Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986 29 AIR f 1(, 8i<« _ FURT Lögreglunuidur stendur vöró n Henthro h -flugvelli í Londoti. Bandarískir hermenn gera leit í hifreid vit) hlidid ad herstöð Bandaríkjamanna við Frankfurt. It- alska herlögreglan fyrir utan skrifstofu American Express í Róm. Evrópumenn leita eigin leiða í baráttunni gegn hryðjuverkum eftir James M. Markham Það er langt frá Trípólí til Tókýó. En árás Bandaríkjamanna á Líbýu hefur sett hryðjuverk á oddinn og verða þau eitt helsta umræðuefnið á leiðtogafundin- um, sem hefst í Tókýó á morgun, sunnudag. Loftárásin og sú full- yrðing Reagans, að hann muni endurtaka leikinn og jafnvel gera árásir á Sýrland og íran, verði þau ríki ber að hyrðjuverkum, hafa verið umdeildar og vöktu kvíða meðal bandamanna Banda- ríkjamanna og eru þeir tregir til að sýna samstöðu. Arásin hratt líka af stað flókinni umræðu um hlutverk AtlantshafsbandaJags- ins. Evrópumenn fordæmdu flestir, að Bandaríkjamenn skyldu ákveða að beita valdi. En utanríkisráðherrar Evrópubandalagsríkja gripu þó til aðgerðar sem yfirvöld í Washington höfðu krafíst áður en árásin var gerð 15. apríl. Þeir ráku Qölda starfsmanna í sendiráðum Líbýu til síns heima. Það hefur lengi verið alkunna að í sendiráðum Líbýu eru geymd skotfæri og vopn. Þau hafa einnig verið griðastaður hryðju- verkamanna og leigumorðingja. Níu af tólf aðildarríkjum Evrópubanda- lagsins vísuðu sendiráðsmönnunum þegar úr landi. Bretar ráku rúmlega 200 Líbýumenn í flugstjórnamámi, og nokkra, sem voru að læra að fljúga, á brott. Bitrar raddir Innanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins settust á rökstóla með Edwin Meese, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, um það hvort réttlætanlegt væri að leita í farangri sendiráðsmanna, sem fallið hefði grunur á. Að vissu marki var þetta neyðarleg uppákoma fyrir Vestur- Evrópumenn. Þeir voru að reyna að sýna styrk og ákveðni til þess að friðþægja Bandaríkjamenn og þagga niður rætið tal um „lyddur" og „evrópskar bleyður". „Það, sem er verst fyrir Evrópumenn, er að þeir kröfðust pólitískra aðgerða, en voru þess ekki umkomnir að ráðast í þær sjálfír. Samt mótmæltu þeir hemaðaraðgerðum," segir Karl Kaiser, mikils metinn sérfræðingur í utanríkismálum í Vestur-Þýska- landi Ýmislegt annað var einnig tekið til athugunar, er hryðjuverk urðu á hvers manns vörum. Reagan, Bandaríkjaforseti, vakti máls á einu atriði í ræðu: „Grimmdarleg hug- leysisverk hryðjuverkamanna reisa vegg ótta milli þjóða og samfélaga," og „draga úr ánægju af ferðalögum, viðskiptum og skiptum á skoðunum og hugmyndum." Hópum saman hafa Bandaríkjamenn afpantað far- miða til Evrópu. Þar á meðal er leikari, sem sjaldnast er í hlutverki bleyðunnar á hvíta tjaldinu: Amold Schwarzenegger. Þessi viðbrögð Bandaríkjamanna sýna, að þeir eru tæplega fiisir til að taka afleiðingun- um þótt þeir hafi verið fylgjandi árásinni. Hér er átt við hryðjuverk, sem að öllum líkindum verða framin á evrópskri grundu. Og þau eiga eftir að kosta fleiri Evrópumenn lífið en Bandaríkjamenn, ef marka má það, sem á undan hefur gengið. Einingin innan Atlantshafsbandalagsins Menn hafa meiri áhyggjur af einingunni innan Atlantshafsbanda- lagsins. Arásin á Líbýu var vinstri mönnum í Vestur-Þýskalandi, Hol- landi og Bretlandi sem sending af himnum ofan. Þeir hafa ekki haft málstað til að sameinast um síðan mótmælaaldan gekk yfir Evrópu vegna þess að koma átti fyrir banda- rískum, meðaldrægum Pershing eldflaugum 1983. Mikhail Gorbach- ev sat á flokksþingi Kommúnista- flokksins í Austur-Berlín og vakti þar máls á nýju „frumkvæði í friðar- þágu“, óljósri tillögu um að draga úr hefðbundunum vopnabúnaði. Tillagan virtist til þess gerð að leggja áherslu á góðan ásetning sovéska leiðtogans samanborið við Bandaríkjaforseta, sem að sögn Gorbachevs er sokkinn í fen frum- skógarlögmálsins. í Vestur-Þýska- landi barði vikuritið Stem stríðs- bumbumar á svipaðan hátt og í baráttunni gegn eldflaugum Banda- ríkjamanna. í leiðara blaðsins sagði, að það væri ekki Gorbachev, heldur Reagan, sem menn ættu að óttast. Áður en Reagan hélt í ferðalag sitt á fundinn í Tókýó, sem til var efnt til að fjalla um jöfnun á gengi og hvemig bregðast skuli við olíuverð- lækkunum undanfarið, lagði forset- inn áherslu á, að hann myndi þrýsta á um samhentar aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum. Leiðtogamir sjö sameinuðust síðan um slíkar aðgerðir 1978. Þá var ákveðið í Bonn að leggja af flugsamgöngur til ríkja, sem skytu skjólshúsi yfír flugræningja. Til þessa hefur ekki komið. Bandamenn herðast Japanir hafa lítið látið í sér heyra undanfarinn mánuð, enda kaupa þeir mikla hráollu í Miðausturlönd- um og eiga þar viðskiptahagsmuna að gæta. En það er líklegt, að Reagan eigi auðvelt með að fá aðra bandamenn sína til liðs við sig. Francois Mitterrand, Frakklands- forseti, ætlar ekki að hreyfa mót- bámm við því að fjallað verði um hyrðjuverk á leiðtogafundinum. Hann var því andsnúinn I upphafi en snerist hugur þegar franskir gfsl- ar vora teknir af lífí í Beirút og miklar sprengingar vora í París. Þá er haft eftir fröskum embættis- manni, að Mitterrand hafí heimtað harðari aðgerðir en Bandaríkjamenn vora tilleiðanlegir til að grípa til gegn Líbýu. Harka virðist einnig vera að færast í Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, og hefur hann hótað Líbýumönnum hemað- araðgerðum, ef þeir reyna aftur árásir á borð við eldflaugaárásina á eyna Lampedusa á Miðjarðarhafi. Takist Reagan að fá bandamenn sína til að samþykkja refsiaðgerðir gegn Líbýumönnum má hann gera ráð fyrir að vera spurður hvenær bandarísk olíufyrirtæki ætli að hætta ábatasömum viðskiptum sín- um þar. Sagt er, að innflutningur Vestur-Evrópuríkja á líbýskri olíu sé einkenni þess hversu háð þau era Líbýumönnum. Aftur á móti sjá bandarísk olíufyrirtæki og dóttur- fyrirtæki þeirra erlendis um að flyta olíuna til Evrópu. Einnig er senni- legt að Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, láti á það reyna hvort þessi herferð Reagans nái það langt að bandarísk yfírvöld afhendi breskum yfírvöldum liðs- menn írska lýðveldishersins og banni írskum Bandaríkjamönnum að styrkja hann með fjárframlögum. Þá má einng ætla, að hryðjuverka- menn hafí viljað veikja Breta í trúnni á stuðning Thatcher við Reagan, er þeir tók af lífi breskan gísl I Beirút og skutu ferðamann í Jerú- salem. George P. Shultz, utanríkiráð- herra Bandaríkjanna, dró úr hótun- um Reagans gegn Sýrlendingum og Irönum. Aftur á móti kallar sú staðhæfing Reagans, að ríki, sem styðji hryðjuverkastarfsemi reki í raun stríð, á hemaðaraðgerðir, ekki aðeins Bandaríkjamanna, heldur Atlantshafsbandalagsins. Það er aftur á móti lítill áhugi á því innan bandalagsins, sem var stofnað 1949 til að stemma stigu við útþenslu Sovétmanna í Evrópu, að grípa til aðgerða utan varnarsvæðis þess. Einnig var grannt á því góða, þegar Bandaríkjamenn og Frakkar tóku höndum saman um hemaðarað- gerðir í Líbanon og Chad og vilja yfírvöld Bandaríkjahers síður reyna slíkt aftur. Árásin á Líbýu reyndi á þær lýð- ræðishugsjónir, sem Atlantshafs- bandalagið stendur fyrir, en því fer fjarri, að þær hafí beðið skipbrot. Ætli stjóm Reagans sér að grípa til vopna í baráttunni gegn hryðju- verkamönnum, þá er allt útlit fyrir, að þeir verði þar einir á báti. Evr- ópumenn fagna því vissulega, eð Moammar Khadfy, leiðtoga Líbýu, sé refsað eða honum steypt úr stóli og viðráðanlegri maður taki við. Aftur á móti hafa einnig heyrst þær raddir, sem segja, að akkurinn af því að refsa þessum sérsinna leið- toga falli í skuggann, ef það verður til þess að litlir flokkar örvæntingar- fullra manna verða að erkifjendum voldugustu þjóðar heims. Hryðju- verkamenn geta nefnilega auðveld- lega fundið höggstað á Bandaríkja- mönnum. Fyrir rúmri viku var breskur forstjóri bandarísks fyrir- tækis í Lyon í Frakklandi skotidn og daginn eftir árásina var banda- rískur sendiráðsstarfsmaður særður skotsári í Sana í Norður-Jemen. Bæði vora þessi hryðjuverk framin til að hefna fyrir loftárás Banda- ríkjamanna, ef að líkum lætur. KG sneri Höfundur er blaðamaður við New YorkTimes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.