Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 Islenskar kartöf lur duga fram eftir júní í UPPHAFI þessarar viku voru hátt í 2.000 tonn af kartöflum í söluhæfu ástandi til í landinu. Miðað við eðlilega neyslu duga þessar kartöflur landsmönnum fram eftir júnímánuði. I ágúst má búast við að nýjar íslenskar kartöflur komi á markaðinn. Bilið verður brúað með inn- flutningi kartaflna. Agnar Guðnason yfírmatsmaður garðávaxta segir að í Þykkvabæn- um séu nú til rúm 1.600 tonn af kartöflum, þar af 700 tonn af binté- og premier-kartöflum. Lítið er til í öðrum héruðum, 10 tonn í Fljóts- hlíð, 10-15 tonn í uppsveitum Ar- nessýslu, 60-70 tonn í Homafirði og um 100 tonn í Eyjafírði. Agnar sagði að kartöflumar væm almennt í mjög góðu ástandi, betra en yfírleitt áður. Þakkaði hann það góðum geymslum sem bændur hafa komið sér upp. Hring- rot væri þó vandamál víða á Suður- landi, og mikið af kartöflum hefði eyðilagst af þeim sökum. Listaverk afhjúpað í Keflavík í DAG verður afhjúpað í Keflavík listaverkið Mána- hesturinn eftir Erling Jóns- son. Listaverkið er staðsett að vestanverðu við norður- enda Hringbrautar Tómas Tómasson forseti bæjarstjómar flytur ávarp og listamaðurinn afhjúpar verkið. Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík leikur nokkur lög við athöfnina. 1. maí hátíðahöldin FYRSTI maí, hátiðisdagur verkafólks, verður haldinn með hefðbundnu sniði víðast hvar á landinu. Hér fara á eftir dag- skrár dagsins, þar sem Morgun- blaðið fékk upplýsingar. Reykjavík Fyrsta maí nefnd Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Iðn- nemasamband íslands og Samtök kvenna á vinnumarkaðinum gang- ast fyrir dagskrá í Reykjavík, safn- ast verður saman kl. 13.30 á Hlemmi og gengið þaðan kl. 14 niður á Lækjartorg. Utifundur verður á vegum Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna, BSRB og INSÍ á Lækjartorgi kl 14.30, ræðumenn verða Aðalheiður Bjamfreðsdóttir af hálfu ASÍ og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir af hálfu BSRB. Ávarp flytur Linda Ósk Sigurðardóttir og fundarstjóri verður Ragna Bergmann, Verka- kvennafélaginu Framsókn. Lúðra- sveit verkalýðsins flytur lög milli ræða. Samtök kvenna á vinnumarkaði efna til fundar á Hallærisplaninu. Margrét Pála Ólafsdóttir frá Sam- tökunum flytur ræðu, þá verður flutt ávarp, Unnur Sigursteinsdóttir frá verkakvennafélaginu Framsókn flytur ávarp og kveðja er flutt frá konum á Bolungarvík. Nýjustu samningasöngvamir verða sungnir, fundarstjóri er Bjamfríður Leós- dóttir, Akranesi. Samtökin efna til fagnaðar í Félagsstofnun stúdenta frákl. 21—1. Hafnarfj örður 1. maí hátíðahöld Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna og Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar hefjast með því að safnast verður saman við Hvaleyri hf. Kl. 14 verðurgeng- ið um Reykjavíkurveg, Hverfisgötu að Lækjarskóla. Útifundur hefst kl. 15, Grétar Þorleifsson formaður Fulltrúaráðsins flytur ávarp en hann er jafnframt fundarstjóri. Ávörp flytja Guðríður Elíasdóttir varaforseti ASÍ, Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands Is- lands og Sigþrúður Ingimundar- dóttir formaður Hjúkmnarfélags íslands. Hljómsveitin Hálft í hvoru skemmtir og Lúðrasveit Hafnar- ijarðar leikur undir stjóm Hans Ploder Franssonar. Akranes Safnast verður saman í kröfu- göngu við hús verkalýðsfélaganna að Kirkjubraut kl. 14. Gengið verð- ur að Bíóhöllinni, en þar fer fram hátíðarfundur. Lúðrasveit Akraness leikur. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands íslands flytur aðalræðu dagsins, en auk þess verður vísnasöngur og ávörp flutt frá stéttarfélögunum á Akranesi. Akureyri Dagskráin hefst með hátíðar- messu í Akureyrarkirkju kl. 11, prestur er séra Þórhallur Höskulds- son. Organisti Jakob Tryggvason. Kirkjukór Akureyrar syngur. Safn- ast verður saman við alþýðuhúsið Skipagötu 14 og gengið kl. 13.30 suður Skipagötu, norður göngu- götu, upp Brekkugötu, niður Odd- eyrargötu, suður Geislagötu, yfir Ráðhústorg og að Alþýðuhúsi. Úti- fundur við Alþýðuhúsið verður kl. 14., þar flytur Ármann Helgason formaður 1. maí nefndarinnar ávarp verkalýðsfélaganna, og Þóra Hjaltadóttir formaður AM flytur aðalræðu dagsins. Fleiri ávörp verða flutt, en að loknum útifundi verður fjölskylduskemmtun og kaffisala á fjórðu hæð Alþýðuhúss- ins. Þar koma fram m.a. Samkór Hliðarbæjar, LMA og Jökull Guð- mundsson. Bolungarvík Kvikmyndasýning verður á veg- um verkalýðsfélagsins í Félags- heimilinu kl. 13 og er öllum boðinn ókeypis aðgangur. Kaffísamsæti hefst kl. 15 og er bæjarbúum sem eru 67 ára og eldri sérstaklega boðið. Tónleikar verða í Félags- heimilinu um kvöldið, Sigrid Kalmar og Sigurður Bjömsson syngja við undirleik Agnesar Löve. Borgarnes Hátíðardagskráin hefst kl. 13.30 á Hótel Borgamesi. Lúðrasveit Borgamess jeikur, stjómandi Bjöm Leifsson. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ flytur ræðu og Álafos- skórinn syngur undir stjóm Páls Helgasonar. Hljómsveit harmoniku- unnenda á Vesturlandi leikur og Stjúpsystur skemmta. Þá verða flutt ávörp fulltrúa stéttarfélag- anna, Ema María Olafsdóttir frá Verkalýðsfélagi Borgarness og Þór- arinn Pálmi Jónsson frá Verslunar- mannafélagi Borgamess flytja ávörp. Kl. 14 er börnum boðið á kvikmyndasýningu í Samkomuhús- inu. Eskifjörður Dagskráin hefst kl. 15. Snorri Konráðsson starfsmaður Menning- ar- og fræðslusambands alþýðu flytur hátíðarræðu. Auk þess verður söngur, upplestur og fleira. Þrír félagar í verkalýðshreyfingunni verða sæmdir gullmerkjum. Að lokinni dagskrá verður öllum bæjar- búum boðið í kaffi. Eyrarbakki Kaffísala verður í tilefni dagsins og ágóða varið til byggingar elli- heimilisins. Sýning verður á vinnu nemenda barnaskólans. Húsavík Kvikmyndasýningar verða fyrir böm kl. 14 og 16. Hátíðardagskrá verður sett í Félagsheimilinu kl. 14 af Helga Bjarnasyni formanni Verkalýðsfélags Húsavíkur. Hátíð- arræðu flytur Kristín Hjálmars- dóttir formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri. Húsavíkur- kórinn syngur í fyrsta sinn. Leik- félag Húsavíkur flytur stutta leik- þætti. Baldur og Baldvin Baldvins- synir syngja tvísöng við undirleik Ulriks Olasonar. Jóhannes Einarson flytur gamanmál og kaffísala verð- ur á vegum Leikfélags Húsavíkur Fulltrúi Eimskips um gagnrýni í viðtali við verðlagsstjóra: Meðalflutningsgjald lækkað —1000 milljónir frá ’82 um 500 FRÁ árinu 1982 hefur meðalflutn- ingsgjald á hvert tonn hjá Eim- skipafélagi íslands lækkað um 500-1000 milljónir króna, að þvi er Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri hjá Eimskip, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Þessi lækkun hefur verið möguleg vegna margháttaðra breytinga og hagræðingar í rekstri félagsins og enn er haldið áfram á þeirri braut að lækka kostnað með það fyrir augum að geta lækkað flutnings- gjöldin enn meira,“ sagði Þórður. „Hins vegar höfum við líklega lækkað flutningsgjöld of hratt því þrátt fyrir verulega kostnaðar- lækkun hefur fyrirtækið verið rekið með halla undanfarin ár.“ Morgunblaðið leitaði til Þórðar í framhaldi af viðtali við Georg Ólafs- son verðlagsstjóra, sem birtist í blað- inu í gær. Þar kemur m.a. fram, að ýmsir inn- og útflytjenda telja að flutningsgjöld hafí hækkað eða skipa- félögin sýni aukna hörku í verðlagn- ingu eftir að Hafskip hætti rekstri. Þórður Sverrisson sagði að sér kæmi þetta mjög á óvart. „Við hjá Eimskip höfum ekki fengið kvörtun frá verð- lagsstjóra né heldur öðrum og finnst þetta einkennileg vinnubrögð verð- Iagsstjóra að koma umkvörtunum, sem snerta okkur hjá Eimskip, á framfæri með þessum hætti í blaða- viðtali," sagði hann. Þórður sagði ennfremur að verð- lagsstjóri hafi ávallt haft aðgang að öllum upplýsingum varðandi flutn- ingsgjöld, rekstrarafkomu, rekstrar- áætlanir og annað, sem snerti verð- lagningu hjá Eimskipafélaginu. „Vel má vera,“ sagði Þórður Sverr- isson, „að eitthvað af okkar flutnings- gjöldum hafi breyst vegna misgengis erlendrar myntar á undanfömum vikum vegna þess að öll flutningsgjöld eru reiknuð í erlendri mynt. Einnig kemur til greina að flutningsgjöld einhverra okkar viðskiptamanna hafi ekki lækkað eins mikið og þeir óska en slíkt er ekki óeðlilegt í viðskiptum." Vikuverð á matarmiðum í Skúlatúni: Samkomulag um 10% hækkun fyrir atbeina starfsmannafélagsins í FORSÍÐUFRÉTT Þjóðviljans sl. laugardag sagði meðal annars: „Matarmiðar í mötuneyti borgarinnar við Skúlatún hafa verið hækkaðir um allt að 80%. í frétt Morgunblaðs- ins um þetta mál sl. þriðjudag er það haft eftir Haraldi Hannessyni, formanni Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, að það sé rangt hjá Þjóðviljanum, að matarverð í mötuneyti borgarinnar hafi hækkað allt að 80%, hækkunin hafi numið 84% en að athuguðu máli hafi verið ákveðið, að hún yrði ekki nema 10% og gildi sú hækkun aðeins um eina máltíð vikunnar. Þjóðviljinn birti enn forsíðufrétt um þetta mál í gær. Þar er það haft eftir Haraldi Hannessyni, að það sé rangt eftir sér haft í Morg- unblaðinu um laugardagsfrétt Þjóðviijans, hún hafí verið hárrétt. I forystugrein segir Þjóðviljinn um þetta mál í gær, að Morgunblaðið hafí „gleymt æru sinni" í þessu máli vegna væntanlegra borgar- stjómarkosninga og hafi farið „með fleipur, ef þaó kynni að verða til þess að dylja almenning þess vinnulags sem stundað er af Sjálf- stæðisflokknum í Reykjav(k“. í gær sendi Haraldur Hannes- son Morgunblaðinu skriflega greinargerð vegna þessa máls og birtist hún hér á eftir í heild. Þar kemur fram, að meðaltalshækkun á matarverði í mötuneytinu í Skúlatúni var ákveðin 32% á viku en að athuguðu máli var ákveðið, að meðaltalsverðið hækkaði um 10% og er þá miðað við hækkun á einni máltíð í viku hverri. Þegar Morgunblaðið bar skrif Þjóðviljans undir Harald Hannes- son sagðist hann hafa sagt við blaðamann Þjóðviljans: „Það er ansi langsótt, að þetta hafí verið 80% hækkun á matarverði, það stenst ekki, þar sem þetta var aðeins einn dagur. Ef þú lest Morgunblaðið þá kemstu að hinu sanna. Hið eina sem er villandi hjá Morgunblaðinu er fyrirsögnin á fréttinni. Hækkunin nam að meðaltali 32% en var lækkuð í 10% eftir afskipti starfsmannafélags- ins.“ Samkvæmt þeirri ákvörðun, sem nú hefur verið afturkölluð, átti sem sé að hækka eina máltíð í viku um 80%. Fyrirsögn Morgunblaðsins, sem Haraldur vísar til var þannig: „Mötuneyti borgarinnar við Skúla- tún: „Hækkunin nam 10 prósent- um en ekki 80,“ segir Haraldur Hannesson formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar." Hér birtist greinargerð Haralds Hannessonar, sem Morgunblaðinu barst í gær: „Enn um mötuneyti i Skúla- túni. Vegna frétta, en þó aðallega vegna fyrirsagna í Morgunblaðinu og Þjóðviljanum undanfama daga, óska ég að fá eftirfarandi birt. Þegar ég fékk vitneskju um hækkun á matarverði í mötuneyt- inu í Skúlatúni, fór ég þegar á fund skrifstofustjóra borgarverk- fræðings þar og óskaði skýringa. Skrifstofustjórinn tók því mjög vel og skýrði mér frá því að rekst- urinn hefði gengið mjög illa að undanfömu og því hafi verið farið út í nýtt kerfí, sem byggðist á sölu á miðum, þar sem hver eining kostaði kr. 60.-. Eftir þessa breytingu yrði hægt að fá súpu og brauðsneið með smjöri fyrir kr. 60.- alla daga. Fjóra daga vikunnar væri „al- mennur" matur seldur á tvær einingar 2x60 eða kr. 120.- Einu sinni í viku væri „betri" matur seldur á þijár einingar 3x60 eða kr. 180.- Að sögn skrifstofustjórans var haft samráð við fulltrúa starfs- fólks á staðnum og vom þeir sammála þessari aðgerð til að rétta af hallann, en síðan yrði málið endurskoðað að nýju. Allur matur kostaði áður kr. 100.- á dag eða kr. 500.- á viku. Að supunni og brauðinu slepptu má setja upp einfalt reikningsdæmi um hver raunvemleg hækkun var. Eldra fyrirkomulag, þ.e. 5x100 eða kr. 500.- á viku. Nýrra fyrirkomulag, þ.e. 4x120 eða kr. 480,- + 1x180 eða alls kr. 660.- á viku. Mismunur hækkun kr. 660.----- kr. 500,- eða kr. 160 eða 32%. Ég taldi hinsvegar ekki ástæðu til að una slíkri hækkun án frekari athugunar og því varð samkomu- lag um eftirfarandi, á meðan slík athugun færi fram: 4x100 eða kr. 400,- + 1x150 eða alls kr. 550,- á viku. Mismunur er því 550 — 500 eða kr. 50.- á viku eða 10%. Allur stuðningur við okkar verð- lagseftirlit er vel þeginn, en þarf að vera vel fram settur ef hann á að nýtast. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna, Haraldur Hannesson.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.