Morgunblaðið - 16.04.1986, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.04.1986, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL1986 TRIPOLI SJOni FLOTI BANDARÍKJANNA Árás 18 F-111 sprengiflugvéla ^MALTA l “Lampcdusa Libýsk eldflaugaárásV á ítölsku eyjuna Lampedusa Árás A-6 sprengif lugvéla ogA-7orrustuflugvéla frá Sjötta flotanum TRIPOLI Benghazi Herflugvöllurinn í Tripoli Azziziy lerbúðirnar \ Benina flugstöðin Al iumahiríya herbúöirnar Sidi Bilal Loftárásir Bandaríkjamanna á Líbýu Herbækistöðvar megin skotmörkin Washington, Lakenheath. AP. ÞRJÁTIU og þrjár flugvélar, sprengjuflugvélar og orrustuþotur, tóku þátt í árásunum á Líbýu í fyrrinótt og samtals höfðu um 100 vélar verið sendar á loft áður en árásunum lauk. Af sprengjuflugvél- unum 18 sneru 16 aftur til Bretlands, ein varð að nauðlenda á Spáni en einnar er saknað. Eru þessar upplýsingar hafðar eftir starfsmönn- um bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Sprengjuflugvélamar voru af vélin hefði hrapað í sjóinn á þeim gerðinni F-lll en með þeim voru sendar 30 eldsneytisvélar og þrjár vélar af gerðinni EF-111 búnar tækjum til að trufla ratsjár og fjar- skipti. Með orrustuvélunum 15 af gerðinni A-7 og A-6 frá flugmóður- skipunum Coral Sea og America vom sendar upp sams-konar flug- vélar en auk þess voru nokkrir tugir annarra orrustuvéla tilbúnir til átaka. Sprengjuflugvélarnar komu frá bandarísku flugstöðinni í Laken- heath í Englandi og sneru 16 aftur að árásunum loknum. Ein varð að nauðlenda á herflugvelli á Spáni vegna bilunar en einnar er saknað ásamt tveimur mönnum. Var henn- ar leitað í gær, einkum á Sidra-flóa, en sumir flugmannanna, sem tóku þátt í aðgerðunum, töldu, að flug- slóðum. Brak úr henni hafði þó ekki fundist þar þegar síðast frétt- ist. Sprengjuflugvélamar þurftu að fljúga 10.300 kílómetra langa leið meðfram ströndum, þar sem ekki fékkst leyfi frá Frökkum og Spán- veijum til að fljúga yfir land þeirra. L^ngdi það leiðina um nær helming. Árásin hófst síðan um miðnætti að íslenskum tíma, klukkan tvö að líbý- skum tíma. Að sögn Weinbergers, vamarmálaráðherra, sem ræddi við fréttamenn ásamt Shultz, utanríkis- ráðherra, að árásinni lokinni, tengd- ust öll skotmörkin í Líbýu hryðju- verkum og voru valin með tilliti til þess að óbreyttir borgarar væru í sem minnstri hættu. Þau voru fimm talsins, þíjú í höfuðborginni Trípólí og nágrenni og tvö í Benghazi og nágrenni. Þau voru: A1 Azziziyah- herbúðimar í Trípólí, sem sagðar em höfuðstöðvar líbýskra hryðju- verkamanna erlendis. Sidi Bilal- bækistöðvarnar við höfnina í Tríp- ólí, þar sem líbýskir liðsforingjar fá þjálfun sína. Sá hluti Trípólí flugvallar, sem notaður er í hemað- arskyni. A1 Jumahiriya-herbúðimar í Benghazi og Benina-herflugvöllur- inn í nágrenni Bengahazi. Ekki er ljóst hvemig tókst til með að eyða þessum skotmörkum, en Qöldi sprengja lenti í íbúðahverf- um og særði og drap óbreytta borg- ara. Meðal annars lenti ein sprengja á franska sendiráðinu í Trípólí. Enginn sendiráðsmanna særðist, en talsverðar skemmdir urðu á sendi- ráðinu. Að sögn Weinbergers var ákveðið AP/Símamynd Nokkrar skemmdir urðu á franska sendiráðinu í Trípólí í árásum Bandaríkjamanna eins og sjá má á þessari mynd. Sömu sögu er að segja af sendiráði Japana. að notast við sprengjuflugvélamar frá Bretlandi vegna þess að ekki var talinn nægur fjöldi sprengjuvéla um á flugmóðurskipunum og þær ekki með jafn góð tæki til nákvæm- isárása að nóttu til. Hryðjuverkaannáll: Síðastliðið ár var það blóðugasta í sögunni AP/Slmamynd Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni F-III, sömu gerðar og þær, sem gerðu árásirnar á Líbýu. New York. AP. Árið 1985 er það blóðugasta í sögunni hvað hryðjuverk varðar og það sem af er þessu hefur ekkert lát orðið á þeim. Banda- ríkjamenn hafa lengi sagst hafa fyrir því órækar sannanir, að ráðamenn í Líbýu hefðu staðið að baki mörgum ofbeidisverk- anna. Hér á eftir verður getið nokkurra þeirra. 8. jan. Bandarískum presti, séra Lawrence Jenco, var rænt í Vestur- Beirút og fleiri mannrán fylgja í lOOOkm kjölfarið. í apríl í ár voru sex banda- ríkjamenn, átta Frakkar og þrír Bretar í höndum manna úr samtök- unum „Heilagt stríð". 15. jan. Bflsprengja springur við bandaríska herstöð nálægt Briissel. Hópur, sem kallar sig „Baráttu- sveitir kommúnista", lýsir ábyrgð- inni á hendur sér. 1. febr. Vestur-þýski iðjuhöldur- inn Emest Zimmermann er myrtur í Miinchen. Hryðjuverkamenn Rauðu herdeildarinnar segjast hafa framið glæpinn. 2. febr. Sprengja springur í veit- ingahúsi í Grikklandi, 78 manns slösuðust, þar af 57 bandarískir hermenn. 12. aprfl. Sprengja á veitinga- húsi, sem bandarískir hermenn sóttu mikið, nærri Madrid á Spáni. 18 Spánverjar biðu bana og slasaðir voru 82, þar af 14 Bandaríkjamenn. Múhameðsku samtökin „Heilagt stríð" kváðust ábyrg. 14.-30. júní. Líbanir af trúflokki shíta ræna flugvél frá bandaríska flugfélaginu Trans World Airlines. Á Beirút-flugvelli myrtu þeir einn farþeganna, bandarískan hermann. Gíslamir látnir lausir eftir 17 daga. 19. júní. Sprengja springur í flugstöðinni í Frankfurt í Vestur- Þýskalandi. Þrír létust og 42 slösuð- ust. Arabískir hryðjuverkamenn grunaðir um verknaðinn. 23. júní-Boeing-747-farþega- flugvél frá Air India hrapar í hafið undan írlandsströnd. Allir um borð fórust, 329 manns. Hryðljuverka- menn af flokki síkha grunaðir. 8. ágúst. Sprengja springur í bfl við bandarískan herflugvöll í Frank- furt í V-Þýskalandi. Tveir Banda- ríkjamenn týndu lífi og 20 manns slösuðust. 17. ágúst. Bflsprengja verður 50 manns að bana fyrir utan verslun í Austur-Beirút, hverfi kristinna manna. 3. sept. Handsprengju var kastað inn á grískt hótel og slösuðust 18 breskir ferðamenn. Arabískir hryðjuverkamenn taldir ábyrgir. 16. sept. Handsprengjum kastað inn á kaffihús í Róm. 38 manns slösuðust, þar af níu Bandaríkja- menn. Hryðjuverkahópur Abu Nid- als talinn hafa staðið á bak við ódæðið 25. sept. Sprengja sprakk við skrifstofur British Airways í Róm, einn maður lést, 14. særðust. Abu Nidal-hópurinn grunaður. 30. sept. Fjórum sovéskum sendi- ráðsmönnum rænt í Vestur-Beirút. Einn myrtur en hinum sleppt. Lítt kunn samtök öfgamanna stóðu að mannráninu. 7.-8. okt. Nokkrir Palestínu- menn ræna ítalska skemmtiferða- skipinu Achille Lauro á Miðjarðar- hafi. Bandarískur eftirlaunaþegi myrtur. Morðingjamir gengu Egyptum á hönd en Bandaríkamenn neyddu egypska flugvél til að lenda á Sikiley og höfðu hendur í hári þeirra. 6. nóv. Vinstrisinnaðir skærulið- ar í Kólombíu leggja undir sig dóms- málaráðuneytið í Bogota. Herinn ræðst til atlögu við þá og rúmlega 100 gíslar og skæruliðar láta lífíð. 23. nóv. Egypskri farþegaflugvél rænt' yfir Miðjarðarhafí og flug- maðurinn neyddur til að lenda á Möltu. Egypskir hermenn réðust inn í vélina eftir að ræningjamir höfðu myrt nokkra menn um borð. 60 manns létust. Abu Nidal-hópur- inn talinn hafa verið að verki. 24. nóv. Sprengja springur í bfl við verslun bandaríska hersins í Frankfurt. 35 manns slösuðust. Abu Nidal-hópurinn gmnaður um verkið. 27. des. Palestínskir hryðju- verkamenn ráðast á fólk í flugstöðv- unum í Róm og Vín, 20 manns létu lífið, þar af fjórir hryðjuverkamann- anna. Abu Nidal-hópurinn talinn ábyrgur. 3. febr. 1986. Sprengja springur á Champs-Elysees í París. Atta slasast. Arabísk samtök segjast ábyrg. Fleiri sprengjur springa og verða tveimur að bana og slasa 41. 28. febr. Olof Palme, forsætis- ráðherra Svíþjóðar myrtur á götu í Stokkhólmi. Málið enn óleyst. 2. aprfl. Sprengja springur í far- þegarými þotu yfir Grikklandi. Fjór- ir Bandaríkjamenn týndu lífi. Arab- ískir hryðjuverkamenn taldir ábyrg- ir. 5. aprfl. Sprengja springur á dansstað í Vestur-Berlín. Banda- rískur hermaður og tyrknesk kona létust og 230 slösuðust, þar af 63 Bandaríkjamenn. Arabískir eða vestur-þýskir hryðjuverkamenn grunaðir um verknaðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.