Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 1. MAÍ Brynleifur Sigurjónsson Lilja Magnúsdóttir Anna Soff ía Sverrisdóttir Anna Soffía Sverrisdóttir sjúkraliði á Landspítalanum: „Þessir síðustu samningar al- veg út í hött“ „Mér finnst þessir síðustu samn- ingar vera alveg út í hött, það er ekkert verið að hugsa um okkur sem getum ekki lifað af laununum okkar. Ef þessir menn, sem eru að semja fyrir okkur, gætu hugsað sér að lifa á þessum launum, þá myndi ég gera það líka. Mér fínnst alveg sjálfsagt að reyna að ráða niðurlög- um verðbólgunnar, en þó ekki þannig að það bitni á launþegum. Afkoma mín er erfið, ég er ein með tvo unglinga, er með 25 þúsund króna grunnlaun eftir 13 ára starf. Eg er ekki ein um að eiga erfitt, það eru margir sjúkraliðar hér sem eru einu fyrirvinnur heimilis síns. Eg er að kaupa íbúð og til að ná endum saman tek ég allar auka- vaktir sem ég get tekið og vinn eins og bijálæðingur. Ég er komin í algjöran vítahring og sé ekkert út úr þessu. Mér firinst alveg hræðilegt að fara svona með fólk. Dóttir mín er nú að fara út á vinnumarkaðinn og fær 20 þúsund krónur fyrir full- an vinnudag. Mér finnst hræðilega illa farið með þetta unga fólk ef það verður að strita allt sitt líf fyrir engin laun. Ég er alveg viss um að það eru nægir peningar til í þessu þjóðfélagi." Kristín Þorsteinsdóttir Ljósm.: Emilía Kjartan Lárusson ívar Már Kjartansson Brynleifur Siguijónsson lagerverkstjóri hjá Sól hf.: „Þessir samn- ingar voru ekki gerðir fyrir þá lægst launuðu“ „Mér fmnst þessi samningar ekki góðir og láglaunabætumar hlægi- legar. Það sjá allir, að það er skrípa- leikur að láta þá sem eru með 16—17 þúsund króna mánaðartekj- ur fá 6 þúsund króna láglaunabætur á ári. Þessir samningar vora ekki gerðir fyrir þá lægst launuðu. Það lifir enginn íjölskyldumaður á 20 þúsund krónum á mánuði. En þetta hefur alltaf verið svona undanfarin ár, þeir lægst launuðu sitja alltaf eftir. Ég hef þó trú á að verðlag geti haldist nokkuð stöðugt, en það má ekki bitna á þeim lægst launuðu þegar reynt er að vinna bug á verðbólgunni. Sjálfur hef ég ekki yfír neinu að kvarta, en ég hef ekki orðið var við neinar verðlækkanir, eingöngu verðhækkanir, nema lækkun á bensínverði sem er annar skrípa- leikurinn, verðið lækkar hér um eina til tvær krónur þegar lækkun verður á olíuverði erlendis." Hólmsteinn Jóhannsson afgreiðslumaður í versl- uninni Geysi: „Hefði viljað fá tollalækkanir á öðru en bílum“ „Mér finnst þessi nýja stefna að sumu leyti góð og að sumu leyti slæm. Ég er t.d. ekki sáttur við þessar tilfærslur lífeyrissjóðanna, þeir vora ekki stofnaðir fyrir hið opinbera og því er ég ekki sáttur við að lífeyrissjóðimir leggi jafn mikið í húsnæðissjóð eins og gert er ráð fyrir í hinum nýju lögum um húsnæðismál. Ég er hlynntur því að reynt sé að halda verðbólgunni í skefjum, en ég hefði viljað fá tollalækkanir á öðru en bílum. Þeir sem minnst mega sín hafa ekki efni á bflum og hefði því verið eðli- legra að lækka verð á neysluvöra sem enginn kemst af með. Ég held það sé hæpið að þessi stefna vari í langan tíma, þetta gengur meðan fískurinn er í topp- verði og olíuverð lágt, en hvað gerist ef það breytist?. Ég fínn ekki nokkum mun á verðlagi, hef ekki fundið fyrir neinum verðlækkun- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.