Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 42
42 ! i I i I S 3 I i s I Í 8 i MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986 fclk í fréttum Reynir Pétur í Evrópureisu með Eyrarfossi Reynir Pétur Ingvarsson, göngugarpurinn sem gerði garðinn frægan sl. sumar er hann gekl: hringveginn hér á landi, hélt á þriðjudaginn í hálfsmánaðar sumarfrí tíl út- landa. Honum var boðið í ferð með Eyrarfossi, skipi Eim- skipafélagsins og er ferðinni heitið til fjögurra Evrópu- borga; Rotterdam í Hollandi, Felixstowe í Englandi, Ant- werpen í Belgiu og til Ham- borgar í Þýskalandi. „Eg er alveg ofsalega ánægður - komdu og sjáðu húsakynnin - þau eru til fyrirmyndar," sagði Reynir Pétur er blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann á biyggjunni. Hann sagðist upp- runalega hafa átt að fara með Laxfossi til Englands og Þýska- lands, en vegna verkfalls í Eng- landi var áætlun Laxfossar breytt yfír til Norðurlandanna og „mér vippað yfir á Eyrarfoss og fékk þá í staðinn að fara til fjögurra landa í stað tveggja eins og áður hafði verið ákveðið," sagði Reynir Pétur. „Það verður bara að ráðast hvað maður gerir í útlöndum. Ég hlakka allavega mikið til. Það verður örugglega byrjað á því að sjá sig um. Já, og svo geri ég ráð fyrir að versla eitthvað - versla fyrir vinkonu mína. Hún lagði engar sérstakar óskir fram heldur átti ég að velja eitthvað fallegt fyrir hana. Svo ætla ég að kaupa eitthvað handa móður minni líka, en það er ekkert af þessu ákveðið fyrirfram. Maður sér bara til.“ Reynir Pétur sagði að Hafskip hefði upprunalega boðið sér ferð- ina eftir gönguna frægu. „Við vitum hinsvegar öll hvað gerðist í millitíðinni og þeir hjá Eimskip eru nú svo rausnarlegir að gefa mér ferð og fékk ég m.a.s. að velja með hvaða fossinum ég vildi fara." Reynir Pétur sagðist ekkert hafa ákveðið frekar um sumarfrí í sumar. „Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem ég fer til útlanda. Fyrir tveimur árum fór ég til Dan- merkur, Noregs, Svíþjóðar og Færeyja og heillaðist ég af Fær- eyjum sérstaklega. Ég var þá ákveðinn í að safna mér fyrir annarri Færeyjaferð en það lukk- aðist þannig til að ég fékk verð- launaferð þangað eftir gönguaf- rekið." Reynir Pétur rétt fyrir brottför. Morgunblaðið/Ami Sæberg Sjötugar kvikmyndastjörnur Á því herrans ári 1916, fyrir réttum sjötíu árum, fæddust nokkrar kvikmyndastjömur sem ennþá láta ekki deigan síga. Hér eru myndir af nokkrum þeirra og eru það allt kunnugleg andlit. Kirk Douglas Jackie Gleason Jane Havoc Hver gleymdi að gefa kisu? Hreint skelfílegt. Einmitt þegar Klói ætlar að fá sér bita er ekkert í skálinni hans. Hann er ekki seinn á sér upp í hillu, þar sem katt- armaturinn er geymdurogklóer brugðið á loft... og einsogámyndinni sést: sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Go-Gart Van Johnson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.