Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 é þeir tokv at honum bbkosafnssKÍrtdríih þegar þár Komust ab þu\ aÁ haw er loökíasafnari •“ áster... ... að týna berin saman. TM Reg. U.S. Pat. Off,—all rights reserved c1985 Los Angeles Times Syndicate Ég geri aðeins það sem þú hefur aldrei haft kjark til að gera, pabbi! 410 Þú sækir sölustjóralaunin. Þarft ekki að koma aftur. Höfum við ekki selt einn einasta sportbíl í allan vetur! HÖGNI HREKKVÍSI Svar við fyrirspurn til JC-hreyfingarinnar í Morgunblaðinu 22. apríl sl. spyr Birna G. Bjamfreðsdóttir hvort JC-hreyfingin hafi tekið greiðslur fyrir að skipuleggja fjársöfnun Krabbameinsfélagsins. Framkvæmdastjóri söfnunarinn- ar Ami Gunnarsson leitaði til JC-hreyfingarinnar 13. janúar sl. eftir ábendingu frá Kvenfélagssam- bandinu. Nokkmm dögum síðar þ.e. 18. jan. var framkvæmdastjómar- fundur JC-hreyfingarinnar, þar mættu fulltrúar allra aðildarfélaga JC. Skemmst er frá því að segja að á þessum fundi var einróma samþykkt að taka þátt í fjársöfnun Krabbameinsfélagsins. Hlutverk okkar var að skipu- leggja söfnunina um allt land, jafnt dreifbýli sem þéttbýli. Til að tryggja sem bestan árang- ur söfnunarinnar var m.a. sett á laggimar nefnd sem í áttu sæti sjö aðilar víðs vegar að af landinu. Formaður þessarar nefndar var tengiliður nefndarinnar við Krabba- meinsfélagið og bar ábyrgð á skipu- lagi og söfnun á sínu svæði, þ.e. a) Gullbringu og Kjósasýslu, b) Reykjavík, c) Vesturlandi og Vest- fjörðum, d) Norðurlandi, e) Austur- landi og f) Suðurlandi. Þá emm við komin að kjama málsins, þ.e. ástæðu þeirrar hálf- kveðnu vísu („heyrst hefur . . .“) sem Bima vitnar til í fyrirspum sinni. Ljóst var að kostnaður nefndar- manna yrði allvemlegur vegna þessa verkefnis. Bauðst því Krabba- meinsfélagið til að greiða þessum einstaklingum beinan útlagðan kostnað, s.s. vegna síma, sending- arkostnað, vinnutaps o.s.frv. Benda má t.d. á að sú sem sá um Vestur- land og Vestfírði var með um sjötíu tengiliði (staði) á sínum snæmm. Fyrirspurn til f JC-lircyf ingarinnar' Rima G. Bjamleifsdóttir hringdi: Ýmis félög, s.s. nekkjarfflög, lúðrasveitir o.fl. afla fjr með þvf að taka að sér verkefni ýmiss konar. Til að mynda bera sjálfboðaliðar út almanök og ferðatilboð. Heyrst hefur að JC-hreyfingin hafi tekið að sér að stipuleggja fjár- söfnun fyrir Krabbameinsfélag ís- lands. í sjáifu sér er ekkert at- hugavi rt við það nema hvað JC hefur leitað til kvenfélaga og ann- arra sjálflmðaliða til að annast söfnunina. F.g beini þeirri fyrirspum til for- ystumanna JC-hreyfíngarinnar, hvort rétt sé að þeir taki greiðslu fyrir að skipuleggja söfnunina cn fái svo sjálfboðaliða til að vinna verkið. Þarft er að sannleikurinn komi fram þvf mikið er um þetta rætt meðal kvenna f kvenfélögum og annarra. Allir aðrir JC-félagar sem þátt tóku, unnu að söfnun framlaga eða skipulagningu í sínum byggða- kjömum sem sjálfboðaliðar við hlið ijölda annarra einstaklinga úr ljölda annarra félaga, þ. á m. kvenfélaga. 011 lögðum við hönd á plóginn til að vinna að þörfu verki og til að láta gott af störfúm okkar leiða. Verk okkar flestra var stund úr degi, en ekki má gleymast að þau sem skipulögðu verkið hafa unnið að þessu meira og minna í þijá mánuði og er þó starfí þeirra ekki lokið enn. Enginn þeirra sem þátt tók hefur mér vitanlega talið það eftir sér að leggja málinu lið. Árangur söfnunarinnar fór fram úr björtustu vonum margra. Til- gangi söfnunarinnar var náð, þ.e. að safna nægu fé til að nauðsynlegt starf Krabbameinsfélagsins gæti haldið óheft áfram. Fyrir hönd JC-hreyfíngarinnar þakka ég öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn, með framlögum eða vinnu, fyrir samstarfíð og óeigin- gjamt framlag til góðs málefnis. Gretar D. Pálsson Kápan hvarf Ágæti Velvakandi. Mig langar að biðja þig að birta eftirfarandi í dálkum þínum. Föstudaginn 11. apríl síðastliðinn fórum við fímm saman á Skálafell til að hlusta á Austurríkismennina frá Týról spila. Það vildi þannig til, að enginn var við vinnu í fatageymslunni þetta kvöld vegna verkfalls. Eftir skemmtunina, þegar við hugðumst yfírgefa staðinn og ætluðum að ná í yfírhafnir okkar, var ein kápan horfín; dökkblár nýlegur kvenfrakki með köflóttu fóðri, kápa af dýrustu gerð, keypt í Markaðinum í Aðal- stræti 9. Við urðum sem von var miður okkar þegar í ljós kom, að kápan var ekki á staðnum og engin eftir í hennar stað, svo ekki hafði verið um misskilning að ræða. Kápunni hafði hreinlega verið stolið og eig- andi hennar varð að fara á kjólnum heim. Skora ég á þann, sem kápuna tók, að skila henni hið fyrsta á Skálafell. Ein úr hópnum Víkverji skrifar Lánasjóður ísl. námsmanna hef- ur verið mjög til umræðu á liðnum vetri vegna margvíslegra aðgerða Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra, í málefnum sjóðsins. Ein er sú breyting á málum lánasjóðsins, sem ekki hefur verið drepið á en er bersýnilega mjög brýn. Hún er sú að lánasjóðurinn fái nýja og fullkomna símstöð! Einn viðmælenda Víkveija sagði sínar farir ekki sléttar af tilraunum til þess að ná símasambandi við Lána- sjóðinn en sími hans er 25011, sem viðskiptavinir hans kunna áreiðan- lega utan bókar. Þessi aðili sat við símann, með hvíldum að vísu, á milli kl. 9.00 og 16.00 nú fyrir nokkrum dögum. í hvert sinn, sem hringt var á þessu tímabili var á tali. Svo kom að þessi aðili taldi óhugsandi að númerið væri alltaf á tali og hringdi í 05 til þess að spyijast fyrir um það, hvort sími lánasjóðsins væri bilaður. Svarið var afdráttarlaust. Sími lánasjóðs- ins er ekki bilaður en hann er búinn að vera á tali sl. þijár vikur! Nú er það svo, að lánasjóðurinn er ekki einn um það, að búa við úrelt símakerfi. Það eru ótrúlega mörg fyrirtæki og stofnanir, sem eru með símstöðvar, sem anna ekki lengur álaginu. Ástæðan fyrir þessu er áreiðanlega sú, að þar til fyrir nokkrum misserum var Póstur og sími eini aðilinn, sem flutti inn sím- stöovar. Verð þeirra var óheynlega hátt og afgreiðslufrestur ótrúlega langur. Innflutningsfrelsi og tækni- framfarir við gerð símstöðva hafa lækkað verðið mjög, þannig að nú eru símstöðvar á viðráðanlegu verði. Þar með er ekki öll sagan sögð. Símstöðvar Pósts og síma þurfa einnig að vera svo fullkomnar að þær anni álaginu. Það er sú stöð, sem símakerfi miðbæjarins byggir á, ekki en það stendur til bóta mjög fljótlega. Áfleiðingin er sú, að þótt Morgunblaðið t.d. sé með nýja sím- stöð innanhúss hefur eftir sem áður verið erfítt að ná sambandi við 10100 vegna þess hversu fáar línur liggja inn í Aðalstræti 6 og það er vegna gamallar miðstöðvar Pósts og síma. En nú er þetta að breytast eins og fyrr segir. Þetta var útúrdúr. Hinn að- sópsmikli menntamálaráðherra ætti að beita sér fyrir því að Lánasjóður ísl. námsmanna fái nýja símstöð, svo að númerið sé ekki á tali um margra vikna skeið. XXX að er að verða til eins konar hringvegur um höfuðborgar- svæðið. I París er hraðbraut, sem liggur í hring utan um borgina. Þeir, sem þurfa að fara á milli borgarhluta aka gjarnan upp á þennan hringveg og bruna eftir ’ hraðbrautinni og síðan út af henni, þegar komið er að þeim borgar- hluta, sem að er stefnt. Þetta er til mikils hagræðis vegna þess, að þá þurfa menn ekki að þræða þröngar götur í mikilli umferð. Þessi nýi hringvegur um höfuð- borgarsvæðið er ekki hringvegur í þeim skilningi, að hægt sé að aka allt í kring um þetta svæði. En hann þjónar sama tilgangi. Nú ligg- ur við, að sá, sem ætlar að aka frá Seltjarnarnesi til Hafnarfjarðar geti ekið meðfram sjónum alla leið- ina frá Seltjamamesi, um Skúla- götu, Kleppsveg, Elliðavog og Breiðholtsbraut og síðan áfram austan við Kópavog og Garðabæ ogtil Hafnarfjarðar. Þessi nýi vegur er nú uppbyggður að mestu en eftir er að leggja varanlegt slitlag á veginn frá Vífílsstöðum að Breið- holtsbraut. Þetta er skemmtileg leið, sem á eftir að gjörbreyta allri umferð á höfuðborgarsvæðinu. Sú mikla umferðarteppa, sem nú er á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur snemma á morgnana, á eftir að lagast þegar umferðin beinist að verulegu leyti á þennan nýja veg, sem verður mun greið- færari en sá vegur, sem nú liggur í gegnum Garðabæ og Kópavog, báðum þessum bæjarfélögum til ama og óþæginda. Nú þegar er hægt að komast eftir þessum vegi þótt menn þurfí að leggja svolitla lykkju á leið sína á tveimur stöðum, en það er að vísu dálítið óþægilegur akstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.