Morgunblaðið - 03.05.1986, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1986
-‘M
GENGI
GJALDMIÐLA
London. AP.
Bandaríkjadalur hækkaði
gagnvart öllum helztu gjald-
miðlum í gær en verðlækkun
varð á gulli. Er dollarinn hærri
gagnvart helztu gjaldmiðlum,
nema Kanadadollar, en fyrir
viku.
Ástæðan fyrir hækkun dollars
eru vangaveltur um að leiðtogar sjö
helztu iðnríkja heims komi sér
saman um á fundi sínum í Tókýó
um helgina að grípa til aðgerða til
styrktar dollar.
Brezka sterlingspundið lækkaði
fjórða daginn í röð og kostaði
1,5257 dollara miðað við 1,5275
dollara í fyrradag og 1,5260 fyrir
viku. Gengi dollars gagnvart öðrum
gjaldmiðlum var á þá leið að fyrir
hann fengust:
2,2035 vestur-þýzk mörk (2,2022),
1,8535 svissneskir frankar
(1,8437), 7,0250 franskir frankar
(7,0050), 2,4870 hollenzk gyllini
(2,4805), 1.525,00 ítalskar lírur
(1.509,50), 1,3777 kanadískir doll-
arar (1,37675), 170,70 japönsk jen
(169,40).
Gullúnsan lækkaði í gær í London
úr 345,25 dollurum í 342,50, og í
Zurich úr 346,50 dollurum í 342,50.
Irakar
hrósa
sigrií
norðri
íranir lýsa yfir land-
vinningum í suðri
Nicosíu, Kýpur. AP.
íraskur herforingi sagði I gær
að írakar hefðu hrakið innrásar-
lið írana í fjöllunum við landa-
mæri íraks og Tyrklands. íranir
lýstu yfir því að þeir hefðu fellt
fjögur þúsund íraska hermenn i
mikilli orrustu syðst í írak á
þriðjudag en haft er eftir irösk-
um herforingja að írökum hafi
tekist að hrinda sókn írana á
Faw-skaga í átt að Basra, næst
stærstu borg í írak.
Herforinginn sagði að bardögun-
um í Qöllunum hefði lokið í dögun
á þriðjudag eftir 34 klukkustunda
átök. Staðirnir, sem íranir eru
sagðir hafa verið hraktir brott frá,
eru í Kúrdistan. Kúrdar i írak vilja
sjálfstæði og lögðust nýverið á sveif
með írönum.
Þetta er fyrsta sinni síðan í
Kúrdastríðinu 1959 að íraskt herlið
fer inn í Kúrdistan. írakar héldu
þangað með mikið herlið og halda
bardagarnir áfram.
íranir sögðust hafa sótt um tvo
km áfram eftir Faw-Basra þjóðveg-
inum eftir að hafa gert árás að
næturlagi. íranska útvarpið greindi
frá því að flögur þúsund Irakar
hefðu annað hvort fallið, særst eða
verið teknir höndum.
Maher Abdel-Rashid sagði að
íranir hefðu hafið sókn í þremur
fylkingum á mánudag. Tvær þeirra
hefðu verið kæfðar í fæðingu með
sprengjuárásum og hefði mikið
mannfall verið í röðum írana. Á
einum stað hefði verið hart barist.
Átökin væru nú í rénun, en írakar
gæfu ekkert eftir.
Hvorugur aðilji hefur látið hafa
neitt eftir sér um siguryfirlýsingar
hins og ógemingur er að staðfesta
þessar fréttir þar sem blaðamönn-
um er meinaður aðgangur að víg-
stöðvunum nema endrum og eins.
KJARNORKUSLYSIÐISOVETRIK JUNUM
Chernobyl:
AP/Símamvnd
Kjamorkuverið í Chemobyl.
Myndin er tekin úr sovésku
tímariti.
Bandar í kj astj órn kann að
hafa ýkt afleiðingar slyssins
— segja sérfræðingar í kjamorkumálum
Washington. AP.
SÉRFRÆÐINGAR í nýtingu kjarnorku segja að svo kunni að
vera að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi ýkt hversu alvarlegt kjara-
orkuslysið í Cheraobyl-kjarnorkuverinu í Sovétríkjunum hafi
verið. Segja þeir að tölur Sovétmanna um mannfjón í slysinu séu
miklu nær sanni en sögusagnir um að þúsundir hafi farist.
Þá drógu sérfræðingamir einn-
ig í efa fregnir, sem hafðar voru
eftir ónafngreindum heimildar-
mönnum innan bandarísku leyni-
þjónustunnar, þess efiiis að annar
kjamakljúfur í verinu væri einnig
að bráðna. Bentu þeir á að líf í
Kænugarði, næstu stórborg,
gengi sinn vanagang. Væri það
harla ótrúlegt að Sovétmenn
gerðu engar ráðstafanir ef annar
kjamakljúfur væri að bráðna.
Tom Cochran, sem er fyrir
umhverfisvemdarsamtökum í
Bandaríkjunum, sagði að ýmsar
staðreyndir bentu til þess að slysið
væri mjög alvarlegt, en þær gætu
einnig samrýmst því að afleiðing-
ar slyssins hefðu verið ýktar
mikið. George Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, fullyrti í
samtölum við fréttamenn að tala
látinna og slasaðra í slysinu væri
miklu hærri en Sovétmenn vildu
viðurkenna og aðrir fulltrúar rík-
isstjómar Bandaríkjanna hafa
sagt að fullyrðing Sovétmanna
um einungis tvo látna sé fáránleg.
Vitaly Churkin, sovéskur sendi-
ráðsmaður, kom fyrir undimefnd
í bandaríska þinginu á fimmtudag
og hélt fast við fyrri staðhæfíngar
ríkisstjómar sinnar um að tveir
hefðu látist í slysinu og 197 slas-
ast, þar af 18 alvarlega.
! I-1:
stálhólkur kællvatn
eldsneyti
Chernobyl-kjarnakljúfur
Teíkning af kjarnakljúf eins og
þeim sem er í Chernobyl. 1)
Eldsneytishólfið sem umkringt
er grafíti. 2) Dælurnar sem sjá
um að kæla eldsneytishólfið. 3)
Geislavöra sem kemur í veg fyrir
að geiskavirkur úrgangur komist
út. 4) Vísar til teikningarinnar
til hægri.
Fiimar fyrir geislun í Kiev
Helsinki, London, Moskvu. AP.
GEISLAVIRKT joð fannst við
skoðun á 72 Finnum, sem komu
heim frá Sovétríkjunum í
fyrradag, i kjölfar þess að
finnska utanríkisráðuneytið
ákvað að kalla heim alla
finnska verkamenn, námsmenn
og ferðamenn, sem verið hafa
á Kiev-svæðinu. Finnsk heil-
brigðisyfirvöld segja hins veg-
ar hið geislavirka efni vera í
það litlum mæli að ekki sé það
skaðlegt.
Hundruð útlendra ferðamanna,
námsmanna og kaupsýslumanna
voru fluttir á brott með leiguflug-
vélum frá Sovétríkjunum í gær í
kjölfar viðvarana ríkisstjóma
vestrænna ríkja. Fólk í þessum
hópi, sem kom frá minsk og Kiev,
sagðist ekki hafa orðið vart við
neina hræðslu íbúa og daglegt líf
hefði virtst með öllu eðlilegt.
Aukin geislavirkni mældist í
gær og fyrradag víða í Mið- og
Suður-Evrópu. Hún er þó ekki
talin hættuleg en mörg ríki vömðu
við neyzlu drykkjarvatns og
hvöttu til vandlegrar skolunar
ávaxta og grænmetis. Geislavirk
ský fór yfir suðausturhluta Eng-
lands í gær en opinber stofnun,
sem fylgist með geislavirkni,
sagði að íbúum stafaði engin
hætta af aukinni geislavirkni.
Talið er að ský þessi hafi verið
yfir Sviss um miðja vikuna og að
þau berist í norð-norðvesturátt
upp með austurströnd Bretlands.
Vestur-þýzka stjómin hvatti
landsmenn til þess í gær að
drekka ekki nýmjólk vegna hugs-
anlegrar geislavirkni í kjölfar
slyssins í kjamorkuverinu í
Chemobyl í Sovétríkjunum. Auk
þess var eftirlit með bifreiðum og
ferðamönnum frá Austur-Evrópu
hert til muna og allir látnir gang-
ast undir geislamælingu á þýzku
landamæmnum.
Vestur-Þjóðverjar, sem komu
heim í gær frá Ukraínu, kváðust
ekkert hafa heyrt um slysið í
Chemobyl fyrr en ættingjar og
vinir hringdu frá V-Þýzkalandi
mörgum dögum eftir óhappið.
Alþjóða heilbrigðismálastofn-
unin (WHO) gaf út þá yfirlýsingu
í gær að þunguðum konum, ungl-
ingum og komabömum utan
Sovétríkjanna stafaði engin hætta
af geislun vegna slyssins í kjam-
orkuverinu í Chemobyl.
500-f öld geislavirkni
mældist mest í Póllandi
Varsjá, Washington. AP.
PÓLSKA stjórnin tilkynnti að geislavirkni vegna slyssins í kjara-
orkuverinun í Chernobyl í Sovétríkjunum væri i rénum í andrúms-
loftinu, en áfram mikil í jarðvegi og vatni. I gær jókst hins vegar
geislun til muna i Rúmeníu og á Balkanskaga.
Fulltrúar pólskra stjómvalda
skýrðu fréttamönnum frá því að
geislavirkni hefði náð hámarki á
mánudag og mælst 500 sinnum
meiri en eðlilegt er talið í borginni
Mikolajki í norðurhluta landsins.
Fjölskyldur sendifulltrúa Frakk-
lands, Bretlands, Kanada og
Júgóslavíu hafa verið fluttar á
brott vegna þess að yfirvöld
greindu ekki frá geislavirkninni.
Pólskir embættismenn sögðu
að yfirvöld í Sovétríkjunum hefðu
skýrt pólskum stjómvöldum frá
því að bilunin í kjamorkuverinu í
Chemobyl hefði orðið sl. laugar-
dag og er það í fyrsta sinn sem
skýrt er frá því hvenær slysið
varð.
Rúmenar voru varaðir við
vatnsdrykkju vegna geislunar frá
kjamorkuverinu í Sovétríkjunum.
Breyting á vindáttum veldur því
að geislavirkt úrfelli jókst til muna
í Rúmeníu í gær. Svipaða sögu
er að segja frá Júgóslavíu og
Búlgaríu og vom íbúar beggja
landanna varaðir við vatns-
drykkju.
Að sögn bandaríska landbúnað-
arráðuneytisins breiðist geisla-
virkt úrfelli yfir mikilvægustu
landbúnaðarhémð Sovétríkjanna,
sem em í vesturhluta Úkraínu.
Búast má við að uppskera öll verði
ónýt og af þessum sökum hefur
orðið mikil hækkun á hveiti og
komvömm á heimsmarkaði.