Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986 51 Fyrsta viðavangshlaup í Hafnarfirði ekki 1938 Agæti Velvakandi. Víðavangshlaup fór fram í Hafn- arfirði á sumardaginn fyrsta, svo hefur það verið á hveiju vori síðan 1938. Þannig var sagt frá í Morgun- blaðinu, en þetta er ekki með öllu rétt, og langar mig að leiðrétta þennan misskilning. í sögu Hafnarfjarðar á bls. 163 er sagt frá því að knattspyrnufélag- ið Þjálfi hafi efnt til drengjahlaups 1932, og svo hafði það verið í nokkur vor, og þó það sé ekki nefnt í sögu Hafnarfjarðar, þá var það á sumardaginn fyrsta. Sagt er þama í bókinni að þátttakendur hafi verið níu, fjórir frá Þjálfa og fimm frá Þessir hringdu . . „Emil“ og Anna Sig-ga Lesandi hringdi og vildi láta í ljósi ánægju sína yfír atriði í þættinum „Unglingamir í frum- skóginum", sem var á dagskrá sjónvarpsins föstudaginn 25. apríl sl. „Þetta er svona þáttur með gallabuxum og gítargutli, sem höfðar nú ekki beinlínis til mín. en allt í einu og upp úr þurru birtust kvartettinn „Emil“ og söngkonan Anna Sigga. Það var gaman að sjá, hvað þau vom sér- lega prúðbúin og snyrtileg. Pilt- amir vom í kjólfötum, með stafi og harða hatta og sungu svo unun var á að hlýða, og stúlkan er greinilega stórefnileg, hefur alveg geysilega rödd. Þetta stutta atriði — lögin vom bara tvö — bætti manni upp allt hratið, sem verið hefur í sjónvarpinu að undan- förnu. Eg vil senda þessu unga fólki innilegar þakkir fyrir yndislegan söng og afburða skemmtilegan, og vona að meira eigi eftir að heyrast frá því.“ Haukum. Það er mynd af Þjálfa- strákunum á bls. 195 en engin af Haukastrákunum, þó var tekin mynd. Hlaupalengdin var 2500 m. Keppt var um farandbikar, sem vannst við 5 sigra eða þtjá sigra í röð. Á bikarnum stendur (hann er enn til): Gefínn af J.M. sem ég álít að þýði Jón Magnússon. Fyrstur í mark var undirritaður eins og segir í sögu Hafnarfjaðrar og sat svo handhafi bikarsins uppi með hann í ára raðir, þar sem ekki fór fram keppni um hann meir. En á fimm- tíu ára afmæli Hauka afhenti undir- ritaður bikarinn félaginu til varð- veislu ásamt mynd af þeim þremur fyrstu í þessu hlaupi. Fyrirspurn til sjónvarpsins 4723-3186 hringdi til þess að koma eftirfarandi fyrirspum á framfæri: „Hvenær ætla þeir hjá sjón- varpinu að taka sig til og réttlæta í fréttaskýringaþætti framkomu Rússa i sambandi við kjamorku- mál og fá þá Ólaf Ragnar og Magnús Torfa í lið með sér, eins og þeir gerðu þegar þeir tóku Bandaríkjamenn í gegn fyrir árás- ina á Líbýu." Þökk sé þeim Þorvarður Júlíusson á Sönd- um í Miðfirði hringdi og hafði þetta að segja: „Þökk sé þeim Agli Jónssyni og Skúla Alexanderssyni fýrir það að koma í veg fýrir enn eitt ránið á eigum bænda. Ef fmmvarp Halldórs Ásgrímssonar um að út- rýma sel hefði orðið að lögum, hefðu bændur mátt þola ófyrir- leitna skotvarga og veiðiþjófa heima í hlaðvarpa allt í kring um land, því 115 metrar veita enga vöm við selalátur. Einnig hefði æðarvarp víða verið í stórhættu og sumt eyðilagt. Það er Halldór, sem bændur og reyndar öll þjóðin verða að losna við. Hann hefur hegðað sér eins og mannýgt naut, eins og þegar hann kom í veg fyrir að 59. grein skattalaganna yrði felld niður. Sjálfstæðisflokksliðsoddar Fyrst ég annars er að vitna í sögu Hafnarfjarðar, er rétt að ég bendi á þessa sömu blaðsíðu, 163, en þar er sagt frá að Haukar hafi sent sveit í drengjahlaup Ármanns þetta sama vor, sveit Hauka varð í þriðja sæti, en þess er ekki getið að sá sem varð annar í hlaupinu var frá Haukum. 34 drengir tóku þátt í hlaupinu og fékk undirritaður rásnúmer 34, og það var af hreinni slysni að hann var númer tvö í hlaupinu en ekki númer eitt, en það er önnur saga og of löng til frásagn- ar. En sem sagt, fyrsta víðavangs- hlaupið í Hafnarfirði var ekki 1938. Sofus Berthelsen ættu nú að ná vopnum sínum áður en lýkur flatsængurbúhokri þeirra með þeim Halldóri og Steingrími ef þeir vilja halda heilu skinni." Fyrirspurn til sjávar- útvegsráðherra Sigurður Ólafsson formaður Sjómannafélags Isfirðinga spyr sjávarútvegsráðherra: „í tilefni af nýrri lagasetningu um afnám sjóðakerfis sjávarút- vegsins: a) Hvað var mikið fé í sjóðum sjávarútvegsins þegar lögin tóku gildi? b) Á hvem hátt er áætlað að ráðstafa því? Mér þætti vænt um að fá svör við þessu sem fyrst." Frekja í fólki 9522-8852 hringdi: „Við Flyðrugranda vom settar upp körfuboltakörfur sl. sumar og höfum við krakkamir haft mikil not og skemmtun af þessum körfum. En nú hefur skyggt á gleði okkar, því tveir menn komu úr blokkinni og tóku niður eina körfu án þess að hafa til þess leyfi. Ég vil beina því til þeirra, að þeir búa ekki í einbýlishúsi og ættu að sjá sóma sinn í því að setja körfuna aftur á sinn stað.“ Halló! halló! Gagnfræðingar frá Gagnfræðaskóla Akureyrar vorið 1966 og aðrir skóla- félagar fæddir 1949. Nú er hátíð í bæ! • Föstudaginn 30. mai nk. kl. 20 stundvíslega verður haldið afmælishóf (okkar) í veitingastaðnum Svartfugli (austan HA), Skipagötu 14. • Þar verður borðað. drukkið, sungið, dansað og sitthvað rifjað upp. • Bréfmeðnánariupplýsingumáleiðinni. • „Baulaðu nú Búkolla mín“ hvar sem þú ert niðurkomin (á landinu) • Hringið í eitthvert af eftirtöldum númerum: Sigríður Eysteinsdóttir 91-15419, Anna María Kristjánsdóttir 91-71600, Helga Haraldsdóttir 91-671495, Herdís Júlíusdóttir 96-24778, Anna Ringsted 96-22281, Bjami Artúrsson 96-31101, Júlía Björnsdóttir 96-22163, Júlía Þórsdóttir 96-21970. B autn5tar ÁKLÆÐIOG GÓLFMOTTUR í FLESTAR GERÐIR BIFREIÐA Áklæðin eru hlý og teygjanleg Fjölbreytt litaúrval MOTTURNAR FÁST í RAUÐUM, BLÁ- UM, BRÚNUM OG GRÁUM LITUM KYNNIÐ YKKUR VERÐ OG GÆÐI FÁST Á NÆSTU BENSÍNSTÖÐ rr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.