Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986
Fulltrúar í stjórnmálaráði sovézka kommúnistaflokksins stilla sér jafnan upp á svölum grafhýsis Leníns
við hátíðhöldin á Rauða torginu í Moskvu 1. maí. Á myndinni eru (f.v.) Mikhail S. Gorbachev, leiðtogi
flokksins, Andrei Gromyko, forseti, og Ryzhkov.
Hætt við notkun slagorða-
spjalda um kjarnorkuverin
Moskvu, AP.
HÁTÍÐAHÖLDIN í Moskvu í tilefni 1. maí voru með hefðbundnu
sniði, en því var þó veitt sérstök athygli að slagorðaspjöld um kjarn-
orkuver voru ekki sjáanleg. Mun hafa verið hætt við notkun þeirra
á síðustu stundu vegna brunans í kjarnorkuverinu í Chernobyl
norður af Kiev.
Á hveiju ári ákveður miðstjóm
sovézka kommúnistaflokksins og
birtir lista yfir um eitthundrað slag-
orð sem nota skal á spjöldum, sem
borin eru á Rauða torginu 1. maí.
Listinn að þessu sinni var birtur
13. apríl og voru á honum slagorð
um raforkuframleiðslu kjamorku-
vera. Af þessu er ráðið að spjöldum,
með viðkomandi slagorðum, hafi
verið kippt undan á síðustu stundu
í ljósi atburðanna í Chemobyl.
Mikhail S. Gorbachev, leiðtogi
sovézka kommúnistaflokksins, stóð
á svölum grafhýsis Leníns ásamt
öðrum fulltrúum í stjómmálaráðinu
og fylgdist með göngunni. Fjöl-
skylda hans stóð álengdar ásamt
gestum á sérstökum palli. Vestræn-
um blaðamönnum var leyft að
smokra sér að pallinum og tókst
þeim að spyija eiginkonu Gorbac-
hevs, Raisu, nokkurra spuminga.
Við það tækifæri kvaðst hún vona
að af fundi Gorbachevs og Ronalds
Reagan, Bandaríkjaforseta, yrði
síðar á árinu. Hún sagði það von
þeirra hjóna að af ferðinni yrði og
að maður sinn vonaðist til að takast
mætti að að binda svo um hnútana
að af leiðtogafundinum yrði. Raisa
var ekki spurð um slysið í Chemo-
byl.
Lögreglumenn halda inn i Horfield-fangelsið í Bristol til þess að koma þar á röð og reglu. AP/Símamynd
Lög og regla aftur
í breskum fangelsum
Frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgfunblaðsins.
Nú hefur á ný tekist að koma
á lögum og reglu í breskum
fangelsum eftir ofremdarástand
undanfarinna daga. Fangaverðir
bundu í gær enda á yfirvinnu-
bann það sem hófst á miðvikudag
og hafði hinar geigvænlegustu
afleiðingar í ýmsum fangelsum,
uppþot, eyðileggingu og íkveikj-
ur. Hófust i dag viðræður sem
miða að því að leita lausna á
þeirri deilu sem risin er milli
fangavarða og yfirvalda, sem
hafa á prjónunum ýmis áform
um sparnað i rekstri fangelsa
hér i landi.
Yfirvinnubannið og
af leiðingar þess
Spamaðaráform stjómvalda
beinast meðal annars að því að
draga úr kostnaði við yfirvinnu
fangavarða. Þykir stjómvöldum
sem fangaverðir séu orðnir ærið
frekir til Qárins og yfirvinna þeirra
sé meiri en góðu hófi gegnir. Fanga-
verðir ætla hins vegar ekki að láta
ganga á hlut sinn þegjandi og
hljóðalaust og til að vekja athygli
á málstað sínum hófu þeir yfir-
vinnubann síðastliðinn miðvikudag.
Er skemmst frá því að segja að
afleiðingamar urðu hinar geigvæn-
legustu og komu fangavörðunum
sjálfum gersamlega í opna skjöldu.
Nokkrum klukkustundum eftir
að yfirvinnubannið hófst fóm fang-
ar í ýmsum breskum fangelsum á
kreik. Sárafáir fangaverðir voru þá
að störfum og fyrirstaða því lítil
er fangar gengu berseksgang í
hveiju tugthúsinu á fætur öðm.
Að minnsta kosti 18 fangelsi urðu
fyrir barðinu á þessum óeirðum,
sem eiga sér ekki hliðstæðu í
breskri sögu. verst úti var Nort-
heye-fangelsi í Sussex sem nánast
er nú rústirnar einar. Þar lögðu
fangar eld að vistarverum sínum
og fangelsisbyggingum. Fóm þeir
mikinn og varð engum vömum við
komið innan fangelsismúranna.
Svipaða sögu er að segja af þróun
mála í ýmsum öðmm fangelsum.
Fangaverðir vom liðfáir og létu að
vonum undan síga fyrir ofureflinu,
stómm hópum fanga, sem sjálfsagt
þótti að færa sér í nyt yfirvinnubann
gæslumanna sinna. Vom víða unnin
mikil skemmdarverk í fangelsum
og eldar loguðu glatt. Margir fang-
ar létu sér þó nægja að skæla sig
framan í sjónvarpsmyndavélar og
hrópa ókvæðisorð í garð fangelsis-
yfirvalda. Enn aðrir reyndu í skjóli
nætur og lamaðrar gæslu að flyja
fangelsin. Heppnaðist það á þriðja
tug fanga, sem ganga nú lausir
almenningi til hrellingar.
Fangelsismál í
deigjunni
Vegna atburða síðustu daga hafa
fangelsismál skiljanlega verið mjög
til umræðu hér í landi. Þykir þar
víða pottur brotinn og telja ýmsir
að stjómvöld séu að hætta sér út
á hálan Is með þeim spamaðará-
formum sem urðu kveikjan að yfir-
vinnubanni fangavarða. Er bent á
að bresk fangelsi séu þegar í fjár-
svelti og hafi yfirstjóm fangelsis-
mála um margra ára skeið verið í
hinum mesta ólestri. Áform stjóm-
valda um niðurskurð geti aðeins
gert illt verra, fangelsin rambi nú
þegar á barmi ringulreiðar. Ekki
bætir úr skák að sífellt fjölgar þeim
Bretum sem læstir eru á bak við
lás og slá. Afbrotatíðni hefur aukist
undanfarin ár og kröfur orðið harð-
ari um þyngri refsingar. Hafa
Bretar nú þann vafasama heiður
að geta státað af hlutfallslega fleiri
tugthúslimum en nokkur önnur þjóð
í Vestur-Evrópu. Sjást þess glögg
merki í breskum fangelsum, sem
flest em komin mjög til ára sinna
og löngu yfirfull. Stjómvöld hafa
reynt að bregðast við því ófremdar-
ástandi, sem víða hefur myndast
af þessum sökum, með því að
ákveða smíði nýrra fangelsa. Þau
komast hins vegar ekki í gagnið
fyrr en í byijun næsta áratugar og
er það því lítil huggun þeim föngum
sem þurfa nú að sætta sig við hinn
versta aðbúnað í vistarverum, sem
vafalaust þættu ekki mönnum bjóð-
andi víða annars staðar. Að minnsta
kosti virðist Litla Hraun hið íslenska
við fyrstu sýn hreinasta paradís í
samanburði við það sem breskir
sjónvarpsáhorfendur hafa fengið að
sjá innan veggja breskra fangelsa
undanfama daga. Er sú mynd ansi
ófögur sem dregin hefur verið upp
af aðbúnaði breskra fanga. Það var
ekki síst þetta sem fangamir
reyndu að vekja athygli á með
uppþotum og óeirðum eftir að yfir-
vinnubann fangavarða gekk í garð
síðastliðinn miðvikudag.
Breskir fangaverðir hafa nú látið
af aðgerðum sínum að sinni. Er
þess nú vænst að viðræður þær sem
hófust í dag muni skila árangri,
gatan verði nú greidd fyrir alvarleg-
ar samningaumleitanir til lausnar
þessari deilu. Lausn er þó ekki I
sjónmáli ennþá og fangar vilja ekki
þvertaka fyrir að þeir kunni að
grípa til nýrra aðgerða innan
skamms komi stjómvöld ekki nægi-
lega til móts við þá. Bretar hafa
nú þegar fengið smjörþefmn af
því hvetjar afleiðingar slíkar að-
gerðir geta haft.
Royal
INSTANT PUÞOINC
... pu nu»HC
Ungir og aldnir njóta þess aö borða
köldu Royal búöingana.
Bragðtegundir: —
Súkkulaði, karamellu, vanillu og
jarðarberja.
Jersey Sumarleyfisparadís í Ermasundi
Jersey-eyja er í miðjum
Golfstrauminum.Hún er sannkölluð
Paradís allra þeirra sem kunna að
meta góðan mat, íþróttir og leiki,
dásamlegt veður og lágt verðlag.
Þá er kjörið að koma við í London
og njóta fjölbreytileika
stórborgarinnar.
Leitið frekari upplýsinga hjá
Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar
eða Ferðaskrifstofunni Urval eða
klippið út miðann og sendið hann
til: Dept. CX2, States of Jersey
Tourism, Weighbridge, Jersey,
Channel Islands.
Sendið mér upplýsingar um ferðir
tiljerseyog gistingu þar
Nafn____________________________
Heimilisfang____________________
Póstnr
livað gat ég
annaö sagt.
Ég varö
aö komast
þangaö afjjnn