Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986 SAMKOMUR Fimirfætur: Dansæfing Dansæfing verður í Hreyfilshús- inu á morgun, sunnudag, kl. 21. Tilvalið tækifæri til að dansa bæði samkvæmis- og gömludansana. Allirvelkomnir. Sædýrasafnið: Dýrin mín stór og smá Sædýrasafnið verður opið um helgina eins og aðra daga frá kl. 10 tiM 9. Meðal þess sem ertil sýnis eru háhyrningar, Ijón, ísbjörn, apar, kindur og fjöldi annarra dýra, stórra og smárra. Afmælissýning: Hvassaleitisskóli 20 ára Afmælissýning verður í Hvassa- leitisskóla í dag kl. 12.45 til 17.30 og á morgun, sunnudag, frá kl. 13 til 18. Kl. 19.30 til 22.00 verður dagskrá á vegum Foreldra- og kennarafélags skólans, dans o.fl. Sýningin verður 20 ára afmælissýn- ing skólans og jafnframt verður minnst 200 ára afmælis Reykjavík- urborgar. Efnislega má skipta sýningunni i þrjá flokka. í fyrsta lagi verða íþrótt- ir. leiksýningar, kórsöngur og hljóð- færaleikur í íþrótta- og samkomusal skólans. í öðru lagi verða sýnd kennslugögn í flestum námsgrein- um skólans þannig að hægt verður að skoða námsferil grunnskóla- nema frá því að nám hefst í forskóla ‘ við 6 ára aldur og þar til námi lýkur með skólaprófum og samræmdum prófum í 9. bekk. í þriðja lagi verður leitast við að sýna uppbyggingu skólans og skólahverfisins og ýmsa þætti úr 200 ára sögu borgarinnar. Allir eru velkomnir á sýninguna en þó alveg sérstaklega eldri nemend- ur og fyrn/erandi starfsfólk. HVAD ERAÐ GERAST UM Gallerí íslensk list: Sýning Sigurðar Þóris Málverkasýning Sigurðar Þóris stendur nú yfir i Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17, en þar sýnir Sigurð- ur 32 myndverk. Sýningin er opin frá kl. 9-17 virka daga en frá kl. 14-18 um helgar. Kjarvalsstaðir: Sýning Kára Eiríks- sonar: í dag, laugardag, opnar Kári Ei- ríksson málverkasýningu í Vestur- sal. Á sýningunni eru 72 olíumál- verk. Málverkasýning Nínu Gautadóttur Nína Gautadóttir opnar málverka- sýningu í Austurforsal Kjan/alsstaða í dag, laugardag. Á sýningu hennar eru 40 olíumálverk. Ljósmyndasýning frá ísrael Nú stendur yfir Ijósmyndasýning frá ísrael ÍVesturforsal Kjarvals- staða, og nefnist sýningin „Pílagrím- ar í Jerúsalem". Sýningin er hingað komin fyrir milligöngu ísraelska sendiráðsins og félagsins ísland- israel. Listasafn Einars Jónssonar: Safn og garður Listasafn Einars Jónssonarer opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30 til 16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11 til 17. Gallerí Gangskör: 10 myndlistar- menn Galleríið er opið alla virka daga frákl. 12-18ogfrá 14-18um helgar. Að galleríinu standa 10 myndlistarmenn og eru verk þeirra til sölu í galleríinu sem er til húsa í Bernhöftstorfu. Konan í list Ásmundar Nú stenduryfiríÁsmundarsafni við Sigtún sýning sem nefnist „Kon- an í list Ásmundar Sveinssonar". Er hér um að ræða myndefni sem tekur yfir mestallan feril Ásmundar og birtist í fjölbreytilegum útfærsl- um. Mokkakaffi: Ljósmyndasýning Davíð Þorsteinsson sýnir 33 svart-hvítar Ijósmyndir á Mokkakaffi um þessar mundir. Flestar mynd- anna eru af götulífi í Reykjavík. Slunkaríki á ísafirði: Sýning Hannesar Lárussonar „Leið augans" nefnist sýning Hannesar Lárussonará innísetn- ingu í Slunkaríki á ísafirði sem verð- ur opnuð í dag, 3. maí, og stendur til 18. maí. Sýningin verðuropin frá kl. 16 - 18 þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga en frá kl. 15 til 18 laugardaga og sunnudaga. Akógeshús íVest- mannaeyjum: Málverkasýning Andrésar Magnús- sonar Andrés Magnússon opnar mál- verkasýningu í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum sunnudaginn 4. maí kl. 14. Opið verður sunnudag og uppstigningardag kl. 14-22 en þriðjudag, miðvikudag og föstudag kl. 17-22. Sýningunni lýkur laugar- daginn 10. maíkl. 16. Allirvelkomn- ir. -y ______ 0WÞ TYPAR ng lousn ó gömlum vondo TYPAR® jarðvegsdúkur frá Du Pont er níðsterkur jarðvegsdúkur ofinn úr polypropylene. Hann er léttur og mjög meðfærilegur. TYPAR® jarðvegsdúkur leysir alls konar jarðvatns- vandamál. TYPAR® er notaður í ríkum mæli í stærri verk- um svo sem í vegagerð, hafnargerð og stíflugerð. TYPAR® jarðvegsdúkur er ódýr lausn á jarðvatns- vandamálum við ræsalagnir við hús- byggingar, lóðaframkvæmdir, íþrótta- svæði o.s.frv. TYPAR® jarðvegsdúkur dregur úr kostnaði við jarð- vegsskipti og gerir þau jafnvel óþörf og stuðlar að því, að annars ónýtanlegan jarðveg megi nota. Dúkurinn kemur sér- staklega vel að notum í ódýrri vegagerð, hann dregur úr aurbleytu í vegum þar sem dúkurinn aðskilur malarburðarlagið og vatnsmettað moldar- eða leirbland- aðan jarðveg. Notkun dúksins dregur úr kostnaði við vegi, „sem ekkert mega kosta“, en leggja verður, svo sem að sveitabýlum, sumarbústöðum o.s.frv. TYPAR® er fáanlegur í mörgum gerðum, sem hver hentar til sinna ákveðnu nota. mns1 ^wrrm typar® v^#LI skrásett vörumerki Du Pont Síðumúla32 Sími 38000 Hafnarborg Hafnarfirði: Sýning Gunnars Hjaltasonar í dag kl. 14 opnar Gunnar Hjalta- son sýningu í Hafnarborg, Strand- götu 34, Hafnarfirði. Sýningin verð- uropindaglegafrákl. 14-19 og lýkur 19. maí. Norræna húsið Sýning DEVIRIS- | hópsins Sýning Deviris-hópsins opnar i sýningarsölum Norræna hússins kl. 15 í dag, laugardag. Nafnið Deviris er dregið af latneska orðinu vir (maðurjog koma listamennirnirfrá Noregi. Þeirheita PeterEsdaile, Ulf Valde Jensen, Jpm Nilsen og Axel Tostrup. Á sýningu þeirra verða 40 olíumálverk, nokkur grafíkverk, teikningarog skúlptúrar. Deviris- hópurinn hyggst sýna víðar á Norð- urlöndum og fara næst til Finnlands, þar sem þeir munu sýna í Nútíma- safninu íTammerfors. Sýningin verðuropindaglegakl. 14—19 til 19. maí. FERÐALÖG Ferðafélag íslands: Gönguferð á Eyrar- fjall Sunnudaginn4. maíverður gönguferð á Eyrarfjall (424 m) sem er við sunnanverðan Hvalfjörð. Gengið verður með brúnum fjallsins til þess að njóta útsýnis í allar áttir. Þriðjudaginn 6. maí er síöasta myndakvöld vetrarins og verða kynntar fimm ferðir í máli og mynd- um. Útivist: Ferðir í Brenni- steinsfjöll og Stór- konugjá Sunnudaginn 4. maíverðatvær dagsferðir hjá Útivist. Kl. 10.30 verður fariö í Brennisteinsfjöll sem liggja suður af Lönguhlíð. Gengið verðuraf nýja Bláfjallaveginum um Kerlingarskarð í Brennisteinsnám- urnar. Kl. 13 er ný gönguleið á dagskránni. Gengið verður um svonefndan Heiðaveg að Stórkonu- gjá. Þetta er gönguleiö á svæðinu milli Bláfjalla og Grindaskarða. Brottför er frá BSÍ, bensínsölu. Á miðvikudagskvöldið, 7. mai, verður kvöldganga í Geldinganes, en það erfyrsta kvöldgangan á vorinu. Þetta er einnig fyrsta af- mælisgangan í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur. Hana nú: Laugardagsganga Vikuleg laugardagsganga Frí- stundahópsins Hana nú í Kópavogi verður í dag, laugardag. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Allir Kópavogsbúar velkomn- ir. Gallerígangurinn: Sýning Benedikts Gestssonar Um siöustu helgi opnaði Bene- dikt Gestsson sína fyrstu einkasýn- ingu í Gallerí ganginum Rekagranda 8 í Reykjavík. Á sýningunni eru um 20 landslagsmyndir útsettar fyrir pensil og akrilliti. Sýningin er opin að deginum og mun Ijúka hinn 15. maí. Allar myndirnar eru til sölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.