Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1986
Þó 11 ár væru á milli okkar
systkinanna, var sambandið mjög
náið og aldrei þreyttist hann á að
heyra vandamál mín og var ég
oftast búin að létta á hjarta mínu
þegar ég kom heim frá honum eftir
einhverja af þessum stundum sem
við áttum saman. Og nú er óhugs-
andi að þær verði fleiri.
Með þessum fátæklegu orðum
og með söknuð í huga kveð ég
minn ástkæra bróður og vin.
Minningin lifír í huga mínum.
Guðný, Elvar og Lovísa, megi
guð styrkja ykkur í þessari miklu
sorg.
Bogga
Sveinn ívarsson andaðist að
heimili sínu, Víkurbraut 13, Grinda-
vík, hinn 19. apríl 1986.
Sveinn var fæddur í Hafnarfirði
5. maí 1961, sonur hjónanna Lovísu
Sveinsdóttur og ívars Þórhallssonar
byggingameistara. Sveinn var
þriðja bama þeirra hjóna. Hann
fluttist með foreldrum sínum í
Kópavog og lauk þar baraaskóla,
siðan flutti fjölskyldan suður í
Hafnir á Reykjanesi og lauk Sveinn
prófi frá grunnskólanum í Njarðvík.
Sveinn tók próf í bifvélavirkjun frá
Iðnskólanum í Reykjavík og hóf
síðan nám í húsasmíði og var um
það bil að ijúka því er hann lést.
Sveinn var dulur maður og flikaði
ekki tiifinningum sínum, hann var
vinfastur og glaður í sínum hópi,
var góður námsmaður og um hann
mátti segja að hann væri vandvirk-
ur, reglusamur og afburðasmiður
hvort heldur var á tré eða jám.
Við sem þekktum Svein og unn-
um með honum geymum minningu
um góðan dreng, sem gott var að
kynnast.
Fari hann vel og Guð veri með
honum.
Guðnýju, bömum, foreldrum og
systkinum, vottum við okkar dýpstu
samúð. Guð blessi ykkur 611.
Fyrrverandi vinnufélagar
var í Hafnarfírði til 9 ára aldurs
en þá fluttist hann með foreldrum
og systkinum í Kópavog og síðan
suður í Hafnir á Reykjanesi. Hann
lauk níunda bekk í grunnskólanum
í Njarðvík, en síðan einum bekk í
Fjölbrautaskóla Suðumesja. Þaðan
lá leiðin í Iðnskólann í Reylqavfk
þaðan og lauk hann prófí í bif-
vélavirkjun. Um það leyti sem
Sveinn var í Iðnskólanum fluttist
hann með foreldrum og systkinum
til Grindavíkur. Hann var handlag-
inn mjög, hvort sem það var á jám
eða timbur. í bifvélavirkjun var
hann aldrei nema lítilsháttar þá
aðallega fyrir sjálfan sig, ættingja
og vini. Sjómennsku kynntist
Sveinn lítillega er hann fór eina
síldarvertíð á Geirfugl frá Grinda-
vík. Sveinn vann lengst af við húsa-
smíðar og var um það bil að ljúka
námi í þeirri grein er hann lést. í
Grindavík unni hann hag sínum vel
og þar kynntist hann eiginkonu
sinni, Guðnýju Elvarsdóttur. Þau
giftust þann 18. desember 1982.
Þau eignuðust stúlku 7. desember
1983. Þá fékk Sveinn ósk sína
uppfyllta að gefa móður sinni,
Lovísu Sveinsdóttur, alnöfnu.
Guðný átti son áður og gekk Sveinn
honum í föðurstað. Þeim varð vel
til vina og áttu margar góðir stundir
saman. Þau hjónin keyptu gamalt
' hús í Grindavík og gerðu það upp.
Þar fengu hæfileikar Sveins best
notið sín, en honum entist ekki
aldur til að kiára það. Það er erfítt
að sætta sig við svona snöggt áfall,
þegar menn eru teknir burt í bióma
lífsins. Þá efast fólk oft í trúnni á
lífið. En við verðum að trúa og biðja.
Guðný, við vonum innilega að
Guð gefi þér og bömunum styrk í
þessari erfiðu raun.
Við geymum minningu um góðan
dreng og fallega brosið hans.
Guð geymi Svein.
Foreldarar og systkini
Aldrei datt mér í hug að ég ætti
eftir að sitja hér með penna í hönd
og skrifa minningagrein um minn
ástækra bróður. Maður huggar sig
við að þeir deyja ungir sem guðimir
elska. Þær voru ófáar stundimar
sem ég átti með Sveini, við leiki,
spil og margt annað.
Sveinn átti tveggja ára gamla
dóttur, Lovísu, sem hann hafði
mikið dálæti á, cinnig gekk hann
syni konu sinnar í föðurstað og var
samband þeirra mjög náið.
Maður fer að hugsa um hvað lífið
sé óréttlátt, um þennan unga dreng
*
Sveinn Ivarsson
Grindavík
Fæddur 5. maí 1961
Dáinn 19. apríl 1986
Sá hörmulegi atburður átti sér
stað eitt laugardagskvöld, að bróðir
okkar og sonur varð bráðkvaddur
að heimili sínu þann 19. apríl síðast-
liðinn. Það er erfítt að trúa þessu,
maður les bara um svona í blöðum
og hugsar, aumingja fólkið, mikið
á það bágt. Manni dettur síst í hug
að þetta gæti einmitt hent mann
sjálfan. Sveinn var fæddur í Hafn-
arfírði 5. maí 1961. Hann var þriðji
í röðinni af fímm systkinum. Sveinn
- Minning
sem átti eftir að gera svo margt
og átti lífíð framundan, en svo eru
aðrir sem þrá að deyja en verða að
lifa við vítiskvalir. Hver er tilgang-
urinn?
Sveinn var mjög dulur og flíkaði
ekki tilfínningum sínum, Maður
veit því ekki hvað hann var búinn
að kveljast oft, það hefur sjálfsagt
verið mjög oft.
^ W 1440
I.
^00
i Langar þig til útlanda
en hefur ekki efni á því þetta áriö?
'is
Við bjóðum 1440 utanlandsferðir á
40.000 kr. hverja, eða 120 utanlands-
1 ^ r ^ ferðir á mánuði.
pse ^
_ HAPFDRÆTTI_____
__ HAPFDRÆTTI________
Dvalarhetmilis aldradra sjómanna