Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 „Hér lifir það gamla í þeim ungu“ Hugleiðingar um iðju og iðnað eftir Aðalstein Jóhannsson Tækniframfarir hafa verið stöð- ugar hér á landi sem annars staðar á undanfömum áratugum, en þó líklega aldrei eins og nú, síðan tölvuöld gekk í garð. Tölvumar em þegar famar að hafa mikil áhrif á líf okkar og fj'árhagsgmndvöll. Við íslendingar emm yfirleitt fljótir að tileinka okkur tækninýjungar, en gæta verður þess að einstaklingur- inn haldi sjálfstæði sinu, þrátt fyrir hin margbreytilegu og fullkomnu tæki, sem við sögu koma. Muna má, að maðurinn stjómar tækjun- um, og þau aðhafast ekki annað en það, sem hugur og hönd manns- ins ætlar þeim. Þessi tæki létta undir í lífsbaráttunni, sé rétt að staðið. Það hefur komið í ljós, að hugsuðir okkar á tæknisviðinu em ekki eftirbátar annarra. Þannig hafa verið fundnar upp tölvuvogir og smíðaðar á ísafirði, og svo vel hefur tekizt til, að fyrir þær hefur opnast markaður í Bandaríkjunum og Kanada. Þjóðinni Qölgar, svo að nauðsyn- legt er að atvinnulífið verði æ fjöl- breyttara. íslenzkir iðnaðarmenn hafa getið sér góðan orðstír fyrir framfaravilja og hagleik fyrr og síðar og mætti nefna marga menn í því sambandi, en mig langar til að minna á þann mann, sem bar einna hæst í þeim efnum á fyrri tíð, Tryggva Gunnarsson. Hann átti mikinn þátt í að breyta hugsunar- hætti landsmanna á síðari hluta 19. aldar, en margir vom þá orðnir vondaufir um möguleika fósturjarð- arinnar til að sjá bömum sínum farborða, vegna langvarandi harð- inda, er „íslands fomi fjandi", hafls- inn, seinkaði vorkomunni hvað eftir annað, eldgos spilltu gróðri og margskonar vesöld heijaði á mann- fólkið. Tryggvi Gunnarsson fæddist 1835, sonur séra Gunnars Gunnars- sonar í Laufási. í bókinni, sem Þorkell Jóhannesson prófessor skrifaði um Tryggva Gunnarsson, segir á einum stað: „Áður var sagt, að tvennt hefði einkum mótað þjóðfélag vort: sam- tök og fjármagn. Enginn einn maður meðal brautryðjenda hinnar íslenzku þjóðar hefur skilið þetta betur en Tryggvi Gunnarsson, né unnið markvissara að því að efla þjóðina til samtaka um hagsmuna- efni sín, enginn átti meiri beinan og óbeinan þátt í því, að leiða þjóð- ina til bjargálna úr fátækt og umkomuleysi." Þama er talað um mann, sem hefur haft einstaka hæfileika til að sjá hvar skórinn kreppti. Hann taldi að samgöngurnar yrði að bæta, þar sem landsmenn yrðu að öðmm kosti einangraðir í eigin landi. Sam- gönguleysið sé mesti fjötur um fót á leið til bættra lífskjara. Tryggva Gunnarssyni var það mikið happ, að hann hafði í æsku numið handverk, smíðar, sem hann var hneigður til og hafði mikinn áhuga á. Kringum þennan mann skapast strax iðnaðaráhugi, sem segja má að hafí verið viðvarandi síðan. Tryggvi hefur ekki tiltækar neinar vélar, þær em naumast komnar til sögunnar, aðeins hand- verkfæri og meðfæddir hæfileikar móta hiutina, útsjónarsemi og áræði. Á þessum ámm er los á mörgum landsmönnum, þeir fara í stómm hópum til Ameriku. Árferði er mjög slæmt og árið 1887 flytja yfir 2.000 manns úr landi og gerast landnemar í Vesturheimi, langflestir í Kanada. En ísland á þó enn til menn, sem trúa á heill þess og hamingju. í þeim hópi er Tryggvi Gunnarsson. Það mannvirki, sem halda mun nafni Tryggva lengst á lofti, er Ölfusárbrúin gamla, sem hann hafði veg og vanda af að reisa. Hún var vígð 8. sept. 1891 og opnuð til umferðar. Við það tækifæri hélt Magnús Stephensen landshöfðingi ræðu og sagði m.a.: „Ég leyfí mér að lokum í nafni þjóðarinnar og fyrir landstjómar- innar hönd að votta öllum þeim alúðarþakkir, er að því hafa unnið, að koma þessu mikla og mjög svo nauðsynlega mannvirki til fram- kvæmdar: fjárveitingavaldinu, al- þingismönnum þeim, er sérstaklega hafa fyrir því barizt og eigi þreytzt að knýja á, þangað til upp var lokið; hinum útlendu smiðum, er sjálfa jámbrúna hafa gert, hinum innlendu smiðum og verkamönnum öðrum, er að fyrirtækinu hafa unnið; og síðast en eigi sízt aðal- framkvæmdamanni fyrirtækisins, Tryggva kaupstjóra Gunnarssyni, fyrir þá miklu atorku og elju, þrek og þol, er hann hefur sýnt við þetta fyrirtæki frá upphafí til enda, svo mikil óþægindi og erfíðleika, sem hann hefur átt við að stríða, og sjálfsafneitun, er hefur einkennt alla framkomu hans í þessu máli. Og um það munu allir samdóma, er nú hafa séð brúna upp komna, að „verkið lofar meistarann". Hann hefur með því reist sér þann minn- isvarða, er lengi mun geymast með innilegu þakklæti í bijósti hlutað- eigandi héraðsbúa fyrir þessa ger- semi, er þeir fá hér afhenta til fijálsra afnota í dag.“ Að lokum sagði landshöfðingi: „Biðjum þá að lokum Guð að blessa brúna og alla þá ávexti, er hún getur borið og vér kunnum til að gæta. Biðjum hann að gefa þjóðinni dug og dáð, áræði og framtakssemi til að halda áfram, því vel er bytjað með þessu fyrirtæki, svo það marki nýtt tímabil í viðburðum hennar til samgöngubóta og öðrum samkynja fyrirtækjum, þjóðinni til hagsældar. Að svo mæltu lýsi ég brúna opna og heimila til almennra og fijálsra afnota." Margir vissu, að hér hafði Tryggvi Gunnarsson unnið afreks- verk. Mörg útlend tilboð buðust í verkið, sem öll voru miklu hærri en hin áætlaða byggingaifyárhæð var. Tryggvi bjargaði málinu með þvf að reyna að koma brúnni upp fyrir hina áætluðu upphæð. Áð öðrum kosti hefði fyrirtækið sjálf- sagt farizt fyrir enn sem fyrr. Tryggvi vann að uppsetningu brú- arinnar af frábærri atorku, kost- gæfni og hagsýni. Því miður mun hann hafa orðið fyrir allverulegum fjárhagsskaða af þessu verki, eink- um vegna verðhækkunar á jáminu, sem til brúarinnar fór, en upp komst hún, verkið var ágætlega af hendi leyst og stóð áratugum saman, sem fagur minnisvarði um framtak Tryggva, ósérplægni og þrek ís- lenzkra iðnaðarmanna. Hér hefur verið greint stuttlega frá löngu liðnum atburði, sem fleytti okkur langt áleiðis til betri búsetu í harðbýlu landi okkar. Hann sýnir ljóslega hveiju einn áræðinn kunn- áttumaður í iðnaði gat áorkað til hagsbóta fyrir alþjóð. Árið 1895 er lokið við smíði á brú yfir Þjórsá og með þeirri fram- kvæmd aukast líkunar á að búseta í landinu verði ekki kostnaðarsöm eða áhættumikil um of. Bjartsýni manns eykst. Það dregur úr vestur- ferðum. Árið 1894 gerist merkileg nýjung í sögu íslenzks iðnaðar, en til þess tíma höfðu framfarir á því sviði verið mjög litlar. Bóndi norður í Þingeyjarsýslu, Magnús Þórarins- son á Halldórsstöðum, fékk þá hingað til lands þær ullarvinnsluvél- Aðalsteinn Jóhannsson „Tuttugasta öldin hef- ur verið viðburðarík og markað djúp spor eins og vænta mátti. Hún hefur t.d. kennt okkur, að við verðum að ganga vel um landið, ekki sízt gróðurinn, sem kemur ætíð viðkvæmur undan rysjóttum veðrum vetr- ar. Við þurfum einnig að gæta fullrar varúðar gagnvart mengun sjáv- ar. Þar er lífríkið líka viðkvæmt.“ ar, þ.e.a.s. kembivél, sem gekk fyrir vatnsafli, og handspunavél, sem gekk fyrir handafli eins manns. Kembivélin vann úr 10 kg af hreinni ull á dag, en spunavélin vann úr 4—5 kg daglega af meðalfínum þræði. Þetta þótti merkileg fram- takssemi og fékk Magnús dálítinn styrk frá Alþingi og sýslunefnd til að fullkomna þessar tóvinnuvélar sínar. Þannig hefst smám saman tækniöld á íslandi. Árið 1889 er talið að fluttar hafi verið út þessar afurðir: Hvít ull, saltfískur, harðfískur, hákarlalýsi, æðardúnn, sauðakjöt, svo og um 60 þús. lifandi fjár. Á þessari upp- talningu má sjá, að útflutningsvör- umar eru fremur fábrotnar, en þó er þama að byggjast upp undirstað- an og uppistaðan í draumi Einars Benediktssonar um 20. öldina, sem fram kemur í kvæði hans Aldamót- um. Þarsegir m.a.: Vér óskum hér bóta við aldanna mót, en allt þó með gát og á þjóðlegri rót; með rækt við fortíð og fótsporin þungu, sem fyrst hafa strítt yfír veglaust og grýtt. Vér eigum sjálfír á eftir að dæmast, af oss skulu forfeður heiðrast og sæmast, — sem studdu á lífsins leið vom fót, sem ljóðin við vöggumar sungu.- Það fagra, sem var, skal ei lastað og lýtt, en lyft upp í framfór, hafið og prýtt. Að fortíð skal hyggja, ef fruml^t skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt. Vort land það á eldfoma lifandi tungu, hér lifí það gamla í þeim ungu! Og síðar í sama- kvæðabálki eru þessi erindi: Of lengi í örbyrgð stóð einangruð, stjómlaus þjóð, kúguðogköld. Einokun opni hramm. Iðnaður, verzlun, fram! Fram! Temdu fossins gamm, framfaraöld! Sé eitthvað satt og rétt, sigra því gerðu létt, veittu því völd. Auðgaðuandamanns, örvaðu vilja hans, mannaðu menn vors lands, menningaröld. Hér hefur verið minnt á fáeina þætti, sem snerta þróunina á síð- ustu áratugum fyrri aldar, fram- kvæmdir, sem urðu til að vekja kjark og þor með þjóðinni. Tuttug- asta öidin hefur verið viðburðarík og markað djúp spor eins og vænta mátti. Hún hefur t.d. kennt okkur, að við verðum að ganga vel um landið, ekki sízt gróðurinn, sem kemur ætíð viðkvæmur undan rysj- óttum veðrum vetrar. Við þurfum einnig að gæta fullrar varúðar gagnvart mengun sjávar. Þar er lífríkið líka viðkvæmt. Veiðitækn- inni hefur fleygt fram og þurfum við að fara að öllu með gát í þeim efnum sem öðrum. Kem ég þá í lokin aftur að tölvu- tækninni, sem ég nefndi í byijun. Hún getur komið mörgu góðu til leiðar, ef rétt er á málum haldið. Á því sviði eins og mörgum öðrum eru verkfúsar hendur tilbúnar að taka upp störf. Mikils er um vert að við höfum á að skipa góðum fræðurum í þessu efni, tillit sé tekið til ís- lenzkra aðstæðna, t.d. að því er varðar fískimiðin, svo að til velfam- aðar verði. Tölvumar má eflaust nota til margvíslegra eftirlitsþátta í náttúr- unni, nákvæmari heldur en mögu- legt hefur verið hingað til. Þær eru nú þegar famar að tímasetja ýmis verk og vinnuþætti mjög nákvæm- lega og þannig verður án efa áfram haldið í .framfaraátt. Vel menntaðir iðnaðarmenn munu sjá um það. Höfundur er tæknifræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri H. Jóhannsson ogSmith. Stykkishólmur: Eldri borgarar með sýningu Stykkishólmi. ELDRI konur í Stykkishólmi hafa komið saman tvisvar i viku í allan vetur þijá tíma á dag I föndurvinnu. Hafa þær verið frá 20 og yfir 30 þegar best hefur látið. Stjórn þessara þátta hefir Heiðrún Rútsdóttir haft með höndum og staðið fyrir þess- um dögum. Mikil vinnugleði og áhugi hafa verið allan tímann, enda afköstin eftir því. Á sunnudag opnaði hópurinn sýningu í Félagsheimilinu í Stykk- ishólmi á verkum þeim sem unnin hafa verið í vetur og er þessi sýn- ing, sem stóð frá kl. 14 til 18, mjög íjölbreytt og viðamikil. Þar má sjá allskonar dúka, postulín og málun svo nokkuð sé nefnt enda náði sýningin um mikinn hluta salarins. Aldursforseti hópsins, Frá sýningunni i Stykkishólmi. Anna Bjömsdóttir, fyrr húsfreyja í Flateyri, stóð sig með ágætum og lét ekki sitt eftir liggja bæði í vetur og svo í að koma munum Morgunblaðið/Ámi fyrirtilsýningar. Þá var sýningargestum boðið í kaffi og stóð sami hópur fyrir því. Ágætt og allt ókeypis. Á þessari sýningu sýndi Guðrún Jónasdóttir frá Öxney ýmsa muni sem hún hefír unnið undanfarið og voru þeir um leið til sölu. Eru þetta myndir sem unnar eru úr ull og sýna ýmis verk og atburði úr sögu þjóðarinnar. Er þessi sýn- ing mjög vel gerð og luku menn lofsorði á eins og alla þessa sýn- ingu. Sú skemmtilega uppákoma var að hópur eldri borgara úr Grundar- fírði kom á sýninguna og setti mikinn og skemmtilegan svip á hópinn. Var honum vel fagnað. Ég skoðaði þessa sýningu alla tvisvar sinnum og verð að segja eins og er að hún var mjög góð og mikill vegsauki í menningar- verðmætum Hólmara. Þama hefír góður hópur eldri borgara gert mjög gott og um leið aukið sína eigin ánægju og eignast góða muni sem munu geymast og prýða heimilin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.