Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986 Félagarnir úr The Shadows ásamt sonum sínum og nokkrum af fjölmörgum gullplötum sem þeir hafa fengið í gegnum árin. Athygli vekur hversu líkir synirnir eru feðrum sínum, frá vinstri Welch, Bennett og Marvin. The Shadows kemur í júní Veitingahúsið Broadway hefur gengið frá samningum við bresku hljómsveitina The Shadows um 6 hljómleika dag- ana 12. til 18. júní næstkom- andi. Þeir félagar koma hingað til lands ásamt 7 manna aðstoð- arhóp og tveimur tonnum af hljóðfærum, enda ekkert til- sparað svo hinn sérstæði tónn hljómsveitarinnar fái notið sin. í fréttatilkynningu frá Broad- way segir að mikill fengur sé að komu hljómsveitarinnar hingað til lands, enda hafí verið reynt að ná samningum við þá félaga árum saman. Hljómsveitin hefur reynd- ar verið í hópi þekktustu skemmti- krafta í Bretlandi allt frá því er þeir léku undir hjá söngvaranum Cliff Richard hér í eina tíð. The Shadows hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem einhver sérstæðasta hljómsveit heims og á sér marga aðdáendur hér á landi eins og víða um heim. Hljómsveitina skipa Hank B. Marvin gítarleikari, Bruce Welch gítarleikari og trommuleikarinn Brian Bennett, en þeir Marvin og Welch hafa verið með frá upphafí og Bennett lengst af á löngum frægðarferli hljómsveitaririnar. The Shadows eru nú á hljómleika- ferð um Bretland, en síðan koma þeir hingað til lands. Hefur flogið fyrir að þetta verði síðasta hljóm- leikaferð hljómsveitarinnr þar sem Hank Marvin hafí í hyggju að flytjast búferlum til Ástralíu. Aðalfundur Listvinafélags Hallgrímskirkju: Næstu verkefni tengd listviðburðum vegna vígslu Hallgrímskirkju ÞRJÚ NÝ sálmalög íslenskra tónskálda verða kynnt og frumflutt í guðsþjónustu í Hallgrímskirkju klukkan 17 á sunnudaginn. Sálmalögin voru samin að beiðni Listvinafé- lags Hallgrímskirkju með styrk úr Tónmenntasjóði þjóð- kirkjunnar. Tónskáldin Atli Heimir Sveinsson, Gunnar Reynir Sveinsson og Þorkell Sigurbjörnsson voru beðin að semja lög við hæfi almenns safnaðarsöngs við sálma sem ekki áttu slík lög og munu viðtökur safnaðarins leiða í ljós hvort hin nýju lög festa rætur. Á aðalfundi Listvinafélags Hallgrímskirkju á undan guðs- þjónustunni sem hefst klukkan 15.30 verður greint frá helstu þáttum í starfí félagsins síðustu misserin, kynntir reikningar og kosin stjóm. Meðal myndlistarvið- burða sem Listvinafélagið stóð fyrir var sýning Snorra Sveins Friðrikssonar listmálara í forkirkj- unni um jólin. Af tónlistarvið- burðum má nefna tónleika Mót- ettukórs Hallgrímskirkju í Reykjavík og á Norðurlandi, kammertónleika, kantötuhátíð í tilefni af Bach-ári á liðnu hausti og Mozart-tónleika í Hallgríms- kirkju í mars sl. Var þá nýtt orgel í kirkjunni notað í fyrsta sinn á tónleikum. Framundan eru síðan vortónleikar Mótettukórsins þann 27. maí í Kristskirku og í júní heldur kórinn í tónleikaferð til Noregs. Helstu verkefni Listvinafélags- ins á næstunni tengjast fyrir- hugaðri vígslu Hallgrímskirkju 26. október og tónlistarhátíð í framhaldi af henni. Hefur tón- skáldum verið skrifað og þau beðin að leggja fram hugmyndir um ný tónverk af þessu tilefni. Áskell Másson hefur þegar sent tvö tónverk, annars vegar Introit- us fyrir kirkjuvígslu, verk fyrir málmblásara, kór, pákur og orgel og hins vegar orgelsónötu sem samin var með styrk úr Tón- menntasjóði þjóðkirkjunnar. Þá hafa nokkur tónskáld sett fram hugmyndir um messur, óratóríur og fleira. Greint verður nánar frá þessum hugmyndum á aðalfundi Listvina- félagsins sem hefst eins og fyrr segir kl. 15.30 og kl. 17 verður síðan áðurgreind guðsþjónusta í Hallgrímskirkju þar sem hin nýju sálmalög verða æfð og sungin af kirkjugestum. Sr. Karl Sigur- bjömsson prédikar við guðsþjón- ustuna. í dag höldum við PFAFF þjónusiudag. Frá 10—4 verður sýni- kennsla á PFAFF sauma- vélar og PASSAP prjóna- vélar. Allt sölu- og viðgerðafólk okkar verður til staðar til skrafs og ráðgerða um BRAUN, CANDY Og STARMIX vöruflokkana. Komið og kynnið ykkur ný og lægri verð. Kaffi á könnunni — konfekt í skálinni. Velkomin. Síðasta laugar- dagsopnunin í sumar. Verslunin Borgartúni 20 Júlíana Árnadótlir og Þórunn Einarsdóttir fræöa ykkur um kosti Pfaff saumavélanna og Passap prjónavélanna og sýna ykkur handtökin. Nú er rétti tíminn að kaupa heimilistækin, því aö veröiö hefur lækkað verulega. OPIÐ 10—4 ---------PFAFF ÞJONUSTUDAGUR- SÝNIKENNSLA í DAG Fram og afturhlið hins nýja Eurocard-krítarkorts. Nýtt útlit á Eurocard- krítarkortinu KREDITKORT hf. eru um þessar mundir að hefja dreifingu á nýju og breyttu Eurocard-kreditkorti til viðskiptavina sinna. Breytingamar em aðallega út- litsbreytingar; grunnur nýja korts- ins er ljósblátt munstur og enn- fremur verður sú breyting á að undirritun korthafa er nú á bakhlið kortsins en var á framhlið kortsins áður. Þá hefur öryggi kortsins verið aukið til muna gagnvart fölsunum og má nú heita ógjörlegt að falsa það. Korthafar Eurocard-kreditkorta eru nú um 25.000 hér á landi og eiga allir korthafar að hafa fengið nýja kortið í hendur ekki síðar en um mánaðamótin júní/júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.