Morgunblaðið - 01.05.1986, Qupperneq 72
72
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR1. MAÍ1986
fclk í
fréttum
' Nemendur í starfskynningu skoða þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-Sif.
I starfskynningn hjá Landhelgisgæslunni
Nemendur frá grunnskóla Ól-
afsvíkur, grunnskólanum á
Hvolsvelli og Skógaskóla voru í
starfskynningu hjá Landhelgis-
gæslunni í tvo daga núna í vikunni.
Skoðuðu þeir þá skip Landhelgis-
gæslunnar, flugvélar og athafna-
svæði. Á myndinni eru þeir Þröstur
Sigtryggsson skipherra og Kristján
Þ. Þorkelsson stýrimaður og flugliði
að sýna þeim þyrlu Landhelgis-
gæslunnar, TF-Sif. Nemendurnir á
myndinni heita Hlynur Snær Theo-
dórsson, Ámi Sæmundsson, Páll
H. Róbertsson, Stefán Sigþórsson,
Jóhann Pétursson, Njörður Tómas-
son, Karl Pálsson, Jón Pálmi Ólafs-
son, Róbert Már Jónsson og Valur
Guðmundsson.
Að tjaldabaki skömmu eftir krýninguna. Gígja ásamt foreldrum sín-
um Birgi Svavarssyni og Olmu Möller og systurinni Eygló.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fegnrðin réð
ríkjum í Sjallanum
að lá mikil spenna í loftinu
í Sjallanum á Akureyri á
miðnætti miðvikudagskvöldið
23. þessa mánaðar — þegar
upplýst var hver hefði verið
kjörin Fegurðardrottning
Akureyrar 1986. Eins ogles-
endum Morgunblaðsins er
kunnugt var það Gígja Birgis-
dóttir sem hlaut titilinn við
mikinn fögnuð Akureyringa.
Hún var að sjálfsögðu ekki
síður ánægð en aðrir og á
þessari skemmtilegu mynda-
syrpu má sjá viðbrögð hennar
er Jóhann Steinsson, kynnir,
ljóstraði upp hver hefði orðið
fyrir valinu: „Fegurðardrottn-
ing Akureyrar 1986 er . ..
Gígja Birgisdóttir!!“ Já, ánægj-
an leynir sér ekki hjá „drottn-
ingunni". Myndirnartók
Skapti Hallgrímsson, blaða-
maður Morgunblaðsins á Ak-
ureyri.
Þessar myndir tók de Dienes af Marilyn
á ferðalagi þeirra 1946 löngu áður en
hún varð fræg kvikmyndastjarna.
Þegar Norma varð Marilyn Monroe
Arið 1945 freistaði ungur ljós-
myndari í Hollywood í Banda-
ríkjunum gæfunnar og hóf að taka
glæsimyndir af ungri stúlku sem
var fús að sitja fyrir hjá honum.
Ljósmyndarinn hét André de Dienes
en stúlkan Norma Jean Baker -
19 ára gömul og bjó hjá frænku
'"•►sinni, þar eð hjónaband hennar
hafði þá farið út um þúfur fyrir
skömmu.
Þessi ljósmyndun varð upphafíð
á vináttu sem átti eftir að endast
líf þeirra á enda og reynast honum
örlagarík. Eftir því sem segir í nýrri
bók um Marilyn Monroe og elsk-
huga hennar, „Marilyn, Mon
Amour“ hreifst de Dienes af henni
við fyrstu sýn og í bókinni er þetta
haft eftir honum: „Við fyrstu sýn*
André de Dienes
virtist hún reyndar alls ekki sú
stúlka sem ég leitaði að; hún var
of barnaleg, hikandi og klunnaleg.
En ég gerði mér þegar Ijóst hversu
mikið mætti gera úr þessu barna-
lega andliti á ljósmynd og eins
veitti ég hinni ófáguðu fegurð
hennar athygli.“
Hinn veraldarvani ungi maður
og hin bjartsýna fyrirsæta lögðu
af stað á Buicknum hans í leit að
góðum stöðum til myndatöku -
ferðin stóð í viku en afleiðingamar
urðu aðrar en André hafði vænst.
Hann féll semsé fyrir fegurðardís-
inni og með þeim tókust heitar ást-
ir. Hann vildi giftast henni en var
þá óvænt kallaður heim til New
York. Og þegar hann hafði sam-
band við hana þaðan sagði hún
eV
■ ím>
„Ég á frí allan daginn
á morgun, André. Við
gætum tekið fullt af
myndum — þessar stúd-
íómyndir eru allar
eins,“ skrifaði Marilyn
de Dienes daginn áður
en hann tók þessa mynd
af henni á ströndinni,
sumarið 1950.