Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBIAÐIð' ÍAÚGARDAGUfí 3. MAÍ1986 ^9 FRÁ GRUNNSKÓLUM HAFNARFJARÐAR Innritun forskólabarna, fædd 1980, fer fram í grunnskólunum föstudaginn 9. maí nk. kl. 11.00. Áríðandi er að komið sé með börnin til innritunar. Dagana 12.—16. maí fer einnig - fram í skólunum innritun annarra nýrra nemenda. Fræðsluskrifstofa HafnarQarðar. öryggissæti fyrir börn Það er mikilvægt að barmð sitji í öruggu og þægilegu sæti, verði bíllinn fyrir hnjaski. Þegar bremsað er skyndilega er barnið öruggara. Ef þægilega fer um barnið, er það rólegra, — og þar með ökumaðurinn. Britax bílstólar fyrir börn eru öruggir og þægilegir í notkun. Með einu handtaki er barnið fest og losað Biðjið um Britax bílstóla á bensínstöðvum Shell. BENSINSTOÐVAR SKELJUNGS ffann hringdi um sexleytiö „Varstu að hugsa um mig“ „já“ laug ég Vandræði Alþýðubandalagsins Af skrifum Þjóðviljans í tilefni af sveitarstjórnakosningunum má ráða, að alþyðubandalagsmenn eigi erfitt með að fóta sig í baráttunni. A þetta ekki síst við, þegar litið er til átakanna í höfuðborginni. Þar gerir Þjóðviljinn hvert axarskaftið eftir annað. Nokkur dæmi nægir að nefna: upphlaup blaðsins vegna leigu- gjalds, sem innheimt er af borginni; dylgjur um að Knattspyrnufé- lagið Þróttur sé gjaldþrota fyrir tilverknað borgaryfirvalda; fullyrð- ingar um að illa hafi verið staðið að því að fjölga dagvistarrýmum fyrir börn og nú síðast skrif Þjóðviljans um verð á matarmiðum í mötuneyti Reykjavíkurborgar við Skúlatún. Verður staldrað við þetta síðasta vandræðamál Alþýðubandalagsins í Staksteinum í dag. Málflutningnr Þjóðviljans Laugardaginn 26. apríl birtist forsíðufrétt í Þjóðviljanum undir þessari fyrirsögn: „Borg- armötuneyti: Allt að 80% hækkun. Matarmiðar i mötuneyti borgarinnar við Skúlatún hækkaðir um allt að 80%. Engar skýringar. Haraldur Hannesson: Munum óska eftir skýringum. Leggj- um áherslu á að verðlagi verði haldið í skefjum." í frétt Þjóðviljans var komist þannig að orði: „Þannig kostar kjötmál- tíð með súpu nú 180 krónur en kostaði áður 100 krónur, sem var staðlað verð allra máltíða fyrir hækkun. Eftir hækkun kostar fiskrétt- ur með súpu 120 krón- ur.“ Morgunblaðið kannaði þetta mál mánudaginn 28. aprfl og birti frétt um það 29. aprfl. Var þar rætt við Harald Hannes- son, formann starfs- mannafélags Reykjavik- urborgar. í samtalinu kom fram, að það væri rangt hjá Þjóðviljanum að setja mál þetta fram með þeim hætti, sem hann gerði. Að visu hefði verið ákveðið að hækka verð á einni kjötmáltíð í viku um 80%, það er úr 100 kr. í 180 kr. Á hinn bóginn væri meðalhækk- un á vikuverði matar- miða rúm 30%. Við þetta vildi starfsmannafélagið ekki una og náðist sam- komulag um að vikuverð- ið í mötuneytinu hækkaði um 10%, en í raun er aðeins um hækkun á einni kjötmáltíð að ræða, úr 100 kr. í 150 kr. Verð á öðrum máltíðum hélst óbreytt, eða 100 kr. Miðvikudaginn 30. aprfl var Þjóðviljinn sig- urglaður, eins og þessi flennifyrirsögn á forsíðu bar með sén „Borgar- mötuneyti: Borgin lætur undan. Mildun hækkunar á matarmiðum í mötu- neyti borgarinnar i kjöl- far fréttar Þjóðviljans. Mesta hækkim nú 50%. Var allt að 80% áður. Morgunblaðið klórar i bakkann. Haraldur Hannesson: Rangt eftir mér haft í Morgunblað- inu. Frétt Þjóðviljans var hárrétt og þörf.“ í anda þessarar fyrirsagnar var svo leiðari Þjóðviljans þennan sama dag, sem bar yfirskriftina „Morg- unblaðið fer með fleip- ur“. Mátti ætla, að nú hefðu alþýðubandalags- menn loksins fundið sig- urleiðina í kosningabar- áttunni; örlög Reykjavik- ur réðust af verði einnar kjötmáltíðar í viku í mötuneyti borgarinnar í Skúlatúniá. Undanbrögð Þjóðviljans Þjóðviljinn hefur það eftir Haraldi Hannessyni á miðvikudag, að það sem Morgunblaðið hafi eftir honum um frétt Þjóðviljans á laugardag sé rangt. Af því tilefni segir Oskar Guðmunds- son, ritstjómarfulltrúi Þjóðviljans, í hinni sig- urglöðu forystugrein: „Sannleikurinn í málinu er það beiskur og sár fyrir Morgunblaðið að það hefur áreiðanlega ekki siðferðisþrek til að biðja lesendur sína, Har- ald Hannesson og Þjóð- viljann afsökunar á þessu upphlaupi." Þegar Morgunblaðið hafði samband við Har- ald Hannesson á mið- vikudag til að fræðast af honum um það, sem í Þjóðviljanum stóð, sagði Haraldur, að hann hefði komist þannig að orði við blaðamann Þjóðviljans: „Það er ansi langsótt, að þetta hafi verið 80% hækkim á matarverði, það stenst ekki, þar sem þetta var aðeins einn dagur. Ef þú lest Morg- unblaðið þá kemstu að hinu sanna. Hið eina sem er villandi hjá Morgun- blaðinu er fyrirsögnin á fréttinni. Hækkunin nam að meðaltali 32% en var lækkuð í 10%.“ Til þess að skýra málið til fulls sendi Haraldur Morgun- blaðinu og Þjóðviljanum greinargerð, þar sem hann lýsir öllum þáttum þessa máls með svo glöggum hætti, að ekki getur misskilist, hvemig verðlagningu í mötuneyt- inu er háttað. Birti Morg- unblaðið þessa greinar- gerð á fimmtudaginn. Það sést hins vegar hvorki tangur né tetur af henni í Þjóðviljanum þann dag; blaðið telur lik- lega að upphlaup þess hafi náð tilgangi sínum, þvi hafi tekist að koma höggi á andstæðing. Þegar þeim tilgangi er náð, skiptir hitt engu fyrir Þjóðviljann eða Alþýðubandalagið að hafa það, sem sannara reynist og skýra frá þvi. Ef einhver á að biðjast afsökunar í þessu máli em það skriffinnar Þjóð- viljans. Hitt hlýtur svo að vera sérstakt umhugsunar- efni, að mál af þessu tagi skuU verða tilefni tveggja forsíðufrétta Þjóðviljans og einnar forystugreinar. Fátt sýn- ir betur málefnafátækt Alþýðubandalagsins nú fyrir kosningamar. Baldur Rafn Sigurðs- son kosinn prestur í Hólmavík Prestkosning fór fram í Hólmavíkurprestakalli 27. apríl sl. Atkvæði voru talin á biskups- stofu í gærmorgun. Umsækjandi var einn, séra Baldur Rafn Sig- urðsson. Á kjörskrá voru 532. 268 kusu, eða 50,4%. Séra Baldur fékk 250 atkvæði. Auðir seðlar voru 17 og ógildur var 1. Baldur Rafn er því kosinn lögmætri kosningu. Hann var settur prestur í Hólmavíkur- prestakalli 1. nóvember sl. en verð- ur nú skipaður prestur þar. Morgunblaðið/Bjami Hart barist í Garðabæ JÓN Ásgeir Eyjólfsson tannlæknir til vinstri og Hreiðar Ársæls- son KR-ingur og fyrrum landsliðsmaður i knattspyrnu sýndu mikil tilþrif í hverfakeppni sem Garðbæingar héldu í knatt- spyrnu 1. maí í tilefni 10 ára afmælis Garðabæjar. Átta lið úr hinum ýmsu hverfum í Garðabæ mættu til keppni í íþróttahús- inu í Ásgarði. Keppt var í tveimur riðlum og voru keppendur um 60, aliir á aldrinum 30 ára og eldri. Fyrir úrslitaleikinn kepptu síðan lið bæjarstjómar og lið formanna ýmissa félaga- samtaka í bænum. Það var Flataliðið sem bar sigur af hólmi í hverfakeppninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.