Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADIÐ, LA'UG'ARDA'GUR 3. MAÍ1986 ÚTYARP/SJÓNVARP Hirðskáld c amtök í sjötíu ár nefnist heimildarmynd er birtist á skermin- um í fyrrakveld og fjallaði um Alþýðusamband íslands. Framleið- andi myndarinnar var: Kvikmynd hf. og stjómandi Þorsteinn Jónsson. Ég get ekki sagt að mér hafi þótt mynd þessi sérlega skemmtileg, en vissulega all fróðleg og er þá ekki takmarkinu náð? Annrs hef ég verið að velta því fyrir mér undanfarið hvort það sé rétt stefna hjá sjón- varpinu að sýna alls kyns heimildar- myndir er ýmsar stofnanir og félög panta hjá einkafyrirtækjum úti í bæ. Þessar myndir gefa harla oft ranga mynd af viðkomandi stofnun eða félagsskap og er skemmst að minnast í því sambandi lofrollunnar um Landsvirkjun. Ég vil taka fram að í Alþýðusambandsmyndinni var sjálfshólið mjög hóflegt. En nú vil ég leggja eina spum- ingu fyrir þá sjónvarpsmenn og þá kannski einkum fyrir hina háu herra er sitja í útvarpsréttamefnd. Teljið þið verjandi að sýna alþjóð heimiíd- armyndir er stórfyrirtæki í einka- eign láta gera um starfsemi sína, heimildarmyndir sem eru í rauninni ekki annað en dulbúnar auglýs- ingar? Hugsum okkur að sett yrði blátt bann við slíkum myndum þar sem auðvelt væri að sanna að birt- ing þeirra bryti í bága við siðareglur Samtaka íslenskra auglýsingastofa. En hvað þá um fyrirtæki og samtök sem eru í eigu almennings til dæmis Landsvirkjun og ASÍ? Hafa for- svarsmenn þessarra stofnanna fremur rétt á að „auglýsa" ágæti þeirra í kvikmyndaformi en for- svarsmenn einkafyrirtækja, nema forsvarsmennimir líti á fyrrgreind félög og stofnanir nánast sem „einkafyrirtæki", eða eins og for- maður Landsvirkjunnar sagði orð- rétt á síðasta ársfundi fyrirtækisins: Árið 1982 voru afnumdar verðlags- hömlur á Landsvirkjun, og síðan hefur stjóm fyrirtækisins ákveðið verð til almenningsveitna (almenn- ings) með tilliti til arðgjafar og að fenginni umsögn Þjóðhagsstofn- unnar. í fyrstu eftir afnám verð- lagshafta var nauðsynlegt að hækka raforkuverð mjög mikið. Síðan um mitt árið 1983 hefur hins vegar verið hægt að lækka raunverð raforku til almenningsveitna jafnt og þétt... Þessi reynsla sýnir hins vegar að farsælast er, að stjóm Landsvirkjunar ráði verðlagningu á raforku og hún sé ákveðin með til- liti til arðsemissjónarmiða. Svo mörg voru þau orð og er nema von að Jóhanna Sigurðardóttir, einn afkastamesti frumvarpasmiður Alþingis, kvarti yfir því að allt vald sé nú komið úr höndum hins háa Alþingis til embættismannanna. LýÖrœÖiÖ í veÖi? Ágæti lesandi, er ekki kominn tími til að spyija hvort lýðræðið sé ekki í hættu í landi, þar sem yfir- menn stofnana er að nafninu til starfa í krafti lýðfylgis og sumar hveijar undir yfirumsjón Alþingis, geti í raun ráðskast með þessar stofnanir að vild og látið kvik- myndagerðarmenn semja um þær dýrðaróð sem sunginn er lýðnum á stórafmælum? Til foma höfðu kóngar og keisarar hirðskájd er fluttu alvaldinum dýrðaróð. í dag er þessi óður fluttur á filmu og náttúrulega í sjónvarpi allra lands- manna. Væri ekki nær að sjón- varpið sæi sóma sinn í að filma merkar stofnanir á stórafmælum, annars skil ég vel að yfirmenn stofnana á borð við ASÍ og Lands- virkjun vilji festa þær á spjöld kvik- myndasögunnar, menn vilja nú gera vel við bömin sín á stórafmælum. Slíkt er bara ósköp mannlegt. Ólafur M. Jóhannesson. Geturðu notað höfuðið betur? ■■■■ Nýr útvarps- 1 7 00 þáttur sem 1 i — nefnist „Get- urðu notað höfuðið betur?“ hefur göngu sína á rás eitt í dag, og mun hann verða á dagskrá á þessum tíma á laugardögum út maí. Ætlunin er að fjalla um flest það sem tengist því að lesa undir próf og fá nemendur og kennara svo og sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum til að sitja fyrir svörum. í þættinum í dag kemur dr. Jón Torfi Jónasson, dósent við Há- skóla íslands, og segir út- varpshlustendum sitthvað um starfsemi heilans. Einnig koma í þáttinn nemendi í 9. bekk og full- trúi frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og munu þeir ræða um samræmdu próf- in. Stjómendur em Bryndís Jónsdóttir og Ólafur Magn- ússon. Frá útlöndum: Nýr þáttur um erlend málefni ■■^■B Frá útlöndum, n00 þáttur um er- — lend málefni í umsjá Páls Heiðars Jóns- sonar er á dagskrá rásar eitt í dag. í þættinum er ætlunin að blanda saman beinum frásögnum og pistlum um hin margvísleg- ustu efni, önnur en þau sem oftast fá umfjöllun í frétta- tímum og teljast til svo- nefndra heimsfrétta. Þann- ig verður lögð áhersla á að koma á framfæri efni sem að verulegu leyti verður unnið upp úr erlendum blöðum og tímaritum, og spannar s.s. tækni, vísindi, efnahags- og peningamál, atvinnumál í ýmsum lönd- um o.s.frv. Þá er ætlunin að fá tvo eða fleiri mern til að ræða saman í hveijum þætti um tiltekið efni. I dag verður Austurríki sérstaklega tek- ið til umfjöllunar m.a. vegna forsetakosninganna þar í landi og þeirrar at- hygli sem þær hafa vakið. Þættinum verður útvarpað frá kl. 11 til 12 á laugar- dagsmorgnum í sumar. Lögreglustjórinn sem leikinn er af Jackie Gleason, veitir ökuníðingnum vægðar- lausa eftirför. Reykur og Bófi Reykur og Bófi (Smokey and the Bandit) nefnist bandarísk bíómynd frá 1977, sem er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Harðsnú- inn ökuþór (leikinn af Burt Reynolds), tekur að sér að ná í vafasaman bjórfarm á mettíma. Hann þverbrýtur umferðarlögin og lögreglu- stjórinn veitir honum vægðarlausa eftirför. Elt- ingaleikurinn hefst í Texas og endar í Georgiu og er bílnum hvergi hlíft. Kvik- myndahandbókin okkar gefur þessari mynd tvær stjömur og telur hana ágæta. I UTVARP LAUGARDAGUR 3. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 íslenskir einsöngvarar og kórarsyngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga P. Stephensen kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endúrtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga, fram- hald. 11.00 Frá útlöndum — þáttur um erlend málefni. Umsjón: Páll HeiðarJónsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.50 Hér og nú. Fréttaþáttur ívikulokin. 15.00 Tónlistarmenn á Lista- hátíð 1986. Cecile Licad, Katia Riccia- relli og „The New Music Consort". Kynnir: Ýrr Bert- elsdóttir. 15.50 islenskt mál. Asgeir Blöndal Magnússon flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón Sigrún Björnsdóttir. 17.00 „Geturöu notað höfuðiö betur?" Ýmislegt um það að lesa undir próf. Umsjónarmenn: Bryndís Jónsdóttir og Ólafur Magnús Magnússon. 17.30 Karlakórinn Þrestir syngur íslensk og erlend lög. Stjórnandi: John Speight. (Hljóðritun frá tónleikum kórsins í Hafnarfjaröarbiói 26. maí 1984). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Söngvakeppni sjón- varpsstöðva í Evrópu 1986. Bein útsending frá Björgvin í Noregi þar sem þessi ár- lega keppni fer nú fram í 31. sinn með þátttöku 20 þjóða. Þorgeir Ástvaldsson lýsirkeppninni. 21.35 „Ég var skilinn eftir á bryggjunni." Pétur Pétursson ræðir við Svein Ásmundsson um ver- tíöir í Vestmannaeyjum og leigubílaakstur í Reykjavík. (Hljóðritað skömmu fyrir lát Sveins. Áöur úrvarpað 11. marssl.). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 í hnotskurn. Umsjón: Valgarður Stefánsson. Les- ari með honum: Signý Páls- dóttir. (Frá Akureyri) 23.00 Harmonikuþáttur. Um- sjón: Sigurður Alfonsson. 23.30 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón Örn Marinós- son. I SJONVARP 16.00 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 17.45 Búrabyggð (Fraggle Rock) Sextándi þáttur. Brúðumyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 18.10 Fréttaágrip á táknmáli. 18.15 Fréttir og veður. 18.45 Auglýsingar og dag- skrá. 19.00 Söngvakeppni sjón- varpsstöðva í Evrópu 1986. Bein útsending frá Grieg- höllinni i Björgvin þar sem þessi árlega keppni er hald- in i 31. sinn með þátttöku 20 þjóða. íslendingar taka LAUGARDAGUR 3. maí nú þátt i keppninni í fyrsta sinn með laginu „Gleði- bankinn" eftir Magnús Ei- ríksson. Kynnir: Áse Kleve- land. Þorgeir Ástvaldsson lýsir keppninni sem einnig er útvarpað á rás 1. (Evro- vision — Norska sjónvarp- ið). 21.45 Dagbókin hans Dadda. (The Secret Diary of Adrian Mole Aged 13 3/<) Sjötti þáttur. Breskúr myndaflokkur í sjö þáttum, gerður eftir bók Sue Townsends. Leikstjóri Peter Sasdy. Aðalhlutverk: Gian Sanmarco, Julie Walters, Stephen Moore og Beryl Reid. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.15 Reykurogbófi (Smokey and the Bandit) Bandarísk bíómynd frá 1977. Leikstjóri Hal Need- ham. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Sally Field, Jackie Gleason og Jerry Reed. Harðsnúinn ökuþór tekur að sér að sækja vafasaman bjórfarm á mettima. „Bóf- inn“ þverbrýtur löglegan hámarkshraöa og treður auk þess um tær lögreglu- stjóra sem veitir honum vægðarlausa eftirför. Þýðandi Ólafur B. Guðna- son. 23.50 Söngvakeppnin — Við- tal viö sigurvegarana. 00.10 Dagskrárlok. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. &T LAUGARDAGUR 3. maí 10.00 Morgunþáttur Stjórnandí: Sigurður Blön-' dal. 12.00 Hlé 14.00 Laugardagurtillukku Stjórnandi: SvavarGests. 16.00 Listapopp I umsjá Gunnars Salvars- sonar. 17.00 Hringborðið Erna Arnardóttir stjórnar umræðuþætti um tónlist. 18.00 Hlé 20.00 Linur Stjórnandi: Heiðbjört Jó- hannsdóttir. 21.00 Milli stríöa Jón Gröndal kynnir dægur- lög frá árunum 1920-1940. 22.00 Bárujárn Þáttur um þungarokk í umsjá Sigurðar Sverrisson- ar. 23.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00 Ánæturvakt með Ólafi Má Björnssyni. 03.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.