Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 Þrír þættir Athyglisverð heimildarmynd ís- lensk var á dagskrá sjónvarps í fyrradag. Nefndist sú Frá Græn- höfðaeyjum og greindi eins og nafnið gefur til kynna frá andfætlingum vorum á Grænhöfðaeyjum. Aður en lengra er haldið vil ég geta höfunda myndarinnar en þeir eru Sigurður Grímsson og Karl Sigtryggs- son en framleiðandi kvikmyndagerðin Þumall. Eins og ég sagði í upphafi var hér á ferð athyglisverð heimildar- mynd og þá fyrst og fremst fyrir þá sök að þar sáum við Islendingar svart á hvítu hversu framarlega við stöndum sem fískveiðiþjóð, eða voru menn ekki ánægðir með þann dóm er Fengur fékk? Svo virðist sem við íslendingar eigum gífurlega mikið verk óunnið við að hjálpa nýftjálsum þjóðum, til dæmis í Afríku, við að byggja upp fiskveiðar og fískvinnslu. Þannig virðast íbúar Grænhöfðaeyja horfa mjög til sjávar og hafa reyndar í hyggju að láta smíða þijú skip til viðbótar í anda Fengs. Hinir dugmiklu íbúar Grænhöfðaeyja munu vart láta sitja við orðin tóm og er tímar líða verða nöfn íslenskra sjó- manna og fisktækna vafalaust rituð gullnu letri í fiskveiðasögu eyja- skeggja. íhina áttina Grænhöfðaeyjar eru harðbýlar eink- um vegna mikilla hita og þurrka enda skammt sunnan miðbaugs. Annað er upp á teningnum hjá vinum vorum Grænlendingum. Þar er kuldinn nátt- úrulega eitt helsta vandamálið og nú er svo komið hjá þessari nýfijálsu þjóð í norðrinu að hús halda hvorki veðri né vindum, enda gjaman miðuð við veðráttuna í Danaríki. Og hvert líta Grænlendingar þá þeir hyggja á end- umýjun húsakostsins? í fréttaskýring- arþætti Bjama Sigtryggssonar Á markaði frá síðastiiðnum mánudegi á rás 1 ræddi Bjami við Gissur Sigurðs- son fréttamann og Pál Gíslason hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðaríns um viðskipti Islendinga og Grænlendinga. Þar kom fram að Grænlendingar hyggjast á allra næstu árum flárfesta í nýbyggingum hvorki meira né minna en fimmtán þúsund milljónir króna. Upplýsti Gissur að Grænlendingar horfðu mjög til íslenskrar húsagerðar og þá einkum til sérhannaðra íslenskra einingahúsa. Þá hefir þeirri hugmynd verið hreyft að Grænlendingar seldu íslenska jámblendifélaginu kvarz og tækju með sér heim í flutningaskipun- um íslenskt sement. Svo sannarlega hljóma hér gleðifregnir mitt í svart- nætti íslenskra byggingamanna er sjá fram á að í bili hefir verið byggt feiki- nóg af íbúðarhúsnæði handa íslend- ingum. Getum við lœrt? Já, vafalaust _geta Grænlendingar lært margt af Islendingum í húsa- smíði, en getum við íslendingar ekki lært ýmislegt af Grænlendingum? Hvað til dæmis um flugið? í hinum athyglisverða umræðuþætti er Ómar Ragnarsson stýrði í fyrrakvöld og snerist um flugöryggi á íslandi, var lítið rætt um þyrlur en slík farartæki hafa einmitt verið notuð við flutninga á fólki og vörum frá hinum dreifðu byggðum á Grænlandi til flugvallanna í þéttbýlisstöðunum. Væri ekki hægt að hafa svipaðan hátt á hér, þannig að hægt væri að leggja af hina stór- hættulegu smáflugvelli inn í fjörðun- um þröngu en þess í stað yrðu stóru flugvellimir malbikaðir og búnir full- komnustu aðflugstækjum? Hættuleg- asta flugvöll landsins, Reykjavfkur- flugvöll, mætti þannig leggja af og vippa þess í stað farþegum af Stór- Reykjavíkursvæðinu á augabragði til flughallarinnar á Keflavíkurflugvelli. Ég veit að þessar skipuiagsbreytingar myndu skerða mjög athafnasvið áhugaflugmanna en þá er bara að kaupa sér nýja FRÚ Ómar. Ólafur M. Jóhanneson ÚTVARP/ SJÓNVARP Utvarp frá úti- hátíða- höldum 14 15 Útvarp frá úti- hátíðahöldum Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og Iðn- nemasambands Islands verður á rás eitt eftir há- degi í dag. Ávörp flytja: Aðalheiður Bjamfreðsdótt- ir af hálfu Alþýðusam- bands íslands, Ásta Ragn- heiður Pétursdóttir fulltrúi BSRB og Linda Ósk Sig- urðardóttir fulltrúi Iðn- nemasambandsins. Lúðra- sveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika. Gesta- gangur ■■■1 Þátturinn 0"| 00 Gestagangur er £ 1 ““ að venju á rás tvö í kvöld, fímmtudags- kvöld. Gestir Ragnheiðar Davíðsdóttur, stjómanda þáttarins, eru að þessu sinni Jón Helgi Eiðsson logsuðumaður og Hulda Egilsdóttir verkakona. ■ 4* yi "; ► . : Sinfóníuhljómsveit íslands Frá helgartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands ■i Útvarpað verður 30 frá helgartón- ”' leikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands á rás eitt í kvöld. Fluttur verður mars og scherzó úr „Ástum þriggja appelsína" eftir Sergej Prokofíeff, polki úr „Guliöldinni" eftir Dimitri Sjoscakovitsj, þrír þættir úr ballettinum „Gajaneh" eftir Aram Katsjaturian og „1812“, hátíðarforleikur op. 49 eftir Pjotr Tsjaíkov- skí. „Völundarhús einsemdarínnar“: Skáld Rómönsku Ameríku ■i Þátturinn „Völ- J0 undarhús ein- — semdarinnar" í umsjá Berglindar Gunnars- dóttur og Geirlaugs Magn- ússonar er á dagskrá rásar eitt í kvöld. Þar segir frá einsemdinni í samtímanum og hvemig hún birtist í Ijóðum skálda í Rómönsku Ameríku. Það verða þijú skáld sem koma við sögu, nóbelskáldið Pablo Neruda frá Chile, Octavio Paz frá Mexíkó og Nicanor Parra frá Chile. Þá verða lesnar ýmsar ljóðaþýðingar á verkum þeirra. Lesari með þeim Berglind og Geirlaugi er Áslaug Agnarsdóttir. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 1. maí Hátíðisdagur verkalýðsins 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.20 Morgunteygjur. Tón- leikar, þulurvelurog kynnir. 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 8.20 Létt morgunlög 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Eyjan hans múmín- pabba" eftirTove Jansson Steinunn Briem þýddi. Kol- brún Pétursdóttir les (12). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.40 „Égmanþátíð” Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Tónleikar Tónlistarsam- bands alþýðu — fyrri hluti Lúðrasveit verkalýðsins leik- ur, Kjarnakórinn og Álafoss- kórinn syngja íslensk og erlend lög. Stjórnendur: Ellert Karlsson, Reynir Jónasson og Páll Helgason. Kynnir: Jón Múli Árnason. (Hljóðritun frá tónleikum í Háskólabiói 9. nóvember i fyrra.) 12.00 Dagskrá.Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar.Tónleikar. 13.30 Tónleikar Tónlistarsam- bands alþýðu — síöari hluti Kór Menningar- og fræöslu- sambands alþýðu, Samkór Trésmiðafélags Reykjavík- ur, Kjarnakórinn og Álafoss- kórinn syngja íslensk og erlend lög. Stjórnendur: Jakob Hallgrímsson og Guðjón Böðvar Jónsson. Kynnir: Jón Múli Árnason. (Hljóðritun frá tónleikum í Háskólabiói 9. nóvember í fyrra). 14.15 Frá útihátiðahöldum Fulltrúaráðs verkalýösfélag- anna í Reykjavík, BSRB og Iðnnemasambandi Islands á Lækjartorgi. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir. 16.20 „Fagurt galaði fuglinn sá.“ Siguröur Einarsson sér um þáttinn. 17.00 Barnaútvarpiö Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón: Sigrún Björnsdóttir. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 18.00 Atletico Madrid — Dynomo Kiev. Úrslitaleikur í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu. Bein útsend- ing frá Lyon í Frakklandi. 20.10 Fréttaágrip á táknmáli. 20.15 Fréttir og veöur. 20.45 Auglýsingar og dag- skrá. 21.00 Rokkarnir geta ekki þagnaö. Tónlistarþáttur fyrir táninga. Umsjón: Jón Gústafsson. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Ðaglegtmál Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Á ferð með Sveini Ein- arssyni. 20.30 Frá helgartónleikum Sinfónluhljómsveitar ís- lands i Háskólabíói 15. mars sl. Stjórnandi: Karolos Tri- kolidis. a. Mars og scherzó úr „Ástum þriggja appelsína" eftir Sergej Prokofieff. b. Polki úr „Gullöldinni" eftir Dmitri Sjostakovitsj. c. Þrir þættir úr ballettinum „Gajaneh" eftir Aram Kat- sjaturian. d. „1812", hátiðarforleikur op. 49 eftir PjotrTsjaikovskí. 21.10 „Völundarhús einsemd- arinnar" Berglind Gunnarsdóttir og Geirlaugur Magnússon taka saman þátt um skáld í Róm- önsku Ameríku. Lesari: Ás- laug Agnarsdóttir. 2. maí Stjórn upptöku: Björn Emils- son. 21.25 Ságamli (DerAlte) 6. Ránsfengurinn. Þýskur sakamálamynda- flokkur í fimmtán þáttum. Aöalhlutverk: Siegfried Lowitz. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 22.25 Seinni fréttir. 22.30 Harold og Maude Bandarisk bíomynd frá 1971. 21.40 Lúörasveit verkalýðsins leikur ættjarðarlög Ellert Karlsson stjórnar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Konur í verkalýðshreyf- ingunni FIMMTUDAGUR 1. maí 10.00 Morgunþáttur Stjórnendur: ÁsgeirTómas- son og Kristján Sigurjóns- son. 12.00 Hlé 14.00 Spjallogspil Leikstjóri Hal Ashby. Aðal- hlutverk: Bud Cort, Ruth Gordon, Vivian Pickles og CharlesTyner. Ungur auðmannssonur er ósáttur við lifið og tilveruna. Hann hrellir móður sína og aðra með sífelldum hótun- um um að fyrirfara sér. Þá kynnist pilturinn áttræðri konu sem kennir honum að njóta lifsins. Þýðandi Krist- rún Þóröardóttir. 00.10 Dagskrárlok. Lára V. Júlíusdóttir og Hjör- dís Finnbogadóttir stjórna þættinum. 23.30 Kammertónlist Strengjakvartett nr. 3 í B-dúr eftir Franz Schubert. Melos-kvartettinn leikur. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Stjórnandi: Ásta R. Jóhann- esdóttir. 15.00 Djassogblús Vernharður Linnet kynnir. 16.00 igegnumtíðina Þáttur um íslenska dægur- tónlist í umsjá Jóns Ólafs- sonar. 17.00 Einu sinni áðurvar Bertram Möller kynnir vin- sæl lög frá rokktimabilinu, 1955-1962. 18.00 Hlé 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö Páll Þorsteinsson kynnir tiu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Gestagangur hjá Ragnheiði Davíðsdóttur. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Þrautakóngur Spurningaþáttur í umsjá Jónatans Garðarssonar og Gunnlaugs Sigfússonar. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar i þrjár minútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.