Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1986 33 Stríðið hefur breytt miklu? „Stríðið breytti öllu. Þá gátu allir fenpð vinnu og skyndilega var til nóg af peningum. Við höfðum ekki nema gott eitt af hemum að segja. Hann var í nábýli við okkur, en aldrei kom til neinna árekstra né óþæginda." Eftir stríðið hélt Einar áfram búskap í hálfan annan áratug. Þau hjónin höfðu nokkuð umleikis og heyjuðu m.a. jörð upp í Kjós. Um 1960 tók borgin jörðina undir bygg- ingarlóðir og þau hættu búskap. Nú er þétt byggð í kringum Lækjar- hvamm og af bænum sést hvorki tangur né tetur. Glöggir greina þó litla þúfu þar sem jafnað var yfir tóftimar. Berta, kona Einars, lést fyrir 18 árum. Hann býr nú í blokk við Skipholt, sem stendur í „tún- fætinum" ágamla Lækjarhvammi. A ung-mennafélaginu mikið að þakka Einar hóf fljótt störf að félags- málum. Listinn yfír þau stjómar- og nefndarstörf sem hann hefur gegnt er orðinn æði langur. Taldist blaðamanni til að Einar hafi setið í einum 18 stjómum um dagana. Hann varð formaður UMFA 1920, formaður Jarðræktarfélags Reykja- víkur 1943 og hefur síðan gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir bændahreyfinguna. Sitt fyrsta Bún- aðarþing sat Einar árið 1942 og sótti þau næstu 36 árin. Pólitík lætur hann sig litlu varða, en var þó varamaður í borgarstjóm kjör- tímabilið 1942—’46. „Eg hef aldrei skipt mér mikið af pólitík. Ef nokkuð er hallast ég á hægri vænginn. Það byijaði eigin- lega sem kergja í mér þegar ég var til sjós. Þá hafði maður gaman af því að vera í andstöðu, eins og oft síðar. Flestir sjómenn á þeim ámm voru vinstri sinnaðir, jafnaðarmenn. Þannig hertist maður upp í það að vera íhald. Félagsmálaáhuga fékk ég fljótt, og einhverveginn hefur þetta tollað við mig síðan. Ég á ungmennafélaginu mikið að þakka. Þar kynntist maður jafnöldmm sín- um og lærði gildi samvinnunnar." Þú hefur ekki látið til þín taka í verkalýðsmálum? „Nei, ég hef ekkert gert af því. Bændahreyfíngin er minn vettvang- ur.“ Eins og áður segir hefur Einar nú tekið þá ákvörðun að setjast í helgan stein. Seinna á árinu er von á heilmikilli bók um ævi hans og störf. Hæverskur segir hann að sér þyki mikið fyrir sér haft. „Þetta er löng ævi, en ósköp venjuleg. ..“ I dag dvelst Einar hjá dóttur sinni á Selfossi og tekur á móti gestum. Golfklúbburinn Keilir ogB, Magnússon (Kays) auglýsa fyrsta golfmótið á suðvesturhorninu. KAYS — OPIÐ GOLFMÓT verður haldið laugardaginn 3. maíá Hvaleyrarvelli. Ræst verður út frá kl. 08.30. Keppnisfyrirkomulag: Höggleikur með/án forgjafar. Stórglæsileg aukaverðlaun verða fyrir að vera næst holu á eftirtöldum brautum. 6. braut: Fulltgolfsett ásamt poka ogkerru. 11. braut: Fullt golfsett. 16. braut: Golfpoki. 17. braut: Golfkerra. Æfingadagur fyrir mótið verður föstudaginn 2. maí. Skrásetning og upplýsingar verða í skálanum, sími 53360. Kappleikjanefnd RM B. MAGNUSSON Wmmu VI HÓLSHRAUNI 2 - Sl'MI 52866 - P.H. 410 - HAFNARFIRÐI hann sér samt tíma til að sinna ótal trúnaðarstörfum í þágu bænda- stéttarinnar, ungmennahreyfíngar- innar og annarra. Skýringarinnar er líkast til að leita í hæfileikanum til að umgangast fólk, fá það á sitt band og að vinna fyrir sig. Það hafa sagt mér menn, sem hafa unnið með Einari að erfíðum samn- ingamálum t.d. í Sexmannanefnd- inni, að oft hafi hann átt hvað mestan þátt í því að leysa erfíða hnúta. Þetta er sagt að öðrum ólöstuðum. Sagt er að létt lund hafi mikið að segja fyrir starfsþrek manna. Kímnigáfu hefur Einar góða og einkar er mér hugleikinn allskonar galsi sem Einar átti til að hafa í frammi gagnvart hjúum sínum á Bæ og í Lækjarhvammi, án þess að um illkvittni væri að ræða. Einar átti það einnig til að láta ýmsa kviðlinga fjúka við hin og þessi tækifæri án þess að sérstaklega dýrt væri kveðið. Var þá gjaman verið að glettast við einhvem í góðu. Kunn er sagan af Grikkjanum sem bauð Rómveijanum að snæða með sér. Þótti Rómverjanum matur- inn bragðlaus og lítt kryddaður. Þá varð Grikkjanum að orði: „Vinna og hlaup, hungur og þorsti er það krydd sem Grikkir nota í mat sinn.“ Þetta er sjálfsagt einnig það krydd, sem gerir mönnum kleift að skila sjötíu ára starfsævi eftir tví- tugt, fyrst áratug til sjós, fjörutíu ámm við búskap og loks tuttugu ámm við almenn skrifstofustörf. Kristjón Kolbeins ÆVINTÝRAHEIMUR THAILANDS: Allt sem þér hefur dottið í hug fyrir verð sem þér hefur aldrei dottið í hug. < co £ ^\^egna sérstakra samninga SAS og Flugleiða er þér nú gert kleift að kynnast ótrúlegum ævintýraheimi Thailands í heila 17 daga fyrir enn ótrúlegra verð; 52.249,— krónur per mann í tveggja manna herbergi. Og það er ekki eftir neinu að bíða; brottfarir eru alla þriðjudaga a.m.k. út maí. í september byrjar svo gaman- ið aftur. Aukavika fyrir kr. 3.698,- Gist er í 4 nætur í Bangkok og 10 nætur á óviðjafnanlegri Pattaya strönd- inni. Þar er dvalið á fyrsta flokks hóteli og aukavika kostar aðeins 3.698,— krónur. Það er frábært verð fyrir allar þær vellystingar sem í boði eru. 'Einnig er hægt að gista á lúxushóteli og verðið hækkar þá aðeins um litlar 5.994,- krónur. íburðurinn á þessum hótelum er engu líkur. Aukavika í Singapore fyrir 9.828,- krónur. Þú getur líka farið í sérferð til Singa- pore. Þar er gist á enn einu lúxushótel- inu og til að kóróna allt er þar boðið uppá 3ja daga skipsferð til Indónesíu og ógleymanlega siglingu með einka- snekkju. Allar nánari upplýsingar um þetta ein- staka ævintýri eru veittar á næstu ferða- skrifstofu ogsöluskrifstofum Flugleiða. FLUGLEIÐIR S4S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.