Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 Ráðstefna um efl- ingu atvinnulífs á Suðurnesjum Ráðstcfna um eflingu atvinnulífs á Suðurnesjum verður haldin í Stapanum, Njarðvík, nk. laugardag, 3. maí, og eru þingmenn kjör- dæmisins sérstaklega boðaðir. Fundarstjórinn, Einar S. Guðjónsson setur ráðstefnuna kl. 13.00 og síðan flytur Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, ávarp. Daníel Gestsson verkfræðingur flytur erindi um verkefnastjómun, Grímur Þ. Valdimarsson forstjóri Rannsóknastofnunar Fiskiðnaðar- ins §allar um nýtingu sjávarafla, dr. Jón B. Bjamason ræðir um há- skólann og atvinnulíflð og rann- sóknir á líftækni í flskiðnaði. Þá kemur Hjörtur Hjartar hagfræðing- ur og fjallar almennt um iðnaðar- mál og bæjarstjóri Njarðvíkur, Albert Sanders, ræðir um bæjarfé- lög á Suðumesjum. Eftir fyrirspumir og kaffíhlé flytur Páll Gíslason verkfræðingur erindi um þjónustu og markaðsmál á vegum Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, Rögnvaldur Gíslason, deildarstjóri hjá Iðntæknistofnun íslands ræðir um þjónustu Iðn- tæknistofnunar, Eiríkur Alexand- ersson framkvæmdastjóri talar um Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum, Albert Albertsson verk- fræðingur íjallar um Hitaveitu Suðumesja og tengsl hennar við atvinnulífið og síðastur á mælenda- skrá er Gylfl Isaksson verkfræðing- ur, sem ræðir um skipulagsmál Suðumesja í framtíðinni, staðsetn- ingu fyrirtækja og stóriðnaðar. Þörungavinnslan Rekstur Þörungavinnslunnar stöðvaður: Nýtt „BSRB-blað“ hefur göngu sína FYRSTA tölublað BSRB-blaðsins er komið út og er blaðið arftaki Ásgarðs, sem Bandalag starfs- manna ríkis og bæja hefur gefið út i 35 ár. BSRB-blaðið er gefið út í 17.500 eintökum og er rit- stjóri þess Helgi Már Arthursson, en í leiðara segir hann að ætlun blaðstjórnar sé að „fjalla um þjóðmál í víðasta skilningi orðs- ins. Við ætlum ekki að einblína á kjaramál í þrengstu merk- ingu.“ Blaðið er 80 blaðsíður að stærð. Efni blaðsins er viðtal við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðs- ins, um blaðið og viðhorf þess til þjóðmála, grein um húsnæðismál, sem þátt í samningum, grein um efnahagsmál og samninga og grein um Svíþjóð eftir morðið á Olof Palme. Þá er í BSRB-blaðinu grein, sem ber heitið: „Fjölmiðlamálið er strand" og litið er inn á æfingu á Ríkarði þriðja. í blaðinu er grein, sem ber yfirskriftina: „Þarf að skipuleggja félög opinberra starfs- manna upp á nýtt?“, grein um hús- næðislán, verkalýðsbaráttu fyrir dómstólum og loks er grein um Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar 60 ára með myndum úr afmælishófi þess. BSRB-blaðið er sent öllum fé- lagsmönnum innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Viðskiptavild og markaðsstarf fyrir- tækisins í hættu verði ekkert að gert — segir Kristján Þór Kristjánsson f ramkvæmdastj óri Miðhúsum, Keykhólasveit. KRISTJÁN Þór Kristjánsson framkvæmdastjóri Þörunga- vinnslunnar hefur í samráði við formann stjórnar Þörunga- vinnslunnar ákveðið að stöðva rekstur hennar. „Þangvertíð átti að hefjast nú um mánaðamótin, en ekki verður byijað á þang- slætti fyrr en stjórnvöld hafa markað skýrari línur um með- ferð og framtíð Þörungavinnsl- unar,“ sagði Kristján í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins ígær. Kristján sagði að á síðastliðnu sumri hefði ríkisstjómin og Alþingi markað ákveðna stefnu í málefnum Þömngavinnslunnar og um áfram- haldandi rekstur hennar. „En við ráðherraskiptin í haust kom upp sú staða að sá sem tók við iðnaðar- ráðuneytinu hefði ekki áhuga á að framfylgja stefnu fyrirrennara síns og hefur látið reka á reiðanum í málefnum Þömngavinnslunnar og íbúa byggðariagsins við innanverð- an Breiðafjörð," sagði Kristján. „Með dyggum stuðningi formanns Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráð- herra, og þrátt fyrir yfirlýsta stefnu ríkisstjómarinnar og heimildar- ákvæði í lögum landsins sem sam- þykkt var á Alþingi síðastliðið vor, hafa þeir ákveðið að krefjast gjald- þrotameðferðar á Þömngavinnsl- unni hf. Þetta þýðir samkvæmt upplýsingum ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra fjármálaráðuneyt- isins, að þess er krafíst af stjóm fyrirtækisins að hún lýsi fyrirtækið gjaldþrota, með þeim afleiðingum sem það kann að hafa fyrir lánar- drottna fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri og ýmsir stjómarmenn fyrirtækisins hafa á undanfömum vikum og mánuðum reynt af fremsta megni að skýra málefni Þömngavinnslunnar fyrir forsætisráðherra og samgönguráð- herra, sem jafnframt em þingmenn byggðarlagsins, og hafa mætt skilningi og stuðningi, en jafnframt engum árangri. Stjóm Þömnga- vinnslunnar lýsti því yfír við fyrr- verandi iðnaðarráðherra á haust- mánuðum 1984, en iðnaðarráðherra hefur forræði Þömngavinnslunnar, að við óbreyttan rekstur væri ekki hægt að búa. Fyrrverandi iðnaðar- ráðherra, Sverrir Hermannsson, tók á málinu með festu og markaði stefnu, sem allir sættu sig við og unnu að hvar í flokki sem þeir stóðu. Ekki er að efa að ef Sverrir hefði haft tíma hefði hann lokið málinu með sóma. Á gmndvelli orða Sverris, yfír- lýstrar stefnu ríkisstjómarinnar og samþykktar Alþingis, hélt stjóm Þömngavinnslunnar áfram rekstri fyrirtækisins, þess fullviss að eng- inn aðili skyldi vera svikinn af við- skiptum við Þömngavinnsluna. Skuldunautar fyrirtækisins hafa einnig haldið uppi lánaviðskipum við Þömngavinnsluna í góðri trú. Nú blasir við, eins og áður segir, að fyrirtækið verði tekið til gjald- þrotaskipta, ef marka má orð ráðu- neytisstjóra fjármálaráðuneytisins, og þar með eyðilagt allt sem ekki var þegar búið að eyðileggja með aðgerðaleysi Alberts Guðmunds- sonar iðnaðarráðherra og Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra. Inn- lend og erlend viðskiptavild fyrir- tækisins, ásamt áralöngu markaðs- starfi, er í mikilii hættu ef ekki verður tekið á málinu af ábyrgð og alvöm,“ Kristján Þór Kristjánsson í lokin. . Sveinn Landsþing Slysavarnaf élagsins 21. LANDSÞING Slysavamafé- lags ísiands hefst á morgun, föstudaginn 2. maí, með þátttöku um 200 fulltrúa frá slysavarna- deildum og björgunarsveitum um allt land. Þingið verður sett klukkan 15.00 í félagsheimili Seltjarnamess, að aflokinni guðs- þjónustu í safnaðarheimili Sel- tjarnarneskirkju. Á dagskrá þingsins verður meðal annars tii umræðu starfsáætlun fé- lagsins næstu tvö árin, auk hefð- bundinna þingstarfa. Hannes Haf- stein framkvæmdastjóri Slysavama- félagsins sagði að öryggismál sjó- manna myndu einnig verða ofarlega á baugi, og þá sérstaklega slysa- vamaskóli sjómanna. Hannes sagði að fljótlega kæmi að því að gamla varðskipið Þór yrði tekið í notkun sem æfíngaskip fyrir skólann. Bændur heiðraðir fyrir bestu nautin: Gegnir 79018 besta nautið í sínum árgangi BÚNAÐARFÉLAG íslands hef- ur ákveðið að heiðra áriega þann bónda sem lagt hefur Nautastöð búnaðarfélagsins til besta nautið af hverjum ár- gangi. Afhending fyrstu heið- ursviðurkenningarinnar fór fram nýlega er þeim bræðmm Karli og Oskari Þorgrímsson- um á Efri-Gegnishólum í Gaul- veijabæjarhreppi var afhent verðlaun fyrir nautið Gegnir 79018, en það var að mati kynbótanef ndar Búnaðarfélags íslands í nautgriparækt besta nautið sem borið var árið 1979. íslenskir bændur hafa um ára- tuga skeið stundað öflugt ræktun- arstarf í nautgriparækt. Gmnd- völlur ræktunarstarfsins er skýrsluhald á vegum nautgripa- ræktarfélaganna. Árið 1985 héldu um 900 bændur afurðaskýrslur um kýr sínar og fengust á þann hátt upplýsingar um afurðir ein- Karl Þorgrímsson með verð- launin fyrir Gegni 79018. stakra kúa, fyrir um 60% af öllum kúm í landinu á síðastliðnu ári. Búnaðarfélagið rekur nauta- stöð á Hvanneyri. Sæði úr nautum þar er notað um allt land. Árlega em tekin þar í notkun um 20 naut sem em á hveijum tíma valin undan bestu kúm landsins. Úr hverju nauti em frystir til geymslu um 7.000 sæðisskammtar. Þegar þeirri söfnun er lokið em nautin felld og em þau þá flest rúmlega tveggja ára gömul. Fljótlega em notaðir 1.200-1.500 sæðis- skammtar úr hveiju nauti. Að nokkram áram liðnum koma dætur nautanna inn í mjólkur- framleiðsluna. Fást þá upplýsing- ar um afurðahæfni þeirra úr skýrslum nautgriparæktarfélag- anna. Upplýsinga um ýmsa aðra eiginleika kúnna er aflað með skoðun á þeim. Þegar þessar upplýsingar allar hafa fengist þá er mögulegt að fella traustan afkvæmadóm um nautin sem byggður er á reynslu af dætram LjÓ8mynd/Freyr J J. Bræðrunum á Efri-Gegnishólum voru afhent verðlaun sín á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands i Árnesi 28. apríl síðast- liðinn. Diðrik Jóhannsson framkvæmdastjóri Nautastöðvar Búnað- arfélagsins afhenti Karli Þorgrimssyni verðlaunin. Vinstra megin við Driðrik á myndinni er Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri en hægra megin við Karl eru Jón Viðar Jónmundsson nautgriparækt- arráðunautur og Hjalti Gestsson ráðunautur á Selfossi. þeirra. Þau naut sem þannig hljóta bestan afkvæmadóm eru þátekin til áframhaldandi notkun- ar. í ársbyijun 1986 vora þannig fyrir hendi upplýsingar til að afkvæmadæma þau naut sem borin vora árið 1979. Gegnir 79018 var borinn 26. júlí 1979 á búi þeirra Karls og Óskars Þorgrímssona á Efri- Gegnishólum í Gaulveijabæjar- hreppi í Amessýslu. Faðir Gegnis var Toppur 71019 frá Kastala- brekku í Ásahreppi, en móðir hans, Mús 108, var mikill afurða- gripur með frábæra endingu. Mús var felld í janúar 1986 og hafði þá mjólkað um 65 þúsund kfló mjólkur á nær 12 áram. Mús var dæmd besta kýrin í Ámessýslu á héraðssýningum á kúm árið 1983. Gegnirvar felldur30. júní 1981.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.