Morgunblaðið - 03.05.1986, Page 40

Morgunblaðið - 03.05.1986, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÖ, LAUGARÖAGUR 3. MÁÍ1986 Faðir okkar og tengdafaöir, t EGILL EINARSSON, fyrrum bóndi á Langárfossi á Mýrum lést á Heilsuverndarstööinni í Reykjavík 1. maí. Einar J. Egilsson, Katn'n S. Egllsdóttir, Hrefna Egilsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Þórdis Egilsdóttir, Finnbogi Reynir Gunnarsson. t JÓHANNES JÚLÍUSSON bókbindari, Miðvangi 41, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 26. apríl síðastlið- inn. Útförin hefurfarið fram. Júlfus Jónsson og bræður hins látna. t Ástkær eiginmaður minn, KARL MAGNÚSSON, Þórsgötu 13, lést ía Landakotsspítala 1. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra Björnsdóttir. t Bróðir minn og fósturbróðir, RAGNAR GUÐMUNDSSON frá Skoravík, Fellsströnd, andaðist í sjúkrahúsi Stykkishólms 30. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Áslaug Guðmundsdóttir, Svava Tryggvadóttir. t Eiginmaður minn, ÞÓRARINN HELGIJÓNSSON, lést í Borgarspítalanum þann 23. apríi. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Jenný O. Jónsson. t Maðurinn minn, faðir okkar og afi, SIGURÐUR G. PÉTURSSON, netagerðarmeistari, Hverfisgötu 34, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 5. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarkort Hrafnistu í Hafnarfirði. Guðrún Halldór Sigurðsson, Bergsveinn Sigurðsson, Sveinn Sigurðsson, Agnes Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson. I. Sveinsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Pótur Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson, t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jaröarför HELGU FRIÐBJARNARDÓTTUR, Staðarbjörgum, Hofsósi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Sauðárkróki fyrir góða umönnun. Elísabet Þórhallsdóttir, Bjarni Helgason, Ósk Þórhallsdóttir, Frfmann Þorkelsson, Friðbjörn Þórhallsson, Svanhildur Guðjónsdóttir, Guðbjörg Þórhallsdóttir, Axel Davfðsson, Ásdís Þórhallsdóttir, Anna Þórhallsdóttir, Kristjana Þórhallsdóttir, Þorvaldur Þórhallsson, Valgerður Kristjánsdóttir, Halldór Þórhallsson, Guðbjörg Bergsveinsdóttir, Guðveig Þórhallsdóttir, Jóhannes Haraldsson, Birna Þórhallsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Minning: Bjarni Sigurðs- son Berserkseyri Fæddur 18. janúar 1896 Dáinn 22. apríl 1986 Hann var hreppstjóri Grundfírð- inga þegar ég kom á Snæfellsnes árið 1942. Þá var hreppstjórastarfíð meira umfangs en í dag, en hann var meira. Hann bjó snyrtilegu búi, var póstur milli Stykkishólms og Eyrarsveitar, hafði því afskipti og viðskipti við fjölda mannas. Einnig starfaði hann í viðlögum á skrif- stofu Kaupfélags Stykkishólms og þótti þar góður starfsmaður. Hann hafði fagra og góða rithönd, hvert skjal sem frá honum kom bar snyrtimennsku hans lof og prís, allar skýrslur voru vel unnar og þurfti þar ekki um að bæta. Allt þetta og svo ýmislegt annað varð til þess að hann var kjörinn til ýmissa vandastarfa, þar á meðal í sveitarstjóm og sýslunefnd. Kynni okkar hófust því strax og hafa verið skuggalaus síðan, já, og meira en það, vináttan vaxið og ef til vill aldrei meiri né nánari en seinustu árin þegar hann var nær mér með dvöl sinni á sjúkrahúsinu hér í Hólminum. Daginn sem hann kvaddi kom ég við hjá honum, sú stund var bæði alvöru- og gleði- stund. Hann var albúinn til ferðar og eftir mikið starf hér í heimi var undirbúningur nýs áfanga augljós. Gleðibros tendraðist og við kvödd- umst með hlýju handtaki. Það var svo margt búið að ræða áður. Þrátt fyrir þótt aldurinn væri hár, þrótt- urinn þverrandi, þá bjóst ég við lengri samskiptum og sakna nú vinar í stað. Heimilið hans Bjama var eitt af aðlaðandi heimilum á Snæfellsnesi. Það sá hans ágæta kona, Ástrós Emilsdóttir, um. Hún var eftirtekt- arverð og vann sér ósjálfrátt vin- semd annarra og setti alúðarsvip á umhverfíð. Þau áttu tvö böm, Dagbjörtu, sem gift er Pétri Einars- syni fulltrúa og búa þau í Reykja- vík, og Hrein, kvæntan Ásdísi Halldórsdóttur og búa þau nú á föðurleifðinni. Hamingja Bjama var mikil og vei kunni hann að meta það. Alltaf fór ég glaðari af fundi Bjama og hvar sem við hittumst varð það okkur til aukinnar vináttu og þau tengsl urðu alltaf sterkari með árunum. Bjami var fæddur að Ámýrum í Helgafellssveit. Það býli er löngu komið í eyði, enda erfitt til búskapar á mörgu sviði. Foreldrar hans voru þau Dagbjört Guðmundsdóttir og Sigurður Jónsson. Man ég Sigurð í sambýli þeirra Ástrósar og Bjama, en Dagbjört þá látin. Bjami varð snemma að taka til hendi, enda ekki óalgengt á þeirri tíð að hver hönd væri nýtt heimili til heilla. Brauðstritið var þá í al- gleymingi og þá daga þekkti maður í æsku að annaðhvort var að duga eða drepast, eins og gamlir menn orðuðu það. Vinnan göfgar mann- inn heyrði ég Bjarna segja af ein- lægni og eitt er mér sérstaklega minnisstætt, hve Bjami lagði mikið upp úr samhjálp, að gera öðrum greiða án eldurgjalds, gefa af sjálf- um sér. Það voru þau lífsins verð- mæti sem Bjami hafði í heiðri. Ástrós og Bjami hófu búskap á Berserkseyri árið 1919. Þar var heimili þeirra ætíð síðan. Berserks- eyri var þá tvíbýli og sambýli ág- ætt. Það var mér vel kunnugt um. Hugarfar þeirra hjóna yljaði um- hverfíð. Á merkum tímamótum í ævi Bjama mættumst við. Gafst þá tími til að rifja upp og treysta vináttuböndin. Það var ætíð gott að koma við á Berserkseyri. í janúar sl. á 90 ára afmæli hans var þess minnst með veglegu veisluborði sem systumar á sjúkrahúsinu höfðu búið honum og vinum hans sem komu í heimsókn. Var þetta hátíðleg og eftirminnileg stund og margir komu, enda átti hann marga trausta vini. Eftir að Bjami missti konu sína fyrir 8 árum var hann um skeið einn í húsi þeirra hjóna og í ná- grenni sonar og tengdadóttur. En að því kom með hnignandi heilsu að hann var að leita til sjúkra- hússins í Stykkishólmi þar sem hann dvaldi hin seinustu ár. Þar leið honum vel því starfsliðið gerði allt til að gera honum dvölina sem þægilegasta. Það mat Bjami af heilum hug. Ég kom oft í heimsókn til hans og var þá óspart rætt um tilgang lífsins og þann lífsmáta sem skilaði hveijum einstakling sem mestum ábata og vomm við þar sammála. Um þjóðmál hugsaði hann einnig, bar saman nútíð og fortíð, sjálfstæðisstefnan var efst í huga hans og vissulega vildi hann meiri reisn hennar í dag en stað- reyndir segja til um, en hvað um það, tryggð við hana og hina gömlu foringja var óbrigðul. Bjami gerði ekki víðreist um dagana. Sveitinni unni hann og vildi hennar veg sem mestan. Vissi að með því þjónaði hann landinu best. Við samferðamenn Bjama og hans fjölskyldu geymum í huga þakklátar minningar. Við erum rík- ari eftir að hafa átt hann að vini. Við kveðjum hann, blessum minningamar, og biéjum honum allra heilla á nýjum vegi. Trúin segir manni að þræðimir sem nú hafa í bili slitnað tengist aftur á nýjum vettvangi. Þessu má treysta. Bjarni kemur mér í huga þegar rætt er um góða og nýta þjóðfélags- þegna. Þannig var hann, sannur og heill alla tíð. Árni Helgason Þann 22. apríl síðastliðinn lézt í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi Bjami Sigurðsson hreppstjóri á Berserks- eyri í Eyrarsveit, nokkrum mánuð- um betur en níræður. Hann var fæddur á Ámýrum í Helgafellssveit 18. janúar 1896, sonur Sigurðar Jónssonar og Dagbjartar Guð- mundsdóttur, sem þar bjuggu og síðar á Berserkseyri. Kona Bjama var Ástrós Elísdóttir, en hún lézt 1978. Ungur tók Bjami við bús- forráðum á Berserkseyri og bjó þar alla ævi og gerði ekki víðreist um dagana. Hann var hreppstjóri í sveit sinni um nær hálfan fímmta áratug, sat í sýslunefnd og hreppsnefnd um langt árabil, auk ýmissa annarra trúnaðarstarfa, sem hann gegndi fyrir sveit sína og sýslu. Þegar Bjami var níræður, 18. janúar sl., þá heimsóttum við hann nokkrir félagar hans og vinir. Miðað við allar aðstæður virtizt okkur t Innilegar þakkir til allra sem auösýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ÁRNASONAR frá Siglufirði. Sigríður Sigurðardóttir, Árni Geir Sigurðsson, Guörún Kristjana Sigurðardóttir, Klara Sigurðardóttir, tengdabörn og barnabörn. hann vera hinn hressasti, talaði við okkur um alla heima og geima og auðheyrt var, að þrátt fyrir háan aldur og langvinn veikindi var andlegt atgervi hans lítt skert. Hann fylgdist mjög vel með öllu sem varðaði heimabyggð hans og spurði og spjallaði um þau mál, sem ofar- lega voru á baugi. Hann brá jafnvel á glens, þegar stjómmálin bar á góma og brosti góðlátlega. Kynni okkar Bjama hófust ekki fyrr en hann var kominn yfír miðjan aldur, en atvikin höguðu því svo, að undanfama þijá áratugi hefur samvinna okkar og samstarf verið mjög mikið, einkum það, sem varð- v aði stjómmál og viðskipti. Þær eru ófáar endurminningamar, sem ég á um tal okkar tveggja og eru mér ógleymanlegar. Hann var heill haf- sjór sögu og sagna, ekki sízt þeirra, sem tengdust heimahögunum, og sagði svo frá, að hrein unun var á að hlýða. Oftar en ekki bar eilífðarmalin á góma og fljótt varð ég þess var, að vinur minn hafði mjög ákveðnar skoðanir í þeim efnum og enginn vafí var í huga hans um betri heim að loknu þessu lífi. Bjami var einn einlægasti trúmaður, sem ég hef kynnst og hélt fast við fomar hefðir í þeim efnum. Það var ærið oft ef inná mitt borð bárust þau málefni, sem ég sá ekki viðhlítandi lausn á, að ég hafði samband við Bjarna og bar þetta undir hann og aldrei man ég eftir því, að við fínndum ekki þá lausn vandans, sem allir máttu sæmilega við una. En svona var Bjami á Berserkseyri, boðinn og búinn að fínna lausn á vandamálum sveitunga sinna og ótalinn mun vera sá fjöldi fólks, sem leitaði aðstoðar hans og fór ánægðari frá þeim fundi. Bjami var mikill höfð- ingi heim að sækja og naut þar dyggilegrar aðstoðar konu sinnar, sem með ljúfmennsku sinni og myndarskap átti ósmáan hlut að því, að gera heimsóknir að Ber- serkseyri eftirminnilegar. Ástrós og Bjami eignuðust tvö böm, Dagbjörtu, gifta Pétri Einars- syni fulltrúa í Reykjavík og Hrein bónda á Berserkseyri, kvæntan Ásdísi Halldórsdóttur. Bæði bera þau böm Berserkseyrarhjóna órækt vitni uppruna sins og uppeldis. Fjarri fer því, að alvaran sæti alltaf i fyrirrúmi, þegar við Bjami ræddumst við. Öðru nær, enda var hann víðkunnur fyrir kímni sína og sum tilsvör hans urðu fleyg um mörg hémð og munu geymast í minni manna. Bjami mun ekki hafa verið heilsuhraustur um dagana, þótt lítt héldi hann því á loft. En ef í góðu tómi bæri eitthvað broSlegt á góma, fannst mér hann yngjast um áratugi á örfáum mínútum og augu hans fylltust æskuþrótti. Orð hans öll sindruðu þá af glettni, lífs- §öri og mannviti. Þannig mun ég minnast hans og biðja honum bless- unar í betri heimi. Emil Magnússon Sem bam áttr ég þess kost að vera í sveit á Berserkseyri og fyrir þann tíma er ég ævinlega þakklát- ur. Á Berserkseyri er tvíbýli og var ég hjá Ástrós og Bjama. Hún lést fyrir nokkrum árum. Ástrós var ákaflega hlý og góð kona og minnist ég þess vel, hve skilningsrík hún

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.