Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ1913 96. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Roar Christiansen/Símamynd ICY á sviðinu íBjörgvin Hér má sjá söngtríóið ICY á æfingu í Grieg-tónleikahöllinni í Björgvin. Þau Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson eru komin í búningana, sem þau aetla að klæðastí kvöld. ,, Sjá ennfremur frásogn á slðu 4. Brýnast að leysa efna- hagsvandann — sagði Gro Harlem Brundtland eftir að hún tók að sér stjórn- armyndun Osló. Frá Jan Erik Laure, frétta- ritara Morgunblaðsins, og AP. GRO Harlem Brundtland, leiðtogi Verkamannaflokks- ins, hefur með semingi ákveð- ið að taka að sér myndun minnihlutastjórnar í Noregi eftir að Káre Willoch sagði af sér. Ákvörðun Brundtland bindur enda á fjögurra og hálfs árs stjómartíð Willochs._ Brundtland rseddi tvisvar við Ólaf konung V. og átti einnig viðræður við Harald krónprins, þingmenn og leiðtoga flokkanna sex, sem sæti eiga á Stórþinginu. Gærdagurinn hófst á því að Willoch baðst lausnar fyrir stjóm sína og ráðlagði konungi að fela Bmndtland stjómar- myndun. Brundtland sagði að fyrst og fremst bæri nýrri stjóm að leysa aðsteðjandi efnahagsvanda. „Við ætlum að leggja fram nýjar tillögur um efnahagsstefnu í vor og leggja til frekari niðurskurð á fjárlögum," sagði Brundtland við blaðamenn. Brundtland getur ekki mynd- að stjóm formlega fyrr en á föstudag eða fímmtudag í fyrsta lagi. Norska stjómarskráin skipar svo fyrir að ekki megi ijúfa þing og verður Stórþingið að sitja út kjörtímabilið. Þingmenn verða einnig að greiða atkvæði og mega ekki sitja hjá. Leiðtogafundur sjö þjóða í Tókýó: Hryðjuverk verða ofar- # lega á baugi Tókýó. AP. RONALD Reagan Bandarikjaforseti kom í gær til Tókýó til að sitja fund leiðtoga sjö ríkja. Hefst fundurinn á sunnudag og er tilgangur- inn að fjalla um efnahagsmál. Aftur á móti hafa hryðjuverk sett mark sitt á undanfamar vikur og verður einnig fjallað um þau á fundinum. Bettino Craxi, forsætisráðherra Italíu, sagði í dag að hann hefði skipað ítalska hemum að vera við- búnum utanaðkomandi árás og hann hefði látið Líbýumenn vita að ítalir væm ákveðnir í að verja land sitt og þjóð. Craxi kvaðst einnig hafa rætt við Yasuhiro Nakasone, forsætisráðherra Japans, og hefðu þeir orðið ásáttir um nauðsyn þess að rætt skyldi á leiðtogafundinum hvemig beijast eigi gegn hryðju- verkastarfsemi. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, er staddur í Bangkok á Thailandi á leið sinni til Tókýó. Kvaðst hann ætla að fara fram á að kjamorkuslysið í Ukraínu og hryðjuverk yrðu rædd á fundinum. Þegar hefur verið gert uppkast að yfirlýsingu til að gefa út eftir efnahagsráðstefnunni um afvopnun og heimsfrið. Þar er aftur á móti ekki minnst á hryðjuverk. Þeir leiðtogar, sem sitja fundinn, em Nakasone, Craxi, Kohl, Reagan, Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, Francois Mitterrand, for- seti Frakklands, og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands. . Sjá ennfremur grem á miðopnu. Kjarnorkuslysið í Chernobyl: Vísmdamenn telja mestu hættuna um garð gengna VESTRÆNIR vSsindamenn te|ja að mesta hættan eftir kjarnorkuslys- ið í Sovétríkjunum sé liðin hjá. En hið risastóra, geislavirka ský heldur áfram að berast fyrir vindum yfir Evrópu. Skýið berst nú suður á bóginn yf ir Balkanlöndin. Geislavirkni hækkaði áttfalt í Belgrad í Júgóslavíu. I Rúmeníu ráðlögðu yfírvöld fólki að halda bömum sínum innan dyra og í sjón- varpi var fólk beðið að skola af ávöxtum og grænmeti fyrir neyslu og neyta ekki vatns. Sovésk yfírvöld hafa ekki veitt neinar nýjar upplýsingar um slysið umfram það að allt sé í ömggum höndum. Þeir halda því enn fram að tveir hafí farist í slysinu og 197 slasast. Bandarískur sérfræðingur í bein- mergsflutningi kom í gær til Sovét- ríkjanna í boði Sovétmanna. Bein- mergurinn eyðileggst þegar menn verða fyrir mikilli geislun. Mörg hundmð útlendingar hafa verið fluttir brott frá Kiev, 2,4 milljóna manna borg í um 130 km fjarlægð frá slysstað, og Minsk, sem er í um 320 km fjarlægð. Flest vestræn dagblöð réðust í gær harkalega að Sovétmönnum fyrir að halda slysinu leyndu í upphafí. Sovéskir fjölmiðlar segja að hér sé um múgsefjunarherferð á hendur Sovétmönnum að ræða. Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sov- étríkjanna, gaf í gær út fyrstu opinbem yfírlýsingu sína eftir slys- ið. Minntist hann þar hvergi á kjam- orkuslysið heldur talaði um að Kremlarbændur væm reiðbúnir að semja um bann við kjamorkutil- raunum. Talið er að megnið af geislavirk- um gufum hafí þegar lekið úr kjam- orkuverinu í Chemobyl og ólíklegt að mikið meira leki út, jafnvel þótt enn logi eldar í kjamaofninum. Á mynd frá Landsat-gervitunglinu má greina dularfullan heitan blett nærri kjamorkuverinu. Sérstök sveit, sem Bandaríkjastjóm fól að fylgjast með framvindu mála í Sovétríkjunum, segir að bletturinn sé líklega ekki annar kjamakljúfur, heldur verksmiðja. Sovétmenn reisa oft verksmiðjur nærri kjamorkuver- um. í Breska blaðinu Financial Times sagði í gær að Sovétmenn hefðu lokað þeim tuttugu kjamaofnum, sem eru af sömu gerð og þeir í Chemobyl. Vestur-Þjóðveijar hafa varað landsmenn við að drekka mjólk sakir hættu á geislavirkni og Svíar hafa mælst til þess að bændur beiti kúm ekki á haga heldur geymi þær í fjósum. Aukinnar geislavirkni hefur orðið vart í Vestur-Evrópu, en hún er hvergi yfír hættumörkum. Vitali Churkin, sovéskur sendi- ráðsstarfsmaður, sagði fyrir banda- rískri þingnefnd á fímmtudag að Sovétmenn hefðu fulla stjórn á málum eftir slysið í kjamorkuverinu í Ukraínu og hamraði á því að þeir hefðu ekki skorast undan skyldum sínum og ábyrgð gagnvart öðrum ríkjum og greint leiðtogum þeirra frá mögulegum hættum af slysinu. Það er fátítt að sovéskir embættis- menn beri vitni fyrir nefnd sem þessari. Þingmenn í undimefnd fulltrúadeildar þingsins lögðu spumingar fyrir Churkin og varð hann hvað eftir annað að vísa spumingum frá á þeirri forsendu að hann hefði ekki tiltækar tækni- legar upplýsingar, sem farið væri framá. Churkov gat ekki sagt til um það hvort enn væri eldur í kjamakljúfi. Hann sagði þó að ekki væri búið að ráða fram úr öllu í sambandi við slysið: „Það er augljóst mál að þessu er ekki lokið. Enda höfum við ekki sagt öðmm ríkjum að nú sé allt í lagi og þau geti farið rólegar í sakimar." Churkov sagði þó að Sovétmenn hefðu fulla stjóm á málum. Sendi- ráðsmaðurinn sagði að slysið hefði átt sér stað á mánudag. Það stang- ast á við aðrar fréttir, sem herma að slysið hafí gerst á föstudag og ástandið versnað um síðustu helgi. Sjá ennfremur fréttir á blaðsiðu 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.