Morgunblaðið - 03.05.1986, Side 17

Morgunblaðið - 03.05.1986, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 3. MÁl 1986 17 Leyndardómurinn bakvið Landhelgisgæzlu Islands og þyrluslysið á TF-RÁN — eftir Gunnar Bergsteinsson Vegna greinar Guðbrands Jóns- sonar með ofangreindri fyrirsögn í Morgunblaðinu 1. maí um hið hörmulega slys er þyrlan TF-RÁN fórst í JökulQörðum 8. nóvember 1983, vil ég taka fram eftirfarandi. Ég tel ekki ástæðu til að efast um niðurstöður rannsóknamefndar flugslysa um orsakir áðumefnds slyss, þótt Guðbrandur Jónsson telji sig vita betur. Rannsóknamefndin vann mikið og vandað starf. Hún komst að þeirri niðurstöðu að nær óyggjandi væri að ein aðalorsök slyssins hefði verið sú að rennihurð á hægri hlið þyrlunnar hafí losnað og farið í þyrlublöðin með þeim afleiðingum að þyrlunni fataðist flug. Tiidrög þess, að þyrlan TF-RÁN var send til Vestfjarða 8. nóvember 1983, var eindregin ósk þyrluflug- manna, sem eftir velheppnaðar æfíngar með varðskipi að degi til töldu kominn tíma til að gera sömu æfíngar að nóttu, því að aldrei væri að vita hvenær þess yrði þörf, t.d. vegna björgunar eða sjúkra- flutninga. Mánudaginn 7. nóvember 1983 var því gerð flugáætlun í samráði við flugmenn þyrlunnar um að farið skyldi frá Reykjavík eftir hádegi daginn eftir, fýrst yfír Engey til að svipast um eftir líkum skipveija af Sandey, sem hafði hvolft þar nokkm áður og síðan til ísafjarðar. Þar skyldi tekið eldsneyti áður en farið yrði um borð í varðskipið Óð- inn, sem mundi verða í ísafjarðar- djúpi. Síðar um kvöldið eða nóttina skyldi svo farið í æfínga- og gæzlu- flug norður í svonefnda Gildm, sem er um 30 sjómflur norður af Kögri, ef veður og aðstæður leyfðu. Dag- inn eftir átti þyrlan svo að aðstoða varðskipið við vitaþjónustu áður en flogið yrði aftur til Reylq'avíkur. Aður en þyrlan kom vestur til ísafjarðar var skipherra varðskips- ins beðinn um að leggja skipi sínu við akkeri á rólegum stað og valdi hann Jökulfírði til þess. Þegar varðskipið Óðinn kom svo til Reykjavflcur eftir leit og björgun þyrluflaksins var haldið sjópróf eins og lög gera ráð fyrir. Guðbrandur Jónsson telur þetta sjópróf „þar sem yfírmenn varð- skipsins ... mættu fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur 18. nóvember 1983, eiðsvamir og áminntir um sannsögli að eigin ósk 10 dögum eftir slysið" vera eina marktæka gagnið í mál- inu, en gerir því síðan skóna að skýrsla skipherra og frambu'rður yfírmanna fyrir sjódómi sé tilbún- ingur einn. Til þess að rökstyðja skoðun sína og tortryggja framburð skipveija ber Guðbrandur síðan á borð hveija Akureyri; Vortónleikar yngri nemenda Tónlistarskól- ans eru í dag Akureyri. ÞRJÁTÍU nemendur Tónlistar- skólans á Akureyri flytja fjöl- breytta efnisskrá á tónleikum í Borgarbíói í dag, laugardaginn 3. maí. Tónleikarnir hefjast kl. 14.00. Nemendumir leika á ýmis hljóð- færi, tónlist eftir bæði innlenda og erlenda höfunda. Allir em velkomnir á tónleikana að njóta þessarar skemmtunar sér að kostnaðarlausu. rangfærsluna af annarri og skulu hér nefndar nokkrar. Flugþol TF-RÁN var þijár og hálf klukkustund en ekki tvær og hálf eins og Guðbrandur segir. Guðbrandur telur ástæðu til að ætla að ekkert þyrlueldsneyti hafí verið til um borð í Óðni, vegna þess að þyrlan tók eldsneyti á Isafírði. Sannleikurinn er hinsvegar sá að í skipinu vom 600 lítrar af þyrluelds- neyti. En venja er að fylla tanka þyrlu í landi til þess að halda elds- neytisbirgðum skipsins óskertum í lengstu lög. Guðbrandur talar um galeiðu- þrældóm fyrir áhöfn þyrlunnar þar eð uppgefin dagskrá frá yfírstjóm Landhelgisgæzlunnar hafí hljóðað upp á 17 klukkustunda vinnudag í vikulok um miðja nótt og langt fram á morgun. Flugtak frá Reykjavík var klukk- an 15.04 á þriðjudegi og höfðu þá flestir úr áhöfn þyrlunnar hvflst fram að þeim tíma eftir að hafa gert stuttan stans á vinnustað að morgni. Um klukkan 17A0 lenti þyrlan síðan á varðskipinu Óðni. Að loknum kvöldverði ræddu flugmenn og skipherra um áætlað næturflug og leituðu flugmenn sér síðan hvfldar þar til farið skyldi í loftið um klukkan 22.30, þegar nánari upplýsingar um veður lægju fyrir. Eins og Guðbrandi, flugmanni, má vera kunnugt, em það flugmenn sjálfír sem meta upplýsingar um veður og ákveða hvort flugfært sé, en ekki aðrir þótt hann gefí það í skyn. Þar eð Guðbrandi er tíðrætt um vind, sjö vindstig, skal þess getið að nokkmm mánuðum áður hafði sama þyrla híft sex menn um borð í tíu vindstigum undir Stigahlíð án erfíðleika, eins og sjónvarpsmyndir frá þeim atburði bera með sér. Flugáætlun um næturflugið var að sjálfsögðu gerð í samráði við skipherra varðskipsins, sem í þessu Gunnar Bergsteinsson „ Athugasemdir Guð- brands varðandi fram- burð stýrimanna við sjó- próf um hífingaræfing- ar eru ekki svara verðar, þar sem hinn reynslu- mikli þyrluflugmaður opinberar þar vanþekk- ingu sína, og er greini- legt að hann hefur aldrei nálægt rekstri björgun- arþyrlu komið.“ tilfelli sem öðmm, þegar þyrlur fljúga frá skipi, virkar sem stjóm- stöð fyrir flugið. Athugasemdir Guðbrands varð- andi framburð stýrimanna við sjó- próf um hífingaræfingar em ekki svara verðar, þar sem hinn reynslu- mikli þyrluflugmaður opinberar þar vanþekkingu sína, og er greini- legt að hann hefur aldrei nálægt rekstri björgunarþyrlu komið. Ef marka má síðustu málsgrein í ritgerð Guðbrands, virðist hann komast að þeirri niðurstöðu að leyndardómurinn bak við Land- helgisgæzlu íslands og þyrluslysið á TF—RÁN sé sá, að þyrlan hafi í þessari síðustu flugferð sinni átt að fara í ómerkilega sendiferð til Isafjarðar fyrir skipherrann á varð- skipinu og allt annað sé uppspuni. Starfsmenn Landhelgisgæzlunn- ar em orðnir ýmsu vanir í sambandi við aðdróttanir og æmmeiðingar, en síst af öllu átti ég von á því að hið hörmulega slys er TF—RÁN fórst í Jökulfjörðum yrði notað í þeim tilgangi af manni, sem ekki fékk þá ósk uppfyllta að verða starfandi flugmaður hjá Landhelg- isgæzlunni. Lesendum greinar Guðbrands má vera ljóst hvers vegna hann fékk ekki starfíð. Höfundur er forstjóri Landhelgis- gæslunnar. « v KONUR V V '^ðhsetti norðlenskra £> >• • V > V •V A • V > •V A Sýningarf*.Kkur sýnir fatnað afléttari sortinni. - O - Söngvakeppni. Fjölbreytt skemmtiatriði - O - Tekið á móti gestum með kokteil og söng. — O — Sunna Borg setur samkomuna - O - Krúttmagasöngurinn sunginn. - O - Kvöldverður. - O - Krúttmagadans. - O - Fegurðarsamkeppni, fyrri hluti. - O - Fjöldasöngur. - O - Leikfími. - O - Söngtríó. - O - Ferðaskrifstofa Krúttmaga. O I BROADWAY FIMMTUDAGINN 8. MAÍ Húsiðopnaðkl. 19.00. V í> £• A • V • A t> V A* o Fegurðarsamkeppni, úrslit. - O - Krýning. - O - Viðtal við sigurvegarann. CCCACWAy Miða- og borðapantanir daglega frá kl. 11.00—19.00. Sími 77500. «1 A <• 4 V. A <3 A <3 Á. A •V <J 4 • .< <J • A <J • • A A • A <3 • 4 . ^ . 4 <•

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.