Morgunblaðið - 03.05.1986, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 03.05.1986, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986 53 Skólak6rar Kársnes- og Mnghálsskóla. Kópavogsvaka 1986: Flutt hátíðarkantata eftir Benjamin Britten Á morgun, sunnudaglnn 4. maí, halda skólakórar Kársnesskóla og Þinghólsskóla i Kópavogi tónleika í Kópavogskirkju. Þar munu um 1S0 nemendur flytja innlenda og erlenda kórtónlist, m.a. „Rejoice in the lamb", hátíðarkantötu eftlr Benjamin Britten. Tónleik- ar þesslr eru lióir i „Kópevogsvöku 1986“ og hefjast kl. 16.00 Stjómandi kóranna er Þórunn Bjömsdóttlr en undirleikari Marteinn H. Friöriksson. hafist að nýju í húsakynnum MÍR á Vatnsstíg 10 eftir alllangt hlé. Kvik- myndirnarsem sýndar verða í MÍR- salnum á næstunni eru heimildar- myndir, frétta- og fræðslumyndir með skýringum á islensku og ensku. TÓNLIST Félag harmon- íkuunnenda: Skemmtifundur Skemmtifundur Félags harmon- íkuunnenda í Reykjavík í maímánuði verður íTemplarahöllinni við Skóla- vörðuholt sunnudaginn 4. maí frá kl. 15-18. Þetta eráttundi skemmti- fundur starfsársins og jafnframt sá síðasti. Þrjár harmoníkuhljómsveitir munu koma fram og einnig einleik- arar. Kaffiveitingar verða fram born- ar og stiginn dans í lokin. Tékknesk-íslenska fé- lagið: íslenskir tónlistar- menn flytja tékkn- eska tónlist Tékknesk-íslenska félagið gengst þessa daga fyrir tónleikum í Reykjavík og nágrenni. Sl. þriðju- dag voru tónleikar í Selfosskirkju og á fimmtudag í Grindavíkurkirkju. Sunnudaginn 4. maí verða tónleikar í Norræna húsinu í Reykjavík kl. 16. Á efnisskránni eru verk eftir nokkur þekktustu tónskáld Tékka: Úr heimahögum eftir Berich Smetana og Fjögur lög op. 17 eftir Josef Suk, hvort tveggja fyrirfiölu og pianó, píanósónatan 1. okt. 1905, samin í minningu verkamanns, eftir Leos Janácek og Sígaunasöngvar Antonins Dvoráks. Flytjendureru Selma Guðmundsdóttir, Laufey Sigurðardóttir og Sigríður Ella Magnúsdóttir. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: í deiglunni í kvöld verður4. sýning á hinu fræga leikriti Arthurs Millers, í deigl- unni. Dr. Jakob Benediktsson þýddi leikinn, leikstjóri erGísli Alfreðsson, leikmynd og búningar eru eftir Balt- asar og lýsing er í höndum Ásmund- ar Karlssonar. Meðal leikenda eru Gunnar Eyjólfsson, Hákon Waage, Edda Þórarinsdóttir, Elfa Gísladóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Sólveig Páls- dóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, SiguröurSkúlason, ErlingurGísla- son og Pálmi Gestsson. Stöðugir ferðalangar Á sunnudagskvöld verður 8. sýn- ing á Stöðugum ferðalöngum, ball- ettinum eftir Hollendinginn Ed Wubbe. Er vakin athygli á þvi að sýningum á þessari rómuðu upp- færslu fer nú að Ijúka og verða tvær síðustu sýningarnar í næstu viku. Nemendaleikhúsið: Tartuffe eftir Moliere í gærfrumsýndi Nemendaleik- húsið leikritið Tartuffe eftir Moliere. Leikstjóri er Rabu Penciulescu en Grétar Reynisson sá um leikmynd og búninga. Önnur sýning verður á morgun, sunnudaginn 4. maí, kl. 16.00 og þriðja sýning mánudaginn 5. maí kl. 20.30. Miðasala opnar kl. 17 sýningardaga en á sunnudag kl. 14. Leikfélag Reykjavíkur: Sýningum fækkar á Landi míns föður Sýningum fer nú fækkandi á Landi míns föður. Sýning í kvöld kl. 20.30. uppselt. Næsta sýning mið- vikudagskvöld 7. maí kl. 20.30 og föstudaginn 9. mai kl. 20.30. Leikur- inn fjallar um Bretavinnu, kreppu, auösæld, „ástandið", og stofnun lýðveldisá íslandi. Svartfugl Á sunnudagskvöld kl. 20.30 verð- ur sýning á Svartfugli Gunnars Gunnarssonar í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur. Leikrit þetta hefur fengið góðar viðtökur og hefur veriö uppselt á allar sýningar til þessa. Næsta sýning fimmtudaginn 8. maí. Fáarsýningareftir. Kvikmyndasýn- ingar MÍR Kvikmyndasýningar MÍR hafa EFLUM ATVININIULIF Á SUÐURNESJUM ÞINGMENN KJÖRDÆMISINS SÉRSTAKLEGA BOÐAÐIR Laugardagur 3. maí — Stapinn, Njarðvík Fundarstjóri Einar S. Guðjónsson Dagskrá: 13.00 Setning: Einar S. Guðjónsson 13.10 Ávarp: Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, Karl Steinar Guðnason 13.15 Byijun á verkefnum, mótun framkvæmd, í upphafi skal endir skoða: Félag verkefnastjórn- un, Daníel Gestsson verkfræðingur 13.35 Nýting sjávarafla: Rannsóknarstofnun Fiskiðn- aðarins, dr. Grímur Þ. Valdimarsson forst. 14.00 Háskólinn og atvinnulífið — Rannsóknir um líf- tækni í fiskiðnaði: Háskóli íslands, dr. Jón B. Bjarnason 14.25 Almennt um iðnaðarmál: Félag ísl. iðnrekenda, Hjörtur Hjartar hagfræðingur 14.50 Úrdráttur um atvinnumál — Bæjarfélög á Suður- nesjum: Bæjarstjóri Njarðvíkur, Albert Sanders Fyrirspurnir — kaffihlé 16.00 Þjónusta og markaðsmál almennt: Útflutnings- miðstöð iðnaðarins, Páll Gíslason verkfræðingur 16.25 Þjónusta Iðntæknistofnunar: Rögnvaldur Gísla- son deildarstjóri 17.00 Erindi um S.S.S.: Eiríkur Alexandersson fram- kvæmdastjóri 17.30 Hitaveita Suðurnesja og tengsl hennar við at- vinnulífið: Albert Albertsson verkfræðingur 17.50 Skipulagsmál Suðurnesja í framtíðinni, stað- setning fyrirtækja og stóriðnaðar: Verkfræði- stofa Suðurnesja, Gylfi Isaksson verkfræðingur 18.00 Fyrirspurnir og almennar umræður Ráðstefnuslit Nefndin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.