Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 1986 39 Skýjamyndanir yfir Chernobyl Þessar myndir voru teknar úr gervihnetti og sýna skýjamyndanir yfir Chernobyl sl. laugardag. Myndin til vinstri var tekin árla morguns en hin um hádegisbil. Örin á myndunum bendir á kjarn- orkuverið. Á þessum tíma blésu suðvestlægir vindar en nú hafa þeir snúist vestur og er geislunar farið að gæta meira í Austur-Evrópu og einnig í Austurríki og Sviss. Suður-Afríka: Búist við að millj- ónir blökkumanna taki sér frí 1. maí Jóhannesarborg, Suður-Afríku. AP. FYRSTI maí er ekki opinber frí- dagur í Suður-Afríku, en engu að síður er búist við að milljónir blökkumanna taki sér frí úr vinnu og skóla í dag til þess að halda upp á alþjóðlegan hátíðis- dag verkalýðsins. Baráttan fyrir því að dagurinn verði almennur frídagur nýtur óskoraðs stuðnings þeirra samtaka blökkumanna, sem betjast á móti aðskilnaðarstefnunni. Það verður því prófsteinn á styrkleika þessara samtaka, hveijar undirtektimar verða. Lögregla landsins hefur mikinn viðbúnað og hótar því, að þeir, sem reyni að hræða blökkumenn frá vinnu, verði „beittir hörðu“. Skipuleggjendur aðgerðanna hafa valið að einkunnarorðum dagsins „Hundrað ára arðrán" til þess að leggja áherslu á, að í dag er 100 ára afmæli frídags verka- lýðsins og enn fremur aldarafmæli Jóhannesarborgar og gullnámsins þar. „Svartir verkamenn eiga þennan frídag skilið," sagði James Motlatsi, forseti landssambands blakkra námaverkamanna. „Þeir hafa strit- að allar götur frá árinu 1886 og eru enn fátækir." Landssambandið hefur uppi ýms- ar kröfur, sem það leggur áherslu á að fá framgengt, svo sem að 1. maí verði almennur frídagur, vinnu- vikan verði 40 stundir, allt verka- fólk fái eftirlaun og pólitískum föngum verði sleppt. Flest námafélög hafa reynt að koma í veg fyrir, að verkamenn leggi niður vinnu, en þar em nokkr- ar undantekningar. Noregur: Eðlilegast að mið- flokkarnir stjórni — segir Gro Harlem Brundtland Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbladsins. „ÞAÐ verður að mynda þá ríkis- stjórn, sem komið getur í veg fyrir, að keðjuverkandi stjórnar- kreppur taki við hér í Noregi,“ sagði Gro Harlem Brundtland í gær, nokkrum klukkustundum eftir að hún hafði tekið þátt í að fella ríkisstjórn borgaraflokk- anna. Hún vildi ekki samþykkja, að sjálfsagt væri, að hún tæki við forsætisráðherraembættinu. Gro Harlem Brundtland sagði á fundi með fréttamönnum, að eðli- legast væri, að miðjuflokkamir, þ.e. Miðflokkurinn og Kristilegi þjóðar- flokkurinn, tækju nú við og mynd- uðu stjórn, þar sem borgaralegur meirihluti væri í Stórþinginu. Hún lét jafnframt í það skína, að hún væri reiðubúin til að veita nýrri ríkisstjórn forystu, ef aðrar lausnir fyndust ekki. „Eg er þreyttur og gramur," sagði Káre Willoch aðfaranótt mið- vikudagsins, þegar hann hafði sagt GENGI GJALDMIÐLA London. AP. Bandaríkjadollar lækkaði heldur á Evrópumarkaði seinni hluta gærdagsins, er ný gögn birtust um slaklegan hagvöxt í Bandarikjunum. Gullverð hækkaði. Dollaragengið var á flökti lengst af og styrktist heldur, en fréttimar frá Bandaríkjun- um þrýstu dollaranum niður á við frá því sem hann var hæstur um miðjan daginn. Gengi dollarans var þannig háttað, er gjaldeyrismarkaðir lokuðu, að hann kostaði 2,1670 vestur-þýsk mörk (2,1685), 1,8205 svissneska franka (1,8155), 6,9175 franska franka (6,9075), 1.489,50 ít- alskar lírur (1.488,00), 1,3785 kanadíska dollara (1,38125) og 168,10 japönskjen (167,35). Breska pundið kostaði 1,5515 dollara (1,5523). Gull hækkaði í Evrópu og kostaði í London 346,00 dollara únsan (345,00). Gro Harlem Brundtland af sér. „En ég er ekki niðurbrotinn". Hann kvaðst mundu gefa nýrri stjórn Verkamannaflokksins vinnu- frið, ef hún yrði mynduð. „Við emm reiðubúnir til málamiðlunar," sagði hann. „Og við munum láta málefnin ráða ferðinni í stjórnarandstöðu, ekki greiða atkvæði á móti stjóm- inni aðeins til að valda vandræð- um.“ Japan: Sneypuleg- fjallganga Tókýó.AP. YOSHITARI Suzuki dvaldi 38 daga á Fuji-fjalli í Japan með ekkert sér til viðurværis nema snjó og lifði það af. Eigandi fjallakofa bjargaði honum á þriðjudag. Suzuki lagði í hann upp fjallið 20. mars. Vegna mikils fannfergis neyddist hann til að leita sér skjóls í vöruskemmu í 1.900 m. hæð. Þar Iagðist hann fyrir og vafði sig ábreiðum. Borðaði hann snjó þar til hann fannst. í vöruskemmunni var hvorki kynding, matur, né elds- neyti. Suzuki var færður í læknishend- ur og liggur nú á sjúkrahúsi. Ástand hans er ekki alvarlegt. Vmnmgar strax rsta flokki Vinningur til íbúðarkaupa á l.OOO. 000 kr. 6 vinningar til bílakaupa á 200. OOO kr. hver. 120 utanlandsferðir á 40. OOO kr. hver. 120 húsbúnaðarvinningar á 10.000 kr. hver og 353 húsbúnaðarvinningar á 5. OOO kr. hver. Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir. Mánaðarverð miða kr. 200, ársmiða kr. 2.400. Dregið verður i 1. flokki 7. mai. Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld ___HAPPDKÆTTI________ Dvalarheimilis aldradra sjómanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.