Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADIÐ, LAUO'A'RDAGUR 3. MAÍ1086 Yfirlýsing frá lögmanni Landhelgisgæzlunnar, Jón Magnússyni, hrl. MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóðandi yfirlýsing frá Jóni Magnússyni, lögmanni Land- helgisgaezlunnar: Eg bið Morgunblaðið um að birta þessa yfirlýsingu að gefnu tilefni vegna greinar Guðbrands Jónssonar í Morgunblaðinu 1. maí sl. vegna þyrluslyssins í Jökulfjöðrum 7. nóv- ember 1983. „Fyrir um að bil ári hringdi til mín í vinnuna áðumefndur Guð- brandur og kvaðst vera tilbúinn Námskeið í akstri dráttarvéla Námskeið í akstri og meðferð dráttarvéla verður haldið að Dugguvogi 2 í Reykjavík dagana 7.-12. maí nk. og er það tviþætt: fomámskeið fyrir 14 og 15 ára nemendur og dráttarvélanám- skeið fyrir 16 ára og eldri. Fomámskeiðið stendur yfír í sex kennslustundir og kostar 800 krón- ur. Námskeið hinna eldri verður 11 stundir og kostar 3.000 krónur. Innritun fer fram á námskeiðsstað mánudaginn 5. maí og þriðjudaginn 6. maí kl. 16.00 til 18.00 og skal þátttökugjald greiðast þá. Tilgangur námskeiðsins er fyrst og fremst sá að auka öryggi og aksturshæfni unglinganna, en einn- ig að stuðla að hagkvæmari vinnu- brögðum og bættri meðferð þeirra á vélunum. Þessi námskeið hafa verið haldin með líku sniði undan- farin ár og hafa margir bændur látið í ljós ánægju sína með þá unglinga sem hafa sótt þau. Sumir setja það orðið sem skilyrði fyrir sveitadvöl að unglingar hafi sótt slíkt dráttarvélanámskeið. Leiðrétting VIÐ birtingu á greinargerð ís- lenska járnblendifélagsins hf. um bilflutninga með ferju yfir Hvalfjörð í Morgunblaðinu þriðjudaginn 29. apríl sl. féll niður síðasta lína í siðustu setn- ingu greinargerðarinnar. í heild átti síðasta málsgreinin að hljóða svo: „Þar eð hér er um að ræða viðfangsefni á sviði vegagerðar og ferjusamgangna, sem ríkissjóður hefur helgað sér, stendur upp á stjómmálaforystuna að taka við þessu máli. Reynist frumkvæði ekki að fínna þar í garði, hlýtur að þurfa að skoða, hvort aðrar leiðir séu færar. Má raunar velta því fyrir sér í samanburði við ýmsa aðra fjár- mögnun, hvort ekki séu til menn, sem vildu ná saman þeim fjármun- . um, sem þarf til að koma þessari ráðagerð í höfn og hagnast á því.“ Þetta leiðréttist hér með. með grein í sambandi við fyrrnefnt þyrluslys. Guðbrandur spurði mig gagngert að því, hvort við hjá Landhelgisgæzlunni vildum láta birta þessa grein í dagblaði, en hann sagðist gagnrýna harðlega ýmsa hluti í þessari grein er varðaði umrætt þyrluslys og fleira er sneri að þyrluflugmönnum LHG. Eg sagði Guðbrandi að hann skyldi birta greinina — en þá þegar taldi ég mig vita hvað hékk á spýtunni hjá Guðbrandi — einnig sagði ég Guðbrandi, að ef eitthvað í hans grein væri gagnrýnisvert og rétt, þá ætti greinin að birtast. Ég skýrði Guðbrandi frá því í lok símtals okkar, að réttara væri fyrir hann að ræða þetta mál við for- stjóra Landhelgisgæzlunnar fremur en mig, en það gerði hann aldrei. Ég skýrði forstjóra LHG strax frá umræddu símtali Guðbrands við mig. Fyrir meira en 5 árum sótti nefndur Guðbrandur um vinnu sem þyrluflugmaður hjá fyrrverandi forstjóra LHG, Pétri Sigurðssyni, en Pétur hafnaði beiðni Guðbrands. Aftur sótti Guðbrandur um vinnu hjá Gæzlunni eftir að núverandi forstjóri, Gunnar Bergsteinsson, tók við því starfí, en atvinnubeiðni Guðbrands var aftur hafnað. Það fór alls ekki á milli mála í huga mínum hvað vakti fyrir Guð- brandi með símtalinu við mig fyrir um ári og fer best á því fyrir Guðbrand að ég hafí sem fæst orð umþað að sinni. Önnur viðskipti Guðbrands og hans nánustu við dómsmálaráðu- neytið verða ekki riijuð upp hér nú, en það gerðist allt fyrir hið sorglega slys 7.11.1983. Guðbrandur fer ekki aðeins með staðlausa stafí í sambandi við hið sorglega þyrluslys, svo sem annars staðar kemur greinilega fram í Morgunblaðinu í dag — fyrir utan að gera sig — opinberlega að ósann- indamanni — þá gerir hann sig einnig að litlum manni, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.” Kaffisala Kven- félags Háteigs- kirkju Á MORGUN, sunnudaginn 4. maí, verður hin árlega kaffisala Kven- félags Háteigskirkju í Dómus Medica við Egilsgötu og hefst hún kl. 3 e.h. Ég vek athygli allra velunnara Háteigskirkju á þessari kaffisölu. Að vanda munu félags- konur bera fram veitingar af alkunnri rausn. Ágóði af kaffísölunni rennur allur til kaupa á mósaíkmynd á kórvegg kirkjunnar, og hefir kvenfélagið tekið að sér að kosta gerð þessarar myndar. Þrír listamenn hafa unnið að til- lögum að myndefni í vetur og eru að ljúka störfum um þessar mundir. Kvenfélagið hefír greitt allan kostn- að við tillögur þessar. Mjög hefír því þokazt í áttina að því, að altaristafla verði sett í kirkj- una, en framhaldið er háð því, hversu félaginu tekst að afla fjár. Ég þykist þess fullviss, að safnað- arfólk vilji styðja þetta mikla verk- efni kvenfélagsins. Bið ég því alla velunnara Háteigskirkju að bregðast vel við og íjölmenna í Domus Medica °g leggja góðu máli lið um leið og þeir njóta góða veitinga. Arngrímur Jónsson Leiðrétting- Í VIÐTALI við Ingibjörgu Rafnar, formann félagsmálaráðs Reykjavík- ur, sem birtist í Morgunblaðinu 1. maí sl. var sagt að Reykjavíkurborg hafi keypt og afhent Rauða krossi íslands til rekstrar heimili fyrir aldr- aða við Flókagötu. Þetta er rétt en gleymdist að geta þess að ásamt Rauða krossinum reka SÍBS og Samtök aldraðra heimilið. Lions-boðhlaup á Akureyri í dag Akureyri. BOÐHLAUP milli skóla á Eyja- fjarðarsvæðinu verður i dag á vegum Lions-hreyfingarinnar. Hlaupið er í tengslum við nor- rænan dag, sem er i dag, og „Vimulausa æsku“-herferðina sem Lions-menn eru með þessa dagana. 240 krakkar í 20 sveitum taka þátt í hlaupinu í dag. Keppninni er skipt í tvo flokka stráka og tvo flokka stelpna, annars vegar eru 4.-6. bekkur grunnskóla og hins vegar 7.-9. bekkur. Keppni hefst á Ráðhústorgi á Akureyri kl. 14.00 í dag. Hlaupnir eru 4 kílómetrar og eftir að hlaup- inu lýkur fer fram verðlaunaaf- hending á Torginu. Fyrsta sveit í hveijum flokki fær þar afhentan bikar. Sýna þætti úr verkum Halldórs Laxness LEIKFÉLAG Flateyrar og Samkór Önundarfjarðar hafa æft atriði úr verkum Halldórs Laxness undir stjóm Oktavíu Stefánsdóttur. Fyrsta sýningin var haldin fimmtudaginn 1. maí og einnig verða nokkrar sýningar í nágrannabyggðunum. Líf og land: Ráðstefna um byggða- stefnu á Akureyri „Ein þjóð í einu landi“ Pílagrímamir vom iðnir við að gera perlum Iagða skrautmuni. Sú atvinnugrein blómstrar enn í Jerúsalem. Ljósmyndasýning- á Kjarvalsstöðum: „Pílagrímar í Jerúsalem“ Israelska sendjráðið í Osló og félagið ísland-ísrael gangast fyrir Ijósmyndasýningunni „Píla- grímar í Jerúsalem" á Kjarvals- stöðum dagana 3.—18. maí. í aldaraðir hafa pílagrímar hinna þriggja miklu eingyðistrúa, gyð- ingatrúar, kristinnar- og múha- meðstrúar, sótt til Jerúsalem til að fínna rætur sínar. Þar er Musteri Salómons, Ómar moskan og Kirkja hinnar heilögu grafar. Sumir þess- ara pílagríma hafa dvalið langdvöl- um í Jerúsalem og skilið eftir sig listaverk og trúartákn. Það er að þessum sporum pílagrímanna sem svissneski ljósmyndarinn Leonardo Mezzola beindi myndavél sinni þegar hann var að skapa þessa sýningu. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og allir velkomnir. (Fréttatilkynning) Landssamtökin Lif og land halda ráðstefnu um byggða- stefnu undir kjörorðinu „Ein þjóð í einu landi“ í Dynheimum á Akureyri í dag, laugardag, og hefst ráðstefnan kl. 10.00. Rætt verður um byggðastefnu í sem víðasta samhengi t.d. hvort núverandi stefna sé rétt, hvað henni sé áfátt og hvað sé til úrbóta. Meðal þess sem komið verður inn á eru: atvinnumál, staðsetning stofnana, sjálfstæði sveitarfélaga og lands- hluta, kjördæmamál, samgöngu- mál, styrkjastefna, menntamál, menning, listirogfjölmiðlun. Erindi flytja Áskell Einarsson, Tómas Ingi Olrich, Pétur Valdi- marsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðmundur Ingi Leifsson, Signý Pálsdóttir, Guðjón Stefánsson, Haukur yiktorsson, Sveinbjöm Jónsson, Ámi Steinar Jóhannsson og Bjöm Dagbjartsson. Réttarholtsskóli 30 ára: Afmælishátíð í dag í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur og 30 ára afmælis Réttarholtsskóla efna starfsfólk og nemendur til sýningar í skól- anum þar sem fjallað verður um ýmsa þætti er snerta daglegt líf í Réttarholtsskóla og Reykjavík. Skólinn verður opnaður kl. 13.00 en kl. 13.30 verður sýningin form- lega opnuð og lýkur henni kl. 18.00. Allan tímann munu núverandi og fyrrverandi nemendur sjá um fjöl- breytta dagskrá skemmtiatriða, m.a. verður hópreið nemenda frá Fáksheimili að Réttarholtsskóla, hljóðfæraleikur, söngur, sýning á búningum íþróttafélaganna í Reykjavík og klæðnaður Reykvík- inga sl. 200 ár, leikrit, danssýning, ratleikur, íþróttakeppni o.fl. Enn- fremur gefst kostur á að skoða vinnu nemenda svo sem handa- vinnu, keramik, teikningar, vinnubækur og ritgerðir. Veitingar verða á boðstólum. Starfrækt verð- ur hverfisútvarp í skólanum á meðan á sýningu stendur. Starfsfólk og nemendur Réttar- holtsskóla hvetja hverfísbúa, gamla nemendur og aðra velunnara skól- ans til að fjölmenna. (Fréttatilkynning) Vorhátíð í Hagaskóla VORHÁTÍÐ Hagaskóla verður haldin sunnudaginn 4. maí og hefst hún klukkan 14.00. Sýnd verða kennslugögn og sýnishorn af vinnu nemenda í ýmsum grcin- um, en hátíðardagskrá verður í samkomusal skólans. Þar verður meðal annars kynning á félagslífínu, sem Stefán Eiríksson annast. Nemendur kynna Þórarin Eldjám og skáldið les úr verkum sínum. Nemendur úr 7. bekk flytja leikritið „Konur og þrír karlar" undir stjóm Sigríðar Eyþórsdóttur. Nemendur kynna Pétur Gunnarsson og hann les úr verkum sinum. Nemendur úr 8. og 9. bekk flytja leikritið „Grænar baunir" undir stjóm Sigríðar Eyþórsdóttur. Þá verður fímleikasýning í sal. GENGIS- SKRANING Nr. 81. - 2. maí 1986 Kr. Kr. Toll- Ein.KI. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 40,800 40,920 40,620 St.pund 61,767 61,949 62,839 Kan.dollari 29,592 29,679 29,387 Dönsk kr. 4,9779 4,9925 5,0799 Norsk kr. 5,7996 5,8166 5,8976 Sam.sk kr. 5,7372 5,754! 5,8066 Fi. mark 8,1113 8,1352 8,2721 Fr. franki 5,7835 5,8006 5,8959 Bck franki 0,9026 0,9052 0,9203 Sv.franki 22,0035 22,0682 22,4172 Holl. gjllini 16,3396 16,3877 16,6544 ý-þ. mark 18,4199 18,4740 18,7969 lt.líra 0,02685 0,02693 0,02738 Austurr.sch. 2,6187 2,6264 2,6732 Port.escudo 0,2747 0,2756 0,2831 Sp. peseti 0,2903 0,2911 0,2947 Jap.yer 0,23958 0,24028 0,24327 Irsktpend 56,100 56,268 57,112 SDR (Scrst. 47,7439 47,8850 47,9727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.