Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 61
61 ýmislegt til greina og vil ég nefna hér tvö atriði. Með þeim tæknifram- förum sem orðið hafa á síðustu árum er nú mörgulegt að vakta stór svæði í gegnum símalínur Væri m.a. mögulegt að vakta VR-húsið, Gimli, Breiðablik, Furu- gerði, Langagerði, Samtök aldraðra við Bólstaðarhlíð og ýmsa íbúa þessa svæðis sem búa í venjulegum íbúðum með einni vakt. Þetta væri ekki umtalsverður kostnaður á fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar en all verulegur fyrir einstaklingana miðað við tekjur. Má sem dæmi nefna að vakt á vegum einkafyrir- tækja kosta u.þ.b. 1100 kr. á mán- uði á mann. Annað er það sem veldur öldruðum verulegum erfíð- leikum og útgjöldum og það er umhirða lóða og snjómokstur og væri veruleg bót fyrir þessa aðila ef bæjaryfirvöld kæmu þar inn í. Ríkið gæti komið inn í þessa mynd m.a. með fjárframlögum til bygg- inganna og er mun ódýrara fyrir báða þessa aðila að aðstoða við byggingu og rekstur slíkra húsa en að taka að sér að byggja þau og sjá um allan rekstur þeirra. Finnst mér lítið atriði þó hér væri eitthvað það gert, sem ekki er gert fyrir aðra þjóðfélagshópa. Ríki og bær gætu einnig auðveld- að öldruðum íbúðaskipti með því að kaupa eignir þeirra til útleigu og fyrir verkamannabústaði og hefur a.m.k. Reykjavíkurborg gert þetta að einhverju leyti. Enn sem komið er hef ég aðeins nefnt tjárhagsleg vandamál við íbúðaskipti en þeim fylgja einnig félagsleg vandamál, engu minni. Það er mikið átak að taka sig upp eftir áratuga búsetu, fækka hús- munum og flytja í ókunnugt hverfí. Þar við bætist að fasteignamarkað- urinn er nokkurs konar frumskógur þar sem eitilharðir ijármálamenn ráða ríkjum og ef fólk ekki skilur til fullnustu kjör hans og reglur er því hreinlega hætta búin. Eldra fólk er flest ókunnugt verðtryggðum lánum og því gengur illa eiris og svo mörgum öðrum að skilja til fullnustu hvaða greiðslubyrði það er að taka að sér. Áhætta þessa hóps er þó meiri en flestra annarra þar sem tekjur þeirra eru oftast. mun minni. Eldra fólk þarf oft mun meiri tíma til að setja sig inn í mál og til ákvörðunartöku. Þeir ofmeta oft eignir sínar og sölumöguleika þeirra og þyrftu að njóta sérstakrar aðstoðar við fasteignasölu og -kaup. Það er stór hluti þeirra sem ekki ekur á eigin bílum og á því erfítt með að komast milli bæjarhluta til að skoða húsnæði. Mikil hagsmuna- bót væri fyrir þetta fólk að geta leitað til einhvers aðila, sem ekki á hagsmuna að hæta og sem það getur treyst til að gefa sér réttar upplýsingar og leiðbeina við kaup og sölu. Þyrfti viðkomandi að geta farið með þeim til að skoða hús- næði. Oryggisleysi eldra fólks er oft mjög mikið og sá hraði sem orðinn er á öllum hlutum er því oft ofviða. Það má ætla að ýmsir leggi árar í bát og búi áfram við ómögu- legar aðstæður. Sérhannað húsnæði fyrir aldraða á ekki aðeins að tryggja umönnun og húsnæðisör- yggi, heldur einnig félagsskap. Það er því mál allra að gera byggingu slíks húsnæðis kleifa. Það verða allir aðilar að leggjast á eitt og veita aðstoð og ef það gerist ekki nema með því að breyta einhveijum reglum og tryggja þessum hópi einhver forréttindi umfram aðra borgara, þá fínnst mér það sjálf- sagt. Hvort ríki og bær fá stein- steypueignarhluta í eigum þess eða ekki finnst mér hreint aukaatriði. Aðalatrið er að tryggja að fólk geti séð fyrir sér sjálft eins lengi og þess er nokkur kostur. Þetta erindi leysir engin vanda- mál en ég vona að það geti verið innlegg í gagnlegar umræður og hugsanlega vakið einhveijar nýjar hugmyndir, sem gætu orðið öldruð- um að gagni. Höfundur er starfsmaður Flug- leiða og formaður bygginganefnd- ar húss aldraðra félagsmanna VR. Erindiþetta var flutt á ráðstefnu um stöðu ogframtíð húsnæðis- og byggingamála á Akureyri. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1986 Jazz-rokk Björn Thoroddsen og félagar á Borginni Björn Thoroddsen gítarleikari og félagar hans halda tónleika á Hótel Borg á laugardaginn kl. 15. Leikur hljómsveitin sambland af jazzi og rokki. Hljómsveitina skipa, auk Bjöms, sem er lengst til vinstri á myndinni, þeir Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Steingrimur Óli Sigurðsson trommuleikari og Þórir Baldursson hljómborðsleikari. Þessi hljómsveit verður fulltrúi íslands á mikilli jazzhátíð í Kongsberg í Noregi í júlí í sumar. Akranes: Ragriar Lár meö sýningu RAGNAR Lár myndlistarmað- ur á Akureyri opnar málverka- sýningu í Bókhlöðunni á Akra- nesi fimmtudaginn 1. maí. Á sýningunni eru 37 málverk unnin í olíu, gvass, kol og krít. Flestar myndimar eru frá þessu ári og því síðasta, en elstu mynd- imar eru frá 1983. Auk þess verða á sýningunni fmmmyndirnar fímm af „Kynlegum kvistum", sem Ragnar gaf út sáldþrykktar í 200 tölusettum og árituðum eintökum. Ragnar Lár nam á sínum tíma við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík og um árabil vann hann undir handleiðslu Gunnars Gunnarssonar listmálara. Ragnar hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1956 í Ásmundarsal við Freyju- götu, en síðan hefur hann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í nokkmm samsýningum. Síðast- liðin fímm ár hefur Ragnar helgað sig fijálsri myndsköpun eingöngu. Á þeim tíma hefur hann sýnt tví- vegis í Reykjavík, þrívegis á Akureyri, á Húsavík og Blönduósi. Sýningin á Akranesi er fímmta einkasýning Ragnars þar. Sýning- in í Bókhlöðunni er opin daglega frá kl. 15:00 til 22:00 fram til sunnudatrsins 4. maí. AKar fetðimar eru aó seíjast upp/ Brottfarir eru 11. júní, 2. júlí, 23. júlí og 13. ágúst. Uppselt er f júníferðina — biölisti, 2. júlí eru 10 sæti laus, 23. júlí eru 17 sæti laus og 13. ágúst eru 16 laus sæti. Mikilvægt er því að hafa samband og bóka ferð sem allra fyrst. Senn verður uppselt í allar ferðir. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og umboðsmenn um land ^illt. Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Simi (91) 26900 GOTT FÖLK / SÍA NÚ kemst M Ijötstyktm sólaríerb tíl Cap d'Agde fýrir óvenju hagstætt verð í júlí getur fjölskyldan t.d. ferðast til Cap d’Agde og búið þar í vellystingum í þrjár vikur fyrir aðeins kr. 27.225,- á mann. Verðið miðast við hjón með tvö börn (2-11 ára). Aukavika kostar aðeins 3.000,- krónur. Innifalið er flugfar. akstur milli flugvallar og gististaðar úti, gisting í glæsilegu íbúðahóteli og íslensk fararstjóm. I Cap d’Agde eru endalausar vatnsrenni- brautirogöldu- sundlaugarfyr- ir bömin að busla í. afslappandi dag á ströndmm er tilvalið að bregða sór á veitingahús og borða lygilega ódýran veislumat. 5 umarleyfisstaðurinn Cap d'Agde á Miðjarðarhafsströnd Frakklands er sannkölluðsólarparadís. Úrval gerirallri fjölskyldunni kleift að komast þangað fýrir viðráðanlegt verð með því að bjóða mjög ríflegan barnaafslátt: 10-75% afslátt af fullorðinsverði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.