Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986 Fijálst framboð í Hafnarfirði: Er ekki tilkomið vegna pólitískra ágreiningsefna — segir Einar Þ. Mathiesen, efsti maður á listanum FÉLAGIÐ „Fijálst framboð", sem stofnað var í Hafnarfirði hinn 24. apríl síðastliðinn, hefur ákveðið framboðslista við bæjarstjómar- kosningaraar, sem fram fara 31. maí næstkomandi. Efsti maður á framboðslistanum er Einar Þ. Mathiesen, sem verið hefur bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins undafarin 3 kjörtímabil, eða i 12 ár, en hann átti jafnframt sæti í bæjarráði fyrir Sjálfstæðisflokk- inn síðasta kjörtímabil. Einar sagði í samtali við Morgun- blaðið að upphaf þessa máls mætti rekja til þeirrar ákvörðunar að efna ekki til prófkjörs í Hafnarfirði fyrir þessar kosningar eins og gert hefði verið víðast hvar á landinu. „Ég var hlyntur prófkjöri, en því var hafnað og uppstillingamefnd ákvað listann. Þar var engum fulltrúa minnihlutans stillt upp og í framhaldi af því var þetta ftjálsa framboð ákveðið," sagði Einar. „Ég áleit, að með prófkjöri hefði fengist úr því skorið hver væri vilji sjálfstæðismanna um skip- an framboðslistans, en hinir bæjar- fulltrúamir voru á annarri skoðun. Það gengur hins vegar ekki til lengd- ar að öll sjónarmið fimm sjálfstæðra bæjarfulltrúa séu sveigð undir einn vilja, í stað þess að reyna að sam- ræma sjónarmið. Hins vegar vil ég undirstrika að þetta framboð er ekki tilkomið vegna pólitískra ágreinings- efna og að þessu ffamboði standa stuðningsmenn mínir, bæði flokks- bundnir sjálfstæðismenn og aðrir stuðningsmenn sem ekki eru flokks- bundnir," sagði Einar. Framboðslisti Fijálsa framboðsins er eftirfarandi: Einar Þ. Mathiesen, framkv.stj., Smára- hvammi 18. Ólafur Proppé, lektor, Hring- braut 48. Guðnín Lárusdóttir, útgerðarmað- ur, Birkihvammi 3. Bjami Hafsteinn Geirs- son, húsasm., Lækjarkinn 30. Margrét B. Flygenring, húsmóðir, Reykjavíkurvegi 39. Ólafur Ingi Tómasson, slökkvil.m., Pjólu- hvammi 9. Anna Kristín Jóhannesdóttir, kennari, Sunnuvegi 4. Kristinn Guðnason, sölustjóri, Miðvangi 67. Kolbrún Jónsdóttir, skrifstofumaður, Heiðvangi 60. Hans Linn- et, vélstjóri, Svöluhrauni 2. Guðriður St. Sigurðardóttir, nemi, Háabarði 7. Magnús Aadnegard, verkstjóri, Ljósabergi 12. Anna Vala Amardóttir, setjari, Merkurgötu 2B. Jón H. Hafsteinsson, verkamaður, Bröttu- kinn 18. Guðrún Eiriksdóttir, húsmóðir, Fögmkinn 10. Hinrik V. Jónsson, vélvirki, Þrúðvangi 3. Svanhvít Aðalsteinsdóttir, húsmóðir, Urðarstíg 1. Ámi Jónsson, vöru- bifreiðastjóri, Holtsgötu 13. Sesselja Zóp- hóníasdóttir, húsmóðir, Brekkugötu 14. Jó- hann Þorfinnsson, verzlunarmaður, Álfa- skeiði 98. Sigurjón Már Guðmannsson, sendibifr.stj., Ljósabergi 36. Gunnar Sig- urðsson, skipasmiður, Smyrlahrauni 45. Morgunblaðið/Öijan Diesz í mótttöku í Grieg-höllinni sátu þau Eiríkur Hauksson, Helga Möller og Páhni Gunnarsson í gær fyrir svörum ásamt hljómsveitarstjóranum Gunnari Þórðarsyni og lagahöfundinum Magnúsi Eiríkssyni. Blaða- menn lögðu fjölda spurninga fyrir Icy-hópinn. Úrslitm í Eurovision- keppmnni ráðast í kvöld Bergen. Frá Halldóru Rafnar, blaðamanni Morgunblaðsins. 31. SÖNGVAKEPPNI evrópskra sjónvarpsstöðva, sem ætlað er að örva samningu vandaðra dægurlaga og texta, fer fam í Grieg-höllinni i Bergen i kvöld. Fulltrúar 20 landa taka þátt í keppninni sem verður sjónvarpað beint til rúmlega 500 milljóna áhorfenda. Mikil spenna og eftirvænting hefur ríkt og stóru spurningunni — hver fer með sigur af hólmi — verður svarað í kvöld. Bergen hefur verið í hátíðar- að leysa mörg tæknileg vandamál búningi frá því á laugardaginn var. Fánar og ýmsar skreytingar hafa prýtt borgina og úti- og inni- samkomur af margvíslegu tagi hafa verið haldnar. Norðmenn hafa notað tækifærið til að kynna sögu sína, menningu og atvinnulíf. Starfsmenn norska ríkisútvarps- ins og yfirvöld í Bergen hafa í marga mánuði undirbúið keppnina og atburði henni tengda. í kvöld verður sjónvarpað beint frá Grieg-höllinni og hefur þurft í því sambandi. Frá bílunum um- hverfis höllina verður sent eftir krókaleiðum til nokkurra gervi- hnatta er flytja munu útsending- una til allra Evrópulandanna nema Austur-Þýskalands og Albaníu, er ekki hafa viljað senda út keppnina. Tyrkir, ísraelsmenn, Kýpurbúar, Jórdanir og Ástralíubúar munu einnig sjá keppnina í beinni útsend- ingu og Suður-Kórea og e.t.v. fleiri aðilar sýna hana seinna. Ef eitt- hvað bregður út af verða vararásir til staðar. Talsímasamband verður við löndin 20, þegar að stigagjöf- inni kemur. Kleveland verð- ur kynnir Kynnir í kvöld verður Áse Kleve- land, formaður félags norskra hljómlistarmanna. Hún keppti fyrir hönd Noregs í söngvakeppninni 1966 og lenti þá í 3. sæti. Áse hefur stjómað mörgum beinum útsendingum fyrir norska sjón- varpið, setið í ýmsum nefndum og ráðum og verið nefnd sem líklegur menntamálaráðherra Noregs. Hún flutti aðalræðuna á útifundinum í Bergen 1. maí. Öryggisráðstafanir er hafa verið miklar í og við Grieg-höllina hafa verið efldar mjög síðustu daga. Er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hvort einhveijar sérstakar ástæður væru fyrir því, hvort ein- Tilfinningar mínar til ís- lands birtast í myndunum segir Nína Gautadóttir sem opnar mál- irkasýningn á Kjarvalsstöðum í dag NÍNA Gautadóttir opnar málverkasýningu á Kjarvalsstöðum í dag klukkan 14.00. Þar sýnir hún 41 akrílmálverk sem öll eru máluð á síðasta ári. Nína hefur áður tekið þátt í fjölmörg- um samsýningum og fjórum sinnum unnið til verðlauna á alþjóðlegum sýningum. Þetta er 7. einkasýning hennar. Nína hefur áður fengist við veflist, leður og höggmyndir auk málaralistar. Blaðamaður Morg- unblaðsins ræddi við Nínu í tilefni af opnun sýningarinnar og var hún fyrst spurð að því hvort hún hefði nú snúið sér alfarið að mál- verkinu. „Ég tók lokapróf í málaralist," sagði Nína, „en ég lagði málverkið á hillunna meðan ég var að fíkra mig áfram. Nú er ég aftur tekin til við að mála.“ Þess má geta að Nína stundaði nám í Ecole Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París árin 1971- 1976. Næstu ár á eftir stundaði hún framhaldsnám í sama skóla í höggmyndalist og listvefnaði. — Hófst þitt myndlistamám í Frakklandi? „Ég lærði hjúkrun og vann við það starf í eitt ár áður en ég fór til Parísar. En á meðan ég var í hjúkrunamáminu lærði ég mynd- list á kvöldin." Nína hefur lengi búið í París, en auk þess hefur hún dvalið í Níger í Afríku um tveggja ára skeið og í Cameroun í Afríku frá því sfðastliðið haust. Þar sýndi hún á vegum frönsku menningar- miðstöðvarinnar þar í landi, sömu verk og em á sýningunni á Kjarv- alsstöðum. „Þessi sýning vakti mikla at- hygli í Cameroun. Ég býst við að það sé vegna þess að hún er ólík því sem fólkið hefur áður séð. Þetta eru allt abstrakt málverk en það hefur trúlega búist við að sjá myndir af húsum og fólki. Ég sæki myndefnið mikið í náttúruna. Ég hef líka tekið eftir því að í myndum mínum birtast tilfinning- Nína Gautadóttir ar mínar til íslands. Og það finnst mér gott. Kannski sakna ég kuld- ans hér þegar ég er í Cameroun. Annars vinn ég í loftkældri vinnu- stofu og hef mikinn vinnufrið og að því leyti líkar mér vel að vinna þama. Eg hef líka þá trú að það hafi góð áhrif á mig að vera mikið á ferðinni. Ég verð stöðugt fyrir nýjum áhrifum." Þetta er í þriðja sinn sem Nína sýnir hér á landi. Hún sýndi vef- listarverk á Kjarvalsstöðum árið 1980 og ieðurverk sem hún vann í Níger í Listmunahúsinu árið 1983. Sýningin stendur til 19. maí og er opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Ljósmyndasýningin, Pflagrímar í Jerúsalem, verður einnig opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Hún er haldin á vegum ísraelska sendi- ráðsins í Osló og félagsins ísland- ísrael. Myndimar eru eftir svissn- eska ljósmyndarann Leonardo Bezzoia og sýna spor sem pfla- grímar hafa skilið eftir sig í Jerú- salem í gegnum aldimar. Þetta er farandsýning og hefur verið sett upp víða. Hingað kemur hún frá Hollandi. Sýningin stendur til 19. maí og er opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. hverjar hótanir um ofbeldisverk hefðu e.t.v. borist vörðust lögreglu- menn allra frétta. Sögðu aðeins að þetta væri viðamesta verkefni sem lögreglan í Bergen hefði feng- ið og þeir vildu leysa það sem best af hendi. Talsmenn Greenpeace- samtakanna boðuðu til blaða- mannafundar hér i Bergen á mið- vikudag og áttu von á góðri fund- arsókn. Nokkrir norskir frétta- menn mættu á fundinn, en engir aðrir. Þegar Greenpeace-mennimir vom spurðir hvort þeir ætluðu að efna til mótmæla við Grieghöllina þvertóku þeir ekki fyrir það. Icy hefur fengið tilboð Icy-söngflokkurinn, Eiríkur Hauksson, Helga Möller og Pálmi Gunnarsson segjast áforma að syngja áfram saman og hafa þau fengið ýmis tilboð er þau munu skoða nánar. Þau segja að flestir fréttamennimir spyiji hvers vegna íslendingar hafi ekki tekið þátt í keppninni fyrr og hvort hægt sé að halda keppnina á íslandi ef Gleðibankinn sigraði. Einnig finnst flestum ótrúlegt að svo fámenn þjóð sem íslendingar geti sent frá sér alíslenskt framlag, því margar þjóðanna 20 hafa fengið til liðs við sig listamenn af öðm þjóðemi. Þau segja að þessi tæpa vika í Bergen hafi verið erfíð en skemmtileg. Þau séu þakklát fyrir þetta tækifæri og reyni að koma fram sem verð- ugir fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Pálmi og Eiríkur fengu vott af flensu um það leyti sem haldið var út en eru nú orðnir stálslegnir. íslenski hópurinn hefur komist í gott vinfengi við írska, finnska, hollenska, kýpverska og tyrkneska söngfólkið. Tyrknesku söngkon- umar sögðu við blaðamann Mbl. að þær vonuðust til þess að íslend- ingamir ynnu. í svipaðan streng tók Max Cuningham, fyrirliði Luv Bug frá írlandi, og spáði hann því að íslenska lagið næði langt. Garður: Pjltur á vél- hjóli slasast PILTUR á vélhjóli hlaut alvar- legan höfuðáverka eftir árekstur við vörubifreið í Garðinum um hádegisbilið á föstudag. Piltur- inn var fluttur í sjúkrahús í Keflavík og síðan á Borgarspítal- ann í Reykjavík. Ekki fengust nánari upplýsingar um líðan hans er eftir því var leitað i gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.