Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBIAÐIð' ÍAÚGARDAGUfí 3. MAÍ1986
^9
FRÁ GRUNNSKÓLUM
HAFNARFJARÐAR
Innritun forskólabarna, fædd 1980, fer fram
í grunnskólunum föstudaginn 9. maí nk. kl.
11.00. Áríðandi er að komið sé með börnin til
innritunar. Dagana 12.—16. maí fer einnig -
fram í skólunum innritun annarra nýrra
nemenda.
Fræðsluskrifstofa HafnarQarðar.
öryggissæti
fyrir börn
Það er mikilvægt að barmð sitji
í öruggu og þægilegu sæti,
verði bíllinn fyrir hnjaski.
Þegar bremsað er skyndilega
er barnið öruggara.
Ef þægilega fer um barnið, er
það rólegra, — og þar með
ökumaðurinn.
Britax bílstólar fyrir börn eru
öruggir og þægilegir í notkun.
Með einu handtaki er barnið
fest og losað
Biðjið um Britax bílstóla á
bensínstöðvum Shell.
BENSINSTOÐVAR
SKELJUNGS
ffann hringdi
um sexleytiö
„Varstu að hugsa
um mig“
„já“ laug ég
Vandræði Alþýðubandalagsins
Af skrifum Þjóðviljans í tilefni af sveitarstjórnakosningunum má
ráða, að alþyðubandalagsmenn eigi erfitt með að fóta sig í
baráttunni. A þetta ekki síst við, þegar litið er til átakanna í
höfuðborginni. Þar gerir Þjóðviljinn hvert axarskaftið eftir annað.
Nokkur dæmi nægir að nefna: upphlaup blaðsins vegna leigu-
gjalds, sem innheimt er af borginni; dylgjur um að Knattspyrnufé-
lagið Þróttur sé gjaldþrota fyrir tilverknað borgaryfirvalda; fullyrð-
ingar um að illa hafi verið staðið að því að fjölga dagvistarrýmum
fyrir börn og nú síðast skrif Þjóðviljans um verð á matarmiðum
í mötuneyti Reykjavíkurborgar við Skúlatún. Verður staldrað við
þetta síðasta vandræðamál Alþýðubandalagsins í Staksteinum
í dag.
Málflutningnr
Þjóðviljans
Laugardaginn 26.
apríl birtist forsíðufrétt
í Þjóðviljanum undir
þessari fyrirsögn: „Borg-
armötuneyti: Allt að 80%
hækkun. Matarmiðar i
mötuneyti borgarinnar
við Skúlatún hækkaðir
um allt að 80%. Engar
skýringar. Haraldur
Hannesson: Munum óska
eftir skýringum. Leggj-
um áherslu á að verðlagi
verði haldið í skefjum."
í frétt Þjóðviljans var
komist þannig að orði:
„Þannig kostar kjötmál-
tíð með súpu nú 180
krónur en kostaði áður
100 krónur, sem var
staðlað verð allra máltíða
fyrir hækkun. Eftir
hækkun kostar fiskrétt-
ur með súpu 120 krón-
ur.“
Morgunblaðið kannaði
þetta mál mánudaginn
28. aprfl og birti frétt um
það 29. aprfl. Var þar
rætt við Harald Hannes-
son, formann starfs-
mannafélags Reykjavik-
urborgar. í samtalinu
kom fram, að það væri
rangt hjá Þjóðviljanum
að setja mál þetta fram
með þeim hætti, sem
hann gerði. Að visu hefði
verið ákveðið að hækka
verð á einni kjötmáltíð í
viku um 80%, það er úr
100 kr. í 180 kr. Á hinn
bóginn væri meðalhækk-
un á vikuverði matar-
miða rúm 30%. Við þetta
vildi starfsmannafélagið
ekki una og náðist sam-
komulag um að vikuverð-
ið í mötuneytinu hækkaði
um 10%, en í raun er
aðeins um hækkun á
einni kjötmáltíð að ræða,
úr 100 kr. í 150 kr. Verð
á öðrum máltíðum hélst
óbreytt, eða 100 kr.
Miðvikudaginn 30.
aprfl var Þjóðviljinn sig-
urglaður, eins og þessi
flennifyrirsögn á forsíðu
bar með sén „Borgar-
mötuneyti: Borgin lætur
undan. Mildun hækkunar
á matarmiðum í mötu-
neyti borgarinnar i kjöl-
far fréttar Þjóðviljans.
Mesta hækkim nú 50%.
Var allt að 80% áður.
Morgunblaðið klórar i
bakkann. Haraldur
Hannesson: Rangt eftir
mér haft í Morgunblað-
inu. Frétt Þjóðviljans var
hárrétt og þörf.“ í anda
þessarar fyrirsagnar var
svo leiðari Þjóðviljans
þennan sama dag, sem
bar yfirskriftina „Morg-
unblaðið fer með fleip-
ur“. Mátti ætla, að nú
hefðu alþýðubandalags-
menn loksins fundið sig-
urleiðina í kosningabar-
áttunni; örlög Reykjavik-
ur réðust af verði einnar
kjötmáltíðar í viku í
mötuneyti borgarinnar í
Skúlatúniá.
Undanbrögð
Þjóðviljans
Þjóðviljinn hefur það
eftir Haraldi Hannessyni
á miðvikudag, að það
sem Morgunblaðið hafi
eftir honum um frétt
Þjóðviljans á laugardag
sé rangt. Af því tilefni
segir Oskar Guðmunds-
son, ritstjómarfulltrúi
Þjóðviljans, í hinni sig-
urglöðu forystugrein:
„Sannleikurinn í málinu
er það beiskur og sár
fyrir Morgunblaðið að
það hefur áreiðanlega
ekki siðferðisþrek til að
biðja lesendur sína, Har-
ald Hannesson og Þjóð-
viljann afsökunar á þessu
upphlaupi."
Þegar Morgunblaðið
hafði samband við Har-
ald Hannesson á mið-
vikudag til að fræðast af
honum um það, sem í
Þjóðviljanum stóð, sagði
Haraldur, að hann hefði
komist þannig að orði við
blaðamann Þjóðviljans:
„Það er ansi langsótt, að
þetta hafi verið 80%
hækkim á matarverði,
það stenst ekki, þar sem
þetta var aðeins einn
dagur. Ef þú lest Morg-
unblaðið þá kemstu að
hinu sanna. Hið eina sem
er villandi hjá Morgun-
blaðinu er fyrirsögnin á
fréttinni. Hækkunin nam
að meðaltali 32% en var
lækkuð í 10%.“ Til þess
að skýra málið til fulls
sendi Haraldur Morgun-
blaðinu og Þjóðviljanum
greinargerð, þar sem
hann lýsir öllum þáttum
þessa máls með svo
glöggum hætti, að ekki
getur misskilist, hvemig
verðlagningu í mötuneyt-
inu er háttað. Birti Morg-
unblaðið þessa greinar-
gerð á fimmtudaginn.
Það sést hins vegar
hvorki tangur né tetur
af henni í Þjóðviljanum
þann dag; blaðið telur lik-
lega að upphlaup þess
hafi náð tilgangi sínum,
þvi hafi tekist að koma
höggi á andstæðing.
Þegar þeim tilgangi er
náð, skiptir hitt engu
fyrir Þjóðviljann eða
Alþýðubandalagið að
hafa það, sem sannara
reynist og skýra frá þvi.
Ef einhver á að biðjast
afsökunar í þessu máli
em það skriffinnar Þjóð-
viljans.
Hitt hlýtur svo að vera
sérstakt umhugsunar-
efni, að mál af þessu tagi
skuU verða tilefni
tveggja forsíðufrétta
Þjóðviljans og einnar
forystugreinar. Fátt sýn-
ir betur málefnafátækt
Alþýðubandalagsins nú
fyrir kosningamar.
Baldur Rafn Sigurðs-
son kosinn prestur
í Hólmavík
Prestkosning fór fram í
Hólmavíkurprestakalli 27. apríl
sl. Atkvæði voru talin á biskups-
stofu í gærmorgun. Umsækjandi
var einn, séra Baldur Rafn Sig-
urðsson.
Á kjörskrá voru 532. 268 kusu,
eða 50,4%. Séra Baldur fékk 250
atkvæði. Auðir seðlar voru 17 og
ógildur var 1. Baldur Rafn er því
kosinn lögmætri kosningu. Hann
var settur prestur í Hólmavíkur-
prestakalli 1. nóvember sl. en verð-
ur nú skipaður prestur þar.
Morgunblaðið/Bjami
Hart barist í Garðabæ
JÓN Ásgeir Eyjólfsson tannlæknir til vinstri og Hreiðar Ársæls-
son KR-ingur og fyrrum landsliðsmaður i knattspyrnu sýndu
mikil tilþrif í hverfakeppni sem Garðbæingar héldu í knatt-
spyrnu 1. maí í tilefni 10 ára afmælis Garðabæjar. Átta lið úr
hinum ýmsu hverfum í Garðabæ mættu til keppni í íþróttahús-
inu í Ásgarði. Keppt var í tveimur riðlum og voru keppendur
um 60, aliir á aldrinum 30 ára og eldri. Fyrir úrslitaleikinn
kepptu síðan lið bæjarstjómar og lið formanna ýmissa félaga-
samtaka í bænum. Það var Flataliðið sem bar sigur af hólmi í
hverfakeppninni.