í Reykjavík og norður á Akureyri verði sent út á rás I eða jafnvel sérstakri rás, svo öll landsins böm geti notið þess efnis sem þar er flutt. Það er nú svo með okkur íslendinga að við eigum ættingja og vini í öllum landshomum og fýsir því gjaman að frétta af nágrönnum okkar í öðmm byggðarlögum. Hér er við hæfí að vitna í viðtal er Víð- förli, blað kirkjunnar, átti á dögun- um við Jónas Jónasson útvarps- mann (2. tölublað 1986). Ein spum- ingin til Jónasar hljóðaði á þessa leið: Þú spyrð gjaman um drauma manna. Hveijir em þínir draumar, Jónas, sem útvarpsmanns? Jónas svarar: Ég vildi fá Rás 3, menning- arrás, sem útvarpar um allt land og hýsir svæðisútvörpin. Ég er viss um að fólk fyrir austan vill heyra um það sem gerist fyrir vestan þótt það sé úr smærra sjónarhomi en Rás I myndi skila því. Ég vil ekki hlaða loftmúr um hvert svæði. Við emm öll Islendingar. OrÖ Jónasar Ég held að forráðamenn útvarps- ins ættu að íhuga þessi orð Jónasar og ég er viss um að hann talar fyrir munn fjölda íslendinga, til dæmis þeirra er stýra svæðisút- varpinu í Reylq'avík. En það er önnur hlið á þessu máli og hún er sú, að þegar geislinn er takmarkað- ur, líkt og nú er gert í svæðisút- varpi þá vex hættan á því að ákveð- ið útvarpsefni sem á mikið erindi við alla landsmenn dagi uppi í héraði. Því fínnst mér út í hött að gefa leyfí til útvarpsreksturs er takmarkast til dæmis við höfuð- borgarsvæðið. ísland er harðbýlt land og erfitt yfírferðar og því er harla mikilvægt ef ekki lífsnauðsyn að varðveita það sem eitt menning- arsvæði. Til frekari áréttingar þessu sjónarmiði nefni ég tvö mál er bar á góma í ríkisútvarpinu í fyrradag. I báðum tilvikum er um að ræða fregnir af merku nýsköp- unarstarfí framsækinna einstakl- inga heima í héraði. Tvö dœmi Fyrri fregnin barst okkur hér á Suðvesturhominu í krafti svæðisút- varpsins. Þar sagði frá ræktun angórukanína á Suðumesjum en sá búskapur hefír gengið með slíkum ágætum að Kínverjar hafa nú fest kaup á 400 suðumesjakanínum. Geri aðrir betur. Síðari fregnin barst öllum landsins bömum í há- degisfréttum rásar I. Sagði þar frá kaupum Nesprents í Neskaupstað á þýskum hugbúnaði er gerir Nes- prenti fært að prenta músíknótur, en slíka prentun hefír hingað til orðið að sækja út fyrir landsteinana. Guðmundur Haraldsson prent- smiðjustjóri upplýsti í viðtali við fréttaritarann á staðnum að nú hefði þessi starfsemi sum sé flust heim til íslands — ekki til Reykja- víkur — eins og vænta mátti, nei, til Neskaupstaðar og það í krafti forrits. Já mikill er máttur tækninn- ar en þess má geta að bróðir Guð- mundar prentsmiðjustjóra, Hlöðver Smári Haraldsson er ekki bara lærður prentari, heldur og tölvu- meistari mikill og menntaður tón- listarmaður svo segja má að prent- un íslenskra tónbókmennta hafi lent í réttar hendur. Er ekki mikilvægt, kæru lesendur, að slíkar upplýsing- ar um nýsköpunarstarf framsæk- inna íslendinga, hvar sem þeir nú annars búa á landi voru, berist til eyma allra landsins bama en dagi ekki uppi inní hljóðmúmum? Ólafur M. Jóhannesson Tilboð, níundi þáttur bandaríska myndaflokksins Hótel er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Girnilegt atvinnutilboð Tilboð nefnist 0030 níundi þáttur LiCi— myndaflokksins Hótel sem verður á dag- skrá sjónvarps í kvöld. í þættinum fær Pétur hótel- stjóri gimilegt atvinnutil- boð og ungri blaðakonu heppnast að koma sér í mjúkin hjá rokkstjömu. Þá eiga miðaldra hjón eftir- minnilegt brúðkaupsaf- mæli með píanóleikaranum Liberace. Sjávardýralækningar og tölvuvætt hótel ■■HB Þátturinn Nýj- OA 40 asta tækni og — vísindi er á dag- skrá sjónvarps í kvöld. „Eg verð með 5 bandarískar myndir í þættinum að þessu sinni," sagði Sigurð- ur H. Richter stjómandi þáttarins í samtali við Morgunblaðið. „Þá fyrstu hef ég kallað sjávardýra- lækningar. í dýralækn- ingaháskólanum í Flórída í Bandaríkjunum gefst dýra- læknanemum kostur á því að taka námskeið í lækn- ingum á sjávardýrum í sædýrasöfnum. Sagt er frá hvað þeir læra þama og nokkuð greint frá sjúk- dómum þessara dýra. Aðra myndina hef ég kallað Skemmdir á vatnsaflsvirkj- unum. Þar er sagt frá fyrir- brigði sem ég hef kallað holun og verður í aðfalls- göngum vatnsaflsvirkjana. Þriðju myndina hef ég nefnt Tölvuvætt hótel. Þar er greint frá hóteli í Atl- anta í Bandaríkjunum, sem reyndar er hæsta hótel heims, 75 hæðir, og geysi- lega tæknivætt, og m.a. er það tölvustýrt meira og minna. Þar er sagt frá ýmsum sviðum þar sem tölvutæknin er notuð á þessu hóteli. Síðan er mynd um eitraðar köngulær og fímmta myndin er um rannsónir á bjamdýmm. Hún ijallar um grábjöminn í Norður-Ameríku sem á einkum heima í Klettafjöll- unum. Á þeim svæðum sem hann heldur sig einkum hefur fundist mikil olía og stafar grábiminum nú hætta af auknum umsvif- um manna á svæðinu." Eyjan hans múmínpabba mmm Ný saga hefst í 9 05 Morgunstund “i“ bamanna í dag. Þá byijar Kolbrún Péturs- dóttir að lesa söguna „Eyj- an hans Múniínpabba“ eftir Tove Jansson í þýðingu Steinunnar Briem. AIls er sagan 22 lestrar. Höfund- urinn, Tove Jansson, er fínnsk, fædd í Helsinki árið 1914. Fyrsta bamabók hennar kom út 1945. Tove er þekktust fyrir bækur sínar um Múmínfjölskyld- una og þann töfraheim sem fjölskyldan lifir í. Við sögu koma líka ótal töfraverur, sem flestar eru fulltrúar ákveðinna lífsskoðana. Lífí §ölskyldunnar er sífellt ógnað af vondum verum og náttúruhamförum. En bjartsýni og lífsgleði múm- Lestur sögu um múmínálfana hefst í morgunútvarpi ídag. ínálfanna leiðir þá heila gegnum allar hættur og í sögulok blómstrar fagurt múmínlíf eftir í Múmíndal. Bækur Tove Jansson hafa verið þýddar á ijölda tungumála og hún hefur hlotið margvíslegan heiður fyrir bókmenntastörf sín. Arið 1953 fékk hún Nils Holgersson verðlaunin, 1958 Elsu Beskow verð- launin og árið 1966 hlaut hún H.C. Andersen verð- launin fyrir störf sín sem bamabókarithöfundur, en það eru ein eftirsóknar- verðustu verðlaun sem bama- og unglingabókarit- höfundar geta hlotið. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.16 Morgunvaktin 7.20 Morgunteygjur. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.16 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Eyjan hans múmín- pabba" eftir Tove Jansson. Steinunn Briem þýddi. Kol- brún Pétursdóttir byrjar lest- urinn. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurður G'. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.40 Land og saga. Ragnar Ágústsson sér um þáttinn. 11.10 Norðurlandanótur. Ólaf- ur Þóröarson kynnir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Dagvist barna. Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir. 14.00 Miödegissagan „Skáldalff i Reykjavík" eftir Jón Óskar. Flöfundur les aðra bók: „Hernámsára- skáld" (2). 14.30 Miödegistónleikar. a. „Tirsi e Clori" og „Ardo e scoprir", tónlist eftir Claudio Monteverdi fyrir söngraddir og hljómsveit. Jennifer Smith, Nicole Rossier, Olivier Dufour, Philippe Huttenlocner, Michel Brodard og John Elwes syngja með Kammer- sveitinni í Lausanne; Michel Corboz stjórnar. b. Yehudi Menuhin, George Malcolm og Robert Donin- ton leika Tríósónötur í D-dúr og B-dúr eftir Arcangelo Corelli á fiölu, sembal og selló. 15.16 Hvaö finnst ykkur? Umsjón: örni Ingi. (Frá Akureyri.) 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. a. Píanókonsert eftir Anton Arensky. Maria Littauer og Sinfóníuhljómsveit Berlínar leika; Jörg Faerber stjórnar. b. Sónata nr. 2 í a-moll fyrir einleiksfiðlu eftir Eugéne Ysaye. Gidon Kremerleikur. 17.00 Barnaútvarpiö. Meðal efnis: „Drengurinn frá And- esfjöllum" eftir Christine von Hagen. Þorlákur Jóns- son þýddi. Viðar Eggerts- son les (13). Stjórnandi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu-Sjávar- útvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Gisli Jón Kristjáns- son. 18.00 Á markaði. Þáttur í umsjá Bjarna Sigtryggsson- ar. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.46 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Frá rannsóknum há- skólamanna. Þórir kr. Þórð- arson prófessor talar um sköpunarsöguna í Fyrstu Mósebók og hebreskt myndmál. 20.20 Hálftíminn. Elín Kristins- dóttir kynnir popptónlist. 20.30 (þróttir. Umsjón: Samú- el Örn Erlingsson. 20.50 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 21.30 „Saga af sjómanni" eftir Ólaf Ormsson. Jón Júlfus- son les. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. 22.16 Veöurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvík. 23.00 Á óperusviöinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperu- tónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. SJÓNVARP i 19.00 Stundinokkar Endursýndur þáttur frá 13. apríl. 19.30 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið — Segðu mér sögu, erlent ævintýri í þýðingu Þorsteins frá Hamri. Brynhildur Ing- varsdóttir les, myndir gerði Kristín Ingvarsdóttir. Lalli leirkerasmiður, teikni- myndaflokkur frá Tékkóslóv- akíu. Þýðandi Baldur Sig- urösson, sögumaður Karl Ágúst Úlfsson. Ferðir Gúllí- vers, þýsk brúöumynd. Þýð- andi Salóme Kristinsdóttir. Sögumaður Guðrún Gísla- MIÐVIKUDAGUR 16. apríl dóttir. 19.50 Fréttaágripá táknmáli. 20.00 Fréttirog veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Nýjasta tækni og vísindi Umsjónarmaöur Sigurður H. Richter. 21.15 Álíöandistundu Þáttur með blönduðu efni. Bein útsending úr sjón- varpssal eða þaðan sem atburðir líöandi stundar eru að gerast ásamt ýmsum innskotsatriðum. Umsjónar- menn Ómar Ragnarsson, Agnes Bragadóttir og Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Stjórn útsendingar og upp- töku Óli Örn Andreassen og Tage Ammendrup. 22.30 Hótel 9.Tilboö Bandarískur myndaflokkur I 22 þáttum. Aðalhlutverk: James Brolin, Anne Baxter, Eleanor Parker, Dianne Kay, Lorenzo Lamas, Donald O’Connor, Margaret O’Bri- en og Liberace. Pétur hótel- stjóri fær atvinnutilboö. Ung blaðakona kemur sér I mjúk- inn hjá rokkstjörnú. Miö- aldra hjón eiga eftirminni- legt brúðkaupsafmæli með píanóleikaranum Liberace. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 23.20 Fréttir í dagskrárlok MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 12.00 Hlé 14.00 Eftirtvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00 Núerlag Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. 16.00 Dægurflugur Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00 Þræðir Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. • 18.00 Hlé 21.00 Evrópukeppni landsliöa í körfuknattleiic, C-riðill Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson lýsa leik íslendinga og Skota Laugardalshöll. 22.30 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar í þrjár minútur kl. 11.00, 15.00, 16.00og 17.00. SYÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni FM 96,5 MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.