Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.04.1986, Blaðsíða 32
m ‘MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR16. APRÍL1986 Frá selveiðum á Breiðamerkursandi fyrir nokkrum árum: Óvist er hvort selveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem samþykkt var i neðri deild Alþingis í gær, verði afgreitt í efri deild fyrir þinglok. Selveiðifrumvarp í neðri deild: Samþykkt með 23:10 atkvæðum Gengur nú til efri deildar Árásin á Líbýu rædd á Alþingi: Getur leitt til frekari átaka — sagði utanríkisráðherra Selafrumvarpið svokallaða, sem fjallar um selveiðar við Is- land og verið hefur hitamál á þremur þingum, var í gær, þriðjudag, samþykkt í neðri deild Alþingis, að viðhöfðu nafnakalli, með 23 atkvæðum gegn 10. Sjö sátu hjá eða vóru fjarverandi. Frumvarpið gengur nú til efri deildar en óvíst er um framgang þess þar, m.a. vegna þess hve stutt er eftir af starfstima þings- ins. Frumvarpið samþykktu: Ingvar Gíslason (F.-Ne.), Alexander Stef- ánsson (F.-Vl.), Birgir ísl. Gunnars- son (S.-Rvk.), Eggert Haukdal (S.-Sl.), Garðar Sigurðsson (Abl.-Sl.), Guðmundur Bjamason (F.-Ne.), Guðmundur J. Guðmunds- son (Abl.-Rvk.), Guðrún Helgadótt- ir (Abl.- Rvk.), Gunnar G. Schram (S.-Rn.), Halldór Asgrímsson (F.-Al.), Halldór Blöndal (S.-Ne.), Jón Baldvin Hannibalsson (A.-Rvk.), Karvel Pálmason (A.-Vf.), Matthías Bjamason Sljórnarfrumvarp til sveitar- stjórnarlaga, sem Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra lagði fram, var í gær, þriðjudag, samþykkt í efri deild Alþingis, eftir aðra umræðu. Flestar frum- varpsgreinar vóru samþykktar með 10 til 11 atkvæðum án mót- atkvæða. Ein frumvarpsgrein hlaut þó 7 mótatkvæði. Breyting- '^artillögur vóru felldar utan ein Meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar efri deildar hefur skilað nefndaráliti um frumvarp Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Valdimars Indriðasonar til breyt- inga á lögum um Seðlabanka. Meirihlutinn, sem skipaður er Eyjólfi Konráð Jónssyni (S.-Nv.), Valdimar Indriðasyni (S.-Vl.), Ragnari Arnalds (Abl.-Nv.) og Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur (Kl.-Rvk.) leggja til að frum- varpið verði samþykkt óbreytt. (S.-Vf.), Matthías Á. Mathiesen (S.-Rn.), Ólafur G. Einarsson (S.-Rn.), Páll Pétursson (F.-Nv.), Geir Haarde (S.-Rvk.), Stefán Guðmundsson (F.-Nv.), Stefán Valgeirsson (F.-Ne.), Steingrímur Hermannsson (F.-Vf.), Sverrir Hermannsson (S.-Al.) og Þorsteinn Pálsson (S.-Sl.). Mótatkvæði greiddu: Friðjón Þórðarson (S.-VL), Geir Gunnars- son (Abl.-Rn.), Kristófer Már Krist- insson (Bj.-Rn.), Guðrún Agnars- dóttir (Kl.-Rvk.), Hjörleifur Gutt- ormsson (Abl.-Al.), Kjartan Jó- hannsson (A.-Rn.), Kristín Hall- dórsdóttir (Kl.-Rn.), Kristín S. Kvaran (Bj.-Rvk.), Pálmi Jónsson (S.-Nv.) og Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.). Guðmundur H. Garðarsson (S.-Rvk.) sat hjá. Fjarverandi vóru: Ellert B. Schram (S.-Rvk.), Jóhanna Sigurðardóttir (A.-Rvk.), Ólafur Þ. Þórðarson (F.-Vf.), Ragnhildur Helgadóttir (S.-Rvk.), Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne) og Þórarinn Sigurjónsson (F.-Sl.). frá félagsmálaráðherra, eða dregnar til baka til þriðju um- ræðu. Þessi atkvæðagreiðsla bendir til þess að frumvarp þetta verði samþykkt við þriðju um- ræðu í þingdeildinni, væntanlega í dag. Það þarf hinsvegar aftur til neðri deildar vegna breyting- ar í efri deild. Nafnakall var um breytingartil- lögu frá Sigríði Dúnu Kristmunds- Frumvarpið felur það í sér að innstæðubinding innlánsstofn- ana í Seðlabanka megi ekki vera hærra en 10%. í greinargerð segir að lækkun frystingar úr 19% í 10% muni losa liðlega þijá milljarða „sem gengju til viðskiptabanka og sparisjóða og þannig út í þjóðlífið". Minnihluti nefndarinnar, Jón Kristjánsson (F.-Al.), leggur til að frumvarpinu verði vísað til ríkis- stjómarinnar. ÁRÁS Bandaríkjamanna á Líbýu kom til umræðu á fundi Alþingis í gær, er þar var á dagskrá árleg skýrsla utanríkisráðherra til þingsins. Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðlierra, kvað það áhyggjuefni með hvaða hætti Khadafy í Líbýu hefði veitt al- þjóðlegum hryðjuverkamönnum hæli og stuðning. Það væri í Ijósi þessa stuðnings, sem árás Banda- ríkjamanna á Lýbíu væri skýrð af þeim, og Bandaríkjamenn teldu sig hafa óyggjandi sannan- ir um aðild Líbýustjómar að öldu hryðjuverka að undanfömu. Utanríkisráðherra sagðist hins vegar harma árásina, þar sem hún gæti leitt til frekari átaka og haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. Aðgerðin væri ekki til þess SKÝRSLA Matthíasar Á Mat- hiesen, utanríkisráðherra, til Alþingis var til umræðu í samein- uðu þingi í gær og stóðu umræð- urnar langt fram á kvöld. Utanríkisráðherra hafði fram- dóttur (Kl.-Rvk.), þessefnis, að borgarfulltrúar í Reykjavík skuli „aldrei vera færri en þingmenn Reykjavíkur ...“, skv. 31. grein gildandi stjómarskrár, eða 18 tals- ins. Tillagan var felld með 11 at- kvæðum gegn 9. Einn stjómarliði, Haraldur Ólafsson (F.-Rvk.), greiddi atkvæði með tillögunni. Aðrir þingmenn stjómarflokkanna gegn. Breytingartillaga félagsmálaráð- herra, sem var samþykkt, felur það í sér að sveitarfélög eða samtök þeirra skuli hafa tekið við verkefn- um sýslunefnda fyrir 31. desember 1988, í stað 1987, eins og stóð í frumvarpinu. Tillagan var sam- þykkt með 11 atkvæðum gegn 1. Fmmvarp til sveitarstjómarlaga hefur fengið fréttalega umfjöllun oftar en einu sinni hér á þingsíðu blaðsins. Það felur m.a. í sér að kosningaldur til sveitarstjóma lækkar í 18 ár. Kjördagur verður síðasti sunnudagur í maímánuði. Minni sveitarfélög geta frestað kosningum til annars laugardags í júni. Lágmarkstala íbúa í sveitarfé- lagi er 50. Sýslunefndir verða lagð- ar niður en við störfum þeirra taka sveitarfélög, eða héraðsnefndir á þeirra vegum. Frumvarpið Qallar einnig um samstarf sveitarfélaga um einstök mál eða málaflokka á vegum byggðasamlaga og margt fleira. fallin að uppræta hryðjuverk, eins og fram kæmi í samþykkt ríkis- stjómarinnar um málið. Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) fór hörðum orðum um árás Bandaríkjamanna. Hann sagði, að eitt væri að fordæma hryðjuverk, það gerðum við öll, enda væru það óhæfuverk sem snúast yrði gegn. En hver ímyndar sér, að innrás af þessu tagi sé til þess fallin að draga tennumar úr hryðjuverkamönnun- um? spurði hann. Þingmaðurinn taldi að ályktun ríkisstjómarinnar um árásina, þar sem hún er hörmuð, gengi ekki nógu langt og gagnrýndi jafnframt, að utanríkismálanefnd hefði ekki treyst sér til að sam- þykkja á mánudag tillögu frá sér, þar sem varað var við hemaðarað- gerðum Bandaríkjamanna. sögu fyrir skýrslunni og kom víða við. Hann ræddi fyrst um forsendur og framkvæmd íslenskrar utanrík- isstefnu; vamarsamstarfíð við Bandaríkjamenn og aðildina að Atlantshafsbandalaginu, Norður- landaráði og Sameinuðu þjóðunum. Síðan fjallaði hann um nýjar áhersl- ur í utanríkisþjónustunni, einkum hvað varðar utanríkisviðskipti. Þá ræddi ráðherrann um afvopnunar- mál, hugmyndina um kjamorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum, starfíð á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna, þróunarsamvinnu o.fl. Hér verður birtur sá hluti ræð- unnar, er fjallaði um nýjar áherslur í utanríkisþjónustunni: „Utanríkisviðskipti em snar þátt- ur alþjóðaefnahagsmála og fer mikilvægi þeirra vaxandi. Þá eykst þýðing svæðasamstarfs á borð við Efnahagsbandalag Evrópu, en það hvetur okkur íslendinga til að halda vöku okkar þar sem við eigum allt okkar undir frelsi í milliríkjavið- skiptum. I inngangi skýrslu minnar um utanríkismál segir, að utanríkis- þjónustan verði aðlöguð stefnuat- riðum, sem koma í frumvarpi um Útflutningsráð íslands. í fyrsta lagi verði gert átak í kynningar- og markaðsmálum í samvinnu og samráði við viðskipta- ráðuneytið og Útflutningsráð ís- lands. Fyrirhugað er að ráða sér- staka markaðsfulltrúa í þau sendi- ráð sem þurfa þykir. Það er mjög vænlegt til árangurs að veita slíkum viðskiptafulltrúum stöðu opinberra erindreka. Það opnar margar dyr og ætti einnig að horfa til hagkvæmni og spamað- ar. Vænti ég mikillar samstöðu um þetta mál, enda veit ég að þær þjóð- ir, sem lengst hafa náð á svið al- þjóðaviðskipta hin síðustu ár, hafa rekið mjög árangursríka viðskipta- stefnu í samvinnu útflutningsfyrir- tækja og stjómvalda. I þessu sambandi má benda á, að norska utanríkisþjónustan hefur í náinni samvinnu við Útflutningsr- Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.) tók í svipaðan streng og kvað umræðumar um skýrslu utanríkis- ráðherra fara fram í skugga mjög alvarlegra atburða við Miðjarðar- haf. Þar hefði mjög hörmulega til tekist. Hann kvað hryðjuverk sann- arlega fordæmanleg, en leiðin sem Bandaríkjamenn hefðu farið væri ekki til farsældar. Líklegra væri að árásin drægi slóða á eftir sér. Þing- maðurinn tók sérstaklega fram, að Bandaríkjamenn bæm þunga ábyrgð og til þeirra væm gerðar miklar kröfur sem þjóðar er hefði mikinn siðferðilegan styrk og væri að ýmsu leyti framvörður meðal þjóða. Margir þingmenn vom á mæl- endaskrá, er hlé var gert á umræð- unni um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi, og við því búist að málefni Líbýu bæm mjög á góma í fram- haidsumræðu, sem hófst kl. 21.00. áð Noregs unnið mikið starf við kynningar- og sölumál fískeldis þar í landi. Við íslendingar emm að feta okkur inn á þá braut líka og mikið verk er óunnið í markaðsmál- unum, þar sem utanríkisþjónustan getur og á að gegna veigamiklu hlutverki. Það hlutverk felst m.a. í öflun upplýsinga um markaðs- möguleika og tækniþróun í um- dæmum sendiráða, auk almennrar kynningar á Islandi og íslenskri framleiðslu. í öðm lagi verði unnið að mörkun framtíðarstefnu gagnvart mjög auknu stjómmálalegu og efnahags- iegu samstarfi ríkja Efnahags- bandalags Evrópu. Hinn 1. janúar sl. urðu bæði Spánn og Portúgal aðilar að bandalaginu og þar með er helmingur utanríkisviðskipta okkar við ríki EBE, þ.e. 48,8% heildarútflutnings og 52,7% heild- arinnflutnings. Það þarf að vinna að nánari viðskiptum íslands og bandalagsins, í framhaldi af sam- eiginlegum yfírlýsingum ráðherra EFTA- og EBE-landanna í Lux- embourgárið 1984. Það er afar nauðsynlegt af við- skiptaástæðum að fylgjast náið með málefnum bandalagsins og fyrsta skref í þá átt verður að efla skrif- stofu fastafulltrúa okkar hjá banda- laginu. Ég hef ritað bréf til sendi- herra okkar í Bmssel og falið hon- um að kanna með hvaða hætti þetta verðibestgert. í þriðja lagi verði gerð sérstök athugun á fyrirkomulagi utanríkis- og viðskiptaþjónustu okkar í Asíu og með hvaða hætti auka megi viðskipti okkar þar. Markaður okk- ar í Asíu, þá sér í lagi Japansmark- aður, er nú þegar mikilvægur fyrir íslenskar afurðir og framleiðslu og þar em taldir vera miklir framtíðar möguleikar. Ég vil minna á, að japanska stórfyritækið Sumitomo er í samstarfi við íslendinga um rekstur jámblendiverksmiðju og við hljótum að horfa til aukins sam- starfs við Japani á sviði orkuvinnslu oghátækni." S veitarstj órnarlög: í túnfæti samþykktar — eftir stranga vegferð Innstæðubinding í Seðlabanka: Þingtiefnd mælir með lækk- un innstæðubindingar Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis: Sérstakir markaðs- fulltrúar í nokkur íslensk sendiráð — sagði Matthías A Mathiesen, utanríkisráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.