Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.05.1986, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986 fclk í fréttum ' Nemendur í starfskynningu skoða þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-Sif. I starfskynningn hjá Landhelgisgæslunni Nemendur frá grunnskóla Ól- afsvíkur, grunnskólanum á Hvolsvelli og Skógaskóla voru í starfskynningu hjá Landhelgis- gæslunni í tvo daga núna í vikunni. Skoðuðu þeir þá skip Landhelgis- gæslunnar, flugvélar og athafna- svæði. Á myndinni eru þeir Þröstur Sigtryggsson skipherra og Kristján Þ. Þorkelsson stýrimaður og flugliði að sýna þeim þyrlu Landhelgis- gæslunnar, TF-Sif. Nemendurnir á myndinni heita Hlynur Snær Theo- dórsson, Ámi Sæmundsson, Páll H. Róbertsson, Stefán Sigþórsson, Jóhann Pétursson, Njörður Tómas- son, Karl Pálsson, Jón Pálmi Ólafs- son, Róbert Már Jónsson og Valur Guðmundsson. Að tjaldabaki skömmu eftir krýninguna. Gígja ásamt foreldrum sín- um Birgi Svavarssyni og Olmu Möller og systurinni Eygló. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fegnrðin réð ríkjum í Sjallanum að lá mikil spenna í loftinu í Sjallanum á Akureyri á miðnætti miðvikudagskvöldið 23. þessa mánaðar — þegar upplýst var hver hefði verið kjörin Fegurðardrottning Akureyrar 1986. Eins ogles- endum Morgunblaðsins er kunnugt var það Gígja Birgis- dóttir sem hlaut titilinn við mikinn fögnuð Akureyringa. Hún var að sjálfsögðu ekki síður ánægð en aðrir og á þessari skemmtilegu mynda- syrpu má sjá viðbrögð hennar er Jóhann Steinsson, kynnir, ljóstraði upp hver hefði orðið fyrir valinu: „Fegurðardrottn- ing Akureyrar 1986 er . .. Gígja Birgisdóttir!!“ Já, ánægj- an leynir sér ekki hjá „drottn- ingunni". Myndirnartók Skapti Hallgrímsson, blaða- maður Morgunblaðsins á Ak- ureyri. Þessar myndir tók de Dienes af Marilyn á ferðalagi þeirra 1946 löngu áður en hún varð fræg kvikmyndastjarna. Þegar Norma varð Marilyn Monroe Arið 1945 freistaði ungur ljós- myndari í Hollywood í Banda- ríkjunum gæfunnar og hóf að taka glæsimyndir af ungri stúlku sem var fús að sitja fyrir hjá honum. Ljósmyndarinn hét André de Dienes en stúlkan Norma Jean Baker - 19 ára gömul og bjó hjá frænku '"•►sinni, þar eð hjónaband hennar hafði þá farið út um þúfur fyrir skömmu. Þessi ljósmyndun varð upphafíð á vináttu sem átti eftir að endast líf þeirra á enda og reynast honum örlagarík. Eftir því sem segir í nýrri bók um Marilyn Monroe og elsk- huga hennar, „Marilyn, Mon Amour“ hreifst de Dienes af henni við fyrstu sýn og í bókinni er þetta haft eftir honum: „Við fyrstu sýn* André de Dienes virtist hún reyndar alls ekki sú stúlka sem ég leitaði að; hún var of barnaleg, hikandi og klunnaleg. En ég gerði mér þegar Ijóst hversu mikið mætti gera úr þessu barna- lega andliti á ljósmynd og eins veitti ég hinni ófáguðu fegurð hennar athygli.“ Hinn veraldarvani ungi maður og hin bjartsýna fyrirsæta lögðu af stað á Buicknum hans í leit að góðum stöðum til myndatöku - ferðin stóð í viku en afleiðingamar urðu aðrar en André hafði vænst. Hann féll semsé fyrir fegurðardís- inni og með þeim tókust heitar ást- ir. Hann vildi giftast henni en var þá óvænt kallaður heim til New York. Og þegar hann hafði sam- band við hana þaðan sagði hún eV ■ ím> „Ég á frí allan daginn á morgun, André. Við gætum tekið fullt af myndum — þessar stúd- íómyndir eru allar eins,“ skrifaði Marilyn de Dienes daginn áður en hann tók þessa mynd af henni á ströndinni, sumarið 1950.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.