Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986
Morgunbladið/Ámi Sæberg
Sjötugir
launþegar íHöfða
Borgarstjóm Reykjavíkur efndi til móttöku i Höfða á baráttu-
degfi verkalýðsins, 1. maí, en þangað var boðið þeim aðilum í
launþegasamtökunum, sem verða 70 ára á þessu án. Um 230
manns komu í hófið, þar sem menn spjölluðu saman og sungu
við undirleik Ingimars Eydal. Á meðfylgjandi mynd má sjá
Davíð Oddsson, borgarstjóra, á tali við tvo eldri heiðursmenn
úr launþegasamtökunum.
Þýzk-íslenzka verslunarfélagið hf
Opinber gjöld og
viðurlög hækkuð
um 51,7 milljónir
Fyrirtækið verður kært til RLR fyrir skattsvik
FYRIRTÆKIÐ Þýsk-íslenska hf. í Reykjavík verður kært fyrir
skattsvik til Rannsóknarlögreglu rikisins í lok þessa mánaðar, sam-
kvæmt upplýsingum, sem skattrannsóknarstjóri gaf Morgunblaðinu
í gær. Þá verður liðinn kærufrestur, sem félagið hefur fengið eftir
að ríkisskattstjóri hefur lagt á það viðbótarskatta að upphæð um
38,8 milljónir og sektir að upphæð um 12,8 milljónir, alls 51,7 milljón-
ir króna, en fyrirtækið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um
niðurstöðu málsins.
Sú var niðurstaðan eftir rann-
sókn, sem rannsóknardeild ríkis-
skattstjóraembættisins gerði á
skattskilum og bókhaldi Þýsk-
íslenska hf. fyrir árið 1984. Rann-
sóknin leiddi í ljós, að félagið hafði
vantalið tekur sínar og eignir um
Arsskýrsla Flugsly sanefndar:
Viðhald Landhelgisgæslu-
véla er ekki sem skyldi
ÁRSSKÝRSLA Flugslysanefndar fyrir árið 1985 er komin
út. í skýrslunni kemur fram, að rækilega þarf að endur-
skoða viðhaldsmál loftfara Landhelgisgæslunnar, þar sem
þau séu óviðunandi. Þá verði að gera meira af þvi að kanna
og viðhalda hæfni flugkennara.
í skýrslu Flugslysanefndar, þeg-
ar TF-RAN fórst í Jökulfjörðum 8.
nóvember 1983, voru settar fram
ýmsar ábendingar og tillögur til
úrbóta handa Landhelgisgæslunni.
Hefur ýmsum þeirra verið vel tekið
af yfirmönnum Landhelgisgæslunn-
ar og er flugrekstur gæslunnar að
mörgu leyti til fyrirmyndar, segir í
ársskýrslunni.
Hins vegar þurfí að endurskoða
viðhaldsmálin rækilega, þar sem
þeim hafí enn ekki verið komið í
það ástand, sem ætlast var til.
Yfirmönnum Landhelgisgæslunnar
verður að vera ljóst, segir enn-
fremur í skýrslunni, að viðhald
flugkennara. Telja verður, að flug-
öryggi verði aldrei komið í gott
horf, nema vel sé staðið að flug-
kennslu," segir í ársskýrslu Flug-
slysanefhdar.
rúmlega eitt hundrað milljónir, eins
og fram kom í blaðinu í byijun
janúar. Hækkunin á opinberum
gjöldum nú er vegna hækkunar á
eignamati vörubirgða, vantalinnar
sölu og lækkunar kostnaðar.
Rannsóknin hófst í nóvember á
síðasta ári. í fréttatilkynningu, sem
forstjóri Þýsk-íslenska hf. sendi frá
sér í gær, segir: „Eins og fram kom
í fréttum fjölmiðla í janúar sl. hóf
rannsóknardeild ríkisskattstjóra-
embættisins athugun á bókhaldi og
skattskilum Þýzk-íslenzka hf. í nóv-
ember 1985. Mjög hraður vöxtur
félagsins á undanfömum árum
hafði leitt til verulegra erfíðleika í
tölvumálum fyrirtækisins sem or-
sökuðu mikla galla og ónákvæmni
í bókhaldi.
Forráðamenn félagsins lýstu
þegar í upphafí yfír fullum vilja til
að veita alla aðstoð við að upplýsa
málið, leggja fram gögn og gefa
þyrilvængja er mun flóknara og
viðkvæmara en viðhald annarra
loftfara. Verður því Landhelgis-
gæslan að uppfylla þær kröfur, sem
gerðar eru til viðhalds sambærilegs
flugrekstrar í nágrannalöndunum.
I ársskýrslunni kemur fram, að
engp'n dauðaslys urðu í flugi hér-
lendis árið 1985, þrátt fyrir að 13
flugvélum hafí hlekkst á. Að mati
Flugslysanefndar er þó ástæða til
að hafa áhyggjur af því að ( fjórum
þessara óhappa voru flugkennarar
við stjómvölinn og þrisvar hlekktist
flugnemum í skólaflugi á. „Það er
mjög áríðandi, að átak verði gert í
því að kanna og viðhalda hæfni
Reglur um fæðingarorlof
og styrk í endurskoðun
RAGNHILDUR Helgadóttir,
heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, skipaði í síðasta mánuði
nefnd til að endurskoða gildandi
ákvæði laga um fæðingarorlof
og f æðingarstyrk.
Ráðherra sagði að á undanföm-
um ámm hefðu farið fram miklar
umræður um rýmkun á rétti til
fæðingarorlofs, s.s. lengra orlof.
Nefndinni er ætlað að fjalla um
þetta og gera tillögur m.a um leiðir
til (jármögnunar og fyrirkomulag.
Ingibjörg Rafnar lögfræðingur
er formaður og auk hennar sitja í
nefndinni Jóhanna Sigurðardóttir
alþingismaður, Jón Ásbergsson
forstjóri, Salome Þorkelsdóttir al-
þingismaður og Steinunn Finn-
bogadóttir Ijósmóðir. Nefndin á að
skila tillögnm sínum til ráðherra
fyrir 31. október næstkomandi.
upplýsingar, sem verða mættu til
að komast til botns í skattskilum
fyrirtækisins svo unnt yrði að leið-
rétta þau. Vegna þessa hefur nú
tekist að ljúka málinu á svo skömm-
um tíma.
Ríkisskattstjóraembættið hefur
nú lagt á félagið viðbótargjöld með
viöurlögum og dráttarvöxtum.
Hækkun gjalda er vegna hækkunar
á eignamati vörubirgða, vantalinnar
sölu og lækkunar kostnaðar.
Hækkanir skatta, ásamt viður-
lögum og dráttarvöxtum eru sem
hér segir Viðbótarsöluskattur kr.
2.771.659 og viðbótartekju- og
eignarskattur o.fl. kr. 36.052.834.
Viðbótarskattar eru þannig samtals
kr. 38.824.493. Auk þess er lagt á
félagið vegna viðurlaga og dráttar-
vaxtakr. 12.882.207.
Félagið gerir ráð fyrir að skatt-
rannsóknarstjóri muni fljótlega láta
reyna á sakhæfí vegna máls þessa
og vísa því til úrskurðar dómsyfír-
valda gegnum Rannsóknarlögreglu
ríkisins.
Þýzk-íslenzka hf. mun leitast við
að mæta þessu áfalli með ljölþætt-
um aðgerðum."
Garðar Valdimarsson, skattrann-
sóknarstjóri, vildi í gær ekki segja
annað um málið en að þessar tölur
væru réttar. „Við erum að taka
saman skýrslu og ýmis gögn um
rannsókn okkar, sem við munum
senda Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins,“ sagði hann.
Spumingunni um hvort rannsókn
rannsóknardeildar ríkisskattstjóra-
embættisins hefði leitt í ljós að um
væri að ræða skipulagt undanskot
eigna og tekna af hálfu fyrirtækis-
ins svaraði skattrannsóknarstjóri
svo: „Lögreglurannsóknin verður
að leiða það í ljós og þá hver kann
að bera ábyrgð á því.“
Blaðinu tókst ekki að ná tali af
Ómari Kristjánssyni, forstjóra og
aðaleiganda Þýsk-íslenska hf., í
gær.
„Sakna oft íslands“
— segir Vovka Ashkenazy sem leikur á ein-
leikstónleikum hjá Tónlistarfélaginu í dag
„ÞAD ER alltaf jafngaman að koma hingað og alltaf kemur það
mér jafnmikið á óvart hversu margt hefur breytzt í Reylgavík
síðan ég kom síðast. I dag hef ég t.d. veitt eftirtekt nýjum húsum
og götum og breytingum á samgönguleiðum í borginni og þó eru
ekki nema tæp tvö ár siðan ég var hér síðast og spilaði ásamt
Philharmonia I Laugardalshöll,“ sagði Vovka Ashkenazy þegar
hann kom til Reykjavíkur i gær, en I dag kl. 17 leikur hann
einleik á hljómleikum Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói.
„Það var ætlun mín og konu
minnar að dvelja hér í tíu daga,
en því miður breyttist sú áætlun
vegna tónleika í Bomemouth þann-
ig að við verðum að fara til Lundúna
strax á mánudaginn. Ég var búinn
að hlakka til að sýna Bodil ýmislegt
sem mér er kært síðan ég átti heima
hér, en það verður að bíða betri
tíma. Vonandi fáum við þó tækifæri
til að skreppa á hestbak. Bodil er
mikið fyrir hross og á meira að
segja hest í Englandi."
— Hvarerheimiliykkar?
„í Mill Hill í Lundúnum. Við
giftum okkur fyrir hálfu öðru ári
og í fyrra keyptum við okkur hús
sem við erum mjög ánægð með.
Þar erum við þegar við erum ekki
á ferðalögum."
— Er Bodil líka tónlistarmaður?
„Nei, hún lærði að vísu á píanó
og velti því fyrir sér um tíma að
leggja fyrir sig píanóleik, en hætti
síðan við það og gerðist túlkur.“
— Eigiðþiðböm?
„Nei, ekki enn. Kannski kemur
að því, en eins og er veit ég ekki
hvemig við ættum að hafa tíma til
að sinna slíku því við ferðumst mjög
mikið. Framundan em annir, í júní
leik ég ásamt English Chamber
Orehestra í Barbican og síðan liggur
leiðin til Los Angeles þar sem ég
leik fyrsta píanókonsert Rachman-
inoffs með Hollywood Bowl. Dag-
skrá mín er að mestu leyti ákveðin
langt fram á næsta ári og í maí
að ári fer ég í 5—6 vikna tónleika-
ferð til Ástralíu."
— Hvemig er að vera píanóleik-
ari og heita Ashkenazy?
„Það getur verið erfítt. Það er
alltaf verið að gera samanburð. Þó
tmflar þetta mig ekki eins í seinni
tíð og það gerði fyrir nokkmm
ámm. Ég hef það á tilfinningunni
að fólk hafi nú fremur áhuga á
því hvað ég hef fram að færa en
því hvort ég get spilað eins vel og
pabbi."
— Þú ert að miklu leyti alinn upp
hér. Hvar hefurðu verið síðan þú
fluttist héðan fyrir níu ámm?
„Aðallega á Englandi og í Sviss
þar sem foreldrar mínir búa. Ég
lauk námi frá Konunglega tónlistár-
skólanum í Manchester fyrir þrem-
ur ámm en við þann skóla var ég
Vovka Ashkenazy ásamt Bodil konu sinni sem er frá Álaborg.
í sex ár. Aður hafði ég verið við
píanónám hér á íslandi og kennari
minn var þá Rögnvaldur Siguijóns-
son.
— Hvar fínnst þér þú eiga
heima?
„Ég veit það ekki. Ég sakna oft
íslands og ég er íslenzkur ríkis-
borgari enda á landið mikil ítök í
mér. Hér þekki ég þó ekki mjög
marga nema þá helzt tónlistarfólk.
Hér gekk ég í Hvassaleitisskóla og
síðan í Ármúlaskóla en tengslin við
skólafélagana hafa að mestu rofnað
enda átti ég aldrei mikla samleið
með þeim. Ahugamálin vom mis-
munandi og áhugi minn hefur alla
tíð verið bundinn sígildri tónlist
fyrst og fremst," sagði Vovka
Ashkenazy en skímamafn hans er
reyndar Stefán.
Á efnisskrá tónleikanna í Austur-
bæjarbíói í dag em tvær
Beethoven-sónötur, op. 90 og 110,
F-dúr-sónata Mozarts og A-dúr-
sónata eftir Schubert op. 120.